Tíminn - 28.02.1958, Side 9
T f MIN N, föstudaginn 28. febrúar 1958.
9
é^cítth jjnne^ótud:
£
uóannci
Framhaldssaga
37
mnimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiimiiiiiiiiiiiuiii!imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniimmmnuiumiiimiiiiimm<n
(25 ódýrar skemmtibækur(
Neðantaldar skemmtibækur eru a. m. k. á helmingi lægra j§
j§ verði en söluverð þeirra væri ef þær væru gefnar út nú. Þrátt j§
| fyrir það fær kaupandinn 20% afslátt, ef pöntun nemur kr. =
= 200,00. Bækurnar eru allar óbundnar.
§ Vmardansmærin. Saga um ævi og ástir frægrar dansmeýjar. 130 =
= bls. kr. 8.00. J
áreiðanlega dauðskotinn í
Súsönnu, þótt gamall væri,
áleit Gunilla. Og spyrði maður
Caro um álit hennar, sagði
Gunilla ennfremur, þá svaraði
hún því til, að Súsanna væri
indáel og falleg kona en auð-
vitað í yngsta lagi handa
Hinrik, hún hefði aðeins tekið
honum af því að hana langaði
til þess að giftast og komast
brott frá móður sinni. Skil-
naður var raunar eðlileg af-
leiðing slíkra gönuhlaupa. Og
lík börn leika bezt, hafði Caro
sagt spekingslega og átt' við
Súsönnu og Pelle Villman sem
voru á líkum aldri. Þessi Inga-
lill var auðvitað tölvert eldri
en Súsanna, en nokkuð vant-
aði þó á, að hún væri jafn-
gömul Hinrik.
Ég verð að segja, að helzta
'traust mitit þessa mánuði voru
orð Risings, er ég hitti hann í
lyf j abúðinni. Hann virtist
þess fullviss, að Súsönnu tæk-
ist að koma málum sínum
heilum í höfn. Mér sýndist út-
litiö allt annað en gott, en hin
bjargfasta trú hans á henni
var mér nokkur huggun. Ég er
vanur að finna slíkt á mér,
hafði hann sagt, og þess
vegna gaf ég heldur ekki upp
alla von um farsæla lausn
þessara mála.
þótt Pelle Villman væri
bezti piltur, var hann áreiöan
lega ekki réttur eiginmaður
handa Súsönnu, og ekki gat
ég heldur ímyndað mér, að
Ingalill i hlébarðafeldinum
væri hæf kona handa Hinrik.
Eitt sinn hafði ég þó haldiö,
að þau Ingiríður og Hinrik
væru sem sköpuð hvort handa
öðru, en reynslan hafði leitt
aiinað. í ljós, og þá þekkti ég
heldur ekki Súsönnu.
í fjölskylduboðunum þenn-
an vetur sendu yngstu Barr-
man-hjónin jafnan afboð, og
í fimmtugsafmæli Ottós sendu
þau afboð á síðustu stundu.
Það var ekki furða, þótt sögur
nar gengju fj'öllúnum hærra
og skilnaður væri talinn á
næstu grösum.
Svo sagði Emmy mér, að
Súsanna mundi vera lasin, og
þá hringdi ég þegar til hennar
og spuröi hana um það. Hún
kvað nei við því, en þó mætti
segja, aö heilsan væri ekki
sem bezt, það er taugaþreyta,
og henni gekk illa að sofa.
Hún spurði mig, hver væri
bezti taúgalæknirinn í borg-
inni, og ég svaraöi því til, að
ég liefði ekki haft persónuleg
kynni af slíkum læknum, en
ég heyröi að fólk talaöi mikið
um einhverh Malkus og sagði
að hann yæri snjall læknir.
— Jæja, þá er líklega bezt
að ég faiú til hans, sagði hún
þreytulega.
Nokkrum dögum síðar kom
hún til mín síðari hiuta dag's.
Hún var föl og mögur.
— Jæja, nú er ég búin að
fara til hans, sagði hún.
— Ög hvað sagði hann?
— Hann taldi mig ekki í
neinni hættu. Ég átti bara aö
lifa.rólegu lift og varast geðs-
liræringar. Það vissi ég nú
fýrir, svo að það var ekki
tuttugu króna viröi að fá að
heyra það.
— En hann hefur nú líklega
gefið þér fleiri ráö?
— Ég neyddist til að segja
honum alla sólarsöguna af ar-
mæðu minni. Og það hefur
kannske létt svolítið á mér að
gera það, en það hefur nú gert
sama gagn að segja þér
söguna.
— Hvernig var hann í við-
móti?
— Æ, þetta er lítill og skorp
inn karl með erkiengilshöfuð.
