Tíminn - 25.09.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.09.1957, Blaðsíða 8
8 T f MIN N, miðvikudaginn 25. september 1957. GreinargerS frá í þróttabandal. Kefla- víkur vegna úrslitaleiks 2. deildar í MorgunblaSinu og Tímanum 19. þ. m. er grein frá íþrótta- bandalagi ísafjarðar, þar sem rætt er um úrslitaleik 2. deildar. 'Vegna þess að ísfirðingar segja ekki rétt frá í þessu máli og snúa staðreyndunum gjörsamlega við í sumum tilfellum, þykir íþrótta- bandalagi Keflavíkur rétt að rekja þetta mál frá upphafi, svo almenningur þurfi ekki að gera sér rangar hugmyndir um það. í maímánuði s. 1. fékk íþrótt- bandalag Keflavíkur bréf frá K. S. í. þar sem okkur var tilkynnt hvaða leiki við ættum að leika í 2. deild í Reykjavík. Jafnframt var tekið fram í bréfinu að úrslita leikurinn í 2. deild skyldi fara fram í Reykjavík föstudaginn 26. ágúst. Þá var og tekið fram að Knatt- spyrnuráði Reykjavíkur hefði ver- ið falið að sjá um þessa leiki. í keppninni hér á Suðursvæðinu tóku þátt 6 félög og lauk henni svo, eins og kunnugt er, að Kefl- víkingar sigruðu. í keppninni á Norður og Vestursvæðinu var að- eins einn leikur. Var það milli ís- firðinga og Tindastóls frá Sauðár krók. Sigruðu ísfirðingar í þeim leik. Engin þátttaka var frá Aust- ursvæðinu. Til úrslita í 2. deild áttu því að keppa Keflavík og ísa- fjörður. Tveim eða þrem dögum fyrir úrslitaleikinn hringir form. K. S. í. til form. ÍBK og óskar eft- ír því að leiknum verði frestað um éinn dag, til laugardags 27. áúgst, þar sem það henti ísfirðingum bet- Ur. Var strax orðið við þeirri ósk hans. Á föstudagskvöldið hringir svo form. KRR til form ÍBK og óskar eftir því að leiknum verði frestað til mánudagskvölds, þar sem ísfirðingar kæmust ekki með flugvél í bæinn. Var honum þá strax tjáð, að úti- lokað væri a‘ð Keflvíkingar gætu leikið við ísafjörð á mánudag þar sem ákveðinn væri bæjarkeppni við Akureyri þann dag, en það var jafnfraint tekið fram að Keflvík- ingar væru fúsir að ræða um aðra frestun á leiknum ef þess yrði ósk að. Form. KRR taldi öll vandkvæði á því að hægt yrði að koma leikn- um fyrir síðar, og að ósk hans var ákveðið að fresta leiknum um tvo tíma, eða til kl. 5 á laugard. Var nú leikurinn leikinn á tilsettum tima og endaði með jafntefli eins og kunnugt er. Strax eftir leikinn, þegar sýnt var að leika þurfti aukaleik, átti form. KRR tal við báða leikaðila um það hvenær heppilegast væri að leika þann leik. ísfirðingar ósk- uðu eftir því að leikið yrði næsla mánudag. Keflvíkingar aftur á móti tóku það skýrt fram við form. K. R. R. eins og þeir höfðu raunar áður gert, að útilokað væri að þeir gætu leikið á mánudag, þar sem allur undirbúningur í sambandi við bæj arkeppnina við Akureyri sem á- kveðin var snemma í sumar, væri það langt á veg kominn, að ekki væri hægt að snúa aftur með hana. M. a. var honum tjáð að búið væri að auglýsa bæjarkeppnina í út- varpi og víðar. Þrátt fyrir þaö, þó form. KRR væri kunnugt um þetta, ákvað hann eða stjórn KRR að leikurinn skyldi leikinn á mánu dag. Tilkynnti form. KRR