Tíminn - 09.01.1958, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.01.1958, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, fimmludaginn 9. janúar 1958», Minningarorð: Arnór Gíslason, Gröf Jafnan kemur mér hann í hug er ég heyri góðs mannis getið, því gvo reyndi ég hann að öllum falut- um. Þessa gullvægu selningu, sem sögð var um látinn heiðursmann fyrir mörgum öldurn, finnst mér að Hrunamenn gætu gert að sín- um orðum, þegar þeir minnast hins nýlátna sveitunga síns, Ar,n- órs Gíslasonar frá Gröf, þvi að evo reyndist hann okkur að öllum hlutum. Hann andaðist 6. desemher eiðastliðinn á 81. aldursári og var jarðsunginn að kirkju sinni að Hruna þann 14. sama mánaðar að viðstöddu miklu fjölmenni. Var það og vitað fyrirfram, að margir mundu fylgja þessum manni síð- asta spölinn hérna megin grafar þvi að það orkar ekki tvímætis að þa,nn dag átti Hrunamannahrepp- ur á bak að sjá einum af sínum a]lra beztu sonum, að ölium öðr- um ólöstuðum. Arnór er fæddur 7. júlí 1877 að Snússu í Hrunamannahreppi. For eJdrar hams voru Sigríður Eyjólfs dóttir og Gísli Jónsson. Var móð- ir hans Skaftfellingur en faðirinn Árnesingur en annars eru mér ættir þeirra ókunnar. Arnór var því í heiminn borinn, œan tilviljunarbarn og gátu for- ■eTdrar hans ekki séð fyrir honum. Það lætur því að líkum, að það hafa ekki þótt nein gleiðitíðindi þegar þessi drengur fæddist á einu fátækasta heimili sveitarinnar, og sveitin varð að sjá fyrir honum frá fæðingu. En það sannaðist hér isem of’tar, að enginn veit að hverju gagni barn verður. En það er engu Jíkara en ein- hverjar heilladísir hafi vakað við vöggu litla drengsins, sem fæddist fyrir 80 árum, utanveitu hjóna- handsins, og góðar vættir slepptu aldrei hendi af honum, svo að mér fannst stundum, að það væri með ólikindum, hvað þetta varð far- sæll maður, bæði sjálfum sér og öðrum. Það hefir margt breytzt á s. 1. 80 lárum, en fátt meir en með- ferðin á þeim, sem voru svo ógæfu samir að þurfa að leita til sveit- ar. Þá var lítill gjaldeyrir til og isv.eitarútsvar allt borgað í land- aurum. Það var því oft, að ómag- ar gengu á mil'li manna og voru látnir éta upp útsvarið, sem kall- að var. Eitthvað fékk Arnór að reyna þetta fyrstu árin. Skemmti- lega sögu. hefi ég heyrt frá þess- uon árum. Á vorfundi, þegar Arn- ór var lítill drengur, var verið að ráðstafa honum. Þá segir einn vitrasti bóndi sveitarinnar, Jón á Syðra-Seli: „Sannið þið til piltar, að sveitin þarf ekki að sjá eftir að ala þennan dreng upp“. Sannað ist hér, að „Spá er spaks geta“, því að hafi nokkrum peningum verið varið vel í þessari sveit, þá urðu það þeir peningar. Þegar Arnór var 7 ára, fór hann að Ási, næsta bæ við Hruna, og áfti að éta út útsvarið. En það reyndist ríflega það, því að á þess um bæ varð hann rúma þrj'á tugi ára. Ekki er ég í vafa um það, að þetta urðu fyrstu spor Arnórs á gæí'ubrautinni, að komast á þetta heimili. Hann var strax eins og ■eipn af fjölskyldunni og auga- eteinn