Hann setti mig á óþægilegan
kollstól en settist sjálfur
makindalega í hægindi. Hann
hlýtur að vera sjúkur, því að
hann sat allan tímann og hélt
um kviðinn og gretti sig óskap
lega
— Ég hef heyrt, að það sé
aöeins vani hans.
— Rödd hans er undarleg,
og hann segir stundum u
þegar við segjum ö. — Jæja,
þér teljið þá, að hjónabandið
sé ekki í fulikomnu lagi, sagði
hann. Segið mér nú allt af
létta um samfarir ykkar.
Ég heiti því, að það fer ekki
lengra. Byrjið nú á upphafinu
Þér getið fengið heila klukku-
stund til nmráða, ef þér 'viljið.
— Og þú byrjaðir?
— Já, hann hlustaði með
svo miklum leiðindasvip, að ég
kenndi í brjóst um hann, og
mér skildist, að þessa sömu
sögu fengi hann að heyra oft
á dag. Til hvers eru konur líka
að hlaupa til taugalæknis? Af
og til lokaði hann augunum,
og mér datt í hug að hann
væri sofnaður. Og þegar ég
kvartaði undan því, að ég
væri búin að missa alla löng-
un til að mála, en það hefi
áður verið bezta dægradvöl
mín, þá sat hann þögull langa
stund, kreisti á sér kviðinn og
sagði loksins:
— Hafið þér nokkurn tíma
reynt að mála draum?
— Mála hvað, segið þér?
— Mála eitthvað, sem yður
hefur dreymt.
Nei, það hafði ég aldrei gert
og mér fannst hugmyndin frá
leit. En hann var þrár og hélt
áfrám að tala um drauma og
undirvitund og hvaða þýðingu
þetta hefði í lífi okkar. Ég
hafði hins vegar lítinn áhuga
á slíku, og honum fannst ég
víst heimsk og leiðinleg mann
eskja'. Þegar ég sagði honum
svo frá Hinrik, varð það helzt
lesið af svip hans, að honum
þættu ótrúir eiginmenn enn
leiðinlegri en afbrýðisamar
eiginkonur. En hann var nú
samt svo vínsamlegur að segja
mér, að útlit mitt væri ágætt
og ég réði yfir öllum ráðum
tii þess að gera hvaða karl-
mann sem væri hamingju-
saman, svo að ég skyldi ekki
örvænta. Ég spurði hann,
hvort hann héldi að það væri
skynsamlegt af mér að taka
mér elskhuga. Ja, sagði hann.
Sumum hjálpar það, en hann
áteit að það hæfði mér - ein-
' mitt mér - betur að gefa einig
manni mínum eitt tækifæri
! enn til þess að verða elskhugi
minn aö nýju, áður en ég
lokaði alveg dyrunum á milli
okkar. En svo bað hann mig
um fram allt að muna það
framvegis að hafa pappír og
penna á náttbörðinu mínu og
skrifa niður þegar i stað allá
! drauma mína, því að þeir
gætu veitt bezta leiðsögn um
jþað, hvað læknismeðferð mér
hæfði bezt. Allt þetta þuldi
hann með skrækrödd sinni
líkast því sem hann væri að i
lesa á bók.
— Og nú verð ég víst að j
fara heim áftúr og reyna að i
gera Hinrik hrifinn a,f mér á j
nýjan leik. Vorið er nú á \
næsta leiti, og það getur i
kannske hjálpað mér til. I j
Hún talaði um þetta með I
léttum háðshreim, en þó fann i
ég að nokkur alvara lá að baki i
— Já, gerðu það, sagði ég. | j
— Þú gleymir því, að ég er j
ekki ein um Hinrik, svo að ég j
er ekki viss um að ég kæri mig j
um það lengur. I j
— Hvað áttu við? spurði ég, j
þótt ég vissi hvað hún væri að j
fara.
— Það eru aðrar konur með i
í spilinu, sagði hún. Þú veizt j
það vel og þarft ekki að :
spyrja. Og mér er lítið um það :
gefið að taka mér stöðu við :
hlið beirra. I:
— Blessað barn ertu, sagði
ég og andvarpaði. Þú getúr i
sagt þetta, en heldurðu, að :
ástandið batnaði, ef þú tækir
þér elskhuga í þess stað? ! j
— Ég veit það ekki, sagði
hún niðurlút.
Hún gekk út að glugganum
og horfði út. Hún stóð þarna
lengi og skrifaði með fingr-
inum á glerið. Svo sneri hún
sér snögglega við, og rödd
hennar var barnaleg, hún
sagði: — Löngun mín til að
hefna min er svo sterk, að ég
ræð varla við hana. j
— Láttu það bíða betri tíma
sagði ég. Það væri ekki vitur-
legt |
— En hver segir, að ég
þurfi ætið að haga mér vitur-
lega?
— Slíkt kemur oftast niður
á manni sjálfum, sagði ég. I
— Hvernig veizt þú það?
sagði hún og horfði hvasst í
augu mér eins og hún ein get-
ur gert.
