Tíminn - 12.09.1957, Blaðsíða 9
T’í MIN N, fimmtudaginn 12. september 1957,
9
■:*****$
MARTHA OSTENSO
RÍKIR sumar
í RAUÐÁRDAL
126
óþolinmæði í röddinni. Sol-
veig kannaðist við hann.
Þetta var Hug'h Allen, piltur
úr borginni sem var í skólan-
um meö Karsten. Komdu ég
þekki allt mitt heimafólk
hér um slóðir. Sjáðu — þarna
bíður ein eftir okkur niður í
strætinu.
Solveig gróf nöglunum inn
í lófana til þessa að bæla nið
ur ópið, sem komið var fram
á varir hennar.
— Ég veit ekki heyrði hún
Karsten segja þreytulega. —
Mér líður eitthvað svo undar-
lega allt í einu. Það er alveg
eins . . . . ég veit það annars
ekki. Það er betra fyrir þig að
fara einsamall, Hugh. Ég
ætla aftur heim.
Solveig þrýsti höndunum að
veggnum, kippti svo upp um
sig pilsunum og hljóp brott
eins hratt og hún komst.
Þegar hún kom aftur inn í
herbergið sitt kastaði hún sér
á rúmið og kjökraði: Ó, Alec,
Alec, flýttu þér heim aftur til
mín. Hið raunverulega ævin
týri var hans — hennar að-
eins aumkunarverður leikara
skapur, sem hún hafði aldrei
ætlast til að yrði neitt annað.
Hefði hún á þessari stundu
vitað, að áður en næsta haust
kæmi, hefði hún fengið þær
fréttir, að skonnortan Cass-
andra hefði farizt á sunnan
verðu Kyrrahafi, er skipið var
á heimleið, þá má vera að
hjarta hennar hefði brostið
í þrákelknislegri trúfesti henn
ar en læknast að nýju og hún
notið þeirrar ástar, sem lífið
kynni að hafa boðið henni að
nýju. En á því ári, sem leið,
unz henni barst vitneskjan,
kristallaðist áköf ástríða henn
ar í kyrrláta biðlund, sem
ekkert fékk bugað, Ást hennar
dvínaði heldur aldrei , þau
10 ár, sem hún varð að bíða,
unz skipbrotsmönnum af
Cassandra var bjargaö af
eyðieyju á Kyrrahafi og
fluttir til heimastranda.
XIII. KAFLI.
Um þetta leyti varð Olina
Wing tuttugu og eins árs. í
tvo mánuði samfleytt, eða frá
því að hún útskrifaðist úr
skólanum í Moorhead, hafði
Olina leitt hugann að því
hversu alvarlegt það væri að
verða tuttugu og eins. En
þetta kvöld árið 1898, er hún
varð skyndilega fullveðja,
hafði alveg sérstaka þýðingu
fyrir hana, þar sem samtal
hins tigna gests úti á verönd
Winghússins snerist einkum
um fórnarlund kvenna. Gest
ur þessi var þingmaður og
átti sæti sitt í Washington
einkum að þakka pólitísku
gengi George Grossman, og
hafði boðið George og Mag
dis til kvöldverðar í borginni.
Seinna höfðu þau öll þrjú far
ið út á búgarðinn, svo að þing
maðurinn hefði tækifæri til
að heilsa upp á „ágætustu
ungu konu sýslunnar". Magd-
ali hafði ljómað þegar hún
heyrði hrósyrðin, og George
Grossman hafði tekið undir
þau með hjartanlegum hvatn
ingarorðum.
Svo virtist sem þingmaður-
inn hefði nýverið lesið blaða-
grein eftir ungfrú Kate Shal-
een, þar sem svo virtist sem
hún væri sammála „þessum
grjótkasts konum í London“.
Hvað ætlaði að verða um
þénnan heim?
