Tíminn - 06.05.1958, Blaðsíða 6
6
TÓIINN, þriSjudaginn 6. maí 1958.
Útgefandl: Fr«mtóknarflokk*rI»i*
Kitítjórar: Haukur Snorrason, Þórarina MrartBSHta (ák.)
Skrifstofur i Edduhúsinu viC Iia.dtrsíÍ3L
Símar: 18300, 18301, 18302, ÍMM, IMM
(ritstjórn og blaSamena).
Auglýsingasimi 10523. AfgrelBslnstaá ÍSSSS.
PrentsmiCjan Edda inf.
Fjárfesting landbúnaðarms
í SEINASTA hefti Ár-
bókar landbúnaðarins, birt-
ist lausleg áætlun, sem Arnór
Sigurjónsson hefir gert um
f j árfestingu í landbúnað’i
árið 1957. Sú áætlun litur
þaimig út:
Aukning bústofns
og fóðurbirgða 35 millj.kr.
Jarðræktarframkv.
þar með skurð-
gröfukostn. 45 — —
Ný íbúðarhús 35 — —
Peningshús og
önnur útihús 65 — —
Rafvæöing sveita-
heimila 20 — —
Landbúnaðar-
vélar og bílar 35 — —
Samtals gerir þetta 235
milij. kr.
Jafnframt birtir Arnór
annan útreikning, sem sýnir,
að sé þessari upphæð skipt á
6000 vísitölubú, koma 39.165
kr. á hvert þeirra. Arnór tel-
ur, að meðalatvinnutekjur af
vísitplubúinu hafi veri um
55 þús. kr. á síðastl. ári. —
Samkvæmt því eru ekki eftir
af atvinnutekj unum nema 16
þús. kr., þegar fjárfesting
hefir verið dregin frá.
U-m þessar niðurstöður far
ast Arnóri m.a. orð á þessa
leið:
„SVO ER AÐ vísu að nokk
urn hluta jarðræktarinnar
hefir bóndinn fengið greidd-
an sem jarðræktarstyrk,
og fyrir nokkru hefir hann
og fjöiskylda hans unnið
i eins konar aukavinnu eða
eftirvinnu (vinnu umfram
. störf við búreksturinn). En
hvað sem því líður, er hér
um meiri fjárfestingu að
1 ræða en talin er hagfræði-
’ lega hæfileg í nokkurri at-
vinnugrein. Eins og í haginn
er búið, hlýtur hún, ef áfram
heldur svona lengi, að leiða
til eins af þrennu: ofþrælk-
imar, of mikillar sparsemi í
dagiegu Jifi eða of mikillar
’ skuldasöfnunar, er síðar leið
, ir til einhvers konar gjald-
■ þrets eða uppgjafar, — nema
' ef allt þetta verður.
[ ÍSLENZKA þjóðin hefir
, búið við kvrrstöðu í óræktuðu
v landi um aldir. Þetta hafa
verið hörmungaraldir um
flesta hluti. Úr þessum álaga
ham hefir hún ekki fullkom-
lega losnað fyrr en síðustu
styrjöld lauk, og þá var hún
á eftir flestnm þjóöum öðr- .
um um ræktun og önnur
mahnvirki. Einmitt vegna
þessa er henni eðlileet að
láta sér finnast öll fjárfest
ing oe einkum öll ræktun
sjálfsöeö og góð, hvað sem
hún kostar oe hvernie sem á
stendur Sérlega er eðlilegt að
bændastétt okkar sé þetta í
blóð' borið. Hún hefir borið
byrðar kvrrstöðunnar og
ræktunarskortsins, oe við
henni blasir nú daglega, hve
auðvelt það er móts viö það
er áður var að láta drauma
um gróna jörð og blómleeri
bú rætast. Henni sýnist því
oll fjárfesting í landbúnaði
og sérstaklega í ræktun mark
í sjálfu sér, og mörgum bænd
um finnst það beinlínis mann
dómsatriði að komast þar
sem lengst. En þetta er samt
ekki rétt. Ef við viljum tala
um markmið, sem stefna
beri að, er það markmið efna
lega sjálfstæð og farsæl
bændastétt. Svo lengi sem
ræktun og önnur fjárfesting
leiðir að því marki, er húi)
góð, en verði hún bænda-
stéttinni um megn, brjóti
efnalegt sjálfstæöi hennal’
á bak aftur í stað þess að
efla það og geri hana ófærr
sæla vegna ofraunar, hvort
sem sú ofraun er fjárhagsleg,
likamleg eða andleg, er húu
ekki lengur góð. Við eigum
að rækta og byggja land okk
ar af öryggi og kappi, en jafn
framt af þeirri forsjá, að
bændastétt okkar verði af
því farsælli og efnalega sjálf
stæðari. Eins og dæmið hér
að framan um vísitöluþúið
og fjárfestingu síðasta árs
sýnir, höfum við um hrið
farið þar fram með ofmiklu
kappi, til þess að það geti
verið farsælt til lengdar."
