Tíminn - 07.05.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.05.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, miðvikudaginn maí 1958. Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN - Ritstjórnar: Haukur Snorrason, Þórarinn. Þórarinsson (áb.) Skrifstofur í Edduhúsinu við' Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiöjan Edda hf. Tvö sjálístæðismál FYRIR ríkisstjórn og Al- þingi liggja nú tvö stórmál, sem varða miklu framtíð þjóðarinnar. Formlega hafa þessi mál ekki verið lögð fyr- ir þingiö og annað þeirra verður ekki formlega iagt fyrir það, en ríkisstjórnin mun þó haga aðgerðum sín- um í því í samræmi við þing viljann. t>au mál, sem hér er átt við, eru landhelgismálin og efnahagsmálin. Bæði þessi mál eru nú komin á það stig, að til úrslita mun draga inn an tiltölulega fárra daga. ÞAÐ HEFIR lengi verið baráttumál íslendinga að fá fiskvéiðilandhelgina stækk- aða. íslendingar hafa rétti- lega lí-tið svo á, að stækkun fiskveiðilandhelginnar væri veigamikill þáttur í sjálf- stæðisbaráttunni. Þeir hafa litið sömu augum á ágang erlendra fiskiskipa innan vissra takmarka og á arðrán það, Sem þeir urðu fyrir í landinu sjálfu meðan Danir höfðu hér völd. Þeir hafa talið það engu minna sjálf- stæðismál að fá rétt sinn viðurkenndan yfir fiskimið- unuim og' réttinn til að ráða yfir iandinu sjálfu. Þennan rétt sinn hafa þeir m.á. rök- stutt með þvi, hve mjög þjóð in er háö fiskveiðunum. Lslendingar .telja að út- lendingar hafi ekki frekar á- unnið sér rétt á íslenzkum fiskimiðum með ágangi sín- um, en Bretar hafa áunnið sér rétt í Indlandi með því að drottna þar öldum saman. í báðum tilfellum er hinn svokallaði ,,réttur“ byggður á valdi og yfirgangi. Eins og Bretar hafa nú afsalað sér „rétti“ Sinum í Indlandi og eru meiri menn fyrir, hljóta þeir einnig fyrr en siðar að afsala sér álíka fengnum „rétti“ á íslenzkum fiskimið- um. Það hefir skapað íslend- ingum stórbætta aðstöðu til að iherða sóknina í þessari baráttu, að á hinni nýloknu liafréttarráðstefnu í Genf, kom fram eindreginn meiri- Iiiutavilji fyrir því, að fisk- veiðilandhelgin yrði ákveð- in 12 milur, og auk þess mætti færa hana út fyrir þau talonörk, þegar sérstakar á- Stæður væru fyrir hendi. BARÁTTAN í þessu máli er nú komin á það stig, að nýtt, þýðingarmikið skref verður stígið innan skamms tíma. Endanlegar ákvarðan- ir um það verða teknar, þeg- ar utanríkisráðherra og full- tniar hans, sem sóttu Genfar fundinn, koma heim, en þeir éru væntanlegir til landsins um næstu helgi. Svo virðist nú, að öll þjóð- in standi saman urn það skrAf, sem senn verður stigið i þessu máli. Þannig þarf það líka að vera. Hæglega getur svo farið, að þetta verði átakamál út á við. Sigurinn verður þá auðveldlegast tryggður, ef full samstaða er um málið inn á við. HITT sjálfstæðismálið, sem nú er fengizt við, er lausn efnahagsmálanna. Það er í raun réttri engu minna sjálfstæðismál en landhelgis málið, jafnvel enn stærra. Ef þjóðin heimtar meira en framleiðsla hennar getur risið undir, verður endirinn fyrr en síðar sá, að hið fjár- hagslega sjálfstæði glatazt og þjóðin kemst á vonarvöl. Endirinn verð.ur sá, að hún lendir í beiningamannsstöðu hjá einu eða öðru stórveldi, sem sækist eftir yfirráðum hér