Tíminn - 22.02.1958, Blaðsíða 6
6
T í MIN N, laugarðagmn 22. fcfrriíar 1958.
Ufgefandi: Framsóknarflokkurinn
Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn X>órarinsson (áb.)
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu.
Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304
(rítstjórn og blaðamenn).
Auglýsingasími 19523. Afgreiðsliusími 12323.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Endurreisn biskupsstólanna
í Skálholti og á Hólum
FYRIR Alþingi liggur
nú tillaga um að flytja
menntaskólann á Laugar-
vaá>ni til Skálholts. Bak við
þá tillögu mun liggja sú hugs
un, að þannig yrði hins
gamla Skálholtsskóla bezt
minnzt í verki. Frá sögulegu
sjónarmiði hefir þessi til-
laga vissuilega taLsvert til
síns máls. En Skálholt er
sögufrægara sem biskupsset-
ur en skólasetur og fjárhags
lega auðveldara að endur-
reisa þar biskupsstólinn en
menntaskóla.
Það hefir mikið verið rætt
um endurreisn Skálholts-
staðar að undanförnu og
myndarlegar framkvæmdir
hafnar í þá átt. En því mið-
ur hefir enn ekki verið haf-
izt handa um það, sem eitt
er þess meignugt að veita
Skálholti aftur veg sinn og
virðingu. Það er endurreisn
bisfeupsstólsins þar.
Að visu hefir verið nokk-
uð tal um það að flytja
vigjslubiskupana að Skál-
hoati og Hólum og -láta þá
sýndarmennsfcu nægja til að
endurvek j a frægð hinna
gömlu biskupssetra. Aðal-
biskup á eftir sem áður að
sitja í Reykjavík. Vissulega
yrði Mutur Skálholts og
Hóla lítið bættur með slíkum
látafátum.
EF mönnum er það í
raun og veru nokkur 'alvara
að auka að nýju veg Skál
holts, þá verður það ekki
á annan veg sæmilega gert
en með endurreisn biskups-
stólsins þar. Og ef rnenn
vilia efla veg og virðingu
kirkjunnar, þá ætti einnig
að endurreisa biskupstólinn
á Höhim, en leggja niður
vígslubisfcupsembættin. í
Reyfciavík yrði þá engin
þörf fyrir biskup, en kirkju-
málaráðunevtið myndi ann
ast afgreiðsiu hinna ver-
aldlegu mála bar, líkt og það
gerir nú. Með endurreisn
biskupsstólanna í Skálholti
og að Hó’um, væri stefnt að
því að biskuoarnir sinntu
fyrst og fremst andlegum
störfum og andlegri forustu
en létn sig hversdagsieg
skrifstofust.örf minna varöa.
BlskunaTyiir vrðu andleair
leiðtoear f stað þess að vera
skrifstofustj órar.
ÞVf verður ekki neitað,
að Mrkiulífi hefir að ýmsu
leyti hnignað hér á landi
seimrstu áratugina. Því valda
vafaiaust ma.rí?ar ástæður og
verður kirkíunni siálfri ekki
kennt um marvar beirra. En
sumf. er bó va.faiitið hennar
sök. Ein sök hennar er sú. að
hún hefir ekki lagt næga
áherzlu á. a.ð kírkian eignað-
ist óháða fnrustunienn, sem
gæf-u einhuitt sér að hínni
andtegu Ipiðsöcrn. Á herðar
him eína biskups hefir
bætzt stöðugt meira og meira
af veraldleg-u snatti og störf
um, svo að embættið hefir
veitt minna og minna ráö-
rúm til að sínna hinni and-
legu hlið kirkjustarfseminn-
ar. Hætt^r við, að slíkt muni
all'taf fyjgja biskupsemb-
ætti, sem staðsett er í
Reykjavík.
Endurreisn gömlu biskups
stólanna er liklegasta leið-
in til aö tryggja kirkjunni
óháða, andlega leiðtoga, sem
hafa tíma og ráðrúm til að
sinna hinni andlegu for-
ustu, sem biskupum ber að
hafa.
MÖRG rök hníga þann
ig að því, að rétt sé og
tímabært að endurreisa
hina fornu biskupsstóla. Meö
því er merkileg söguleg minn
ing í heiöri höfð. Þjóðin teng
ist aftur nýjum tengslum
við forna sögutíma. En jafn
framt er þetta þýðingarmik
ið og verulegt skref til að
tryggja kirkjunni óháða,
andlega forustu á komandi
tíð. Þjóöin mun á komandi
árum kannske eiga meira
undir því en nokkuru sinni
fyrr að kirkian sé vanda sín
um fullkomlega vaxin. En
til þess að svo geti orðið, er
það ekki þýðingarminnsta
skilyrðiö, aö hún eigi óháða
forustumenn, sem hafi tíma
oar aðstöðu til að sinna hinni
andlegu leiðsögu fyrst og
fremst, en séu lausir viö
daglegan eril og arg skrif-
stofumennskunnar.