— Horfðu ekki svona á mig,
kæra Súsanna, sagði ég. Mér
finnst ég vera óþokki, þegar
þú starir svona á mig. Jáj
ætli ég viti ekki annað eins
smáræði, ég hef nú lifað og!
þolað annað eins, og þótt núj
sé friður og ró umhverfis mig,1
var því ekki ætíð svo farið.j
Nú fer ég og set upp kaffi-
könnuna.
— Þakka þér fyrir, en mig
langar ekki í kaffi, sagði hún
með svipaðri ólund og Maud.
— Jæja, te þá, sagði ég og
gekk fram.
Hún drakk þrjá bolla af tei
og át margar brúnaðar brauð-
sneiðar með aldinmauki.
— Eg hef líklega verið orð-
in hungruð, sagði hún. — Eg
man ekki hvenær ég snæddi
síðajst. Mig héf'ur ekki iangað
í mat dögum saman.
Og svo hvarf hún mér all-
lengi. En Hinrik, sem hafði
hlaupið upp stigann hjá mér
mánuðum saman, birtist allt
í eimu g'laður og leyndardóms
fullur á svip. Hann breiddi út
stórri teikningu framan við
mig og sagðist ætia að fara
að byggja sér sumarhús.
Hann kvaðst hafa keypt sér
hólma úti í skerjagrðinum, og
hann mundi hefjast handa
jafnskjótt og ísa leysti. Sum-
arhúsið átti að vera tilbúið
þá um sumarið.
— Og hvað segir Súsanna
um þetta?
| f vopnagný 2. Leiftrandi elding. Framhald af KrónhirtL 248 if
| bls. kr. 13,00.
§ Spellvirkjar. Saga um hið hrjúfa líf gullgrafaranna eftir Rex M
| Beach. 290 bls. kr. 15,00.
| Hetjan á Rangá. Norræn hetjusaga úr fornöld. 133 bls. fcr. 7,00. |j
| í vopnagný 3. Varúlfurinn. Síðasta bókin af þessari frábæra j§
indíánásögu. 236 bls. kr. 12,00.
| Einvígið á hafinu. Óvenjuleg og spennandi saga um ást og =
hatur og einvígi á opnu hafi. 232 bls. kr. 12,00.
| f vesturvíking. Saga byggð á ævi víkingsins fræga Henry Morg* ~
| ans. 164 bls. kr. 9,00.
| Svarta liljan. Ævintýraleg saga eftir hinn heimskunna höfund j|
| Rider Haggard. 352 bls. kr. 17,50. f
= Námar Salómons konungs. Eftir sama höfund 344 bls. kr. 16,80. jl
I Allan Quatermain. Eftir sama höf. Eins konar framhald af f
| Námar Salómons. 418 bls. kr. 20,00.
| Blóð og ást. Ein bezta saga metsöluhöfundarins Zane Grey. 1
| 253 bls. kr. 15,00.
s Hjá sjóræningjum, Sjóræningja- og leynilögreglusaga. 280 bli. 3
| kr. 15,00.
§ Percy hinn ósigrandi. 4. bók. Frásagnir af afrekum afburða Ieyni- Í
I lögreglumanns. 400 bls., kr. 20.00. fj
f Percy hinn ósigrandi. 5. bók. 196 bls. kr. 10.00. s
§§ Percy hinn ósigranði. 6. bók. 192 bls. kr. 10,00.
§§ Útlagaerjur, eftir Zane Gray. Stórbrotin saga um ástir og bar- s
| áttu í „villta vestrinú*. 332 bls. kr. 19,00.
= Miljónaævintýrið. Gamansöm ástarsaga um góðar manneskjur, =
§§ auð og örðugleika. 352 bls. kr. 18,00.
1 Hart gegn hörðu, Hörkuspennandi leynilögreglusaga. 142 bla. §
| kr. 9,00. |
§ Percy hinn ósigrandi. 7. bók. 220 bls. kr. 12,50.
1 f undirheimum. Saga um hættur og ógnir undirheimá stórborg- =
= anna. 112 bls. kr. 7,50.
~ 25
= Svarti sjóræninginn. Ein skemmtilegasta sjóræningjasaga er út §
|1 hefir komið. Kr. 12.00.
1 Horfni safírinn. Spennandi saga um sfórfellt gimsteina- §
1 rán 130 bls. kr. 7,50.
§ GuIIna köngulóin, leynilögreglusaga, 60 bl3. Kr. 5.00.
§§ Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið x við þær bækur, =
§1 sem þér óskið að fá. §§
1 Nafn
| Ödýra bóksalan Box 196, Reykjavík |
iriiiiiiiiiuiiiiiimuiiiiMmiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiHiuiuuiinimiitimmnniimumttii
hito nofu
fuhUcduU
tmð CMO