okkur þetta á sunnudagsmorgun. Eftir að hafa fengið þessa til- kynningu, fóru tveir fulltrúar frá ÍBK til Reykjavíkur til þess að reyna að fá þessu breytt. Áttu þeir tal við formenn KSÍ og KRR um þetta mál. Töldu þeir að eina leið- in til að fá þessu breytt væri að reyna að komast að samkomuiagi við ísfirðinga um frestun á leikn- um. Snéru fulltrúar ÍBK sér til fs- firðinga og hittu að máli m. a. einn af fararstjórum þeirra, Jens Sumarliðason. Báru þeir upp er- indi sitt við hann. Tjáði hann þeim að hann einn gæti ekki tekið neina ákvörðun um frestun leiksíns og gat þess jafnframt að ekki væri hægt að ná í hina fararstjórana, en ákveðið væri að þeir hittust allir þá um kvöldið. Eftir að hafa náð tali af farar- stjóra ísfirðinga, bárum við aftur upp erindi okkar og óskuðum ein- dregið eftir því að leiknum yrði frestað. Kváðumst við reiðubúnir til að gefa eftir okkar hluta af tekjunum úr báðum úrslitaleikj- unum, ef þeir féllust á frestun á leiknum. (Því má skjóta hér inn í að flugferð fyrir 15 ísfirðinga kost ar báðar leiðir kr. 7.290.00. Hálfan ferðakostnaðinn fá þeir greiddan, en hinn ber þeim að greiða). Með því að fá okkur tekjur úr báðum úrslitaleikjunum hefðu þeir því átt að geta komið aukaferð til Reykja- víkur sér að' kostnaðarlausu eða svo gott sem. Þá gekk form.-KRR svo langt til móts við ísfirðinga að hann bauð þeim að leika úr- slitaleikinn hvaða dag sem þeir óskuðu, þannig, að þeir gætu kom ið þá helgina sem hentaði þeim bezt, ef þeir vildu fallast á að fresta leiknum nú. Öllu þessu höfn uðu ísfirðingar. Þá var það að einn fsfirðingur inn, Kristján Jónasson, stakk upp á því að boði okkar væri snúiö við þ. e. a. s. Keflvíkingar færu vest- ur en ísfirðingar létu okkur fá sinn hluta af tekjum úr báðum úrslitaleikjunum. Við tókum það þá skýrt fram Aðalfundur Tafl- og bridgeklúbbsins Aðalfundur TBK var haldinn 19. sept. Fráfarandi for- maður, Jón Magnússon, sem gegnt hefir formannsstöðu í s.l. 5 ár, baðst nú undan endurkosningu, og var Sophus A. Guðmtmdsson kjörinn formaður í hans stað. Stjórnina skipa nú þessir menn, auk formanns: Júlíus Guðmunds- son, ritari, Ragnar Þorsteinsson, gjaldkeri, Gísli Hafliðason, móts- ritari, Þórður Elíasson, fjármála- ritari og áhaldavörður. Starfsemi TBK í vetur verður með svipuðum hætti og undanfar- in ár. Spilað verður á fimmtudags- kvöldum og annað hvert mánudags kvöld og hefir félagið tryggt sér húsnæði í Sjómannaskólanum. Með limir eru nú um 100 og virðist fé- lagið vera í örum vexti. Fyrsta keppnin í vetur verður tvímenningskeppni, sem hefst fimmtudaginn 26. sept. Spilaðar verða 5 umferðir. Efstu 5 pörin öðlast rétt til að keppa fyrir hönd félagsins í tvímenningskeppni. næsta landsmóts (Barometer- keppni). Úrslit þessarar keppni ákv. einnig um val á porum í fyrirhugað Reykjavíkurmót í tví- menning. Stjörn félagsins býður nýja meðtimi velkomna. Fmnar og Norð- menn sigra Frakka Um helgina var háð landskeppni í frjálsum íþróttum milli Finna, Norðmanna og Frakka í París. Úr slit urðu þau, að Finnar sigruðu Frakka með 126 