Tíminn - 15.03.1958, Síða 9
r í M I N N, laugardaginn 15. marz 1958.
S
s&t
’stmm
£clitli lyjnnei'ótad:
Súócuinci
halda í horfinu en hafði lít-
ið að gera. Kvíðin vegna
Hinriks blandaðist kvíðanum
um það, hvað væri að gerast
hinum megin við Eystrasalt.
Hútn sá dóttur sína varla
nema þegar telpan svaf, og
tekjurnar af verzíluninni voru
harla litlar.
Og einn daginn tók hún
skyndiiega ákvörðun. Svo bar
við, að ekkjufrú, sem búið
hafði í gömlu íbúðinni þeirra
Pontusar og Margrétar dö
skyndilega. íbúðin var á hæð
inni yfir verzluninni. Súsönnu
tókst að leigja íbúðina, sem
hún hafði búið í, og flutti í
gömlu íbúðina á Blasiehólmi.
Þetta var gömul og óþægileg
ibúð, en Súsanna lét það ekki
á sig fá.
Mér fannst þetta skynsam-
lega gert hjá henni, og ég var
viss um, að Súsönnu mundi
takast að búa visblega þessar
stóru, gömlu stofur.
Hún gat ekki spurt Hinrik
ráða um þetta, því að þetta
varð að gerast þegar í stað.
Enginn túni til að skrifa hon
um og fá svar. Þegar allfr var
uan garð gengið, skrifaði hún
Hinrik. Hönum varð hálf-
hverft við, taldi fyrst, að
þetta hefði verið ráðið af ó-
þarflegri skyndingu, en þeg-
ar hann hafði athugað þetfrá
nokkra daga, fór hann að
halkka til að koma aftur heim
á æskuheimili sitt.
En svo kom árásin á Finn-
land. Við vorum felmtri sleg-
in eius og atiir aðrir. Aum-
ingia Súsönnu leið þó verst.
Hún óttaðist um fólk sitt.
Henni var nú enn erfiðara að
vera ein siíns liðs, og oft sá ég
hana með Lillu hjá sér í íbúð-
inni. Það var eins og hún vildi
e-kki þurfa að skilja litlu stúlk
una við sig nokkra stund.
Þetta voru erfiðir tímar.
Eina huggunin var sú, að
Hinrik fékk oriof til að vera
heima um jólin. Súsanna
sagði mér síðar, að þau hefðu
varla- haft tíma til að tala
saman þessa daga, svo upp-
tekin voru þau við að horfa
hvort á annað og njótast. Eg
reyndi að láta þau vera í friði.
Á þúsundum heimila var ein-
mitt þannig ástatt um þessi
jól. Heimilisfaðirinn hafði
fengið sem snöggvast að korna
heim.
En æskan sér ætíð þúsund
leiðir, og það sannaðist á
Súsönnu. Þegar Hinrik var
farinn eftir jólaleyfið, fann
hún sér f.ró í störfúnum. Hún
settist ekki með prjóna sína,
eins og Gunilla og Emmy
hefðu gert. Hún starfaði ekki
í kvenfélögum eins og Birgitta
og hún gekk ekki búð úr búð
til að kaupa fánýtan varnig
eins og Ástríður. Hverja stund
sem hún átt.i frjálsa úr búð-
inni eða frá að sinna Lillu,
notaði hún til þess að fræðast
um listir. Rising var enn sem
fyrr helzti lærimeistari
hennar , en hún. fór nú einnig
á fyrirlestra og sótti bóka-
söfn og sýningar. Af og til
sótti þó að henni dapurleiki,
og hún sagði, að þetta væri
víst tilgangslaust allt saman,
eins og nú væri umhorfs í
heiminum, en eitthvað yrði
hún að hafa fyrir stafni.
Ég var nú orðin svo mikill
Framhaldssaga
49
heimagangur í Barrmans-
verzluninni,; að mér fannst
stundum sem ég væri eftir-
gengill Carb þótt ég byggi
hvorki yfírí sviksemi hennar
né viðskiptahæfileikum.
| — Afgreíðslumaðurinn var
bróðursonur. Risings. Hann
jvar óheimskur en leitaði þó
stundum fáðs og trausts hjá
mér.
1 Stundum kom Súsanna fær
andi hendi með einhver lista-
verk, sem hún hafði keypt.
Það voru yfirleitt ekki dýr
listaverk og aldrei mörg mál-
verk í einu. Okkur tókst venju
lega að seljá tvær myndir af
hverjum þfemur, sem í búðina
komu. Súsahna var stundum
óþolinmóð : og þótti salan
ganga seinti Hún reyndi að
efna til smásýninga, en varð
brátt að viðurkenna, að það
borgaði sig varla.
En svo skeði óvænt atvik.
Á annarri sýningunni kom
engni önnur en Caro sjálf.
Þetta hafði okkur sízt af
öllu grunað, og við vissum
ekki, hvaða erindi hún gat
átt hingað. Ékki gat hún hafa
ætlað að sjá Hinrik, því að
hún hlaut að vita, að hann
væri í hernum.