ÞÁ ræðir Arnór nokkuö
um það, að fjárfestingin bein
ist að sumu leyti um of að
þvi að auka framleiðsluna í
stað þess að auka arðsemi
framleiðslunnar. Um þetta
atriöi segir hann;
„En nú stöndum við
frammi fyrir því, ef við vilj
um auka landbúnaðarfram-
leiðslu okkar með sama
hraða og undnfarin ár eða
meiri hraða að við verðum áð
selja mikinn og vaxandi
hluta hennar úr landi. Þá
verður okkur ekki til lengd-
ar stætt á öðru en því að
haga framleiðslunni þannig,
að hún beri sig. Til þess þurf
um við fyrst að skipta um
sjónarmið, hætta að skoða
framleiðsluaukninguna, sem
hið eina fagnaðarerindi land
búnaðarins og setja þar • í
staöinn arðsemi framleiðsl-
unnar. Og við þau stefnú-
hvörf megum við ekki setja
það fyrir okkur, þó að við
verðum um stundarsakir að
draga eitthvað úr fjárfest-
ingunni, lika við ræktun, og'
úr framleiðslunni, þar sem
ekki er arðs að vænta.“
VISSULEGA eru þessir út
reikningar og ummæli Arn-
órs hin athyglisverðustu. Hér
er um málefni að ræða sem
bændastéttin þarf að taka
til fullrar íhugimar, eins og
t. d. formaöur Búnaðarfé-
lags íslands, Þorsteinn Sig-
urðsson, benti réttilega á viö
setningu seinasta Búnaðar
þings, er hann benti á óhóf
í byggingu útihúsa og fleiri
c<hagræna ff|árfestingu.
Vissulega má benda á enn
ótakmarkaðri fjárfestingu á
öðrum sviðum, t. d. í bvgg-
ingu ibúðarhúsa í Reykja-
vík, en það bætir ekki hlut
landbúnaðarins eða iéttir þá
binda sér með ógætilegri f jár
baka sér með ógætilegri fjár
ERLENT YFIRLIT:
Enginn fundur æðstu manna í ár?
Haldið er, aí Rússar hafi ekki áhuga fyrir fundinum at> svo stöddu
VESTURVELDIN hafa nú slak-
að til fyrir Rússum, svo að undir-
búningsumræður geti þegar hafist
um fund æðstu manna. í bréfi,
sem s'tjórnir Bandaríkjanna, Bret-
lands og Erakklands skrifuðu
stjórn Sovétríkjanna 31. marz s.l.
lögðu þær til, að hætt yrði bréfa-
skriftum þeim, sem þá höfðu átt
sér stað um nær fjögurra mánaða
skeið, þar sem þau myndu ekki
leiða til neins árangurs, heldur
yrðu í staðinn hafnar formlegar
viðræður um undirbúning fundar-
ins milli sendiherra vesturveld-
anna í Moskvu og utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna. í viðræðum
þessum skyldi fyrst og fremst rætt
um undirbúning utanríkisráðherra
fundar, er gengi endanlega frá
undirbúningi að fundi æðstu
manna.
Stjórn Sovétríkjanna svaraði
þessum tilmælum jákvætt tæpum
hálfum mánuði síðar, en setti jafn
framt fram ýmis s'kilyrði, sem
vesturveldin töldu óaðgengileg,
eins og t.d. um það, að dagskrá
utanríkisráðherrafundarins yrði
skorinn mjög þröngur stakkur. —
Þetta vildu vesturveldin þó ekki
láta standa í vegi þess', að viðræð
urnar gætu byrjag og gengu því
að þessum skilyrðum Rússa með
vissum fyrirvara. í framhaldi af
því, kvaddi 'Gromiko utanríkisráð-
herra sendiherrana til viðtals', en
þá kom í ijós, að (hann ætlaði að
ræða við hvern þeirra sérstaklega.
Þetta töldu vesturveldin óeðlilegt
og tafsamt og skrifuðu því stjórn
Sovéríkjanna nýtt bréf 24. apríl,
þar sem lagt ivar til að ráðherrann
ræddi vi'ð sendiherrana alla í einu.
