Tíminn - 06.12.1957, Side 6

Tíminn - 06.12.1957, Side 6
6 T í MI N N, föstudaginn 6. desember 1951* Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinjsott (áb). Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323 Prentsmiðjan Edda hf. Þrjár umferðir og biðskák í>VÍ VAR SPÁÐ hér í blaöúm á sunnudaginn, að Morg’unbla'ðsmönnum myndi endajst lánsfjármálið enn einn dag til að búa til úr því „heímsfrétt“. Til hægðar- auka, fyrir það lýsti Tíminn því yfir, að íslenzka ríkiö leitaði eftir því að fá lán til aðkailandi framkvæmda í tveimur löndum, sem eru í Atiantsíliafsbandalaginu, — Vestur-Þýzkalandi og Banda ríkjunum. í þessu efni fór allt eins og ráð var fyrir gert. Á þriðj udagsmorguninn var lánsmálið enn meðal heimsfréttanna, með svipuðu viðhafnarletri og fregnin um að Eisenhower ætli eftir allt saman á Parísarfund Atl antkhafsþjóðanna. Og enn í gær er Timinn á forsíðu Mbl. og yfirskyggir að kalla má hörmulegasta slys, sem orðið hefir í nágrannaríki í ára- tugi. Það er því ekkert smá- ræði sem Morgunblaðsmönn um er niðri fyrir þessa dag- ana. Sú staðreynd, að ríkis- stjórnin muni ekki gefast upp við efnahagsvandamál- in vegna þess að „hún fái hvergi lán“ eins og Ingólfur Jóneson komst að orði, hefir gert að engu valdadrauminn, sem lýst var í Húsafellsskógi í fyrra. „Við“ komum sem sé ekki „bráðum aftur“ eins og þar var lofað, heldur er líklegast að útivistin verði til nokkurrar frambúðar að minnsta kosti. í ÞESSUM þrengingum verður auövitað fyrst fyrir að leita þeirra „annarra ráða“, sem Ingólfur Jónsson nefndi í sömu þingræðu og taldi aö hafa þyrfti við hend ina ef lánsfjárskorturinn brygðist alveg. Og það er nú orðið alþjóð Ijóst, hver þau voru í fyrstu umferð. Um það hafa vitnað útlend blöð sem hingað hafa borizt og hefir nokkurra þeirra verið getið í Tímanum. Þar eru prentuö „fréttaskeyti“ frá ís landi, þar sem íslendingum ei lýst sem betlurum frammi fyiir samtökum þjóðanna, en stjórnarvöld þeirra sögð þannig innanbrjósts, að þau muni svikja alþjóðasamn- inga og fyrirheit ef ekki fá- ist fé í „samskotasjóöinn“. Frumheimild þessarar vitn- eskju er sösö vera formaður Sjálfstæöisflokksins, sem hafi látið upni þennan þokka lega samsetning í ræðu í Keflavík í s.l. mánuöi. En áður hafði Morgunblaðið sagt það frá eigin brjósti, að ríkisstjórnin á íslandi væri beinlínis „fjandsamleg“ Atl- antshafsbandalaginu. Þetta gerði blaðið alveg blygðunar laust, enda þótt fyrir liggi yfirlýsing stjórnarsáttmál- ans um grundvöll -utanríkis- stefnu landsins, m.a. með samstarfi við nágrannaþjóð- ir í At'lantshafsbandalaginu, og þótt þessi stefna hafi síðan margsinnis verið árétt uð af íorsætisráðherra og utanríkisráðherra, og nafn- giftir Mbl. séu því ekkert nema einn liðurinn enn í ó- frægingarstríöinu á erlendri grund. ALLT þetta liggur nú ljóst fyrir og varpar ljósi á innviði stjórnarandstöðunn- ar „hörðu“. Harkan sú er með nokkuð undarlegum hætti og á það e.t.v. eftir að koma enn betur í Ijós. En í lánsfjármálinu blasir nú við aö foringjar Sjálfstæðisfl. hafa haldið því uppi innan um „heimsfréttirnar" af þvi aö þeir eru komnir í ógöng- ur og sjálfheldu í málinu. Þegar að því kemur að ís- land tekur lán í Bandaríkj- unum eins og áður, eða í V-Þýzkalandi, sem nokkuð lengi hefir verið á döfinni, er ætlunin að hrópa: Sögð- um við ekki, ríkisstjórnin er búin að fá lán hjá ríkjum, sem eru í