Hún gekk um sýningarsal-
i inn eins og ;hver annar óvið-
j komandi gestur, leit í sýn-
ingarskrána og síðan á mál-
verkin, sat um stund á stól
framan viðj stóra mynd og
virtist vera að reyna að ’
mynda sér skoðun á myndinni j
Hún viftist 'þg hafa áhuga á'
þeim brfytingum, sem1
Súsanna og Hinrik höfðu gei’t1
á sýningarsalnum, en hún
reyndi ekki'að ræöa við mig
eða Súsönnu. Nokkrir gestir
heilsuðu héfmi og hún ræddi
við þá. Hún;hvarf og síðast á
brott með einhverjum þeirra.
Hún var ekki sjálfri sér lík.
Súsanna sagði, að hún hefði
lagt af. Ég hafði veitt meiri
athýgli öðru í fari hennar.
Hún var klædd dýrum loðfeldi
sem ég hafði aldrei séð hana
í fvrr. Mér datt ósjálfrátt í
hug hárauði kyrtillinn, sem
hún hafði verið í, er við heim-
sóttum hana forðum daga.
Hún hafði auðsjáanlega látið
handfjalla sig í snyrtistofu,
en árangurinn var hræðilegur
fannst mér. Hún hafði aldrei
verið eins Ij ót að núnum dómi
Skyldi hún hafa orðið ást-
fangin einu sinni enn. á efri
árum? Þegar ég hugsa um
þetta núna, finnst mér lik-
legast, að þetta hafi verið
síðasta örvæntingartilraun
hennar til þess að vera þátt-
takandi í gleði lífsins, kann-
ske síðasta örþrifaráð hennar
til þess að reyna að ganga í
augun á Hinrik. Ég býst við,
aö raunsæi hennar hafi beðið
hnekki við síðustu atburði.
Hún sá þaö eitt, að hún var
að missa virðingu han-s og
eftirtekt. Nú reyndi hún að
bæta það upp með ytri fegrun
sem illa fer fólki, sem komið
er af æskuskeiði. En sú Caro,
sem áöur nut mestrar virð-
ingar fyrir skarpskyggni sína
og greindð hefði átt að skilja
hve þetta var vonlaust.
Já, Caro hvarf oröalaust á
braut, en hún skildi eftir
áhrif, sem ekki vildu þverra
strax, einhvern grun í hug-
skoti okkar um að ekki væri
m
2231
allt með feldum um andlega
heilbrigði hennar.
23.
Finnsk-rússneski friðar-
samningurinn varð Súsönnu
og okkur öllum auðvitað léttir
Hinrik kom líka heim og
dvaldi heima fram á haustið.
Viðskiptin fóru að ganga
greiðar, fólkið aftur að hugsa
um að eignast fagra muni og
listaverk. Menn urðu hræddir
við verðbólgu og töldu betra
áð leggja fé sitt í listaverk en
að geyma það í bönkum. Og
þar sem álit manna á list er
svo misjafnt, var hægt að
selja hvað sem var. Hinir
gömlu og grónu listverzlanir
seldu drjúgum, og Barrmans
nafnið hafði enn góðan hljóm
Hinrik var hreykinn af
Súsönnu og mjög. þakklátur
fyrir dugnað hennar á hinum
erfiðu tímum. Hún sjálf
gladdist af því, en virðing
Hinriks á henni vakti henni
ekkert stórlæti. Hún varö æ
sjálfstæðari og gerði nú hik-
laust út um viðskipti á eigin
spýtur án þess að leita ráða
hjá nokkrum. Hinrik hældi
henni, og Rising hrósaði
henni. Súsanna ræddi nú um
listverzlun eins og sá, sem
gerþekkir þau mál.
Mér þótti, sem nokkur
hætta væri í þessu fólgin, og
því var ekki laust við, að ég
tæki fyrsta hrakfalli hennar
með ánægju.
Það var dag nokkurn síðla,
að hún kom hlaupandi inn í
búðina og augun loguðu af
ákafa.
— Leiztu í gluggann ?
hrópaöi hún.
— Hvaða glugga ? Áttu
kannske við litla, nýja mál-
verkið? Myndina af nöktu
kerlingunni með feitu fætur-
nar? Þetta er ljót mynd, en
mér skilst að hún sé alveg
óvenjulega fín og mikil list.
— Já, ég á við það mál-
verk, sagði hún. Ó, Bricken,
ég er svo glöð, að veit varla,
hvað ég á að taka mér fyrir
hendur. Ég keypti þessa mynd
í morgun.
— Á þitt eindæmi?
— Já, algerlega, og fyrir
mjög hátt verð. Það var geysi-
lega spennandi að skrifa
svona háa ávísun. En nú ætla
ég að græða mikið á henni.