Þessu hafnaði stjórn Sovétríkj-
anna í bréfi 26. ■apríi, nema sendi-
herrar Póllands og Tékkóslóvakíu
yrðu einnig •viðstaddir. Vesturveld
in hafa nú svarag þessu á þann
veg, að þau fallist á, að ráðherr-
ann ræði við hvern sendiherra sér-
staklega, þótt þau telji þá aðferð
óþarflega tafsama. Þau telja þó
þá aðferð betri en að þurfa að
viðurkenna Pólland og Tékkósló-
vakíu jafngild Bretlandi og Frakk
landi.
Þessi afstaða vesturveldanna þyk
ir sýna það, að Bandaríkjastjórn
sé nú búin að ganga til móts' við
Vestur-Evrópuríkin um það að
standa ekki gegn fundi æðstu
manna, en hún hafði lengi vel tak-
markaðar anætur á þeirri hug-
mynd. Þjóðir í Vestur-Evrópu hafa
hins vegar verið því mjög fylgj-
andi, að þessi tilraun til samkomu
lags yrði reynd.
FRAMANGREIND tilslökun vest
urveldanna gerir það að verkum,
að undirbúningsumræður að fundi
æðstu manna œtti að geta hafizt.
Þrátt fyrir það, — og eins fyrir
það, að mótslaða Bandaríkjanna
gegn fundinum sé yfirunninn, —
virðast nú þeir, sem bezt fylgjast
með, vera vantrúaðri á það en áð-
ur, að fundur æðstu manna verði
haldinn fyrst um sinn. Þetta
byggja þeir á þvi, að stjórn Sovét-
ríkjanna virðist 'hafa orðið miklu
rninni áhuga ffyrir fundinum en
leit út um sikeið. Þetta er ekki
aðeins dregið af 'því, að hún velur
miklu tafsamari aðferð við undir-
búning ffundarins en þörf er á,
heldur öllu ffremur á því, að hún
hefir hafig nýja áróðurssókn gegn
Bandaríkjunum á vettvangi S.Þ.,
þar sem er tillaga hennar í Örygg-
isráðinu um flug handarískra her-
GROMYKO
flugvéla á norðurskautssvæðinu,
og að hún hefir beitt neitunar-
valdi gegn tillögu Bandaríkjanna
um að viðræður yrðu hafnár um
gagnkvæmt eftirlit á norðurskauts
svæðinu. Mönnum finnst afstaða
stjórnai- Sovétríkjanna í báðum
þessum tilfellum vera óeðlileg, ef
hún vildi greiða fyrir fundi æðstu
manna og væri raunverulega í
sáttahug.
AF ÞESSUM ástæðum er nú
yfirleitt búizt við, að viðræður um
undirbúning fundar æðstu manna
verði tafsamar og langar og því
vafasamt, áð hægt verði að halda
fundinn á þessu ári, en um skeið
var reiknað með því, að utanríkis-
j ráðherrafundurinn gæti orðið í
: júní eða júlí og sjlálfur fundúr
! æðstu manna í ágúst eða septem-
I ber. Eina líklega leiðin til að
halda fundinn fljótlega er sú, að
vesturveldin gangi að öllum skil-
yrðum Rtissa, en verði það gert,
Þykja litlar líkur fyrir verulegum
árangri af fundinum. Undir slíku
yrði sennilega ekki til bóta að
halda hann.
Eins og kunnugt er, hefir verið
mikill ágreiningur um það, hve
vandlega skuli undirbúa fund
æðstu manna og hvaða mál hann
skuli falla um. Vesturveldin hafa
lagt áherzlu á, að hann skuli undir
búa svo vél, að vænta megi nokk-
urs árangurs. Rússar hafa hins veg
ar talið slíkan undirbúning óþarf-
an.
'MEÐAL margra blaðamanna, er
bezt þekkja til, virðist sú skoðun
hafa vaxandi fylgi, að Rússar kæri
sig ekkert um fund æðstu manna
að sinni, en vilji þó reyna að
haga því þannig, að hægt verði
að kenna vesturveldunum um, að
fundurinn sé ekki haldinn. Ástæð-
an fyrir þessu sé sú, að 'valdhaf-
ar Rússa telji sig standa vél í áróð-
ursstríðinu, en afstaða <vestunveld-
anna sé erfið og geti tfarið •versn-
andi ag óbreyttum aðstæðum. —
Fyrir Rússa sé því hagkvæmast
að halda við því ástandi. sem nú
er, jafnframt því, sem ‘þeir látist
þó vilja annað. Þetta byggi valda-
menn Rússa m.a. á eftirtöldu:
Allmikill ágreiningur sé inn-
byrðis í löndum Atlantshafsbanda
lagsins um það, sem gera iberi, og
muni sá ágreiningur fremur vaxa
en minnka, ef fundur æðstu
manna sé ekki haldinn.
