Tíminn - 21.09.1957, Page 2

Tíminn - 21.09.1957, Page 2
Tveir nvsiálenzkir skátar litu inn hjá blaSinu í fyrradag, | þeir Barrie Mayfield prentari og Bill Shadwell skósmiður, sá fyrrnefndi 24 en hinn 22 ára að aldri, báðir frá borginni Dune-, din. Komu þoir hingað með Gull'fossi þann fimmta þ. m., höfðu | stutta viðdvöl í Reykjavík en fóru síðan norður og lentu þar1 í iiinura mestu ævintýrum. _________________________________ Þeir fsiagar komu lur.gað af skátam.óti í Englandi _ og hug-5u gott til fsrSalaga um ísland. Hafa iþeir gist á skátæheimilum. en ferð ast með bílurn. sern þeir hittu á vegum úti. Þeir lögðu af stað frá Revkjavík þann 9. þ. ra., héldu fyrst til Akraness og gistu þar eirja nótt. en komust síðan til Ak- ureyrar og voru þar daglangt. Síð an var haldið til Mývatns. ViIItust á öræfum. Þeir dvöldust einn dag við Mý- vatn, korau að Reykjahlíð og FyrirSestor um ráðs tónskálda AlþjóSaráð tónskálda, stofnað fyrir forgör.gu Tónskáldafélags ís- Iands á Þingvöllum 17. júní 1954, heldur sir.n þriðja aðalfund dagana 25. til 28. þ. m. í Múnchen. Þýzka tónskáldafélagið býður upp á há: tíðlega dagskrá. Fyrir hönd Tón- skáldafélags íslands mun stofnandi ráðsins, Jón Leifs, mæta á aðal- fundi þessum. í Kópavogi Samkoma verður í barnaskólan- um við Digranesveg í Kópavogi sunnudaginn 22. þ. m. kl. 1 e. h. Þar verður MRA siðbótarhreyf- ingin kynnt og sagt frá för íslend- inganna 50, sem nýlega íóru til Ameríku til þess að kynnast þess- ari hreyfingu og sitja þing hennar á Maki.nac-eyju. Pétur Sigurðsson mun flvtja framsöguerindi. -— Allir eru vel- komnir. Aðgangiu- ókeypis. Gromyko Þessi mynd vor telcin af þeim Barrie Mayfieltl t. v. og Bill Shadv/ell t. h. er þelr litu inn á Tímann í fyrradag. Fyrstu dagana gangu þeir í stutt- buxum, og félk horfði svc mikið á þá aS þeir urðu að fara í síðar buxur. gengu á fjöil- í nágrenninu. Hittu þeir þar kunningja sína, sem orðið höfðu þeim samskipa til íslands. Voru það systkini frá Kenya og tvær konur, önnur stússnesk en hin frá Þýzkalandi. Slógust þau í fylgd með skátunum og lagði hóp- urinn á öræfin og ætlaði að Detti- fossi. Tók nú að syrta í lofti og gerði byl um nóttina. Tókst fó- lögunum að tjalda á auðu, en hafði þá borið af leið vestur á bóginn og bar með hóí;t hringsólið á ör- æíunum. Ekki voru nema tveir svefnpokar með i förinni og var tvísett í alla. Matur var og af sfcornum skammti og gekk brátt til þurrðar. Þegar tjaldbúarnir vökn- uou um morguninn var tveggja feta snjór á jörðu. Voru áttavitar þá ruglaðir vegna segulmagns í fjöllunum, en félögunum tókst að átta sig á sólinni. Felldu þeir núj tjaldið og gengu þar til er þeir sjá bíl á þjoðvegi í fjarska. ’Tókst nú að vænkast hagur ferðamanna og náðu þeir veginum og hittu þar jeppabifreið, sem flutti þá til Reykjahlíðar. Fengu þeir heitt súkkulaði að dreicka og fleiri hressingar. Farfuglar urðu eftir í Reykjalilíð, en skátarnir héldu með jeppanum til Akureyrar. Dunedin