— Heldurðu, að þú græðir á
afskræmi? sagði ég, því að ég
vissi, að bæði henni og Hinrik
þótti ákaflega gaman, þegar
Bricken gamla dæmdi á
þennan hátt þær myndir, sem
voru mestu listaverkin í
þeirra augum.
— Já, á þessari mynd. Ég
vildi, að Hinrik færi nú að
koma, svo að ég gæti sýnt
honum myndina og sagt
honum frá þessum einstæðu
kaupum. Það verður gaman
að sjá upplitið á honum.
— Það er ekki víst, að
honum lítist eins vel á þetta
og þér, -sagði ég til þess að
stríða henni svolítið.
' Hún hló að mér. — Þessi
mynd er eftir Lucas Cranach
hinn eldri, sagði hún og. bar
nafnið fram líkkast því sem
lítil stelpa sýgur brjóstsykur-
mola.
— Og er það svo stórfeng-
legt? Eru myndir hans eftir-
sóttar?
Ödýrar skemmtíbækur
Eftirtaldar bækur eru bæði skemmtilegar og margar
fróðlegar, og helmingi ódýrari en hliðstæðar bækur,
sem nú eru almennt í bókabúðum. Og þó er gefinn 20%
afslóttur, ef pantað er fyrir 200 krónur eða meira.
Einn gegn öllum eftir Nóbelsverðlaunaskáldið
Ernest Hemingway,...........heftkr. 18,00
Faereyskar þjóðsögur, valið hefur J. Rafnar
læknir......................beft kr. 27,00
Hefndin, sjóræningiasaga eftir enska rithöfund-
inn Jefferey Farnol.............ib. 50,00
Hofsstaðabræður eftir Jónas Jónasson frá
Hrafnagili.....................heft 45,00
♦íón halti eftir Jónas frá Hrafnagili .. heft 30,00
fslenzkir galdramenn, ib. 40,00, heft 25,00
Hótel Berlín eftir Vicki Baum .. heft 18,00
Hvar ern framliðnir?.............ib. 20,00
•iakob ærlegur eftir Marryat....ib. 30,00
Katrín e. finnsku skáldk. Sally Salminen ib. 50,00
l.andnemarnir i Kanada, Marryat, ib. 30,00
Filla mnsin og slóra músin og fl. sögur fyrir
böm eftir Sigurð Ámason..........ib. 12,00
Lyklar himnaríkis e. A. J. Cronin, heft 30,00
Rarnona e. Helen Jackson.........ib. 25,00
Regnboginn, skáldsaga, . . ib. 25,00, heft 18,00
Rósa, skáldsaga fyrir ungar stúlkur eftir Louise
M. Alcott.......................heft 15,00
Síðasti hirðinginn, spennandi drengjasaga frá
hásléttum Argentínu..............ib. 18,00
Sléttubúar, Indíánasaga eftir Cooper, ib. 28,00
Stikilsherja-Finnur e. Mark Twain, ib. 30,00
Tveir heimar, dulrænar frásagnir e. Guðrúnu
frá Berjanesi...................heft 30,00
Yiktoria, ástarsaga frá Suðurríkjum Bandaríkj-
anna eftir Heny Bellaman.........ib. 50,00
York liðþjálfi,.................heft 18,00
Hetta allt og himininn líka, stórskemmtileg
skáldsaga eftir Rachel Field (aðeins örfá eintök)
eftir...........................heft 35,00
Af mörgum þessara bóka em aðeins fáar óseldar. Gerið
X fyrir framan bækumar, sem þér viljið eignast, sendið
pöntunina strax, og bækurnar verða afgreiddar gegn
kröfu í þeirri röð, sem pantanir berast meðan upplag
endist.
Undirrit....óskar að fá þær bækur, sem merkt er
við í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu.
Nafa
Heimili
mnmmngiiimiuiiiiiDiBSBHniuiuiiiiiiniiiiHMiniiiiMiiuimiiiiiiiinuuiiiiiiimHiumummiiiin
Oáýra bókasalan' Box 196, Reykjavfk.
-V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WA'/AV.VAW.VAV.'.WW
Hiartans þakkir sendi ég öllum nær og fjær er heiðr-
uðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á íiinm-
tugsafmæli mínu 6. marz síðast liðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Þorvaldur Jónsson,
Núpi, Laxárdal.
M65ir oíckar.
Andrea Þ. JónsdóHir,
Hofsvallagötu 19,
lézt að Elli- og hiúkrunarheimilinu Grund 10. þ. m. — Bálfcrin
hefir fariS fram. Þökkum af alhug þeim, er veittu henni hjálp og
vinsemd í veikindum hennar svo og okkur auðsýnda samúð.
Unnur Þorsteinsdóttir,
Guðjón V. Þorsteinsson.
EOEK ,ri
Innilegar þakkir fyrir auSsýnda samúð og vinarhug við andíát cg
jarðarför
VaSgerðar Jónsdóttur
frá Tannastöðum.
Klara Hansdóttir,
Sigurður Ó. K. Þorbjarnarson,
Lúther Garðar Sigurðsson.