Tíminn - 09.01.1958, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, finimtudaginn 9. januar 1951
ERLENT YFIRLIT
Ufgefandi: Framsóknarflokkurinn
Ritstjórar: ILaukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb).
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304.
(ritstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323.
Prentsmiðjan 'Edda h.f.
Dýrasta stjórnin
Áramótaskil í Bandaríkjunum
SkoSanir og lífsvenjur Bandaríkjannnna breyttust verulega á liftna árinu '
ÞEGAR gengið verður til
kosninga í kaupstöðunum
26. janúar n. k. blasir sú
mynd við kjósendum, að í
aðeins 4 bæjum af 14 á öllu
landinu hefir meirihluta-
stjórn flokks farið með völd
á kjörtímabilinu. Annars
staðar hafa tveir eða fleiri
flokkar farið með stjórn
bæjarmálanna. Ef menn
fara í huganum yfirreið um
landið með viðkomu í kaup-
stöðunum, sjá þeir undir
eins, að það er síður en svo
að þau bæjarfélög, sem ým-
ist lúta hreinni flokksstjórn
Sjálfstæðismanna eða kom-
múnista, beri í nokkru af um
hagkvæma stjórn. Það er
þvert á móti ljóst, að þar
sem stjórn bæjarmála hefir
gengið bezt, hefir sam-
steypustjórn setið að völdum
siðustu 4 árin. Má til dæmis
nefna Akraneskaupstað. Þar
hefir þriggja flokka stjórn
bæjarmála dugað mjög vel,
og er það nú almennt viður-
kennt, meira að segja i hópi
andstæðinga. Á Akureyri
hefir löngum verið traust og
góð fjármálastjórn, og þar
hafa tveir eða fleiri flokkar
stýrt málefnum kaupstaðar-
ins áratugum saman.
í UMRÆÐUM þeim, sem
urðu um útsvarsmál seint á
s. 1. ári, kom fram sú stað-
reynd, að útsvar á íbúa er
mun hærra í Reykjavík en í
þessum bæjum. Reykjavík
nýtur þó þeirrar sérstöðu að
geta lagt á nær alla innflutn
ingsverzlun landsins og nær
öll stórfyrirtæki, auk ann-
arra gjaldenda, sem ekki
fyrirfinnast í öðrum bæjar-
félögum. Samkvæmt eðli
málsins ætti útsvar á íbúa
að vera lægst í Reykjavík
því að önnur tekjuöflun er
margfalt meiri hér en ann-
ars staðar. Ofan á hina sér-
stöku aðstöðu til útsvarsá-
lagningar hefir Reykjavík
þá sérstöðu, að innheimta
gjöld af mestum hluta vöru-
innflutningsins i gegnum
höfnina, og Reykjavík græð-
ir milljónir króna á ári á
heita vatninu, náttúruauð-
lind, sem hvergi þekkist önn
ur eins í þéttbýli. En allt
þetta dugar bæjarstjórnar-
meirihlutanum í Reykjavík
ekki til að halda útsvörum
borgaranna í skefjum. Þau
hækka á hverju ári og enn
er ráðgerð stórfelld hækk-
un. Og þegar tómahljóö
kemur í bæjarkassann, er
gripið til aukaniðurjöfnun-
ar eða ólöglegrar álagningar
eins og á s. 1. ári.
ÞESSI SAGA styöur ekki
glundroðakenningu íhalds-
ins. Hér er þvert á móti enn
ein áminning um þá hættu-
legu þróun, sem verður í
bæjarfélagi eða þjóðfélagi
þegar einum flokki eru feng
in völdin í hendur áratugum
saman, án eðiilegs aðhalds
frá kjósenúum. Það er þessi
reynsla, sem nú gnæfir ofar
öllu öðru í bæjarmálefnum
Reykjavíkur. Glundroða-
kenning íhaldsins er fals og
áróður. Hún er afsönnuð í
10 kaupstöðum af 14 hring-
inn í kring um land. Glund-
roðinn i stjórn bæjarmál-
efna Reykjavíkur í dag hvílir
á þeirri staðreynd, að kjós-
endum í Reykjavík hefir
láðst að vei'ta meirihluta-
flokknum nægilegt aðhald.