stigum gegn 86, og Norðmenn unnu Frakka með 111,5 stigum gegn 97,5. í opin- berri landskeppni milli Finna og Norðmanna urðu úrslit þau, að Finnar hlutu 126 stig gegn 83. strax, að við hefðum ekki vmboð til að ákveða neitt um þetta atriði en væri það ósk þeirra, að þessi möguleiki yrði ræddur, værum við fúsir að ræða hann. Ekki tóku ís- firðingar þó betur í þetta en svo að aðeins einn, þ. e. tillögumaður inn, var samþykkur því að þessi leið yrði farin. Var nú sýnt að til gangslaust var að ræða frekar við ísfirðinga um frestun á leiknum, enda kom það skýrt fram í viðræð unum við þá að þeir kærðu sig ekkert um að reyna að komast að samkomulagi í þessu máli. Lauk svo fundi okkar með ísfirðingum. Morguninn eftir, (mánudags- morguninn) átti form. ÍBK tal við form. Knattspyrnuráðs Akureyrar Harald Sigurðsson, og spurði hann, hvort möguleiki væri á að fresta bæjarkeppninni, þar sem nú væri sýnt, að Akureyringar þurftu að koma aukaferð til Reykjavíkur til að leika við KR um það hvort liðið yrði áfram í 1. deild. (Akureyri lék við Val kvöld ið áður). Haraldur sagði að það kæmi ekki til mála að Akureyr- ingar kæmu fjórou ferðina til Reykjavíkur vegna íslandsmóts- ins. Þeir myndu sækja það fast að fá KR norður og leika við þá þar. Þetta væri því síðasta ferð Akureyringa suður. Um það að fresta hinni árlegu bæjarkeppni okkar var því ekki að ræða. Ann að hvort varð hún að fara fram á hinum áður ákveðna degi eða falla niður að öðrum kosti. Þá átti form. ÍBK tat við form. KRR og tjáði honum, eins og hann hafði raunar gert áður, að Keflvikingar gætu ekki liætt við bæjarkeppnina, til þess væri allur undirbúningur ^ of langt kominn. Óskaði form. f. B. K. enn eftir því að úrslitaleiknum yrði frest- að en form. .KRR taldi það ekki hægt. í hádegisútvarpinu á mánudag er úrslitaleikurinn svo auglýstur. Í.B.K. auglýsti einnig bæjarkeppn ina í útvarpinu á sama tíma, en það hafði einnig auglýst hana bæði á laugard. og sunnud. Þegar forráðamenn KSÍ sáu í hvert óefni var komið, síðdegis á mánudag, tóku þeir réttilega þá ákvörðun að fresta leiknum, og var það auglýst í kvöldútvarpinu. Hefðu ísfirðingar því vel getað sparað sér það ómak, að mæta til leiks þá um kvöldið. Nú verður hlé á þessu máli, vegna utanfarar Keflvíkinga og fsfirðinga, þar til síðast í ágúst, að formaður ÍBK óskar eftir því við formann KSÍ að hann athugi möguleika á því, að koma leikn- um á við heimkomu ísfirðinga, en von var á þeim til Reykjavíkur föýstudaginn 30. eða laugardaginn 31. ágúst. Stakk formaður ÍBK upp á því að reynt yrði að hafa leik- inn um þá helgi, eða mánudag- inn 2. september, þar sem reikna mætti með því, að ísfirðing. ætl- uðu sér að sjá landsleikinn 1. sept. Lofaði formaður KSÍ að athuga þetta, þar sem með því hefði ver- ið hægt að komast hjá frekari ferðalögum í sambandi við þennan leik. Jafnframt var þess óskað, ef ísfirðingar væru ekki fáanlegir til að leika við hcimkomuna, að full trúar frá KSÍ, ísfirðingum og Keflvíkingum kæmu saman og reyndu að komast að samkomulagi um það hvar og hvenær heppileg- Góður