Tíminn - 25.09.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.09.1957, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, miðvikudagimi 25. september 1957. Útgefandl: Framtóknarflokkurlnn. EiUtJórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarina*©* (é» Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýslngasími 19523, afgreiðslusiinl 1232S. Prentsmiðjan EDDA hf. Hver var „strandkapteinninn“? „Hver var Stalin?" Þjóðvilj inn varpaði þessari spurn- ingu fram hér á cfógunum. Það var komin út kennslu- bók í sagnfræði í Austur- Þýzkalandi. Stalíns var þar ekki getið. Börnin í Austur- Þýzkalandi þekkj a ekki þann mann. Þau vita bara að ind- æll maður, sem heitir Khrustjeff, býr í stóru landi fyrir austan, og hann sendir góðum börnum gjafir á jól- uaum. Hver var strandkapt- einninn? Ástundunarsamir lesendur Morgunblaðsins geta haldið að þetta sé á- móta þjóðsagnapersóna og vétstjórinn frá Aberdeen. Þeir vita ekkert um neitt strand. Það er hrein latína fyrir þá, að þjóðarbúskapur- inn hafi verið kominn í slíkt öngþveiti fyrir hálfu öðru ári, að ekki varð hjá því komizt að gera ýmsar hall- ærisráðstafanir til að fyrir- bygg'j a stöðvun atvinnulífs- ins og hrun efnahagslífsins. Þeir muna ekki betur en það hafi staðið i Morgiuiblaðinu um stjórnarskiptin, að ríkis- stjórn Ólafs Thors skilaði „blómlegu búi“ i hendur eftirmanna sinna. Milljóna- tugatöp útgerðarinnar, lof- oröin um uppbætur, gjald- eyrisskorturinn, bátagjald- eyrishallinn, dýrtíðin, vandr- æðin; upptalningin gæti verið miklu lengri. En hinir ástundunarsömu lesendur. Mbl. hafa ekki heyrt um þessa hluti. Það stóð bara ekkert um þá í blaðinu á sinni tíð. Hitt lesa þeir dag- lega í Mbl., að svona erfið- leikar eru til í dag og þeir eru allir ríkisstjórninni að kenna. Hún hefur búið þá alla til. En það er enginn „strandkapteinn“ til í þeirra augum. Hins vegar situr góð- ur maður uppi í Morgun- blaðshöll, og segir að allir geti fengið eitthvað fyrir ekkert, ef þeir styðji hann. SKRIFFINNAR Morgun- blaðsins ræða um þessar mundir um þjóðmálin eins og kommúnistískir lærifeður í Austur-Þýzkalandi rita mann- kynssöguna. Vissir atburðir eru ekki til, persónur þurrk- aðar út. Það má ekki sjást í Morgunblaðinu, að þeir erf- iðleikar, sem hrjá atvnnu- Sviðinn Maðurinn í Morgunblaðs- höllinni, sá, er gerði samn- inginn við kommúnista fyrir stríð um að eyða áhrifum Alþýðuflokksins í verkalýðs- hreyfingunni, sat síðan með þeim í stjórn árum saman, biðlaði til þeirra 1946 og aft- ur í fyrra, þykist þess um- kominn í dag, að brígsla öðrum um óheilbrigt sam- starf við kommúnista. Orð hans í Morgunblaðinu í gær eru eins og að nefna snöru í hengds manns húsi. Skemmd- arstarf það, sem Bjarni Benediktss. og kommúnistar unnu í félagi í verkalýðs- Iþróttaprinsinn, sem varð konungur vegi landsmanna, hafi skap- ast í stjórnartíð Sjálfstæðis- manna. Það má ekki vitnast því fólki, sem lokar augum og eyrum fyrir málflutningi andstæðinganna, að atvinnu- vegir landsins voru raunveru- lega komnir i strand þegar Ólafur Thors skilaði af sér. Þeir flutu á vixlum og' lof- orðum á s. 1. sumri, en þegar kom að veturnóttum komu skuldadagar, og það varð hlutverk hinnar nýju stjórn ar að fyrirbyggja stöðvun. Það tókst einvörðungu af þvi, að alþýðustéttirnar, framleið endur til sjós og lands, og ríkisvaldið tóku höndum sam an. Þjóðin tók á sig byröar til að verjast hruninu, sem stjórnarstefna íhalds hafði leitt að bæjardyrunum. Það kann vel að reynast svo, að þær ráðstafanir hafi ekki verið nægilega traustar og róttækar. Þær kunna aö hafa verið reistar á of mikilli bjartsýni. Það mun tíminn leiða í Ijós. En engum getum þarf að því að leiða, að ef stjórnarstefna íhalds hafði ráðið áfram, hefði neyðar- ástand í atvinnulifinu skap- ast þegar fyrir s.l. áramót, með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir fólkið í land- inu. