Tíminn - 03.11.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.11.1957, Blaðsíða 4
Af blöðum sö J6rf R. Hjálmarsson, sagnfræðingur ræíir um krossfer'Sir FRÁ FYRSTU öldum kristn- innar hafa ííðkast pílagrímaferðir til Landsins helga. Trúaðir menn lögðu á sig !öng og erfið íerða- lög til að geta með eigin augum séð hina heilögu staði, þar sem Kristur og postularnir höfðu lifað cg starfað, liðið og dáið. Kirkjan hvatti mjög til þessara ferða og taldi þær mönnum til hinnar mestu sáluhjálpar. Venja var að, hver sem legði í slika för hlyti áður eins konar vígslu í kirkju sinni. Presturinn blessaði hann, skrýddi hann pílagrímskápunni, afhenti honum pílagrimsstafinn og stökkti að síðustu á hann vígðu vatni. Þegar pílagrímur kom heim úr langferð sinni, var venja að að fara með herlið austur fyrir Miðjarðarhaf og frelsa landið með valdi úr höndum hinna vantrúuðu : fékk byr undir báða vængi hjá | hinum einbeitta og harðsnúna páía Gregóríusi 7. En ekki gat ! kann beitt sér fyrir slíkum leið- angri sakir annríkis vegna ófriðar við þýzka keisarann, heldur var ; það eftirmaður hans, Úrbanus páfi 2., sem sanSeinaði krafta kirkj unnar og kom krossferðunum. af sfcað. En b?.ð voru fleiri ástæður en fjandikapur Seldsjúka við pí! agríma, er lágu að baki kross ferðunum. Keisarinn í Konstantín- ópel hafði missí mikið af ríki sínu í Litlu-Asíu 1 hendur Seldsjúka og hafði snúið sér til páfans í Riddari frá miööldum. hann þakkaði guði opinberlega í kirkjunni fyrir handleiðslu í för- inni og legði ólífugrein frá Land- inu helgá á altarið. Að afreki sínu loknu naut pílagrímur ávallt hinn- ar mestu virðingar í sveit sinni. í Landinu helga fengu pilagrím- ar yfirleitt að fara í friði fyrir þeim, sem bjuggu á þessum slóð- um. Arabarnir, sem ríktu í landinu frá því á 7. öld og voru Múhameðs- trúar, litu hir.a kristnu ferðamenn liqrnauga, en létu þá oftast vera. Þetta ástand versnaði mjög eftir að annar þjóðflohkur, er Seld- sjúkar nefndist, lagði landið undir sig á 11. öld. Seldsjúkar voru af tyrknesku bergi brotnir og ný- fluttir langt austan úr Asíu. Þeir liöfðu tekið Mú’hameðstrú og svo ísem títt er um alla þá, sem ný- verið hafa tekið trú, voru þeir mjög ákafir baráttumenn síns nýja guðs, Allah, og fyrirlitu alla þá, er trúðu á aðra guði. Seldsjúkar sýndu siig brátt í margs konar fjandskap við kristnina, rændu og skemmdu hina heilögu staði og ofsóttu og hrjáðu pílagríma á margan hátt, svo að þeir gátu vart verið óhræddir um líf sitt þar eystra. HIN HÖRMULEGU tíðindi, er pílagrímar sögðu frá Landinu helga, vöktu gremju og sorg um alia Norðurálfu og hugmyndin um Róm með beiðni um hjálp frá Vesturlöndum til að endurheimta þessar lendur sínar. Þessi beiðni keisarans vakti mikinn fögnuð lijá páfa cg öórum .ráðamönnum á Vesturlöndum. Lengi hafði verið grunnt á því góða milli páfans í Róm og pat.ríarksins í Konstan- tínópel, því að báðir gerðu kröfu til að vera æðstu ráðamenn inn- an kirkjunnar. Öldum saman hafði átt sér stað margs konar tog- streita milli austurs og vesturs, en í lengstu lög hafði þó verið reynt að varðveita einingu sam- félags kristinna manna. A'ð lok- um hafði það þó ekki reynzt unnt og kirkjan klofnaði í tvennt árið 1C54 og er síðan talað um grísk- kaþólska og rómversk-kaþólska kirkju. Klofningur þessi varð mörgum leiðíogum kristninnar til sárustu sorgar og lengi vel voru menn að þreifa fyrir sér, hvort ekki mætti sameina kirkjurnar á ný og safna öllum kristnum mönn- ! um aftur í eina hjörð innan heil- agrar, almer.nrar kirkju. Páfinn og menn hans þóttust eygja gullið tækifæri, eftir að keisarinn í Kon stantínópel hafði leitað eftir hjálp fírá Vestur'löndum. Hugsuðu þeir sér ao fara með her