Atlantshafsbanda- laginu! Þá verður skrípa- leikurinn fullkomnaður. Þá verður lokið framkvæmd þeirrar áætlunar, sem hófst með ræðu Ólafs Thors í Keflavík, og var framhaldið með skrifum Mbl. og ófræg- ingarskeytunum úr landi. MEÐ ÞESSUM aðgerð- um má e.t.v. kalla að lokið sé fyrstu umferð í ófræging- artaflinu, en ekki er beðið boöanna. Af Mbl. í gær er svo að sjá, sem önnur um- fer'ð hafi hafizt jafnskjótt. Kommúnistar hafa verið að halda hér flokksþing, og hafa gert þar ýmsar sam- þykktir og birt í blaði sínu. Allt er þetta gömul uppsuða; hlutleysisstefna þykir nú einkar þægilegur fararskjóti i þessum herbúðum; Atlants hafsbandalagið engin stoð, og loks er nú talið tímabært aö varnarliðið hverfi úr landi. Þótt þetta sé allt upp úr gömlum bókum kommún ista, og ekkert nýtt, reynd- ist þetta hæfilegt smíðajárn í skeyti til útlanda. Birting ardagur Þjóðviljans var ekki að kvöldi kominn þegar hing aö tóku að berast fregnir frá útlöndum af þessum sam þvkktum, samkvæmt frétta skeytum frá Reykjavík. — Höfðu þessar fréttir þá far ið heilan hring, eins og aðal ritstjóri Morgunbl. í íáns- fjármálinu. í gær varð það svo tilefni til „heimsfréttar“ á forsíðu Mbl. að Tíminn hefði ekki rætt samþykkt kommúnista, sem var raun ar ósatt. En ef að líkum læt- ur, hafa einmitt þau stór- tíðindi verið símuð úr landi. Þannig gengur kvörnin lát- laust. Ólafur og Bjarni skammta kornið, en þjónar þeirra snúa hjólinu meðan malað er. Þannig hljóp önn- ur umferð af stokkunum, og vafalaust er hin þriðja í gerð inni þött enn sé biðskák. Um hitt er ekki rætt né gerð símskeyti, hver sé raunveru leg utanrikisstefna íslands, Gunnar Leistikow skrifar frá New York: Tortryggni í garð stefnu Bandaríkja- manna í friðarmáiinu er ástæðulaus Nokkrar hugleiðingar blaíamanns í tilefni af sko($anakönnun á Noríurlöndum í öll þau sextán ár, sem ég hefi nú dvalið í Bandaríkjunum, hefir mér aldrei til hugar komið að það ætti fyrir mér að liggja að ri<a grein undir fyrirsögn eins og þeirri, sem stend- ur yfir þessari grein. En nú sé ég í New York Herald Tribune, sem birtir niðurstöður „World Poll“, eða alheimsskoðanakönn- unarinnar, að á Norðurlöndum er ríkjandi veruleg tortryggni gagnvart stórpólitískum stefnumálum Bandaríkjamanna, og miklu meiri tortryggni en mig hafði órað fyrir. (Þessi skoð- anakönnun hefir birzt í Tímanum). Spurningin, sem fyrir var lögð, var á þessa leið: Teljið þér að Bandaríkjamenn séu einlægir í viðleitni sinni til að vernda heimsfriðinn? Naumur meirihluti svaraði ját- andi, í Danmörku 57%,' í Svíþjóð 56%, og 24% í báðum löndu-m töldu sig ekki hafa neina skoðun á málinu. í Noregi voru menn enn tortryggnari. Þar töldu aðeins 49% sig trúa því að Bandarikja- menn væru einlægir í friðarmál- unum, svipuð tala sem í Danmörk og Sviþjóð var á öndverðri skoðun. Með þessu er Noregur þriðja land að neðan af 13 löndum, sem könn unin fór fram í. En Finnland og ísland eru hér ekki meðtalin, fólk þar var ekki spurt. Fyrir mig, sem hefi dvaliö svo lengi utan Norðurlanda, er þessi tortryggni stórfellt undrunarefm, og mér finnst því ekki út í bláinn,, að ég, sem atvinnublaðamaður og stjórnmálaskoðari um langt árabil, geri dálitla grein fyrir því, hvers l vegna ég mundi hafa svarað slíkri spurningu hiklaust og skilyrðis- laust játandi. Og eins og að skýri I þá, að ég tel hér ekki um neitt 1 óraunsæi eða neina óskhyggju að ræða. Formúluvísindi og staðreyndir f áróðri kommúnista er stríðs- hættan rakin beint til „árásar- fylgjenda og striðsæsingamanna Bandaríkjanna", og til „heims- veldasinnanna í Washington". í yfirlýsingu þeirri, sem birt var nú að loknum síðasta kommúnista fundinum í Moskvui, 16. nóvember sl. segir: „Meðan heimsvaldastefn an er við líði, er jarðvegur fyrir árásarstríð.