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að forystulið íhaldsins hefur reynt að tor- velda björgunarstarfið alla tíð síðan það hrökklaðist frá völdum, og hefur beitt til þess ráðum, sem eru alger nýjung í íslenzkri stjórn- málabaráttu. íhaldsflokkur hefur þótzt vera verkalýðs- flokkur og hefur tekið upp óábyrga kaupgjaldsbaráttu, og „Sjálfstæðisflokkur" hef- ur reynt að spilla áliti þjóð- arinnar út á við og eyði- leggja lánstraust hennar. FÓLKIÐ i Austur-Þýzka- landi mun mæta vel vita, hver hann var þessi Stalín, sem ekki er nefndur i kennslubókum barnanna. Og heilbrigt hugsandi fólk á ís- landi man söguna um strand- ið, þótt hún sé ekki skráð i Morgunblaðinu. Heilbrigð skynsemi sigrar að lokum fals og blekkingar. Dómur sögunnar verður ekki um- flúinn. Ölafur V, kom til Noregs fyrir 52 árum, þá barn á handlegg föíur síns. EinkunnarorÖ hans í dag gátu ekki önnur verií í sárinu hreyfingunni fyrir stríð, greiddi veg kommúnista í þjóðlifinu meira en nokkúð annað, og af því súpum við seyðið enn í dag. í stjórnmálayfirlýsingu um- bótaflokkamia fyrir síðustu kosningar var heitið að reyna að koma á samstarfi á milli ríkisstjórnar og samtaka verkalýðs, launþega og bænda og annarra framleið- enda. Þetta var kjarninn i stefnuskrá flokkanna. Meiri- hluti til stjórnarmyndunar fékkst ekki í kosningunum. Þá var efnt til pólitísks sam- starfs á breiöara gxundvelli Látið þessa sagnanótt sökkva draumum sínum í ungar sálir yðar og varðveita trúna á að það sem Noregur var, skal hann aftur verða, á landi, á legi og meðal þjóð- landa heimsins ... I Þessi boðskapur barst á öldum Ijósvakans sumarið 1940 til norskra sjómanna, sem héldu frelsisbaráttunni áfram úti á heimshöfunum, og maðurinn, sem sendi hann, var Ólafur ríkiserfingi, maðurinn, sem nú er orðinn konungur Noregs. Hann var þá, og alla tíð síðan, fyrirheit um að Noregur skyldi aft- ur verða það sem hann var. Fyrir 52 árum Nú er meira en hálf öld síðan Ólafur konungur V. kom fyrst til Noregs, þá barn á handlegg föður' síns. Alexander prins, sonur Carls Danaprins og Maud prinsessu, hafði séð dagsins ljós í Appleton House á Englandi 2. júlí 1903. Þetta hús var brúðargjöf frá prins- inum af Wales. Varla getur nokk- urn hafa rennt grun í það þá, að tveimur árum seinna yrði hinn ungi danski sjóliðsforingi orðinn konungur í Noregi. En þegar Norð- menn höfðu endurheimt allt sjálfs- forræði, varð Carl prins Hákon konungur VII., og Alexander prins, sonur hans, Ólafur ríkiserfingi. Og hinn 25. nóvember 1905 sigldu þeir feðgar báðir á danska konungsskip- inu „Dannebrog" inn í norska land helgi, og þar steig konungsfjöl- skyldan nýja um borð í norska her- skipið „Heimdal“ og hélt til hafn- Erfiðir dagar fyrir barn Þetta var erfiður dagur fyrir tveggja ára dreng, þótt hann sæti alla leiðina frá höfninni til hallar- innar á handlegg föður sins. Hann varð líka að koma fram á svalir hallarinnar, hvað eftir annað, ásamt foreldrum sínum þennan eft- irminnilega hátíðisdag. Því var þá spáð, að hann