af hernaðarlegum ástæð um. Þær ráðstafanir, sem nú þarf að gera til að tryggja rekstur framleiðslunnar og næga atvinnu i landinu, hljóta óumflýjanlega að hafa i för með sér nokkra kjaraskerðingu í bili. Sú kjaraskerðing veröur þó smá vægileg hjá þeirri kjaraskerð ingu, sem hér myndi verða, ef framleiðslan yrði látin stöðvast. Og enn smávægi- legri er hún í samanburði við þau kjör, sem þjóðin þyrfti að sæta í framtiðinni, ef hún giataði efnalegu frelsi sínu og yrði beiningakerling er- lends stórveldis. Sannleikurinn, sem þjóðin verður að horfast í augu við, er sá, að hún hefir lifað um efni fram undanfarinn hálf an annan áratug, enda af- koma verið hér betri en lang víðast annars staðar. Þessu verður ekki haldið áfram, án þess að stefna efnalegu sjálf stæði þjóðarinnar í voða. — En þótt þjóðin þurfi nú að spara nokkuð við sig, mun sá samdráttur ekki þurfa að verða meiri en svo, að afkom an á að geta oröið eins góð og í nágrannalöndum okkar. Það er hægt að þakka upp- byggingu atvinnuveganna á undanförnum árum. ÞEGAR það er athugaö, hve mikils virði frelsið er þjóðinni, ætti ekki að þykja til mikils mælzt, þótt hún færði kröfur sinar og lifnað- arhætti á svipað stig og í nágrannalöndunum. Fyrir fáum áratugum, h'efði þjóð- in vart látið sig dreyma um svo góðan árangur. Þessi ár- angur er frelsinu að þakka. Ef þjóðin aðeins gætir sín nú, getur þessi árangur þó átt eftir að verða miklu meiri. Það er sagt, að sjálfstæðis- baráttan sé auöveld, þegar hægt er að fylkja liði út á við eins og i landhelgismál- inu, en örðug viðfangs, þeg- ar glíma þarf við viðfangs- efnin inn á við. Þá rísi upp ýmsir æfintýramenn og yfir boðsmenn, sem reyni að nota sér erfiðleikana til pólitísks framdráttar og ýti í því skyni Bjarni M, Gíslason: ATHUGASEMD VIÐ AFMÆLISDAG ,Hvert mannsbrjóst á einhvern innsta róm, sem orð ekki fann að segja‘ ALDREI hef ég skilið þessi orð skáldsins betur en á fimmtugsaf- mælinu mínu. Það hafði orðið mitt hlutskipti, kannski af atvik- um fremur en ásetningi, að reyna að gera dösnku þjóðinni skiljan legt, hve mikið við íslendingar unnum fornum arfi. Þakkirnár að heiman hafa fært mér það mikið í fang, að vonlaust er ag reyna að endurgjalda það. Að vísu yf- irsést mér ekki, að margir af þeim loftköstum, sem hlaðnir hafa ver ið kringum mig á afmælisdaginn minn, munu fljótt verða mosavaxn ir, því makleikinn hrekkur ekki til en ég geymi það samt allt í hjarta mínu sem ófalsaða mynt og sem tákn þess kærleika sem íslenzka þjóðin hefir til handrit- anna. En þrátt fyrir örlæti og vin- áttuhug í minn garð, álít ég mér skilt að vekja eftirtekt á því, að mælikvarði stærðarinnar er dreg inn út í hött, þegar s'agt er í einu íslenzku blaði, að ég hafi verið umkringdur af óvinum í Dan- mörku. Ég hef hitt fyrir andstæð inga á dösnkum vettvangi, en aldrei óvini, og oftast hefir það verið, að ég væri umkringdur af Akurnesingar sigr- uðu Hafnfirðinga í sundi Frá fréttarilara Tímans á Akranesi. ________ Bæjarkeppni í sundi milli Akra- ness og Hafnarfjarðar var háð sunnudaginn 4. maí. Keppt var í 12 greinum, fullorðinna og ung- linga. Akurnesingar sigruðu í keppninni með einu stigi, hlutu BJARNI M. GÍSLASON vinum, sem veittu málstað íslands fullt fylgi. Mér er það fullkom