Óþarft er að ræða ýmsa
agnúa, sem menn þykjast
nú finna á endurreisn bisk-
upsstóianna fornu, t. d. að
þá veröi enginn aðalbiskup.
Slíkt má auöveldlega leysa,
t. d. að biskuparnir skipt-
ist á um að bera þennan tit-
il, líkt og hæstaréttardómar
ar skipast nú á um forsætið
í hæstarétti.
SAGAN og kirkjan eru þeir
tveir helgidómar, sem þjóö
in þarf að leggja einna bezta
rækt við. Sennilega er nú
ekki á annan hátt hægt að
sýna sögunni öllu meiri rækt
arsemi né að trvergia kirkj-
unni betur þróttmikla, lif-
andi andlega forustu en með
endm’reisn fornu biskup-
stólanna.
ÞaÖ ætti því að vera sam-
eiginiegt áhugamál allra
þeirra, sem unna sögu, kirkju
og kristindómi að vinna aö
þeirri skipun, sem hér er
minnst á. Alveg sérstaklega
ætti þaö þó að vera mál
prestastéttarinnar að vinna
að framigangi þessa máis.
Sá tími á aö koma aftur, að
Hólar og Skálholt verði ís-
lendingum hið sama og
Lundur og Uppsalir eru Sví
um og Kantaraborg er Bret-
mn. Þá myndi strax koma
meiri og glæsilegri svipur á
íslenzkt kirkjulif.
\ERLENT YFIRLIT.
Upplansn í indónesiska ríkinu
VertSa stórveldin afskiptalaus, ef til borgarastyrjaldar kemur í Indónesíu?
I ÞESS HAFA sczt merki undan-
farin missiri, !að indónesíska rikinu
yrði ekki haldið sanian, nema með
traustri forustu og mikilli stjórn-
vizku. Þótt Sukarno forseti sé að
ýmS'U leyti mikilliæfur foringi,
einkum þó sem áróðursmaður,
virðist hann ekki hafa þessa tvo
kosti til að bera í nógu ríkum
mæii. Þess vegna er nú svo kom-
ið, að ekki virðist annað fram-
undan í Indónesíu en bióðug
borgarastyrjöld eða alger sundr-
ung ríkisins.
Þrjár meginástæður eru orsakir
þess, að þannig er komið í Indó-
nesíu. Skal reynt að rifja þær
upp hér í sem stytztu máli.
FYRSTA ÁSTÆÐAN er sú,
að aldrei hefir raunverulega tek-
izt að konra á íaggirnar starf-
hæfri sljórn, sem gæti iátið nægl-
lega til sín taka í hinu víðlenda
ríki, seim Indónesía er. Þótt ekki
séu liðin noma rétt átta ár síðan
Indónesía fékk sjálfstæði sitt
endanlega viðurkennt, haífa. marg-
ar ríkisstjórnir farið þar með
völd og allar þurft að styðjast
við meira og minna sundurleita
flokka. Af þessu hafir leitt, að
alia festu hefir vantað í stjórn
ríkisins og livers konar spilling
hefii- haft hinn gróðurríkasta jarð-
veg. Þetta ástand hefir að sjálf-
sögðu stuðlað að þeirri upplausn,
ar, sem nú blasir við augum.
Ef litið er á landabréfið, sé'st
að Indónesía nær til fjölmargra
eyja, sem dreifðar eru yífir mjög
stórt svæði. Það er ekki lítið verk
að koma á fót Stjórnarkerfi fyrir
alveg nýtt riki, en hvað þá, þeg-
ar nm jafn sundurleitt og dreift
ríki er að ræða. SHíkt er vissu-
lega útilokað án mjög traustrar
forystu.
ÖNNUR ástæða til upplausn-
arinnar í Indónesíu er sú, að
aðalleiðtoga sjálifstæðSsihreyfing-
arinnar hefir greint á um, hvaða
flokkar skyldu vinna saman.
Margir flokkar eru í Indónesíu,
en aðadflc'kkarnir eru fjórir. í
seinustu þingkosningmn fékk
1 þjóðílokkur Sukarnos mest fylgi,
en næst komu tveir flokkar Mú-
hameðstrúarmanna, Masjúni og
Nahdatul Ulama, og svo kommún-
istar. Tiltölulega lítill munur
var á fylgi þessara flokka. í hér-
aðsstjórnarkosningunum, sem síð-
ar hafa farið fraim á Java, unnu
kommiúnistar mjög á og tóku fylg-
isaukningu sína mest frá Þjóði-
flokknum. Þeir virðast nú orðið
stærsti flokkurinn á Java.