Hann telur sig hafa efni á
að hundsa alla gagnrýni,'
breiða yfir sukk og óreiðu, og
fara sínu fram í útsvarsá-
lagningu og skattheimtu.
Löng seta í stjórn við allmik-
ið öryggi um kjósendafylgi,
veldur ætíð slappleika í
stjórnarkerfinu, opnar dyr
f yrir f j ármálaspillingu og
óstjórn. Slík stjórn er dýr-
asta stjórn sem hugsast get-
ur. Með því aö halda henni
uppi útiloka borgararnir
helztu kosti lýðstjórnar-
skipulagsins. Þeir byggja
garð, sem varnar því að
gustur almenningsálitsins
fái óhindraö að sópa sviðið
með nokkru millibili. Þannig
er einmitt umhorfs í bæjar-
málefnum Reykjavíkur í
dag. Sjálfstæðisflokkurinn
hleður varnargarð um ó-
stjórnina meö óheyrilegu
skrumi og miklum áróðri.
Allt, sem hægt er aö fá fyrir
peninga, er notað til að
blekkja Bláar bækur eru
gefnar út og skrautsýning-
um tyllt upp rétt fyrir kosn-
ingar. Sterk aðstaða, mótuð
af áratuga meirihlutastjórn,
er notuð út í æsar. Þessi
leikur er settur á svið kjör-
tímabil eftir kjörtímabil.
Bæjarfélagið borgar.
EFTIR áratuga setu með
meirihlutavaldi í bæjar-
stjórn þarf Sjálfstæðisflokk-
urinn að fá hvíld frá störf-
um. Það mundi verða hollt
fyrir bæjarfélagið. Minni-
hlutaflokkarnir fengju tæki
færi til að sýna, hvað þeir
gætu. Samanburður mundi
liggja fyrir eftir 4 ár. Að'-
staða manna til að velja og
hafna væri þá ólíkt betri en
nú. Þessi sannindi og reynsl
an í öðrum kaupstöðum ættu
að ráða mestu um afstöðu
kjósenda, er þeir ganga að
kjörborðinu 26. janúar n. k.
Kjósendur ættu líka að minn
ast þess, sem gerzt hefir í
stjórnmálum annarra landa.
Þróunin í menningarlöndum
lýðræðisþjóðanna sannar
gildi þess, að flokkar spreyti
sig á stjórnarathöfnum til
skiptis. í Bandaríkjunum og
Bretlandi er sviöið sópað á
nokkurra ára fresti og nýjir
menn taka við. í Kanada var
stjóm, sem hélt að hún væri
enn föst í sessi, látin víkja
fyrir nýjum mönnum og
stefnum. Á þjóðmálasviðinu
hjá okkur er stormasamt, og
ýmsir flokkar við stjórn á
áratugstímabili. En íhaldið í
Reykjavík situr jafnt og þétt,
bæjarfélaginu til tjóns og
sjálfu sér til áfellis. Nú
þyrftu að vera tímamót, og
ný viðhorf að móta stefnuna
næstu 4 árin.
í TILEFNI af áramótunum
hafa ýtms amerísk blöð reynt að
kynna sér viðhorf almennings í
•Bandaríkjunum um þessar mund
ir og þær breytingar, sem hafa
orðið á því á liðna árinu. Meðal
annars hefur vikuritið ,,U.S. News
& World Report“ birt allítarlegt
yfirlit um þetta. Hér á eftir verða
dregin saman nokkur helztu at-
riði úr þessu yfirliti blaðanna.