í Asíu þyngist nú mjög .róður-
inn fyrir vesturveldin. Indónesía
geti komizt undir yfirráð .lrouwmún-
ista þá og þegar. í Pakistan sé
stjórnarfarið mjög ótryggt og geli
hæglega snúist gegn vesturveld
unum. í Indlandi er flokkur Nehr-
us a missa tökin og geti misst
þau alveg. þegar Nehru fellur frá.
í Arabalöndunum fari vaxandi veg
ur þeirra, sem séu andvigir vestur
veldunum.
Síðast en ekki sízt, auki svo
kreppan í Bandaríkjunum ótrú’ á
mátt þeirra og réttmæti lýðræðis-
stefnunnar.
Af þessum og öðrum ástæðúm,
þyki Rússum rétt að biða átekta
að sinni og láta fund æðstu manna
dragast að sinni. Sú hætta geti iika
fylgt fundi æðstu manna ffyrir
Rússa, ef jákvæðum árangur rræst
þar, að hann ýti undir frelsis-
hræringar i leppríkjunum; eins og
Genfarfundurinn 1955 óneitanlega
gei-ði.
EF ÞETTA mat á viðhorfi
rússneskra valdamanna er rétt, má
búast viö að þeir tefji fyrir
því, að funchrr æðstu manna verði
haldinn fyrst um sinn, þótt þeir
reyni að kenna vesturveldunum
um. Þá getur hæglega farið svo,
að fundurirm verði ekki haldinn
á þessu ári, nema vesturveldin
tel'ji rétt að höggva á hnútinn og
knýji Rússa tii að halda hann, þótt
ekki sé neins verulegs árangurs
að vænta aí honum.
Það er svo annað m'ál, hvort
Rússar reikna það rétt að fylgja
nú ósáttlfúsri stefnu, eins og t.d.
í Öryggisráðirm á dögunum. 'Út-
koman getur þá orðið sú sama
hjá Krustjoff og Stalin, þ.e. að
hin neikvæða stefna Rússa 'þrýsti
vesturveldunum saman og veiti
þeim aðstöðu til að n'á frumkvæð-
inu að nýju. Margt bendir nú til
þess, að hlutur valdhafa Rússa í
áróðursstríðinu sé heldur að
' versna aftur, því að einlægni
þeirra og alvara í því að reyna að
koma á sáttum, virðis't ekki reyn-
(Framhald á 8. síðu)
‘SAÐSrorAN
íestingu. Til frambúðar verð
ur landbúnaðurinn bezt
treystur tl aó gegna hinu
I mikilvæga hlutverki sínu
i með þvi að hann sé byggður
upp örug'glega og traustlega,
en honum ekki bundnir bagg
ar með of örri fj árfestingu,
er síðar yrð'u honum hurðar
ás urn öxl.
,,VerndiS grænu Diertina I borginnr'
JÓN borgari skrifar: „Eitt hið
dýrmætasta, sem borgin á eru
grænu blettirnir. Margir voru
hræddir við að Austurvöllur
myndi verða strax að flagi þeg
ar girðingin fór. En svo varð
ekki og er gott til þess að vita.
En ég hefi heldur aldrei séð
gerða þar nokkra undantekningu
á verndinni. Þannig á það að
vera. Það á enginn tyllidagur
að vera rétthærri en verndin.
Það á engum að liðast að traðka
á grænu blettunum, sem eru hér
til yndisauka. Nóg er hvernig. far
ið er með Arnarhólstúbið 17.
júní. Það ætti að flytja þetta
svokallaða hátíðabald þaðan. —
Nær væri að hafa það suöur á
Öskjuhlíð.
En umfram allt virðist mér al-
gjöriega óþarft að traðka á litla
græna blettinum við Stjórnar-
ráðshusið. eins og gert var nú
á undanförnum tyllidögum. Þang
að fer fólk alveg að óþörfu og þá
helzt únglingar ,sem ekki fára
mjúklega um) grassvörðinn,
henda rusli um allt og sparka
allt út. Nuna 1. maí sáust dreng
ir vera að plokka litlu barrtrén
sem eru að vaxa á bakiöðinni.
Það ætti fremur að prýða þessa
lóð með trjáúróðri meira en nú
er gert, heidur en að sparka og
troða í svaðíð það sem þar er að
vaxa. Er ekki húsvörður þarna?
Eða þurfa ráðherrarnir líka að
eiga við þetta? Auðvitað væri
það svo sem rétt eftir öðru hér
hjá okkur, að ætlast til þess að
aðrir geri hiutina en þeir, sem
eiga að gera það. Þetta hlýtur að
vera verksvið dyravarðarins, að
gæta löðarinnar. Og þessi lóð
þarna á að vera lokuð og vernd
uð alla daga, og er vonandi að
svo verði framvegis sem hingað
til.“