Tíminn - 12.09.1957, Qupperneq 4

Tíminn - 12.09.1957, Qupperneq 4
4 T f IVIIN N, fimmtudagmn 12. september 1951, V'íMi ■ . ■ §!■ • l: 'CM . . ■ Konungur í NewYork - Chaplin frum- sýnir í dag Málpípa hversdagsmanns- ins - Chaplin og Chaplin - Satíran um tómleika lífsins - Ný Chaplin-leikkona Konungur í New York, Chapiin-kvikmyndin, sem beðiS er meS óþreyju, verSur frumsýnd í Leicester Square leikhúsinu í London í dag. ÞaS er fyrsta mynd Chaplins, sam framleidd er í Englandi, og ung ensk leikkona, Dawn Adams, fer meS aSalhlut- verkiS á móti Chaplin. Undir- tektanna vestan hafs er beS- iS meS eftirvæntingu. „Konnngur í New York“ er svart-hyit filma í Chaplinstíl, ófor- fínuð frá tæknilegu sjónanmiði. Höfundurinn hefir lengi þráast gegn því að l'áta tæknina sky-ggja á aðalatriðin í list sinni. Menn minnast þess, að í átta ár hélt hann áfram að gera þöglar mynd- ir eftir að talmyndin kom til sög- unnar, en í þetta sinn sló hann til og lét sýna myndina á breiðtjaldi jafnvel þótt það kostaði kvalir. Mólpípa hversdagsmannsins Chaplin er málsvari „hins ein- falda, góða hversdagsmanns". Markmið hans hafa aldrei verið tæknileg eðlis, en hann hefir ver- ið trúr sjálfum sér í baráttunni fyrir rétti einstaklingsins í and- stöðu við valdaníðslu og kúgun. Aðalpersónan, litli maðurinn, sem hrjáist kinrthestaður í umheimin- um, þar sem brjóstgæði og velvild skoðast sem veikleikamerki, hefir breytzt nokkuð með tímanum, en þó aðeins á yfirborðinu. Þegar Ghaplin hefir brotið gegn um sjálfan skrípaleik- inn, hefur hann að umskapa persónuna. Trúðurinn verður að einmana flækingi, fær svolítið heimspekilegt við sig og breytist sinám saman í grímuklæddan heimsborgara, eins konar herra Kíkóta, sem hæversklega berst gegn vonzku mannanna, en ávallt varðveitir sína bjargföstu trú á það góða, á brosið og hjartahlýj- una. Chaplin og Chaplin Chaplin er nú kominn á efri ár og er þess að vænta, að kraftar hans til nýrra átgka fjari út. Sjálfur hefir hann verið pottur inn og pannan við gerð mynd- anna. Hefir samið handritin, íón- listina, byggt senurnar, stjórnað töku myndanna og leikið sjálfur aðalhlutverkin. Talið er, að Chap- lin hafi gengið lengra í því að fella grímuna í þessari nýju mynd en nokkru sinni áður. Þar sem að viðkvæmni, andagift og skrípa- læti leika saman í nýrri ádeilu opn ar hann sjálf sitt fyrir áihorfend- um og leyfir þeim að skyggnast Chaplin tekur hamskiptum me3 tímanum en andlitiS er í rauninni það sama — oo sinnið. Myndirnar sýna gerfisþróun Chaplins, efst Chapiin við máltíð sína í „Gullæðinu"; næst sem iifandi hluti í vélasamstæðunni í „Nútíminn", þvínæst sem fjöldamorðinginn, monsieur Verdoux, er sló því fösfu, að afbrot væru aðeins leyfileg í stórum stíl — og að síðustu sem Calvero — hann sjálfur? — með Claire Bloom í „Sviðijós". Dawn Addams í hlutverki ungu stúlk unnar í „Konungur í New York". dýpra inn í persónuleika sinn og eigin heimspeki. Safíran um tómleika lífsins I nýju myndinni leikur Chaplin landflótta uppgjafakóng, sem leit- ar hælis í Bandaríkjunum. Kóng- urinn hefir