og Rcvkjavík. Þeir Mayfield og Shadwell létu svo ummælt að umhverfi í lieima- borg þeirra væri mjög líkt og í| Reykjavrk. Þar væri stórt vatn, erj minnti á Faxaflóa og fjall. nauða-j líkt Esjunni. Þeir voru báðir bún-j ir að fá sér gæruskinnsfóðraðar! úlpur og töldu, að þeir væru fyrstu Nýsjálendingarnir, sem væru í svoleiðis flíkuin á eftir Hillary. Félagarnir hafa dvalið hér á vegum Skátafélags Reykjavíkur, en fara út í dag með Gullfiossi. (Framhald af 1. síðu). væru liðnir, að hægt væri að stað- binda hernaðarátök, eins og slík er gætu brotizt út í M-Austurlönd- i um. Hann kvaðst vilja spyi-ja þá, j er veifuðu stríðskyndlinum í Mio-1 Austurlöndum, hvort þeir gerðu j sér grein fyrir því, hvar gæti ekki, logað upp úr, ef hernaðarbálið ,væri einu sinni kynnt þar eystra. I • v ■ ý , . j ! Meira gæzlulið. Allsherjarþingið liefði gengið röggsamlega til verks í fyrra, ér það héfði sent gæzlulið til varnar I Egyptaiandi. Væri ekki ráð núna, j sagði Gromyko, fýrir allsherjar- , þingið að senda gæzlulið banda- lagsins til að verja fleiri ríki á i þessum slóðum fyrir árásum og . undirróðri heimsvaldasinnanna? Hernaðarbandalög leyst upp Gromyko, sem flutti sína^fyrstu ' ræðu á allsherjarþinginu sem utan j ríkisráöherra, sagði, að það tilboð jRússa um að leysa upp Vársjár- j bandalagið, ef Vesturveldin leystu j upp N-Atlantshafsbandalagið, stæði enn í fullu gildi. Hann varpaði einnig fram þeirri tillögu, hvort ekki væri ráðlegt að aðiklarríki beggja þessara hernaðarbandálaga mynd uðu með sér eitt bandalag, þar sem þau myndu skultlbinda sig til að leysa öll deilumál með frið- samlegum hætti. Slíkt væri í fullu samræmi við friðarstefnu Rússa, sagði Gromyko. AUGLÝSIÐ Í TÍMANUM TÍMINN, laugardaginn 21. september 1957. Brezki sagnfræðingurinn Arnold Toynbee heSdur tvo fyrirSestra hér á landi Sá fyrri bein a haldinn klukkan 2 í dag Hingao til lands er ltominn brezki sangfræSingurinn próf. Arnold Toynbee á vegum Afmælissjóðs ríkisútvarpsins, en hann mun flytja hér 2 fyrirlestra á vegum þess. Fjallar sá fyrri um sagnfræðinginn, persónuleika hans og viðfangsefni, en hinn síða.ri um norræna og íslenzka menningu og stöðu hennar í heimssögunni. Fyrri fyrirlesturinn verður haldinn í Háskóla íslands í dag og er öllum heimill ókeypis að- gangur. Fyrirlestrar hans verða þýddir á.íslenzku og fluttir síðar : í útvarpinu. j Toynbee er einn af þekktustu sagnfræðingum heims, hefir ritað fjölda bóka um söguleg efni og' sett fram frægar kenningar er, hafa haft mikil áhrif. Kenningar | hans og verk hafa þó verið nokk- uð umdeild, einkum hin síðari ár. Glæsilegur ferill. Próf. Arnold J. Toynbee er fædd ur 1889, stundaði nám við Win- chester College & Balliol College Oxford. Hann stundaði kennslu og rannsóknarstörf í Oxford 1912— 1915. Síðan starfaði han ná veg- j um brezka utanríkisráðuneytisins til 1318. Á friðarráðstefnunni í Versölum var hann meðlimur þeirrar deildar brezku sendinefnd arinnar, sem