árangur á sveinameistara móti Islands í írjálsum íþróttum Úrslit í Sveinameistaramóti ís- lands, sem fram fór á fþrótta- vellinum í Reykjavík dagana 16. og 17. sept. Sveinar eru þeir nefndir, sem eru 16 ára og yngri. Keppendur voru yfirleitt 7 til 10 í hverri grein frá sex félögum og samböndum, KR, Ármanni, ÍR, FH, HSH og UMSK. Margir efni Iegir piltar kom framu á mótinu, sem eiga eftir að ná langt í frjáls íþróttum í framtíðinni. Úrslit urðu þessi: 80 m. hlaup: sek. 1. Úlfar Teitsson HSH 9,9 2. Steindór Guðjónsson ÍR 10,4 3. Ingólfur Ingólfsson UMRK 10,5 4. Karl Vídalín, FR 10,7 200 m. hiaup: sek. 1. Úlfar Teitsson HSH 25,6 2. Hermann Guðmundss HSH 26,3 3. Steindór Guðjónsson ÍR 26,5 4. Bjarni Jóhannsson ÍR 26,6 Hástökk: m. 1. Guðmundur Gíslason ÍR 1,60 2. Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,60 3. Ingólfur Ingólfss. UMSF 1,55 4. Kristján Stefánsson FH 1,55 Stangarstökk: m. 1. Gestur Pálsson UMSK 3,00 2. Páll Eiríksson FH 2,67 3. Bjarni Jóhannsson ÍR 2,45 4. Karl Vídalín FH 2.45 Kúluvarp: m. 1. Gylfi Magnússon HSH 15,66 2. Úlfar Teitsson HSH 14,34 3. Sólon Sigurðsson Á, 13,63 4. Ingólfur Ingólfss. UMSK 13,25 800 m. hlaup: mín. 1. Helgi Hólm, ÍR 2:10,1 2. Jón Sv. Jónsson UMSK 2:22,0 3. Jóhann Þ. Jónsson KR 2:22,0 4. Kristján Eyjólfsson FIl 2:30,2 Kringiukast: m. 1. Gylfi Magnússon HSH 40,62 2. Jón Þ. Ólafsson ÍR 37,21 3. Ing. Ingólfsson UMSK 37,11 4. Gestur Pálsson UMSK 36,10 80 m. grhl.: sek. 1. Steindór Guðjónsson ÍR 13,7 2. Helgi Hólm ÍR 13,9 3. Jóhann Þ. Jónsson KR 17,0 Langsíökk: m. 1. Ingólfur Ingólfss. UMSK 5,34 2. Gylfi Magnússon HSH 5,22 3. Kristján Eyjólfsson F_H 4,90 4. Steindór Guðjónsson ÍR 4,82 4x100 m. boðhl. ssk. 1. Sveit ÍR 53,3 (Árni M., Jón Ól., Steind. Bj. Jóh.) 2. Sveit UMSK 53,8 ÍR og HSH hlutu 4 meistara hvort og UMSK 2. í köstunam eru notuð kvennaáhöld. Þetta er í ;!fyrsta sinn, sem Sveinameistara- mót íslands er haldið. ’Næsta mót ætti að halda á heppilegri tíma. Frjálsíþróttaráð Reykjavíkur sá um mótið. ast væri að leika leikinn. Því miður varð ekkert úr því, að þessar leiðir yrðu farnar, af ástæðum, sem okkur eru ókunnar. Er nú hægt að fara fljótt yfir sögu, því fimmtud. 12. sept. kom skeyti til ÍBK frá KSÍ, sem segir að stjórn KSÍ hafi ákveðið að úr- slitaleikurinn í 2. deild fari fram. á ísafirði 14. eða 15. sept., og hafi ísfirðingum verið falið að sjá um leikinn. Kl. rúmlega 6 sama dag kom svo annað skeyti til ÍEK. Var það frá ÍBÍ, og hljóðaði svo: .Úrslitaleikurinn fer fram á ísafirði laugard. 14. sept. kl. 17. Bendum á bílaáætlunarferðir Vestfjarðar- leiða í fyrramálið, ef slæmt útlit fyrir flug.