“ Að baki þessarar full yrðingar stendur lítið rit eftir Lenin, er hann samdi skömmu fyr ir rússnesku byltinguna. „Heims- veldastefnan sem hæsta trappa kapitalismans”. Sú hugsun liggur á bak við að framleiðslugetan í há þróuðum iðnaðarlöndum kapítal- ismans ommi brátt fullnýta mark- aðsmöguleika heima fyrir, og þess vegna verða stefnt að því að út- víkka markaðinn með útþennslu- stefnu, sem hvíli á valdbeitingu ef með þarf. Þessi hugmynd var ekki fjar- stæðukennd þegar haft er í huga hversu þröngt var um evrópsku stórveldin fyrir fyrri heimsstyrjöld ina, en við þær aðstæður miðaði Lenin. En nálgast þetta á nokkurn hátt raunveruleikann í Bandaríkj- unum í dag? Stórbatnandi lífskjör A'tvinnulíf Bandaríkjamanna hefir á þessari öld einkennzt af alveg eindæma útþennslu og vexti, bæði að umfangi og krafti. En þetta hefir verið þróun heima fyr- EISENHOWER — Stefna hans er einlæg, segir Leistikow í þessari grein. ir, útvíkkun og sköpun markaða þar á grundveili sífellt hækkandi lífsstigs alls almennings í hinu víðlenda ríki, sem enn er hvergi nærri fullnumið eða fullnýtt, og þar er enn nægilegt rúm fyrir nýtt framtak og nýjar iðngreinar. Ef kenning Lenins, sú, að innri lög- mál hákapitalismans leiddu sjálf- krafa til heimsvaldastefnu væi'i rökrétt, lægi fyrir að álykta, að hinn ameríski kapítalismi stæði nú ekki á hæsta heldur næsthæsta þrepi, vegna þess að Bandaríkin eru enn hvergi nærri fullbyggð, — enu eru þar í landi feikimikil landssvæði litt byggð og lítt num- in. Afstaða Bandaríkjanna út á við er og jí samræmi við þetta. Að loknu seinna heimsstríðinu notaði aðalsigurvegarinn og mesta her- veldi heimsins á þeinri stund, sem sé Bandaríkin, aldrei aðstöðu sína til að leggja undir sig ný land- svæði. Þessu er öfugt farið. Banda ríkin veittu Filippseyingum fullt sjálfstæði og minnkuðu þannig umráðasvæði sitt. Eftir stríðið not færðu Bandaríkin sér ekki efna- hagsmálaöngþveiti í Evrópu til að troða amerískum útflutningsvör- um inn á evrópska markaði, held- ur veittu Marshall-hjálp ti:l að end urhyggja iðnað og fyrirtæki, enda þótt ljóst væri, að s'lik fyrirtæki mundu keppa við amerísk fyrir- tæki, þá tímar liðu á alþjóðlegum markaði. Það, sem marxistar kalla „materíalíska undirstöðu“ heims- valdasiimaðrar útþennslu.stefnu, skortir því enn a. m. k, hjá Banda ríkjamönnum. Sfatus quo En hinn stórpólitíska afleiðing þessa sérkennilega ásta.nds fyrir hákapítalískt stórveldi er, að Bandaríkjamenn keppa að því að viðhaida status fjuo eftirstríðsár- anna, eins og gleggst má sjá af utanríkisstefnu þeirra al'lt frá 1945, af fjölda atkvæðagreiðslna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, af afstöðunni til Súezdeilunnar í fyrra, af stuðningnum við Bagdad- bandalagið og af Eisenhowerkenn- ingunni nú síðast. En status quo — það ástand, sem var — helzt ekki með aðstoð árásarstríðs. Sliku ástandi er Við- haldið með varnarsamningum og með bandalögum eins og NATO og SEATO, sem stefna þá að svip- uðu marki. Litið til baka