lega ljóst, að það er ógeðfellt að koma með þessar mótbárur gegn hjartfólginni afmæliskveðju, og ég gæti hugsað mér, að þetta kald- yri sé fremur sprottið af nánum tengzlum vig fornsagnirnar en af illhug til Dana. Við íslendingar erum svo vanir rímnaköppum og söguhetjum, að okkur er hætt við að skoða allar ryskingar í ljósi afreka eins og þegar Ormur Stór ólfsson veifaði beitiásnum fyrir Eirik Hákonarson svo enginn þorði nærri að koma. Samt sem áður álít ég heppileg ast að klæðin séu sniðinn eftir vaxt arlaginu. Hverjum tíma fylgir sinn svipur. Benedikt Gröndal skrifaði í Þjóðólf 1887, að ef íslendingar í Höfn þyrðu að nefna aðeins tí- unda hluta þess, sem Danir og Norðmenn, Svíar og Þjóðverjar hefðu lært af íslendingum viðvíkj andi handritunum, myndi hann verða útskúfaður strax. Þetta var kannski rétt á hans tíma, en það gildir ekki i dag. Danska þjóðin óskar þess fyrst og fremst, að málið sé rætt frá sjónarmiðum vits muna og þekkingar, svo að allur sannleikurinn um handritin komi fram, og henni er illa við óvin- veittan áróður milli Dana og ís- lendinga. ÞVÍ verður auðvitað ekki neiiað að til eru roenn, sem ekki rök- ræða neitt. heldur ala á sífelldu ósamlyndi milli dönsku og íslenzku þjóðarinnar. En engum Dana er hugsar af heiibrigði er sárt uin þótt þannig menn séu flengdir eft ir makleikum. Óvildin gagnvart íslandi í handritamálinu fer stöð ugt þverrandi, enda var hún frá upphafi persónuleg, lá á s’viði einkatilfinninga, en ekki þjóðar innar sem heiid. Þegar á allt er lit ið ervinsamieg afstaða hinna Norð urlandaþjóðanna á margan hátt frá Dönum runnin, fclst í áhrifum dönsku lýðskólanna á menningu þeirra, enda hefir lýðskólahreyf ingin haft viðtæk óhrif á Dani sjálfa i þessu niáli. Með þessu afmælisrabbi langar mig að þakka öllum fyrir kærar og hjartfólgnar kveðjur. Þegar leið á daginn 4. apríi og skeyti bárust að heiman svo tugum skipti fann ég til þess betur en nókkru sinni fyrr, hve gott er að vera ís- lendingur. Ég er þess .fullviss, að engin konungleg ávísun með virð ingu mér til handa, 'hefði getað gert mig hamingjusamari en hug- arþel landa minna. MÉR bárust lika skeyti frá Dön- um á íslandi, þar á meðal. frá Eggert Knuih sendiherra og Lud- við Storr aðairæðismanni Dana í Reykjavík Ég ieyfði mér að ör- litlu lejdi ag taka það sem lákn þess, að það sem ég hef um Dani sagt á íslandi væri ekki allt van- hugsað. En ég tók það fyrst og fremst sem tryggingu fyrir því, að vinátta íslands og Danmerkur stefnir í áttina til lausnar hjart- fólgnasta máii íslands. En þegar handritin koma heim — og þau koma — er það aðeins að mjög litiu leyti miit verk, heldur bygg ist á þeirri staðreynd, að ísland á fáa óvini í Danmörku, en marga vini. ’BAÐsromN 4412 gegn 43V2. Var keppnin mjög spennandi, eins og úrslitin gefa til kynna. Keppt var um fagran bikar, sem Kaupfélag Suður-Borg- firðinga gaf í þessu augnamiði. Þetta er í fj'rsta skipti, sem bæj- arkeppni í sundi fer fram mijli Akraness og Hafnarfjarðar og verður vonandi til aulýnna írótta- samskipta milli bæjanna. Að loknu mótinu afhenti fararstjóri Hafnfirðinga Akurncsingum að gjöf mynd frá Hellisgerði, en Ilafn firðingum var aftur á móti gefinn oddfáni íróttabandaiags Akraness., — G.B. undir sundrungu og