Kate Shaleen. Oliira, sem
sat nærri dyrunum hafði
roðnað og litið snöggt til móð
ur sinnar. Henni til undrun-
ar brosti Magdali og sagði
við þingmanninn:
— Þaö kemur sú tíð, vinur
minn, að þú hlærð ekki að
atkvæðum kvenna. Olina dótt
ir mín hefur lært til kennara.
Reynist hún fær um að kenna
smáfólkinu, verður hún allt
eins fær um að hafa áhrif á
hverjir fari með ríkisvaldið.
Við erum ekki hellisbúar leng
ur. Og að tveimur árum liðn
um höldum við inn í tuttug-
ustu öldina. Herra guð, það
verður öld kvenfólksins.
Tuttugasta öldin. Orðin
hljómuðu fyrir eyrum Olinu,
og henni hafði orðið litið yfir
herbergið til föður síns, sem
sat dálítið sér, eins og hún.
Allt í einu virtist hann vera
gamall og einmana með stóru
hendurnar á stólbríkunum.
Hún vissi að hann langaði til
að fá sér í pípu inni í litlu
setustofunni í gamla stein-
húsinu, sem virtist aldrei hafa
tilheyrt honum eftir að það
var endurbyggt.
Vegna augnatillits Magdis,
breytti George Grossman um
efni og fór að tala um friðar
skilmálann við Spánvera.
„Jú, sagði þingmaðurinn í
trúnaðartón. „Það er enginn
vafi á því að samningarnir
veröa undirritaðir. Og við
munum fá Puerto Rico og Fil
ipseyjar.
„Viljum við fá þær“, sagði
Ivar hæglátlega.
Þingmaðurinn virtist verða
undrandi og dró vindil upp úr
vasa sínum til að reyna að
leyna því.
„Eg er viss um að þið karl-
mennirnir viljið fara út á ver
öndina til að reykja,“ sagði
Magdali með kurteisi, sem
huldi alveg andúð hennar á
tóbaksreykingum í setustof-
unni. Hún stóð upp brosandi.
Magdali var fimmtíu og fimm
ára, en hún sýndist samt ár-
um yngri en Ivar, sem var
fimmtíu og þriggja. Olina
hafði með gleði notað tæki-
færið og flúið upp á loft og
látið móður sinni og Magdis
eftir að ræða um hvort ó-
hætt væri gefa Ivar litla
Gossman appelsínusafa. Mag
dis hafði ekki einungis
hafði ekki einungis blómstr-
að öll þau tíu ár, sem hún
hún hafði verið gift, heldur,
eins og Solveig sagði, borið á-
vöxt á hverjum lim, þar sem
hún átti fjögur börn, tvo
drengi og tvær stúlkur. Mað-
ur hennar, sem Karsten kall
aði „kartöflubaróninn“, var
einn af ríkustu mönnum í
dalnum. Magdali gat óskað
sjálfri sér til hamingju með
uppeldið og leiðsögnina á
elztu dótturinni. Hún hafði
einnig séð á eftir Karsten syni
sínum inn í farsælt hjóna
band með Edna Cole fyrir
fjórum árum. Og þótt hún
hefði nokkrar áhyggjur af
því að Edna skyldi ekki enn
hafa fætt barnabarn hennar,
hafði hún ástæðu til að gleðj
ast yfir velgengni Karstens
sem lögfræðings í Minneapol
is. Það hafði munað m jóu með
þau Karsten og Rose Shaleen.