fjallaði um málefni Austurlanda. Frá 1919 til 1924 var hann prófessor við Lundúnarhá- skóla í grískri tungu, sögu og bók- menntum. Árið 1925 varð hann for stöðumaður konunglegu brezku al þjöðamálastafnunarinnar (The Royal Inst. og Int. affairs). Frá 1925 til 1955 var hann prófessor í sagnfræði. Próf. Toynbee er heiðursdokt- or í bókmentum við háskólana í Oxford, Cambridge og Birming- hain, einnig er hann heiðursdokt- or við háskólana í Princeton og Columbia í Bandaríkjunum. Fjölmargar bækur. Meðal bóka hans má nefna: Nationality and the War 1915, The Western Question in Greece and Turkey 1922, A Survey of International Affairs 1924, A Journey to China 1931, Study of History verk þetta er í tíu bind um og kom út á árunum 1934— 41, Civilization on Trial 1948, The World and the West 1953 og nýjasta verk hans, Hitorian’s Approach to Ueligion, sem kom út 1956. Hnattferð nýlokið. Er Toynbee hætti embættisstörf um fyrir nokkru fór hann í mikið ferðalag um hnöttinn til að kynn- ast viðhorfum hinna ýmsu þjóða. Ilann hóf ferðalagið í Mið- og S- Ameríku, en lauk hnattferðinni í Arabaríkjunum. í viðtali við blaða menn ræddi prófessorinn nokkuð ýmis söguleg viðfangsefni, m. a. um sögu íslendinga. Hann sagði, að ekki væri fjarri lagi að líkja þeim yfirburðum er íslendingar Frá fréttaritara Tímans á Akranesi. í gær bauð Ólafur B. Ólafssqn framkvæmdastjóri bókabúðarinn- ar Andrés Níelsson h. f.( Skjól- braut 2, Akranesi, fréttamönnum blaða og útvarps að skoða bóka- búð'ina sem nú hefir verið opnuð á ný eftir að gagngerðar breyting ar og endurbaAur hafa verið gerð ar á húsnæðinu.. Teikningar af breytingum og búðarinnrétíingum sem er mjiig smekkleg gerði Sveinn Kjarval en smíði fram- kvaradi Benedikt Ilermannsson Aðra trésmíði annaðist Jón Guð- mundss., húsgagna.m.. Raflagnir gerði Áramann Áramanns- húsgagnasmíðameistari. Aðra trésniiði gerði Ármann Ármanns son rafvirkjameistari en Einar Árnason málarameistari sá um málningu. Búðin er flóðlýst og hituð með rafgeislahitun frá sam nefndu fyrirtæki í Reykjavík. í nýju búðinni er öllu smckk lega fyrirkomið og þar fást helztu bækur innlendar svo og erlendar bækur og tímarit margs konar. Að sjálfsögðu eru þar á boðstólum ritföng og fleiri smávörur er verzl að er með í bókabúðum. Búð þessa stofnsetti Andrés Nielsson fyrir 19 árum og er hún eina bókabúðin á Akranesi. í síuu formi er bókabúðin nýtízkuleg- asta búðin sem starfrækt er í kaup staðnum og eigendum til sóma. GB Borgfirðingar kveðja Hauk Jörundsson Frá fréttaritara Tímans í Borgarnesi. j í fyrrakvöld héldu Borgfirðing- , ar samsæti til heiðurs Hauki Jör- j undssyni búfræðikennara á Hvann- j eyri og fjölskyldu hans, en Hauk- j ur er nú að flytj'ast búferlum úr ! héraðinu eftir 21 árs dvöl á Hvann ' eyri. Hann mun taka við störfum sem íulltrúi landnámsstjóra í Reykjavík. Samsætið var hið veg- legasta og fór vel fram.' Veizlu- stjóri var Sigurður Guðbrandsson í Borgarnesi en aðrir ræðumenn vora