Bandaríkjamenn litu yfirleitt
björtum augum á framtíðina fram
an af árinu 1957. Atvinna var
nóg' og allt virtist íTagi með þró-
un efnahagsmála. Á isviði hekns-
máíánná virtust horfur einnig
sæmilegar. Rússar áttu í erfiðleik
úm með leppríki sín, eins og upp-
reisnin í Ungverjalandi benti tO,
og 'þurftu ja'fnframt að leysa ýms-
an vanda heima fyrir. Yfirburðir
Bahdaríkjanna virtust augljósir á
sviði vígbúnaðarins og tækninn-
ar, og í skjóli þeirrar vissu, treystu
menn á, að friður niyndi haldast
í náinni framtíð. Stjórnarvöldin
studdu að því að gera menn bjart-
sýna og áhyggjuilitla, þar sem þau
töldu fært að draga heldur úr
framlögum til vigbúnaðar og
lækka skattana í staðinn.
ÞEGAR lei'ð á érið, gerðust
hinsvegar atburðir, sem breyttu
þessu viðhorfi s'kyndilega. Atburð
irnir í Sýrlandi gáíu til kynna,
að Rússar væru enn skæðir keppi-
nautar. Verulega rumskuðu þó
Bandarikjamenn ekki við sér fyrr
en rússnesku gerfitunglin komu
til sögunnar. Um langt skeið hafa
ekki gerst atburðir, sem hafa haft
eins djúptæk áhrif á skoðanir og
viðhorf Bandaríkjaimanna.
Gerfilunglin urðu þess valdandi
að Bandaiikin uppgötvuðu margt
í senn. Þeir uppgötvuðu ekki að-
eins, að forusta þeirra á sviði
tækninnar og vígbúnaðar var ekki
eins alger og þeir höfðu trúað
óskeikult á, heldur væru Rússar
á' góðum vegi að fara fram úr
þeim og jafnvel íarnir fram úr
þeim á sömu sviðum. Þeir upp-
götvuðu einnig, að Bkóiakerfi
þeirra, sem þeir höfðu talið hið
bezta í heimi, var ekki eins full-
komið og þeir hcfðu haldið. —
Barnaskólakennslu sina hafa þeir
grundvallað að verulegu leyti á
frjálsu vali nemenda um námsefni.
Reynslan leiðir nú i Ijós, að þetta
fyrirkomulag bendir ekiki hug
nemendanna nægilega að þeim við
fangsefnum og námsefnum, sem
þjóðinni eru þýðingarmest. Afleið
ingin er m. a. sú, að miklu færri
unglingar stunda nú tæknilega
menntun í Bandaríkjunum en í
Sovétríkjiunum. j
Eftir að Bandaríikjamenn höfðu
náð sér eftir anesta áfallið, sem
fyrsta gerfitunglið var þeim, hafa
þeir mjög farið að hugsa ráð sitt.
Fyrstu áhrifin urðu þau, að þeir
sættu sig íúslega við þá tilhugsun,
að allar skattlækkanir væru úr
sögunni vegna hinnar auknu
tæknilegu samkeppni við Rússa á
sviði vígbúnaðarins. Önnur áhrifin
voru þau, að þeir fóru að hugsa
alvaríega um gerbreytingar á öllu
skólakerfi sínu. Það er ekki ósenni
legt, að þegar fram líði stundir,
marki gerfitunglin rússnesku
einna varanlegust áhrif á skóla-
kerfi Bandaríkjanna. ^
HEIMA fyrir gerðusl einnig at-
burðir á síðari hluta ársins, sem
hafa haft veruleg áhrif á viðhorf
almennings. Verðbréf hafa faliið
í verði og dregið úr atvinnu. Því
er jafnvel spáð, að 5 milljónir
manna verði atvinnulausir í Banda
ríkjunum í febrúar næstkomandi.
Þetta er óneitanlega bending þess,
að hið kapitaliska liagkerfi Banda
ríkjanna er ekki eins öruggt og
fuiikomið og imargir voru farnir
að halda, og að þörf mun meiri
umsjónar og íhlutunar ríkisvalds-
ins en stjórn Eisenhowers virðist
hafa álitið.