mundi aldrei glata því vinarþeli, sem til hans streymdi. Hann skildi ekki það, sem fram fór þá, en hann veifaði I ákafa norskum fána til þúsund- anna á torginu og virtist una sér hið bezta. Æskuárin Ólafur ríkiserfingi átti starfs- sama og hamingjuríka æsku. Upp- eldi hans var auðvitað við það mið- að, að hann yrði, þá tímar liðu, ( konungur Noregs, en megináherzla I var lögð á að hann fengi að þrosk- ast sem heilbrigður, starfsamur, bjartsýnn og skilningsríkur maður. Hann gekk í skóla í Osló með jafn- ^öldrum sínum. í kjallara konungs- til að koma þessum samtök- um á. Ummæli Eysteins Jóns- sonar á fundinum í Eyjafirði, sem Mbl. í gær reynir að hár- toga, voru því í algeru sam- ræmi við staðreyndir. Án samstarfs við framleiðslu- stéttirnar var óhugsandi að stöðva hrunadans íhaldsins í dýrtiðarmálunum. í kosn- ingabaráttunni var þetta kjarninn í boðskap Fram- sóknarmanna. Eysteinn Jóns- son hélt þessu fram á fund- um víðs vegar um landið í kosn.hríðinni. En hann og aðrir leiðtogar umbótaflokk- anna lýstu því lika yfir, að ekki kœmi til mála að efna til samstarfs á ný með í- haláinu. Braskararnir hefðu með framferði sínu dæmt sig úr leik. Skrif Mbl. í gær sýna, að undan þessum sannleiks- orðum svíður enn í dag. Ólafur konungur hallarinnar var gerður leikfimisal- ur, og þar lék hann sér ásamt skólafélögum sínum. Hann varð þegar á unga aldri ágætur íþrótta- maður, og það gladdi Norðmenn hjartanlega. Hann var einn af þeim, og skaraði fram úr þar, sem þeir mátu mest: í skíðaíþrótt og sportsiglingum. Hann varð sann- kallaður íþróttaprins og hlaut kon- ungsbikarinn 9 sinnum og gullpen- ing á Olympiuleikunum í Amster- dam 1928. Heimiiið að Skaugum — Stríðsárin Ilinn 29. marz 1921 gekk Ólafur að eiga frænku sína, Mörtu prins- essu af Svíþjóð, og treysti þessi | ráðahagur enn vináttu Svía og Norðmanna. Ríkiserfinginn bjó á, Skaugum, sem þjóðin gaf hjónun-' um á brúðkaupsdaginn. Þar stofn- settu þau hamingjusamt heimili. Þar ólust upp Haraldur prins son- ur þeirra og dæturnar tvær. Þetta hamingjusama heimilislíf var sundurslitið á einum morgni, I er Þjóðverjar réðust skyndilega og að óvörum á Norðmenn. Ólafur ríkiserfingi var með konunginum föður sínum í járnbrautarlestinni, sem Þjóðverjar reyndu að eyði- leggja eftir að hún fór frá Lille-| hammer. Hann var á stórþings- ] fundunum, sem haldnir voru í skjóli fjallanna úti um byggðirl landsins, og hann stóð við hlið kon ungsins, þegar hann neitaði að við- urkenna Quisling og hann neitaði harðlega að ávarpa þjóðina í út- varpi og hvetia hana til að taka at- burðunum með „ró og stillingú*. Frelsisbaráttan í Bretlandi Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var 3. júlí 1940 í Tromsö, bauðst Ólafur ríkiserfingi til að verða kyrr í Noregi, meðan faðir hans stjórn- aði frelsisbaráttunni erlendis frá. Hann taldi, að e. t. v. gæti hann með veru sinni í landinu verndað norsk líf. Ríkisráðið réði eindregið frá slíkri tilraun, og taldi ekki hættandi á að veita Þjóðverjum tækifæri til að hafa krónprinsinn sem gísl. Hinn 7. júní stigu Hákon kon- ungur og Ólafur ríkiserfingi um borð í brezka beitiskipið „Devon- sliire", og í næstu limm ár voru þeir í broddi fylkingar Norð- manna, sem barðist fyrir frelsi Noregs. I London var náið sam- starf með íöður og syni. í upphafi bjuggu hinir norsku konunglegu gestir í Buckingham- höll, en fluttu seinna til Berkshire, en Marta krónprinsessa og börnin fóru til Kanada