meðferðis úætlun um íriðsamlega hagnýtingu kjarnork- unnar, sem hann vill leggja fyrir Bandaríkjastjórn. Hann mætir ungri, lokkandi stúlku, sem reynd- ar er auglýsingafulltrúi og fer með henni til miðdegisverðar, nokkurs konar atvinnusamkvæniis, sem er sjónvarpað ú vegum tannkrems- framleiðanda. Konungurinn verð- ur ölvaður í samkvæminu og að síðustu leikur hann tannlækní við húsmóðurina við mikla hrifningu áhorfenda. Til þess að vinna íyrir sér — einn ráðherrann er stunginn af með kassann — samþykkir hann að koma fram fyrir whiskyfirmá í sjónvarpi. Hann lætur einnig til- leiðast að lána sig í auglýsingar fyrir yngingarkúr, en fyllist biturð cg finnur sig auðmýktan. Hann bíður nú aðeins eftir svari ríkis- stjórnarinnar við uppástungu sinni. Tillögunni er vísað írá, og síðar, þegar konungurinn hefir tekið að sér lítinn dreng, en for- eldrum drengsins hafði varið stefnt fyrir óamerísku nefndina, er honum sjálfum stefnt fyrir sömu nefnd. Konungurinn er að vísu sýknað- ur af nefndinni en af þessum til- burðum fær hann slíkan leiða á Bandaríkjunum, að hann tekur þá , sem kostar á aðra milljón við heilsuhæli NLFÍ Aðsókn að heilsuhæiinu í Hveragerði hefir verið tíu sinnum meiri en hægt er að sinna Sjötta landsþing Náttúrulækningafélags íslands var haldið í Reykjavík, dagana 6. og 7. sept. í skýrslu stjórnarinnar segir að hin nýja baðdeild muni að forfallalausu verða tekin I notkun í septembermánuði. úrulækningafélaganna eða verzli ana, sem kenna sig við þau, séa ekki aðrar matvörur auglýstar seni he-ilsuvörur en þær, er hlotið hafa viðurkenningu sérfræðings sem stjórnin tekur gildan. i Þingið ítrekar fyrri samþykktic um nauðsyn þess, að nýjar félags- deildir verði stofnaðar og reyní verði að blása lífi í störf eldri deilda. Þar sem fátt mun vænlegra tií að efla og auka almennan skiln« ing á gildi náttúrulækningastefn- unnar en vel undirbúin matreiðslu námskeið með völdum kennurum, en á þeim er, því miður, skortur, þá felur 6. landsþing N.L.F.f. stjórninni að athuga, hvort ekki megi fella matreiðslukennslu inn í starfsemi heilsuhælisins. Landsþingið felur stjórn N.L.F.f. að taka í sínar hendur að svö miklu leyti sem fært þykir, inn.« flutning á heilnæmum matvörum fyrir heilsuhælið og verzlanir sam- takanna. Vill þingið í því sambandi benda stjórninni á að leita sam« vinnu við stjórn Pöntunarfélagg N.L.F.R. f stjórn voru kosin: Forseti: Jónas Kristjánsson, læknir. Vara- | forseti: Arnheiður Jónsdóttir. Með | stjórnendur: Pétur Gunnarsson, I tilraunastj., Óskar Jónsson, út* ! gerðarm., Úlfur Ragnarsson, lækn- ! ir. Varastjórnendur: Steindór Björnsson, Hannes Björnsson, póst 'm., Njáll Þórarinsson, heildsali. Baðdeildin með tilheyrandi sal- arkynnum, sem eru sjúkraleikfimi- salur, hvíldarsalur, læknastofa og sundlaug o. fl., kostar á aðra millj- ón lcróna. Þá segir í sömu skýrslu að að- sókn að heilsuhælinu hafi verið mjög mikil, og yfir sumarmánuð- ina frá 1. maí til 1. sept. hafi að- eins 1/10 hluti af umsækjendum komizt að. Helztu samþykktir þingsins voru þessar: Landsþing N.L.F.