Það hefir jafnan verið stefna
Sukarno að hafa helzt aila stærstu
flokkana í stjórn. Einkum hefir
hann lagt áherzlu á að hafa komm
únista með. Þetta hefir mætt and-
stöðu Hatta, sem var annar aðal-
leiðtogi sjálfstæðishi'eyfingarinnar
og varaforseti. Flokkar Muhameðs
trúarmanna hafa haft sömu að-
stöðu, einkum þá Masju.mif'1'okkur-
inn.
EFTIR að Sukarno kom lieim úr
ferðalagi í Kína, haustið 1956, setti
hann sér iþað mark að koma á
sterkri stjórn og mynda eins konar
þjóðráð allra flokfca og stétta undir
foru'S'tu forsetans og gera ríkis-
.stjór.nina ag eins konar fram-
kvæmdanefnd þjóðráðsins. Margir
töldu, að raunverulega stefndi Su-
: karno með þessu að því marki að
gera forsetann einvaldan, enda fór
hann, ekki dult með, að hann íeldi
| veslrænt lýðræði ekki hcnta í Indó
| nesíu. Iialta, sem áður hafði sag-t
1 af sér sem varaforseti í mólmæla-
skyni við S'tjórnarfarið, reis gegn
þessari nýju ’skipan, ásamt foringj-
um Masjumifloikksins. Einkum
töldu þeir það þessu fyrirkomulagi
til foráttu, að k'Oinimúnistar væru
hafðir með, því að þeir myndu
nota þá aðstöðu sína til að brjót
ast til valda.
Þessi nýja skipan Sukarnos hefir
því ekki komizt á enn, nema að
nafninu til, og einfcum orðið til
Sjafruddin
að auka á sundrungu þá, sem fyrir
var.
iÞRIÐJA ástæðan, sem veldur
upplausninni í Indónesíu er svo ó-
ánægja þeirra, sem búa annars
staðar en á Java, yfir því að hlutur
hennar sé gerður aLltoíf mikill á
kostnað .annarra landshluta.
íbúar Indónesíu eru um 82 mill-
jónir, en þar af búa 52 milljónir á
Java, sem er ekki nema fimmtándi
hlu'ti Indónesíu að ílatarmiá'li. Java
framleiðir ekki heldur nema 17%
af útflutningsverðmætinu. Þau eru
cinkum framleidd á Sumatra, Bor-
neo og Celebes. íbúar þessara eyja
■telja sig arðrænda af Javabúum,
sem hafi stjórnina alveg í sinum
höndum. Af hálfu þeirra hafa því
verið uppi vaxandi kröfur um all-
víðtæka sjálfstjórn. Þegar Sukarno
boðaði hinar nýju tillögur eánar
ura hreytta stjórnarhætti í fyrra-
vetur, gripu hershö'fðingjar 'á Su-
matra og Ivorður-Celebes. til þess
náðs að lýsa yifir eins fconar sj álf-
stjórn. Hershöfðingjarnir á Norð-
ur- og Suður-Sumatra sömdu þá
áftur við ríkisstjórnina í Jakarta,
en hafa að meslu fengið að fara
sínu fram siðan. Hershafðingjarn-
ir á Mið-Sumatra og Norður-Ce]e
bes hafa hins vegar ekki haft neitt
beint samband við stjórnina í Ja-
kanta, án þess að hún haifi reynt
nokkuð til að bæLa þessa uppreisn
niður. Þannig hcfir. Indónesía
smám saman verið að leysast upp
á siðas'tliðnu ái-i.
SUKARNO hefir um nokkurt
skeið reynt að draga athygli frá
upplausninni heima fyrir með því
að gera tilkall til Nýju-G-uineu,
sem er undir strjórn Hollendinga.
Þegar Sameinuðu þjóðirnar höfn-
uðu því á Siðastliðnu hauisti að
styðja þetta tilkall Indónéiíu greip
Sukarno til ofbeldisráðstafana
gegn ýmsum fyrirtækjum Hlol'lend
inga í Indónesiu, im. a. dkipafélög-
unum. Stjórnin reyndist íhinls veg-
ar ekki fær um að táka'við þeim
rekstri, er Hollendingar hcifðu meg
höndum, og jók þetta enn á upp-
lausnina og öngþveitið' í landinu.
Við þetta bættist svo, að Sukarno
fór sjáilfur úr landi sér til hressing
ar og skyldi eftir athafnalitla og
lélega ríkisstjórn.
Þetta varð til þess, að uppreisn-
armenn á Mið-Sumatra áfcváðu að
láta til skarar skríða. "Þeir til-
kynntu Sukarno, að þeir myndu
setja á laggirnar nýja ríki'sstjórn
fyrir Indónesíu, ef hann léti ekki
núverandi stjórn fara frá völdum
og myndaði nýja stjórn, án þátt-
tötcu Jeommúnista. Þessu hainaði
Sukarno cg hraðaði sér heimieiðis.