og Bandaríkjanna, og þar heimsótti Ólafur þau nokkr um sinnum, jafnframt því sem hann heimsótti norskar herdeildir, sem æfðar voru vestan hafs, og ávarpaði norska sjómenn. Á þessum reynsluárum stóð Marta krónprinsessa við hlið manns síns og tengdaföður. Hún flutti eftirminnileg ávarpsorð íil norsku þjóðarinnar. Hin sænska prinsessa varð Norðmönnum hjartfólgin. Hún var syrgð af allri þjóðinni, er hún audaðist árið 1954. Börn Ólafs og Mörtu eru öll fædd og uppalin í Noregi. Harald ur prins og ríkiserfingi er fyrsti ríkiserfinginn í 600 ár, sem fædd- ur er í gamla landinu. FaSir og sonur Sambúð Ólafs ríkiserfingja og Ilákonar konungs var alla tíð ein- staklega náin og ástúðleg. Ólafur virti föður sinn mjög og dáðist að honum. Það kom glöggt í ljós á 75 ára afmælishátíð konungs, er Ólafur ritaði formálsorð fyrir af- mælisriti um Hákon. Þar ræddi hann um það lífslán, að eiga góð- an föður. Heimkoman Hinn 13. maí 1945 hélt Ólafur ríkiserfingi klæddur „battledress“ heim til Noregs, í fylkingarbrjósti (Framhald á 7. síðu) ‘BAÐsromN Kveðja að heiman. í BRÉFAbunkanum í morgun var póstkort frá íslenzkum sjó- manni, sem var staddur á sjó- mannastofu í erlendri hafnar- borg. Hann hafði þar fengið Tím ann að lesa, og sendir blaðinu kveðju þaðan. íslenzt blað eriend is er jafnan kærkomið. Það er samband við fólkið heima, fréttir af því, hvað það hefst að. Eg vek máls á þessu hér, af því aö margir, sem heima sitja, gera sér enga grein fyrir því, hvert gildi bróf og blað að heim- an hefir fyrir þá, sem erlendis dvelja, einkum þó það fólk, sern búsett er erlendis. Við erum yfir leitt of löt við bréfaskriftir, eða of sinnulaus um að senda ísienzk blöð. Oftast er þetta lítil fyrir- höfn, en er samt ofraun á stund- um. Fátt gleður íslendinginn er- lendis meira og innilegar ,en bréf að heiman. Þess mættum við minnast oftar en við gerum. Kurteisi i pósti. ÞETTA ER nú það, sem snýr að okkar einkabréfum. En íslend ingar eru latir við viðskiptabréf in, og hafa það orð hjá ýmsum erlendum fyrirtækjum og stofn- unum, að kunna ekki mannasiði bréfaskiptanna. Hér er nefnilega landiægur sá ósiður að svara ekki bréfum. Þar eru margir sek ir, einstaklingar, íyrirtæki og opinberar stofnanir. Það mun oft koma fyrir, að erlendar stofnanir hafa snúið sér til sendifulltrúa íslands erlendis og spurst fyrir um, hverju það sæti, að ekki íáist svar'við ítrekuðum bréfaskiftum og fyrirspurnum. Þetta er auð- vitað daemaiaust kæruleysi, sem er til minnkunar. Bréfum á jafn an að svara strax. Ef erindislok eru ekki sjáanleg, er bréfið berst, á auövitað að segja það í svarbréfi um hæl, og bíða svo átekta. Sofandaháttur á þessu sviði hefir orðið til tjóns og á- litshnekkis. Kurteisi kostar eiiki neitt, kurteisi í pósti að vísu frí- merkin, en miðað" við allar að- stæður er það samt harla lítið. Gagnrýni á gerð frímerkja. ÞEGAR ÉG irefni frhnerki, minnist ég þess, að hafa heyrt í útvarpsþætti harða gagnrýní á gerð ísienzkra frímerkja. Eg er enginn fagmaður, en iýsingin á gerð þeirra var þannig að hún vakti athygli leikmanns. Eg hefi ekki séð neins staðar að póst- stjórnin hafi svarað þessari gagn rýni, en hún ætti samt að gera það. Gerð frímerkja er mikilvægt atriði. Frímerki ber hróður lands ins víða vegu. Margir hafa þau ein kynni af landinu, að sjá frí merlcið. Ef marka má orð útvarps fyrirlesarans, er sú landkynning ærið misjöfn. —Kaldbakur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.