Nú er nokkuð til, sem ka'llað tr „preventive war“ — stríð til að fyrirbyggja stríð. — Gæti ekki hugsazt, að Bandaríkin gripu til slíks ráðs til þess að vera á und- an líklegum árásaraðila? í teóríunni er e. t. v. hægt að hugsa sér slíkan möguleika, en heldur ekki meira. Það er auðvit- að rétt, að Bandaríkjamenn líta á Sovétríkin sem riki, er hafi út- (Framhald á 8. síðu.) né heldur er reynt að fræða útlendinga um viðhorf ís- lendinga og yfirlýsta stefnu stjórnar þeirra. Allt kapp er lagt á að skapa tortryggni og veikja traust landsins út á við. Eins og nú er orðið, ferst f oringj um íhaldsins sannarlega ekki að tala illa um kommúnista. Þeirra hlut ur er orðinn enn slakari. Bílaplágan mikla. Bíiamergðin í Reykjavík er orðin svo óskapleg að engu tali tekur. Gangandi menn Ieggja sig daglega í stórhættu við að kom- ast leiðar sinnar um borgina og má með sanni segja að lifs- hættulegra sé að ganga hér um götur en brjótast yíir háfjöll og stórfijót á öræfum. Göturnar eru þröngar og blindhorn á hverju strái, nýju bílarnir alsettir gödd um og trjónum svo engu líkara en þeir scu gerðir með það fyrir augum að reka menn í gegn á sem liðlegastan hátt. Kannski er hér um að ræða dulbúna her væðingu og eigi þessi mann- drápstæki að vera til taks í næsta stríði. Bílaplágan er orð in óskapleg og brýn þörf rót tækra úrbóta. Þessi skrímsli æða hér um götur, sletta aur og leðju baula og öskra nótt og nýtan dag svo ekki er svefnfriður um nætur þeim sem sloppið haía lifandi undan þeim á daginn. Jafnframt þessu hefir nýr átrún aður skotið rótum í hugum al þý'öu, það er tr|*in á bílinn. Skó litlir fátækismenn margir hverj ir standa á götuhornum og horfa með forundran á höfðingjana þjóta framhjá í lúxusbílum, það liggur við að menn taki ofan ef Kadilják ber fyrir augu. Enda mun ekki langt að bíöa þess að þeir sem ofar eru öðrum mönn urn að' viröingu og auði, láti jarða sig í Kadíljákum í líkkistu stað og bílflautukórinn sé látinn syngja yfir moldum hins látna. Enginn er maður með mönnum fyrren hann hefir eignast ein hverja grind með fjórum hjólum og prímus sem getur snúið hjól unum. Sterfprúðir folar. Satt er það að bílar geta ver ið til margra hluta nytsamlegir, | eirnkum ,þeir sem brjótast ógreiða leið með Vistir handa svöngu : fólki eða auðvelda mönnum að komast leiðar sinnar þar sem ó- hægt er að komast á annan hátt. En nú kem ég með tillögu til úrbóta og hún er sú að banna bíla innan takmarka Reykjavíkur en þar eru þeir mesta plágan. Þess í stað skal taka upp hesta og hestakerrur og mun ólíkt indælla að sofna útfrá kerru skrölti og hófataki en bylta sér andvaka og fá ekki sofið f.vrir bauli og öskri í bílflautum. Hver kaupmaður skal skyldaður til að setja upp hestastein fyrir fram an búð sína og einnig mætti vel nota stöðumælanna til að binda klávinn sinn við ef maður skryppi inn í bankann eða inn x búð. Þá mætti leggja niður allar benzinstöðvar en setja upp liesthús í staðinn, hlöður og vatnsþrær. Þá væri ekki farið lengur rúntinn á skröltandi fer likjum heldur mundu piltar og stúlkur þeysa um Austurstræti á stertprúðum folum og frísándi hryssum og manngildi manna reiknað eftir reiðlagi en ekki því hver gæti látið ískra hæst í l bremsum og gírum. Iíem ég bér með þessari tillögu á framíæri, | góðum samborgurum mínum lil umþenkingar. — Dufgus.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.