Halldór Sigurðsson alþingis- maður, Daníel Kristjánsson skóg- arvörður, Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri á Akranesi. Guðmund- ur Björnsson kennari þar og Ell- ert Finnbogason kennari á Hvann- eyri. Nemendur, vinir og kunningj- ar Hauks færðu honum fagurt mál verk að gjöf eftir Júlíönu Sveins- döttur listmálara. Haukur flutti kveðjuorð og þakkaði Borgfirðing- um þann heiður, er þeir sýndu honum svo og langt og ánægjulegt samstarf um tVo áratugi. Hann kvaðst ekki yfirgefa Borgarfjörð, þótt hann flyttist á brott, því að í hinu nýja starfi sinu gæfist honum kostur að fylgjast með lífi og starfi í héraðinu eftir sem áður. S. G. AUGLÝSIÐ í TlMANUM P:óf. Arnoid Toynbee höíðu yfir alla aðra nágranna sína er gullaldarbókmenntir þjóð arinnar voru skrifaðar við þá at- burði er Aþena hafði yfir öðrum grískum borgríkjum á blóma- skeiði hennar. Annars kvaðst hann ætla að ræða þetta betur í fyrirlestrinum um íslenzka og norræna sögu. Andleg viðhorf. Toynbee kvaðst hvorki vera efnishyggju- né örlagatrúar mað- ur. Hann væri á þeirri skoðun, að hin sögulega þróun mótaðist fyrst og fremst af andlegum við- horfum þjóða ög einstaklinga á hverjum tíma. Toybee skýrði nokkuð frá starfi brezku alþjóðmálastofnunarinnar í London, en henni helgaði hann lengi starfskrafta sína. Hún var stofnuð árið 1919 af nokkrum full trúum Breta og Bandaríkjamanna á friðarráðstefnunni í París. sem vildu koma á fót hlutlnusri rann sóknarstofnun um alþjóðamál. Hlntleysi meginboðorcfið. f stofnuninni væri hlutleysi eitt fyrsta boðorðið, en þar ynnu menn sem hefðu hinar margvíslegustu skoðanir á hlutunum. Það væri að vísu nokkrum erfiðleikum bundið, en þrátt fyrir það hefði stofnun in unnið merkt starf. Einkum væri unnið að því í stofnunni að skýra gang þeirra mála, er hæst bæri á alþjóðavettvangi á hverj- um tíma. Toynbee ræddi nokkuð þróun nýlendumála og kvað stefnu Breta í Indlandsmálum er Ind- verjum var veitt sjálfstjórn og frelsi hina affarasælustu. Rússnesk siðmenning. Toynbee ræddi nokkuð um framtíð og þróun hinna ýmsu gerða siðmenningar í heiminum í dag. Taldi prófessorinn, að það' hefði komið skýrt fram m. a. í FinnlandL Tékkóslóvakíu og Ung verjalandi, að fullvíst væri, að nágrannar Rússa eða aðrar þjóð ir Evrópu sæktust ekki verulega eftir því að innleiða í lönd sín þá siðmenningu er setti svip sinn á Ráðstjórnarríkin í dag. Ilann liefði orðið þess var, að þjóðir Asíu og Afríku óttuðust afturgenginn draug nýlendustefn- unnar, mjög mikilvægt væri fyrir jákvæða framþróun, að þær breyt ingar er ættu sér stað á nýlendu valdinu í heiminum yrðu með fri'ð samlegum hætti. Margt merkilegt kom fram í viðtalinu við þennan merka enska prófessor, en ekki gefst rúm hér til að ræða það frékar, en rétt er að skora á al- menning að láta það ekki hjá líða að kynnast kenningum þessa þekkta sagnfræðings með því að hlusta á fyrirlestra hans hér á landi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.