allra, sem með honum voru. Það urðu fljótt fleiri en Jón á Seli, sem sáu hvert mannsefni var hér á ferð. . Mér er ennþá í minni samtal það, sem ég hlustaði á unglingur. Það var haldin skemmtun rétt eft ir aldamótin, og var þar margt um manninn, fjöldi af efnilegum ung ■um mönnum. Það voru þarna lífca eldri bændur, og voru þeir að tala saman og meta þessa ungu menn, sem áttu að taka við af þeim. Efcki man ég nema neitt af sam- •tglinu nema það, sem einn merk- asti bóndi sveitarinnar sagði cg það var þetta: „Engan þeirra viOdi ég nú fremur eigá fyrir son, en Arnór i Ási.“ Það sannaðist ‘líka svo ekki varð ■umdeiit, að það var gott að eiga hann fyrir son. Því þegar hann var uppkominn og fór að vinna fyr íd kaupi, þá var það hans fyrsta verk að taka mömmu sína af sveit iqni, en bún var þá haett að geta unnið fyrir sér. Fékk hann að taka hana til sín að Ási, og úr því fór hálft árskaupið í meðgjöf með henni. En Arnór eignaðist fjármuni samt ekki síður en jafnaldrar hans því að frábær reglusemi og hag- sýni bættu upp það, sem vantaði á kaupið. Þegar Arnór varð meðhjálpari í Hrunakirkju, þá var það föst venja, að fyrstu kirkjugestirnir, er sáust koma var Arnór, sem leiddi mömimu sína. Sá hann móðir sinni farborða fram í háa elli og rækti fjórða boðorðið eins og bezt má verða, enda vegnaði honum vel og varð hann la.nglífur í landinu eins og lofað er í lögum Móse. En Ásheimilið fékk líka nokk- uð fyrir snúð sinn, því þegar Arn- ór kom.st upp, varð hann hagleiks maður svo að af bar hverju sem hann snerti á. Garðlagsmaður svo góður, að þar komust fáir til jafns við, hvort sem að hlaðið var úr grjóti eða torfi, annað þekktist ekki þá. Enda bar Ásheimilið af flestuim heimilium með allar bygg ingar og vakti sérstaka athyigli gesta sem að garði bar, en þeir voru efcki svo fáir í þá daga, vegna þess meðal annars, að kirkjuvegurinn lá um hlaðið í Ási. Er mér í barnsminni einn veggur, sem blasti við, þegar gengið var um í Ási. Heyrt hefi ég, að fóstra Arnórs hafi eitt sinn sagt, þegar menn dáðust að handbragðinu á þessum vegg: „Hann er gull eins og sá, sem verkið vann.“ Hvort tveggja var þetta satt. Vegna þessarar íþróttar sinnar varð Arnór mjög eftirsóttur af bændum, ef eitthvað þurfti að byggja og var víst óhætt að segja að hann gerði lítið eða ekki ann að á vorin í mörg ár. Mest þótti mér gaman að sjá hann byggja úr grjóti, toann þurfti ekki oft að velta steininum fyrir sér, itil þess að sjá hvernig hann ætti að líg.gja í veggnum, enda var honum þetta hrein og bein íþrótt. En hann var jafn hagur á allt, og eftir að hann kvæntist stundaði hann smíðar sem atvinnu. Lærði hann söðlasmíði hjá Haraldi á Hrafnkelsstöðum og heyrði ég hann segja, að slíkan lærisvein hefði hann aldrei haft og hafði hann þó mörgum kennt þessa iðn. Var Ar-nór því sérstök hjálpar hella öllum bændum, bæði í þess- ari sveit og þeim næstu, ‘áður en vélaöldin hófst. Allra mest fó(r vinnan í viðgerðir og þurti Arnór þá off að taka til