Þessar hugsanir flugu í
gegnum huga Ölinu meðan
hún sat og greiddi sítt, ljóst
háriö fyrir framan náttborðs-
spegilinn í svefnherberginu,
sem þær Solveig bjuggu enn-
þá saman í. Vesalings Karst-
en. Og vesalings Rose, sem
hafði komið heim frá vinnu
sinni við stúlknaheimili Kate
Shaleens þetta sumar — og
nokrum vikum síðar og allt í
einu verið orðin kona Giedon
Gaffley, unga gjaldkerans í
bankanum í Wing. Olina
hafði grátið svo mikið út af
Karsten og Rose, þegar hún
var ellefu ára, að hún minnt
ist þess ekki að hafa grátið
annað eins þar til David Shal
een hafði farið til Chicago að
nema höggmyndalist árið
1893, en þá var hún. sextán
ára og hann tveimur árum
eldri. Það var Kate frænka
hans, sem hafði gert honum
mögulegt að fara, og hann
hafði aðeins komið í skyndi
heimsóknir síðan. Það var fyr
ir tveimur árum, eða áður en
hann fór til Parísar fyrir
námsverðlaun, sem hann
hafði unnið í Chicago.
En hann hafði skrifað
henni svo yndisleg þréf um
líf sitt í Montmartre, líf sem
veitti dýrmæta reynslu, sól-
skinshliðar þess voru óvenju
bjartar vegna vitneskjunnar
um ósigrana sem alltaf gátu
verið á næstu grösum. Lista-
maðurinn ungi, vinur hans,
sem fundist hafði hengdur í
hálsbindi sínu í kafaldsbyl, —
en David hefði aldrei orðið
svo hörmulegum atburðum að
bráð. Hann var David Shal-
een og hann mundi brátt
hverfa til ættjarðarinnar, þar
sem hann yrði gæfuríkur
myndhöggvari og hann myndi
kvænast Olinu Wing, hvað
sem mamma hennar segði um
Shaleenættina.
Olina sveiflaði hárinu yfir
öxlina á sér og gerði úr því
langa fléttu. Brátt væri von
á Sólveigu heim. Hún var í
heimsókn hjá Árna niðri í
bæ, — svo vítt sem vitað var.
Árni hafði einnig uppfyllt von
ir móður sinnar. Hann vann
í banka með frænda sínum
Roald hafði nýlega kvænzt
Sesselju Brill, fegurðardls
frá St. Cloud. Þó ungur væri
að árum sá hann glæsta
framabraut á stjórnmálasvið
inu framundan, og mamma
hans gladdist af metnaðar-
girni hans. Undir handleiðslu
Grossmans fetaði hann þá
slóð sem einn góðan veður-
dag mundi enda í Washing-
ton. Á einn hátt eða annan,
— og þrátt fyrir hættulegt
tafl mundi Wing-fjölskyldan
::
♦♦
|
1
2
::
::
::
::
♦♦
::
♦♦
♦♦
♦♦
♦♦
::
::
Fyígist með
tímanum
Þægilegast er kaupa Bláu Gillette Blötiin
í málmhylkjunum. Engar pappírsumbuÖir og
allíaf tilbúin til notkunar. Sama verÖ.
Aíeins kr. 17.00 pr. stk.
Til aS ná sem beztum árangri,
|: þá notið einnig nýjustu Gillette
rakvélina. Vél No. 60 kostar
aðeins kr. 41.00.
Bláu Gillette Blöðin
Globus h.f., Hverfisgötu 50, sími 17148.
niiiiiiiiiisHiiiiiiiiiiiimiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiumiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiumimimmiiiiiiiiiimmiiiiiu
| Opnum í dag |
i !
= fimmtudaginn 12. september kl. 4 nýja blómabúð í =
£2 —
i- Lækjargötu 2 undir nafninu =
d3iómiÍ
SIMI 24338
| Höfum á boðstólum afskorin blóm, og fjölbreytt úrval
| af pottaplöntum. Tökum einnig að okkur blómaskreyt-
| ingar.
BLOMABUÐIN
d^lómiÉ
Aðalheiður Knudsen,
Margrét Hinriksdóttir, Ragna Jónsdóttir.
Lækjargötu 2. — Sími 24338.
E
E
g
lllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllillllllilllllllllllllllll
PILTAK,
ef þi8 eigið gtúlknna,
þá á ég hringana.
f p'
l'/ .■y'\ vV*