manns aust- ur fyrir Miðjarðarhaf, frelsa Landið helga og berja eftirminn- anlega á hinum vantrúuðu. Þar með þóttust þeir taka forustuna í málefnum kristninnar svo ræki- lega í sínar hendur og gera keis- aradæmið í austri sér svo skuld- bundið að sameining hinnar grísku og rómversku kirkju kæmi af sjálfu sér líkt og þegar fullþrosk- aður ávöxturinn fellur af trénu. ÞÁ ER OG að minnast þess að aðallinn var hin ráðandi stétt á Vesturlöndum ásamt klerka- stéttinni. Helzta iðja aðalsmanna var að berjiast og áttu þeir löng um í ófriði hver við annan. En þeim hafði fjölgað mjög, svo að víða þrengdi að þeim og tæki- færin urðu því færri til að skapa sér sómasamlega afkomu og afla sór frama og frægðar, sem allir stríðsmenn þrá. Þeir tóku því fagnandi boðskapnum um að halda til hinna auðugu og ævintýralegu Austurlanda, er byðu fræknum riddurum svo ólíkt fleiri tækifæri og meira olnbogarými en hin hrjá'ðu og fátæku Vesturlönd. Lægri stéfctirnar hrifust einnig með, því að kjör þeirra voru svo aum heima fyrir að þeim virtist \jrá litlu að hverfa, en ef til vill til mikils að vinna. En þótt aðalsmenn og bændur hefðu mjög í huga að afla sér frama, auðs og bættra lífskjara, má samt ekki gleyma því að trú- aráhuginn var mikill í upphafi krossferða og var hann vissulega ekki léttari á metunum en áhug- inn á frægð og jarðneskum gæð- um. Krossferðirnar höfðu þann kost fram vfir ýmsar aðrar her- ferðir að með því að berjast til auðs og landa þjónaði maður guði, svo ao það varð ekki betur gert á annan hátt. HAUSTIÐ 1095 kallaði Úr- banus páfi 2. saman mikið kirkju- þing í borginni Clermont í Suður- Frakldandi. Þ.ar flutti hann mjög áhrifami.kla ræðu, lýsti. neyö krist inna manna og villimennsku Seld- sjúka í Gyðingalandi. Skoraði á ■alla kristna menn aö hætta inn- byrðis stríði og fjandskap og snúa sér að göfugri verkefnum og guði þóknanlegum. Að síðustu lofaði ifcann öllum, sem fara vildu og frelsa Landið helga úr höndum hinna vantrúuðu, syndafyrirgefn- ingu og eilífri umbun á himnum. Ræða þessi hafði hin mestu áhrif og áheyrendur, lærðir og leikir, hrópuðu hver sem betur gat: „Guð vill það! Guð vill það!“, og flýttu Lsér til að fá sett á öxl sér hið rauða krossmark, er táknaði að þeir gerðust krossfarar og ætluðu í krossferð til Landsins helga. Næsta ár, 1096, hófst fyrsta kross- ferð. Skólum lokað á ísa- firði vegna flenzu ÍSAFIRÐI. — Influenzan er orðin mjög útbreidd hér á ísafirði. — Gagnfræðaskólanum og barnaskól anum verður lokað vegna veikinda þessa viku. Lætur nærri að um fjörutíu af hundraði nemenda hafi vantað í skólana. G.S. T f MIN N, sunnudaginn 3. nóvember 1957« tft MggBBumani—aawai8iaBai»iiijHa»i8^giaaaB»iaimuBs»iBgs!rei^wwiawwwB«w n *j K:l; < Þáttur kirkjurmar „Friður sé með yðurf GÆTI VERIÐ þörf á annarri | kveðju fermur en þessari frið- : arkveðju Drottins á þessari friðlausu jörð. Salem aleikum, sólskins- kveðjan frá sigurvegara lífs- ins, hvíslar í vorblænum við gluggann á morgnana, snertir vanga þinn í ljúfum Leik geisl- anna er þú lítur út um dyrnar. | Hugsið ykkur, ef allur' heim- urinn, allt mannkynið hlustaði | á þessa friðarkveðju dag hvern, j| þá yrSu vopnin kvödd á samri 1 síund. Þá þyrfti ekki frægasti p friðarprédikari nútímans, Al- bert Schweitzer að tala fyrir | daufum eyrum þjóðhöfðingj- fi anna í austri og vestri um i hryllilegustu dráps og eyðing- % artæki nútímans. Þá lyki her- væðingu þjóðanna og hermenn legðu stund á framleiðslu og listir. ÞÁ YRÐI ekki rætt um til- verurétt þessa litla lands, ein- ungis sem mikilsverðan þátt í vélabrögðum hms vonda, þar sem sundrung og flokkadrætt ir setja blæ á líf hvers dags. „Friður sé með yður‘. Og einstaklingurinn þarf líka 4 að