hagsýninnar ekki síður, en þegar hann var að leggja Ijótustu steinana í vegg- ina á sínum yngri árum. Þegar ungmennafélagið var stofnað í sveitinni 1908, var Arn- ór orðinn rúmlega þrítugur, en hann skipaði sér strax í þá sveit og var óslitið í stjórn þess á þriðja tug ára, oftast gjatdkeri, en um tírna formaður og oft fulltrúi félagsins út á við. Var það ekki ónýtt fyirstu árin að hafa svo traustan mann með unglingunum. Um sama leyti var stofnað Lestrarfélag í Hruna fyrir sókn- ina. Var Arnór afgreiðslumaður við það frá byrjun og þar til, að hann varð að láta af störfum sak ir heilsubrests. Mátti svo segja, að hann hefði öll störf við það fé- lag um 40 ára skeið og tók aldrei eyri fyrir. Þótti hann sjálfkjörinn fyrir þá Sök, að hann var með1hjálp ari i Hrunakirkju og alltaf við kirkju, en eftir messu á helgum döig.um voru bækur lánaðar út. safnaðarfulltrúi. Man ég ekki til, að til orða kæmi að skipta um mann við þau störf sem Arnór hafði á hendi, meðan hann gat unnið þau heilsunnar vegna. Lét Arnór sér mjög annt um að bæði kirkja og kirkjugarður væru í sem beztu lagi og átti þar sjálfur bæði mörg handtök og góð. Sést á iþessu, að störf Arnórs hafa verið ma.rgþætt í Hruna, enda það heim ii kærara honurn en flest önnur. Allit þetta, sem nú hefir verið tal ið, var að sjálfsögðu sjálboða- vinna, annað þekktist ekki þá, enda engir fjármunir til þess að borga með, en óborguðu vinnu- stundirnar hans Arnórs, sem hann vann fyrir aðra, þær eru orðnar margar. Það hefði ekkert þýtt að gefa Arnóri þessa dagskipun, sem hljóðar svo: „Verkamaðurinn verður að varast að starfa vegna starfsins." Arnór gerði dæmið aldrei þannig upp, að fá sem mest fyrir minnsta vinnu. Hans dæmi var alveg öfuigt, enda fékk hann aldrei .nein heiðursmerki fyrir sín störf og hann þurfti þeirra ekki með því að hann hafði jafnvirði þeirra í sjálfum sér. En hann fær annað, og það er lofgróin þökk og virðin.g allra samferðamannanna og er til nokkurt betra veganesti yfir landamerki lífs og dauga. Arnór var tvíkvæntur og^vel í bæði skiptin. Var fyrri koná hans Guðlaug Jónsdóltir, mesta gæða kona, sem hann missti eftir stutta sambúð og harmaði hana mjög. En hamingjudís Arnórs hafði ■ekki sleppt af honum hendinni og kvæntist hann aftur 18. nóv. 1926 Kristínu Gunnlaugsdóttu.r,' og reyndist faún faonum eins og bezt má verða til síðustu stimdar. Sannaðist það á lieimili þessara mætu hjóna, að „það verður sum ar er samlyndi býr og sólskin á glug.ganum favert sem hann snýr.“ Get ég þar talað af reynslu, því svo margar sólskinsstundir á ég í endurminningunni, þegar ég var gestur á heimili þeirra hjóna, sem var oft, því að við störfuðum sam an fyrst í ungm. fél. og í stjórn Igstrarfélagsins lengst af. En ég er ekki sá eini, sem hefi þá sögu að segja, það gera allir hinir mörgu gestir, sem komu á heimili þeirra hjóna þessi rúm 30 ár, sem þau bjuggu, og starfið sem Arn- ór stundaði leiddi það af sér að oft var gestkvæmt á heimili þeirra, ekki sízt á vorin, þegar menn komu með mest af draslinu, sem þurfti að laga fyrir sumarið. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, sem nú eru uppkom- in. Guðlaug, 'sem er gift Auðunni Braga Sveinssyni, kennara og Gunn'laugtir, sent er stúdent frá Laugarvatni. Síðusíu árin. var Arn ór mjög farinn að kröftum og al- veg sjúklingur síðasta árið, og- þeg ar svo er komið þá er ekki hægt að segja að hinn hljóði gestur sé óvelkominn. Veit ég, að allir vin- ir Ar.nórs fagna því, að hann fær nú að balda jólin í öðntm og betri heimi. Nú á hálíu öðru ári hafa Hruna rnenn m'átt sjá á bak tveimur þeim mönnum, sem lengst störfuðu sam an við ungmennafélagið og lestr arfélagið, þeim Jóni Guðmunds- syni á Kópsvatni og Arnóri. Hafa þeir nú hitzt, vinirnir, og fá að halda jólin saman. En konur þeirra og vinir, sem lengst störf- uðu með þeim geta tekið sér i munn hinar draumfögru hendjng ar Davíðs: Býst ég nú bráít til ferðar, brestur þó veganosti. En þar bíða vinir í varpa, sem von er á gestí. Helgi Haraldsson. Greinaflokkur Páls Zóphóníassonar (Framhald af 5. síðu). er bætt við túnin, verður meðal- túnið í hrepp sem hér segir: Svarfaðardalshr. 12,3 ha. Árskógsfareppur 11,6 ha. Arnarneshreppur 12,9 ha. Skriðuhreppur 12,4 ha. Öxnadalshreppur 16,5 ha. Glæsibæjarhreppur 11,9 ha. Hrafnagilshreppur 17,3 ha. Saurbæjarhreppur 16,0 ha. Öngulstaðahreppur 15,9 ha. Erlent yfirKt (Framh. af 6. síðu). Svo virðist sem útvarp, bækur og hljómplötur séu að vinna á i kosínað sjónvarpsins. Þá virðist áhugi almennings | fyrir töiku Ijósmynda hafa aukisit mjög og sala á litlum kvikmynda j vóitim til hieimilisno'tkunar ókst mjö.g mikið. Það kom greinilega í Ijós, að fjöiskyidur fara stækka'ndi í Banda ríkjunum. Ástæðan er 'sú, að fólk gifiíist ynigra en áður og börnum fjölgar af þeim á'S'tæðuim. YFIHLEITT var afkoma almenn ings á órinu mjög góð og vafa- laust jafnbetri en nokkuns staðar annarsstaðar. Þótt Bandarikja- menn hafi orðið fyrir ýmsu'm von- brigðum á árinu, virðist ástæðu- laust að efast nokkuð u.m framtíð þeirra, sem stórþjóðar. Viðbrögð þeirra benda í heild til þess, að þeir ætla að mæita nýjum vanda mleð leinbeittari átökum. Vafalaust er það rétt, sem rnerkur Banda- ríkjamaður sagði nýlega, að Banda ríkjamenn hefðu ekki ástæðu til að vera þakklátari fyrir neitt á liðna árinu en rússnesku gerfi- tuniglin, þ\f að þau mundu vekja þau af hættulegum svefni til nýrra átaka cg dáða. Þ.Þ. Herranótt 1958 (Framhald af 7. slðu). stýfðum vængjunum, meðan Júlíus ber hann yfir sviðið, og.gagga, ef hanm nennir. Samleikur leikara vac svo sem fyrr er sagt með miklum ágætum. Gerfi og búningar áttu yfirleitt vel við, en gervi önnuðust Haraldur Adólfsson og Ólafur Mixa. Um- snvíði leifctjfilda og má-luíi önr.iuð- us-t nemendur sjálfir umdir leið- .beiningu Lárusar Ingólfssonar, en Ieiktjöidin voru fenigin að I'áni hj'á Leikfélagi Reykjavífcur. — Þýðt ingu leikríitsins gerði Bjarni. Guð- mundsson af alkunnri snilld. — Á undan sýnir.igru og milli þátta lék Hildur Bjarnadóttir laglega á munnfaör.pu svo og aðt tjaidábaiki meðan á sýningu stóð. Að S'jálfsög.