Uppreisnarmenn stóðu hinis veg
ar við hótun sína og hafa nú mynd
(Framh. á 8. síðu.)
VAÐSrorAN
Önnur veröld
Ég sagði kunningja mínum
norður í Skagafirði frá því í sím-
tali í gær, að nú væri ég búinn
að taka snjókeðjurnar al' bilnum
mínum, enda væru göturnar í
Reykjavik alauðar. Það er réitt
eins og hérna eða hitt þá heldur,
sagði hann. Þið vitið ekki miikið,
hvernig lífið er á Norðurlandi á
hörðum vetri. Hér eru nú allir
vegir Lokaðir, engir bílar á íerð,
hvorki á keðjum né án þeirra.
Þykk fannbreiða liggur yfir allri
byggðinni. Samgöngur eru mjög
strjálar og erfiffar. Útivinna ligg-
ur niðri, veður hindra sjóferðir
og allt atvinnulif er því í molum.
Hvernig mundi ykkur þykja að
búa við slíkt? Ég viðurkenndi
fúslega, að annar heimur væri
hér suður við sjóinn. Og þaö
með, að allt of sjaldan væri um
það hugsað, að veturinn er Norð-
lendingum þyngri i skauti en
öðrum tandsmönnum. Við þær
aðstæður, sem hér er lýst, cm
hin blómlegu héruð í Húnavatns-
Skag3fjarðar-, Eyjafjarðar- og
Þingeyjarsýslum bókstaftega önn-
ur veröld en sú, sem fólkið hér
sunnanlands þekkir. Og uppsveit-
ir Múlasýslna eru það líka. Þeir,
sem sunnar búa, geta auðvitað
ekki breytt þessu. En þeir eiga
samt að vita það og taka með
þekkingu og skilningi tilmælum
að norðan og austan um meiri til-
litssemi af opinberri hálfu við
einangruð héruð.
Samgöngur eru lífæðin
Samgöngurnar eru hér iífæðin.
Þegar vegir lokast og flugvellir
verða ófærir, leggst .cinangrunin
eins og mara yfir byggðirnar.
Fiugvéf, sem flytur fólk og póst,
er þá kærkominn tengiliður við
umheiminn. Innanlandsflugið
gegnir þarna miklu hlutverki,
sem ekki er ætið metið sem
skyldi. í það á ekki að horfa, þótt
það kosti nokkurt fé að halda
flugvöllumun opnum. Það eru út-
gjöld, sem allt þjóðarbúið verð-
ur að taka á sig til hagræðis fynr
fólkið i þessum landshlutum.
Vegir á vetrardegi
Snjóþyngslm eru sögð svo raikil,
að tifgan'gBtaust sé að tala um r.ð
ryðja vegi eins og ástatt er. En
það hefir löngum verið skoðun
manná fyrir norðan, að minni
áiierzla sé Iögð á snjóruðnihg í
þéfctbýlustu héruðunum þar' en
hér sunnanlands. Það er auðvitað
ekki óeðlilagt miðað við mann-
fjöldann og aðstöðuna, en hlut-
fallið verður að vera réttlátt. Að
þessu er vikið í Degi á Akureyri
nú í vikunni á þessa Leið:
,,NáttúruöfUn hafa verið nokkuð
mislynd um skeið og úthlutað
Norðlendingum snjó og fannfergi
af miklu örlæti, gagnstætt því,
sem er á Suðurlandi.
Landsfeðurnir hafa aftur á móti
annan liátit á þegar þeir• útdeila
fjárma.gni til að hald'a opnum
vegum. Þá er hlutfaflilið öfugt,
hversu sem viðrar, ,og hefir svo
vorið itm langa. tíð. Þ’essu til
sönnunar má geta þess, a3 ríkið
heldur opirvni leiðinni .frá Reykja-
vík og alla leið austur í Vík í
Mýrdal.
Hér í Eyjafirði telur ríkið sér að-
eins skylfc aS halda opn'um tveim-
ur vegarköfium, sem til samans
eru um eSa innan við 20 km. Það
eru vegarspottarnir frá Akureyri
Og út á Moldhaugaháls, og í Öðru
l'a.gi nokkurra kílómetra kafli yf-
ir eylendið framan við kaupstað-
inn. Sést af þcssu, hve hlutur Ey-
firðinga er gersamlegá fyrir borð
borinn í þessu efni. Það er bæði
ósk og réttlætiskrafa Eyfirðinga
að hið opinbera endurskoði þetta
mál og frnni því viðeigandi
lausn“.
Þannig er á þessi mál litið fyrir
norðan. Hvað segja „landsfeður"
um þetta efceyti?
Látum svo baðstofusþja'ní lokið í
dag. — Fínnur.