“ Keflvíkingar höfðu því 12 tíma til stefnu, til að ná í áa tl- unarferðina ef þeir ætluðu að vera öruggir með að geta mætt til Jeiks á ákveðnum tíma. íþróttabandalag Keflavíkur gat að vonum ekki sætt sig við þessa afgreiðslu á málinu. Var KSÍ því sent eftirfarandi bréf: Keflavík, 12. sept. 1957. Knattspyrnusamband íslands, hr. forrn. Björgvin Schram. Þökkum skeyti yðar sem okkur barst síðdegis í gær, þar sem þér tilkynnið okkur að úrslitaleikur annarrar deildar eigi að fara fram á ísafirði 14. eða 15. þ. m. Með tilvísun til bréfs yðar frá 27. maí sl., þar sem þér tilkynniö okkur meðal annars að úrslitaleik ur annarrar deildar skuli fara fram í Reykjavík 26. ágúst, vill stjórn ÍBK spyrjast fyrir um það hjá yður, hvont stjórn KSÍ sé heim ilt að flytja úrslitaleik, sem ákveð inn er í Reykjavík, vestur á Isa- fjörð, án samþykkis beggja leik- aðila? Sé svo hvar er þann lagabókstaf að finna? Svar óskast vinsamlega sent sam dæmurs í skeyti. Virðingarfyllst f. h. íþróttabandalags Keflavíkur Hafsteinn Guðmundsson. (sign) Hörður Guðmundsson (sign) Einnig sendi ÍBK stjórn KSÍ ann að bréf þennan sama dag, og var það svohljóðandi: Keflavík 12. sept. 1957 Knattspyrnusamband íslands hi\ form. Björgvin Schram. í tilefni af framkomnum ágrein- ingi um það hvar úrslitaleikur ann arrar deildar 1957 skuli leikinn og þar sem fram hefir komið að báðir ieikaðilar óska að leika á híutlaus- um velli, en ísfirðingar treysta sér ekki til að kljúfa fjárhagslagsan kostnað í sambandi við sliaa ferð, vill stjórn ÍBK koma með eftir- greinda málamiðlunartillögu, sem við vonum að allir geti sætt sig v.ð: Leikurinn fari fram í Reykjavík euis og ákveðið var. Leikið verði á Melavellinum sunnudaginn 15. sept. kl. 17 (þyki það henta betur verði leikið næsta sunnudag á sama tíma, en þá mun helzt liægt að fá völlinn). Ferðakostnaður ísfirðinga greið ist þannig: Samkv. samþykkt síð- asta ársþings KSÍ fær lið sem er búsett utan þess svæðið, sem mót fer fram á, greiddan ferðakostnað að hálfu. Flugfar frá Isafirði til Reykjavíkur og til baka aftur hent ar með afslætti fyrir hópferð kr. 486.00 pr. mann. ísfirðingar fá því helminginn af fargjaldinu greiddan, en hinn lielminginn bjóðumst við til að greiða fyrir þá, þó eklci fyrir fleiri en 15. Sjálfir bjóðumst við til að greiða okkar fargjald að fullu eins og áv- allt áður. f. h. íþróttabandalags Keflavíkur. Virðingarfyllst. Hafsteinn Guðmnudsson. Hörður Guðmundsson Við þessum bréfum tók ritari KSÍ og.lofaði hann að boða fund út af þeim þá um kvöldið. Okkur hefir ekki enn borizt svar við þessum bréfum. ÍBK vill að lokum taka það skýrt fram, að það álítur að úrslita leikur 2. deildar eigi að fara fram í líeykjavík nú eins og undanfar- in ár, enda hafði KSÍ áður til- kynnt það í bréfi til ÍBK. Þar sem samþykki beggja aðila fyrir því að leika leikinn á ísa- firði var ekki fyrir hendi, telur (Framhald á 9. síðu). Á eri. bókamarkaðs (Framhald af 4. síðu). fangabúðum og komst síðan til London. Segist hann rita bókina í þeim tilgangi að reyna að varpa ofurlítilli Ijósglætu inn í það myrk- ur skilningsleysis, sem ríki á vest- urlöndum um inntak og kjarna tíbetskrar lama-menningar. Hann á erfitt um ritun enskrar tungu enn sem komið er, og ber bókin þess merki, en það gerir frásögnina einfaldari og aðgengilegri að sumu leyti fyrir þá, sem engin skil kunna á menningu Tíbets. Bókin er 200 blaðsíður að staarð og kostar d. kr. 18,50 heft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.