ðu verður Herranótt . því skemmtilegri, þvi nveira sem Menntlingar vinna að faenni sj'álf- ir. Og gaman væri, ef sá dagur kæmi að þeir gerðu alit einir, einn ig að samja leikritið, svo i?em þeg- ar „Nýársnótt" Indriða ELnaxssiom ar o g „Útílegumen.n“ (Skugga- Sveinn) Matífaíasar voru sýnd. En nóg leggja þeir svo sem á sig, þótt svo sé ekki. Því trúir enginn að ó- reyndu, hversu rnikið star'f ligigur: að baki leiksýningu. Sem þessari, allt unnið í tómstunduim frá'n.áim- inu. En þeinv nvun meiri verður á- nægjan, sevn uppsk'erst að leiks- lok'unv, fyrir áhorfendu'r Oin'gu síð- ur en fiytjendur. Herranótt er crð in svo vinsælll liður í leikstarf- serni bæjarins, að koma verður í veg fyrir að hún leggist niður. Vel lýs't mér á þá hugmynd, sem fra'm kenvur í leikskrá, að gera frum- sýningu Herranætur á þrettándan- unv að fastri hefð. Oð það veit cg, að þeir enu margir sem ósika þes's, að Mennfask'ólanemar standi við orð sakamann'sins Jóseps í leiks- lok: „Ætíi við gerum þetta ekki af.t'ur að ári?“ S. U. IVerður ráðstefna austurs og vesturs í Beríín? NTB—Beríín, 7. jan. — Vesíur- þýzki .ráð'herrann Ernist Lemmer, sem fer með þau mál, sem varða samþýzk mál og samieiningu Þýzfcalands heldur því nú fram, að ef takist að koma á ráðstefnu austurs og vesturs, beri að halda hana í Beriín. Bendir hann á, að Beriín er á mörkum austræmna og vestrænna rífcja, og að hin ganvla höfuðborg Þýzkalands hafi allar aðstæður til slíks fundar bæði stjórnmálalega og landfræðilega séð. Ráðherr.an.n telur einnig, að slík ráðstefna myndi einni.g verða heppilegur grundvöllur til að þar mættu hefjast sanvningar urn end ursamiei'ningu Þýzfcalands. Símanúmer okkar er 2 3 4 2 9 Bárgretðslustofan Snyrting, Frakkastíg »> A. I blaðinu í gær urðu þau mistök í auglýsingu um framboðslista til bæjan- stjórnarkosninga í Reykja- vík, að yfir lista Alþýðu- bandalagsins stóð C-listi. Listi Alþýðubandalagsins er G-listi og er skipaður eftirtöldum nöfnum: 1. Guðmundur Vigfússon, blaða- maður, Heiðargerði 6. 2. Alfreð Gv'slason, læknir, Barmahlíð 2. 3. Guðmundur J. Guðmundsson, verkamaður, Ljósvallagptu 12. 4. Ingi R. Helgason, lögfræðingur, Lyngfaaga 4. 5. Þórarinn Guðnason, Iæknir, Sjaínargötu 11. 6. Adda Bára Sigfúsdóttír, veður- fræðingur, Laugateig 24. 7. Sigurður Guðgeirsson, prentari, Hofsvallagötu 20. 8. Kristján Gíslason, verðlagsslj., Lan.g’holtsveg 134. o. s. frv. ÞOKKUM IhlNILEGA auSsýnda samúS við andlát og jarðarför IHIu dóltur oklcar Ingu Arnhildar. Ingibjörg Friðiónsdóttlr Baldur Þórisson. HJARTANLEGAR ÞAKKIR okkar allra fyrir auðsýnda samúð i veikincium og við fráfall eiginmanns mins og föður okkar Hjartar Jónssonar. Sérstakar þakkir færum við Systur Önnu og Stefáni Björns- syni lækni á St. Jósefsspífala. Margrét Runólfsdótfir og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.