Tíminn - 06.12.1957, Side 8

Tíminn - 06.12.1957, Side 8
8 Fasteignamat (Framhald af 4. síðu). [ stjórnir til að innheimta með lagi fasteignaskatta til sveitarsjóða.' Þenna sama dag féllu einnig úr [ gildi allar reglugerðir sveitarfé laganna um fasteignaskatta, svo og allar reglugerðir um vatnsskatta, lóðargjöld, holræsagjöld og e. t. j v. fleiri gjöld, sem miðuð eru við fasteignamat. í sumum þessara I reglugerða mun vera ákveðið, að j gjalddagar skattanna skuli vera j hinir sömu og gjalddagar annarra j sveitarsjóðsgjalda. Má því gera ráð fyrir, að einhver hluti þessara gjalda verði nú á þessu ári eigi innheimtur með löglegum hætti, | en sú mun þó ekki hafa verið til ætlun löggjafans. Það er því óhjá tvæmilegt að breyta nefndri 10. i gr. 2. mgr. nú þegar, til þess að | koma í veg fyrir að sveitarffélög ! verði fyrir tekjuskerðingu, sem þau hafa áreiðanlega ekki verið við . búin að mæta. í frumvarpi því, sem hér liggur fyrir, er lagt til, að lögin um sam ræmingu á .mati fasteigna, breyti ekki opinberum gjöldum, sem mið uð eru við fasteignamat og falla í gjalddaga 31. desember 1958. Hins vegar verði gjöld þessi frá þessum tíma miðuð við hið nýja mat, þó þannig, að leiði eigi sjálf Ikrafa til hækkunar á þessum gjöldum. Er því lagt til, að sveit arstjórnir endurskoði samþykktir reglugerðir og gjaldskrár um á- lagningu gjalda, sem miðuð eu við fasteignamat og leiti staðfesting ar á þeim hjá stjórnarráðinu, eða hjá sýslunefndum, ef um er að ræða fasteignaskatta til hreppa, Sbr. lög nr. 67/1945, sjá 3. gr. i. f. Tiltölulega fá sveitarfélög hafa notað sér heimild laga nr. 29/1952 svo að rétt þykir að leggja tM, að þau lög verði nú afnumin, enda fá þessi sveitarfélög frá 1. janúar 1959 möguleika til að fá veruleg an hluta þess álags vegna hækk unar matsins. Lög nr. 66 27. júní 1921, um fast eignaskatt, eru algjörlega þýðing arlaus lög eins og þau eru nú orðin eftir breytingu þá, sem á þeim var gerð með lögum nr. 39/1957. Heimild fyrir sveitarfélög til þess að leggja á fasteignaskatt er til í lögum nr 67 1945 sem veita rýmri heimild en þá, sem veitt er með lögum frá 1921, sbr lög 39/1957. Að öðru leyti eru ákvæði laganna frá 1945 í samræmi við lögin frá 1921 t. d. að því er varðar undan þágu, tryggingu o. fl. Er því lagt til að lög þessi verði numin úr gM5di5. Að öðru leyti þarfnast frumvarp þetta ekki skýringa. i Tilraunaleikhús (Framhald af 7. síðu). er. Hér er leikið. Og það skiptir mestu máli. Og í kvöld eru það Ilamm og Clov og Nagg og Nell, sem hefja raust sína á sviðinu. Samuel Beck- ett. Leikslok Undirritaður ætlar sér ekki þá dul að reyna að ræða þetta verk eftir að hafa séð það einu sinni aðeins, án þess að hafa lesið það. I Sumir kalla það óhugnanlegasta leikrit, sem sézt hefir á sviði og lasta það sem mest þeir mega, aðr- ir svífa í skýjum með háfleygu tali í hvert skipti, sem það eða höfundur þess er nefnt á nafn. j Leikurinn geri9t í fúlurn kjall- ara, næstum brunni, rneð tveimur gluggum. Annar veit að jörðunni, hinn að hafinu. Þar situr harðstjór- inn Hamm, lamaður og blindur. Foreldra sína, beinlausa vesalinga geymir hann í tveimur sorptunn- um, þaðan heyrist öðru hvoru skrækur: Gefðu mér grautinn1 minn! Þrællinn Clov er hinn eini, sem er fær ferða sinna, hann sér j og heyrir og getur hreyft sig — en hann er þræll, bundinn valdi hús- bónda síns. Þetta er lífið, annað líf finnst ekki — eða hvað? Kannske finnst eitthvað fyrir utan, og þess vegna verður Clov stöðugt að hafa gætur á jörðunni og hafinu út um gluggana tvo. Síðan ræða menn saman eða hrópa öllu heldur út í tómið, reyna kannsfce að segja sögu eða biðja til guðs, leita að orðum. Að leikslokum hefir ekki margt gérzt. Og þó: Nell er dáin, Nagg þagnaður, Clov stendur ferðbúinn að yfirgefa húsbónda sinn. Og lífs hefir orðið vart: þrællinn fann fló í brókum sínum og rottu í eldhús- inu, fyrir utan sást einhver lifandi vera á kreiki. Að vísu á að útrýma öllu lífi. En það hefir efcki tekizt — og mun kannske ekki takast. Finnst þá von, þrátt fyrir allt? Þrátt fyrir allan ömurleika sinn er þetta magnþrungið verk, sem tekur áhorfandann föstum tökum, býr yfir undarlegum töfrum — kannske poesíu — og ótrúlegum húmör. Verk um manninn, einan og yfirgefinn, líf hans og lífsvon. Lófaklapp er afbeðið að leikslok- um. Síðan göngum við út í kvöldsval- ann á nýjan leik. Og ósjálfrátt kem ur manni í hug, hvort ekki væri hægt að reka leikhús á svipuðum grundvelli heima á íslandi. Nægir leikhúsáhuginn margumtalaði til að halda uppi_ slíku íslenzku kjall- araleikhúsi? Án efa : :ði slík leik- Landssamband Græn- landsáhugamanna (Framhald af 4. síðu). son stórkaupm., Erling Erlingsen forstj., Ragnar Sturluson verka- maður. Varamenn í framkvæmda ráði: Sigurjón Einarsson forstjóri, Sveinbjörn Beinteinsson bóndi, Andrés Kristjánsson, fréttaritstj., Sigurður Kristjánsson forstj. Örn Steinv.i^i véílstjóri, Gujjnundur Jensson skrifstofustjóri, Garðar Jónsson verkstjóri. Aðalfulltrúar fyrir landsfjórð-! ungana voru kjörnir: Fyrir Vest-1 firðingafjórðung: Arngrímur Fr.! Bjanason; fyrir Norðlendingafjórð ung: Þorsteinn Stefánsson hafnar vörður Akureyri; fyrir Sunnlend- ingafjórðung: Björn Sigurbjörns- son .bandagjaldkeri Selfossi og | fyrir Austfirðingafjórðung Thulin Johansen forstj. Reyðarfirði. — Endurskoðendur sambandsins voru kjörnir Gísli Sigurbjörnsson forstjóri og HaMgrímur Jónsson vélstjóri. Á fundinum voru eftirfarandi ályktun gerð m.a.: 1. Stofnfundur Landsambands \ íslenzkra Grænlandsáhugamanna vítir það tómlæti, sem margir ráðamenn þjóðarinnar^ hafa sýnt varðandi samband íslands og Grænlands að fornu og nýju og það að heimta viðunandi reikn- ingsskil af Dönum og heitir á alla góða íslendinga að sameinast um þessi mál með því að fylkja sér í Félög íslenzkra Grænlands- áhugamanna, sem búið er að 'Stofna, eða verið að stofna út um land. 2. Landsamband íslenzkra Græn landsáhugamanna skorar á Al- þingi það sem nú situr, að stofna Landnámssjóð Grænlands til efl- ingar fiskiveiðum og hverskonar framkvæmdum íslendinga á Græn landi, rannsófcna og vísindastarf- semi, og verði að jafnaði leitað álits stjórnar sambands íslenzkra Grænlandsáhugamanna um allt er þessi mál varða. starfsemi til að bæta í nýjum og skemmtilegum þætti í íslenzkt leik- listarlíf og gæti þar á ofan orðið mörgum til góðs, leikhúsmönnum, höfundum og áhorfendum. Kannske á maður einhvern tíma eftir að sjá leikrit Becketts á ís- lenzku sviði, kannske jafnvel á sviði íslenzks tilraunaleikhúss. Kannske. Hver veit? Jó. TÍMINN, föstudagian 6. desemher 1957. IIIllNllllllllllllllllllllllllllilllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllII Ljósa- perur 6 volta 12 — 32 — 110 — 220 — Kúluperur Kertaperur Þrískiptar perur SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM ALLT LAND Dráttarvélar h.f. Hafnarstræti 23. Viiiiiiiiiiililiiiliiiliiiiillilliililililllllliiiiiiiiiiiillilllliliiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiniillliliiin Matar- og kaffistell Komií er út þrihja og síS asta bindið me'ð heitinu KROSSINN í snilldarlegri þýíingu Helga Hjörvar. Fjölmargar skreytingar Hagstætt verS Stakur ieir með blárri rönd O Búsáhaldadeild, SkóIavörcJustíg 23 Sími 1-1248 diiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiu AV.V.V.V.VVV.V.VAV.W.V.V.W.'.V.V.V.V.VAW.VV Kertaperur Kúluperur Fluorescent Saumavéla- Vasaljósa- Skipaperur 220 V. Bátaperur 32 V. o. fl. teg. Tesla þúsund tíma perur Heildsölubirgðir: TERRA TRADING hf. Reykjavík SETBEKG Fást allsstaðar V.V.V.V.VAV.V.V.VAV.V.VAV.VAV.VAVA'AVAVA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.