hlusta á friðarkveðju Drott . ins. Einskis betra verður neinu | hjarta óskað. Friður er öruggt jafnvægi ; ! sálarinnar, samhljóman allra strengja hjartans. Friður er i; líkt og hljómkviða, þar sem !!;:; allt er iðandi lif og starf, en ■ allt í öruggu samræmi ti! að | skapa sælu og fegurð, hver smáhljómur fellur inn í heild ina til að auka unað og full- | komnun. HVERS ÞARF veslings sund- || urtætt mannssál fremur. Sál, sem synd og ástríður hafa gjört 1 áð eyðimörk, þar sem æsistorm ar villtra langana tæta upp allan gróður, hvert gott áform, hverja göfuga framkvæmd. — Hvað þarf ofdrykkjumaðurinn frernur en frið og jafnvægi til að ná tökum á sjálfum sér, svo að vorgróður góðra eiginda nái að ilma í sál hans og svip? Hvað stillir samvizkukvöl hins iðrandi og þjáða? Friður, guðs- friður hins almáttka kærleika. Friður er frumskilyrði vaxtar og þroska. Froststormarnir deyða vorgróðurinn. Friðar- kveðja Drottins er æðsti boð- skapur vorsins. Og þú sorgbitna sál, þú titr- andi hjarta, hlustaðu á þegar hann hvíslar gegnum andvcku- stunur þínar á langri þrauta- nótt:: „Friður sé með þér“. Lífið er eilíft, óttastu ekki, vinur þinn lifir, þið hittizt aftur“. Hann, sem kveðjuna flytur, er í ábyrgð fyrir því, að við sjáumst aftur á landi hins ei- lífa vors. Við erum ekki leik- soppar blindra örlaga, helclur á valdi hins almáttuga vorgjafa kærleikans. Ef þú trúir þessu, þá birtir, sólin hrekur brott skugga vetrarins og friðurinn gefur þrek og þrótt, friðurinn frá kærleiksboðskap Krists. OG ÞÚ, sem ert áhyggju- fullur, kvíðinn, hræddur og ein mana. Vorið færir þér vona- kveðju friðarins. Biddu um snertingu friðarboðans yfir æst ar öidur vitundar þinnar. í sannleik, hvar sem sólin skín, er sjálfur Guð að leitia þín“. Hlustaðu, dýrð hvers dags, ilmur vaknandi blóma, þytnr- inn í grænkandi björk hvíslar orðum meistarans út í vorið: „Friður sé með yður“. Árelíus Nielsson. 4* Krossferðariddarar á Iei3 til Jerúsalem. Málverk Ásgríms fóru fyrir hæst verð á uppbóðinu í fyrradag Göngustafur dr. Jóns Þorkelssonar sleginn á 2500 krómir í gær fór fram listmunauppboð á vegum Sigurðar Bene- diktssonar og var það haldið í S.iálfstæðishúsinu. Var þar margmenni samankomið og boðið fjörlega í. Að þessu sinni var aðalieg2 um málverk að ræða og voru þarna myndir eftir ýmsa kunnustu listamenn þjóðarinnar fyrr og síðar. Hæsta sala á uppboðinu var 2 myndir eftir Ásgrím Jónsson, olíu málverkið við Gaukshöfða, 76x89 cm, fór á 18200 kr., og vatnslita- myndin Hraunás í Hálsasveit, 47x 58 cm fór á 10600 krónur. Myndir eftir Þórarin Þorláksson Boðnar voru upp 6 iitlar myndir eftir Þórarin B. Þoriáksson, og varð lítil Þingvallamynd 20x92 cm dýrust, fór á 5100 krónur. Þing- vallamynd eftir Kjarval, olíumál- verk, 5x80 cm, fór á 6000 kr. og Dyrfjöll, olíumálverk 58x104 cm á 5100 kr. Þarna fór og myndin Sjógarpur eftir Emil Thoroddsen fyrir 1600 kr. og teikning af ungri' konu eftir Guðmund Thorsteins- son (Muggur), 30x26 cm á 1600 kr. Aðrar myndir voru á iægra verði. Munir Jóns Forna Þá voru boðnir upp tveir munir úr búi dr. Jóns Þorkelssonar forna, göngustafur, með útskorn- um fílabeinshaus gefinn doktorn* um af nokkrum þingmönnum, fór á 2500 kr., og einnig var boðið upp skriffæraborð dr. Jóns. Þetta er fyrsta listmunauppboð vetrarins. JarSarför föður okkar, Bjarna Sigurðssonar skrifstofusf jóra fer fram frá Dámkirkjunni mánudaginn 4. nóv. kl. 2 síSdegis. Þeir, sem kynnu a3 hafa hugsaS sér a3 heiSra minningu hans, me3 biómum, eru beSnir að láta fremúr Barnaspítalasjóð Hringsins njóta þess. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Sigurður Bjarnason, Eiríkur Bjarnason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.