Árekstrarnir, sem urðu í Little
Rock, höfðu einnig veruleg áiirif
á skoðanir Bandaríkjamanna í
sambandi við blökkumannamálin.
Það sýndi mörgum þeirra, sem
höfðu haldið að það yrði leyst
með hæstaréttardómi einum sam-
an, að það var alltcf flókið vanda
mál til þess að verða ieyst >neð
þeim hætti, heldur yrði það aðeins
'leyst farsællega m.eð hóf'legri þró-
un á hæfilega löngum tíma.
ÞAÐ, SEM greint er hér að
framan, hefur vafalaust haft veru
leg áhrif á afstöðu Bandarí'kja-
manna til stjórnmálaflokkanna
þar í landi. Fylgi demókrata hef-
ur tvímælalaust mjög au'kizt, en
stefna þeirra í innanlandsmálun-
um virðist í höfuðdráttum sú, að
hlífast ekki við íhlutun ríkisins
í efnahagsmálum, ef nauðsyn kref-
ur, en í utanríikismáluim. ieggja
þeir öilu meiri áherzlu á traustar
varn'tr en republikanar, en vilja
jafníramt ganga lengra í því að
halda öllum dyruui op.num til sam
komulags.
Þá virðist áliti Eiueni.mu eis
hafa mjög hrakað hjá aimenningi
og nýtur sú skoðun vafalaust vax-
andi fyJgis, að Eisenliower eigi
að segja af sér, en Nixon að taka
við. Álit Nixons hefur áu’kizt veru
lega að undanför.nu, -enda hefur
hann á ýmsan há't.t tékið‘djarílégri
og á'kveðnari afstöðu til' utanríkis
mála en flokkur hans. Afstöðuna
til Eisenhowers má nokkuð marka
. á því. að hann heyrist nú sjaidan
nefndur öðru nafni en Eisenhow-
er, en áður var algengas-t að kalia
hann Ike.
, < •
YMSAR breytingar virðast hafa
orðið á lífsv'enj'um Bandarífcja-
manna á liðna árinu og virðast
þessar helztar:
Áhugi fyrir útiíþróttum, cins
og siglingum og veiðum, hefur
aukizt. Þá hefur áhugi fyrir glím-
um einnig vaxið. Ferðalög hafa
mjö'g aukizit, en þó fyrst og fremst
innanlands.
Dregið hefur úr aðsókn að kvik-
myndahxisum cg næturfclúbbum.
Fólk virðist halda íiieira kyrru
fyrir á haimilum sínum ©n óður.
Sjónvarpið á sennilega sinn þátt
í þvi. Aíhyglisvert er hinsvegar
að nokkuð dró úr sölu sjónvarps-
tækja á árinu, en sala útvarps-
tækja ókst mjcg cg hefur aldrei
verið meiri. Bókasala ckst veru-
iega. Meat seldusf bækur um
andleg mál, en þar næst ævisögur
og scguleg rit. Saia á bljómplöt
um og grammifónum ókst mikið.
(Framhald á .8. síðu).
VAÐsrorAM
Bók, sem sfelur tíma og
spillir skapi.
Ég kom í hús hér ó dögunum
og þurfti að fá lánaðan síma.
Stóreflis stækkunargler lá á
símaskránni, til afnota fyrir þá,
sem þuri'tu að fletta upp í þeirri
vandlesnu bók. Góð regla, hugs-
aði ég, og vert að benda á hana
til eftirbreytni. Slíkt tæki er að
vísu aukakostnaður við símaþjón
ustuna, sem er ærið dýr fyrir.