óánægju. Þvi sé oftast auðveldara að afla sjálfstæðisins en gæta þess. Framtíð íslenzku þjóðar- innar veltur nú á því, að hún reynist j'afnvíg í sjálfstæðis- baráttunni út á við og inn á við. Það er ekki nóg að sigra á viglinunni út á við, ef hin tapast. Þess vegna má þjóðin ekki láta blekkjast af þeim, sem ófrægja efnahags ráðstafanirnar en benda þó ekki á önnur betri ráð sjálf- ir. Þj óðin má ekki láta blekkj ast af þeim, sem lýsa ástand inu betra en það er og reyna þannig aö gera hana and- varalausa. Það þarf að sam- eina sóknina í sjálfstæðis- baráttunni út á við og inn á við. Því aðeins mun búa hér frjáls þjóð í frjálsu landi í komandi tíð. Afnofagjaid útvarpsins. Hér kemur bréf frá útvarpsnot- anda: Eg fór eins og margir aðr ir niður í pósthús fyrir síðustu mánaðamót til þess að greiða af- notagjald mitt af útvarpinu. Þar var heldur en ekki þröng á þingi. Biðröðin náði niður all’an stiga allt að útidyrum, og loks þegar maður komst eftir hálfrar stund ar bið upp í herbergiskytruna á annarri hæð pósthússins, þar sem afgreiðsla póstkrafna og póst- ávísaua er, var þar svo þröngt, að enginn gat hreyft sig. Þar varð önnur hálfrar stundar bið og loks komst ég út aftur, en hafði þá eytt í þetta hartnær háifri annarri klukkustund. Mér var sagt að dráttarvextir mundu falla á gjaldið eftir 1. maí og yrði það þá 2 kr. hærra. Ég hafði því 20 kr. laun fyrir þessa hálfu aðra klukkustund, svo að satt að segja borgaði skilvísin sig illa í þetta sinn. En ég vildi láta þá skoðun í ljós eftir þessa lífsreynslu, að það sé gersamlega óhæfilegt af ríkisútvarpmu að haga inn- heimtunni svona, og ég tel eftir atbugun mikinn vafa á því að til þess hafi útvarpið lagalega heim ild. Frestur sá, sem gefinn var, er allt of stuttur. En þetta leiðir líka enn einu sinni hugann að því, hve brýn nauðsyn það er að hætta að inn heimta gjald fyrir hvert útvarps tæki í landinu. Það er opinbert ieyndarmál, að nú eru til' íjöl- mörg tæki, sem ekki eru á skrá hjá útvarpinu. Þeim (hefir verið smyglað inn siðustu árin og á- hugamenn hafa búið þau til.- Hver heimiíísfaðir má eiga fleiri en eitt tæki, o-g greiðir þó að- eins af einu, en enginn getur fylgzt með því, allra sízt skrif- stofa útvarpsins, hvort þessi tæki eru lánuð á önnur heimili eða ekki, og eru þó nokkur brögð að því. — Hins vegar má maður ekki hafa viðtæki í bif- reið sinnl nema borga sérstak- lega afnotagjald fyrir það og er slíkt næsta grátbroslegt. Maður má 'hafa mör-g tæki í húsi.sínu og borgar bara einfalt afnota- gjald en ef hann helir viðtæki í einkabifreið sinni, þá ber honum að borga ívcialt!! HlustunargiaW sem nefskattur Eina lausnin úr því sem komið er, að mnheímta afnotagjald út- varps sem neískatt með öðrum þinggjöldum. Fullyrða má, að hvert einasta- mannsbarn á land inu 'hlusti nú orðið. á útvaip meira eða minna, og það er ein- mitt fyrir Wustunina en ekki eignarrétt á útvarpstæki, sem gjaldið ber að greiða. Þeir, sem ekki eiga útvarp en liafa aðstöðu til' að hhrsta hjá öðrum sleppa því vel, en útvarpseigandinn verður bæör-að greiða kostnað af því að eiga tækið og hlust- unargjaldið íyrip sig og aðra. — Hvenær verður þessu komið í slíkt horf? Útvarpshlustandi.'*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.