Í. skorar fast- lega á ríkisstjórnina að hún beiti sér fyrir því að tollar og aðrar álögur á nýjum ávöxtum, svo og grænmeti verði ekki hærri en á kornvörum og að innflutningur á vörum þessum verði það ríflegur, að fá megi þær allt árið. Landsþing N.L.F.Í. skorar á Al- þingi að veita félaginu 200 þús- und kr. byggingastyrk á næstu fjárlögum, til heilsuhælis félags- ins í Hveragerði. Landsþing N.L.F.Í. skorar á heilbrigðismálastjórnina að veita heilsuhæli félagsins sjúkrahúsrétt- indi, þegar baðdeildin tekur til starfa. Landsþing N.L.F.Í. felur stjórn- inni að rannsaka hvernig bezt muni vera að haga geymslu á korni, mölun þess og dreifingu, svo að ávallt verði unnt að hafa nýmalað korn á boðstólum um land allt. Landsþing N.L.F.Í. felur stjórn- inni að sjá um, að á vegum Nátt- Danir herða úramum- leit á Grænlandi Kampmann fer fram á 2 millj, kr. fjárveitingu til djúpborana Kaupmannahöfn í gær. — Einkaskeyti til Tímans. Danir ætla nú að herða mjög úraníumleitina á Græn« landi 05 leita á víðáttumeira svæði en fyrr. Lokið er við að gera 5 ára áætlun um jarðfræðilega rannsókn Suður- Grænlands. Er lögð sérstök áherzla á rann- sóknir, er flýtt gætu fyrir fundi úraníums í jörðu, enda þykja þungbæru ákvörðun að hverfa heim til Evrópu. Það er satíran um tómleika lífs- ins og verðleysi fremur en árás á Bandaríkin. Ný Chaplin-leikkona I hlutverk ungu stúlkunnar, Kay, hefir Ohaplin valið enska leikkonu, Dawn Addams, sem hann kynntist í Hollywood fyrir nokkrum árum. Dawn^ Addams, sem er gift og búsett á Ítalíu, verð ur nú éin þeirra kvenna, sem leik- ið 'hafa með Ohaplin í kvikmynd- um hans, en meðal þeirra eru Edna Purviance, Paulette Goddard, og Clarie Bloom. Dawn Addams lætur hafa eftir sér, að jafnvel þótt hlutverkið hjá Chaplin yrði þess valdandi að hún fengi aldrei að sfcíga fæti sínum í Hollywood, mundi hún ekki Mta slíkt aftra sér. Chaplin hringdi Dawn upp í Róm um nýárið 1956 og bað hana að taka hlutverkið að sér. Dawn segir: „-----og þegar ég hafði lagt á, mátti ég til að hringja til hans aftur og segja honum hversu yfir- komin ég var“. mjög vænlegar horfur um stór- fellda úraníumfundi eftir þá reynslu, sem þegar er fengin. Kampmann fer fram á aukafjárveitingu. Kampman fjármálaráðherra fór í gær fram á 2 millj. kr. sérstaka fjárveitingu til mikilla djúpbor- ana, en slíkar boranir eru taldar geta skorið úr um auðgi fundar* staðanna og gæði málmsins. Kampmann hefur skýrt frá því, í rökstuðningi fyrir þessari beiðni, að í sumar hafi fimdizt svo mikið úranium og thóríum á Grænlandi, að þegar sé grund- völlur til vinnslu, ekki lakari en sá, er aðrar þjóðir byggja þegar á, og miklar vonir séu einnig bundnar við framtíðarrannaókn- ir. — Aðils. Tíndi 10 potta af berjum á klukkutíma AKUREYRI í gær. — Berja* spretta hefir verið hér með bezta móti. Um helgar fara menn hundr uðum saman til berja og tína flest ir vel. Komið hefir fyrir, að menn hafa tínt 10 potta á klukkutíma. Helztu berjalöndin eru á Flatevrar dalsheiði, í Svarfaðardal og f Aðaldal. ED.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.