En hvað skal gera? Símaskráin
er einhver hin hörmulegasta bók,
sem út hefir verið gefin á þessu
landi lengi, og er þá langt jafn-
að. Það er hreinasta raun að
þurfa að leita í henni. Letrið er
grátt og dauft, og engin lína sker
sig þar úr; fyrir þann mikla
fjölda landsmanna, sem ekki hef
ir 100% sjónskerþu, er þessi bók
vandræðagripur, sífellt tid skap-
raunar og • trafala. Þessi hók er
eitt með öðru, sem eyðileggur
fyrir manni tíma. Þeir, sem mik
ið nota síma, komast skemmra
áfram á degi hverjum en ella,
aðeíns fyrir þessa bók,- Margar
vinnustundir íara í'orgörðum.
Upphringingar í vitlaus númer
eru fleiri en eðlilegt er, og
fleira er til leiðinda í sambandi
við daglega símanotkun.
Allt fór eins og spáð var.
Forráðamenn símans gátu vit-
að þetta allt saman fyrirfram.
Þegar það spurðist, að til stæði
að gefa símaskrána út með þess-
um hætti í stað þess að prenta
hana eins og ætíð hefir verið
gert, og víast mun gert crlendis
(ef ekki alilis staðar) ritaði verk-
stjóri í einni prentsmiðjunni skil
merkilega grein í eitt dagblað-
anna og lýsti þeim vandkvæðum,
sem eru á bókaútgáfu •með þesis-
um hætti, einkiim bókaútgáfu,
sem ætlast er til að þúsundir
manna umgangist. llann sagði fyr
ir um þá annmarka, sem nú
piága símanotendur. En forsvars
menn símans gerðu ekkert með
þetta, birtu sjálfir enga fullnægj
andi greinargerð um útgáfunaj
héldu sínu striki, og því fór sem
fór. Auðvitað þýðir lltið að rif-
ast um orðinn hlút sem þennan.
En fuil þörf er á að hefjast fljót-
lega handa um nýja sámaskrárút-
gáfu, og þá þarf að byggja á
fenginni reynslu og gera bók-
ina þannig úr garði, að símanot-
endur aimennt geti við unað.
Símaskráin er fyrir þá, hún á
að þjóma þeim en ekki dutítlung-
' um einhverra forsvarsmanna rík
isstofnunar.
Kurteisleg og eðlileg notkun sima.
Vist hefir símaþjónustan batn-
að síðan sjálfvirka stöðin var
stækkuð og virðist þjónustan
sjálf nú vera komin £ gott horf.
Eitt rekur maður sig oft á, sem
er til leiðinda og tafa. Sum fyr-
irtæki, sem hafa sjálf símstöð og
gefa samhand við einsitakar skrif
stofur eða verkstæði, halda
manni rigbundnum við aðal núm-
erið miktu lengur en æskilegt er.
Maður hringir, fær kurteistlegt
svar, biður um tiltekinn mann.
Sjálfsagt. Hringt á hann. Hann
svarar ekki, og símastúlkan
grennslast ékki frekar um það.
Maður iosnar ekki :úr samband-
inu. Eða einhver svarar og
skreppur til að ná í manninn.
Lætur simtækið á borðið, og sið
an ekki söguna meir. Borgari,
sem var orðinn þreyttur á að
vera í stöðugu sambandi við verk
stæði í bænum, gat enga aðra
björg sér veitt en þá, að fara
fótgangandi að heiman og á
verkstæðið, 10 mínútna gang, og
sjá, simatækið iá enn á borð-
inu, maðurinn hafði ekki sinn
kallinu, og síðan var ekki meira
í málinu gert. Á meðan gat eng
inn annar náð símasambandi við
fyrirtækið. Þetta er ekki góður
„business'1 fyrir fyrirtæki og af-
leitt skipulag. Skjót fyrirgreiðsla
út af erindi í síma, er mauðsyn,
þótt sliik erindi eigi ekki að
ganga á undan erindum þeirra,
sem komnir eru á staðinn. En
slíkt sést oft. Kurtéisleg og eðii-
leg notkun síma mætti aukast frá
•—Frosti.
því sem nú er.