Tíminn - 24.08.1958, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, sunnudaginii 24. ágús't 1958,
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINH
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
„Brauð veitir sonum móður
moldin frjóa“
ÞÓTT framfarir hafi or5
ið -með ólíkindum miklar á
ölium sviðum *hins íslenzsa
þjóðlífs undanfarna ára-
tugi, þá hafa þær þó e.t.v.
hvergi verið stórstígari en 1
landbúnaðinum. Ef skyggnst
er aftur í tímann, þó að ekki
sé neana svona 40 ár, hvað
þá ef lengra er litið, blasir
við augum allt önnur byggð
en sú, sem nú horfir við sjón
um þess, er ferðast um sveit-
ir landsins. Byggingar úr
varanlegu efni voru þá óvíða
til. Torfbæirnir gömlu voru
yfirgnæfandi a.m.k. í flest-
um landshlutum. Þeir höfðu
að vísu sérkennilegan, fagr-
an, en um fram allt islenzkan
stíl, en voru þó um flesta
hluti frumstæðir mannabú-
staðir. Timburhús höfðu að
sönnu verið reist á allmörg-
um efnaheimilum víðs vegar
um land, myndarleg hús hið
ytra en höfðu annars flesta
þá ókosti, sem slíkum bygg-
ingum geta fylgt. Penings-
hús voru undantekningarlít-
ið gerð af torfi og grjóti,
þröng, dimm og -loftill og var
dreift hér og þar um túnin.
Ræktun mátti öll heita á
frumstigi. Túnin voru flest
lítil og þýfð, enda ekki um
önnur tæki til ræktunar að
ræða en hand- og hestaverk-
færi. Meginsins af heyskapn
úm varð að afla utan túns.
Heyvinnuverkfæri voru fyrst
og fremst orfið og hrífan.
— Hestasláttuvélar voru
sums staðar til, en óvíða
hægt að nota þær að ráði,
nema þar sem til voru slétt-
ar og tiltölulega þurrar engj -
ar. Þannig mætti halda á-
fram að telja.
En hvernig er viðhorfið
nú? í stað gömlu torfbæj-
anna eru nú víðast- hvar kom
in myndarleg steinhús. —
Gömlu torfkofarnir rifnir
og peningshús byggð úr var-
anlegu efni og færð saman
svo að skepnuhirðing öll er
nú margfallt auðveldari en
áður. Hlöður hafa risið yfir
meirrhluta heyjanna. Túnin
eru oröin rennislétt og marg
fallt stærri en áður, svo hinn
dýri og erfiði engjaheyskap-
ur ihefir víðast hvar lagzt
niður nema á sérstökum úr-
vals engjum. Orfið og hríf-
an aö mestu horfin, jafnvel
hestasláttuvélin hefir runn-
ið sitt skeið. í staðinn eru
komnar dráttarvélar og við-
eigandi verkfæri til hey-
vinnunnar, afköst hafa marg
faldazt en öll vinna erfiðis-
minni að sama skapi. Stór-
virkar jarðyrkjuvélar vaða
yfir landið, þurrka það og
rækta. Jafnvl örfoka eyði-
sandar eru að breytast í iöja
græna töðuvelli. íslenzk
byggð hefir umskapazt á ör-
fáum árum. Hér hefir ekki
átt sér stað þróun, heldur
bylting. Framfarirnar hafa
orðið svo ævintýralaga örar,
að við gerum okkur ekki
grein fyrir þeim nema setj-
ast niður og hugsa málið.
NYLEGA er lokið land-
búnaðarsýningu á Selfossi.
Hún var haldin á vegum Bún
aðarsambands Suðurlands.
Sýning þessi var um alla
hluti glæsileg og stórmerk-
ur atburður. Hún var glögg-
ur þverskurður, birtur í vél-
um, máli og myndum, af
þeirri byltingu, í íslenzkum
landbúnaði, sem hér hefir
litillega verið gerð að um-
talsefni. Þar var fortíð tengd
við nútíð eins og vera ber.
Ófullkomin og frumstæð
tæki fortíðarinnar voru þar
til sýnis við hliðina á nýj-
ustu gerðum landbúnaðar-
véla. Garðyrkjuafurðir, sem
mynduðu heilan skrúðgarð,
sýndu hvað íslenzkri garð-
yrkjumenningu hefir, með
hjálp jarðhitans, tekizt að
rækta. Úrvals kynbótagrip-
ir voru þarna, og óljúgfróð-
ur vottur um afurðagetu ís-
lenzka búfjárins, sé því verð
skuldaður sómi sýndur. —
Myndir af fjölmörgum sveita
bæum Suðurlands héngu á
veggjum, talandi tákn um
stórhug, dugnað og snyrti-
mennsku sunnlenzkra
bænda. Eftirfarandi tölur
sýna á einfaldan en Ijósan
hátt þá þróun, sem orðið
hefir í ræktun og fram-
leiðslu á félagssvæði Búnað-
arsambands Suðurlands á
tímabilinu frá 1908—1957:
Heyfengur:
Ár Taða Úthey
Herstb. Hestb.
1908 147 þús. 444 þús.
1918 88 — 411 —
1928 151 — 476 —
1938 211 — 369 —
1948 358 — 263 —
1957 875 — 137 —
Landbúnaðarframleiðsla á
öllu svæðinu umreiknuð til
verðlags 1957:
1908 57.1 milljón kr.
1918 57.2 — —
1928 75.9 — —
1938 91.7 — —
1948 104.3 — —
1957 178.6 — —
Eftirfarandi tölur sýna
breytinguna á tölu þeirra
manna, sem unnið hafa að
landbúnaðarframleiðslunni á
félagssvæðinu:
1910 9282 m. 1940 7654 m.
1920 8315 — 1950 6199 —
1930 8122 —
Þótt ofangreindar tölur
snerti aðeins félagssvæði
Búnaðarsamb. Suðurlands,
þá er þó sagan á líka lund
í öörum landshlutum. Hin
öra umsköpun landbúnaðar-
ins er eitthvert ótrúlegasta
ævintýrið, sem gerzt hefir
með þessari þjóð.
Hér hafa að sjálfsögðu
mörg öfl verið að verki. ís-
lenzkir bændur eru dugmikl
ir, framsæknir og hagsýnir.
Þeim skildist snemma þau
sannindi ao . hvað má
höndin ein og eln, allir legg-
Nýtt leikrit eftir T. S. Eiiot frum-
sýnt í sumar, - fjallar um ástina
Skáldið fræga, T.S. Eliot,
kvæntist ekki alls fyrir löngu:
fyrrverandi einkaritara sín-
um. Hann er kominn fast
að sjötugu, en kona hans er
38 árum yngri, stendur á
þrítugu. Á Edinborgarhátíð
inni í ár verður frumsýnt
eftir hann nýtt leikrit, The
Elder Statesman. Þetta leik
rit er um ástina og er sagt
ólíkt fyrri verkum hans,
léttara, auðskildara og
skemmtilegra en leikrit
hans hafa verið til þessa.
Eftirfarandi grein er þýdd
úr Scottish Daily Express.
Höfundur hennar er John
Barber.
T. S. Eliot saí í auðum áhorf-
endasal Criíerion leikhússins í
London og benti mér að koma
til sín. Hann er léttur í fasi og
heilsar alúðlega. Við hlið honum
situr kona hans, Valerie, sem áð-
ur var eihkaritari hans. Þau hald-
ast í hendur.
Að sjálfsögðu er ég haldinn
mikilli virðingu framrni fyrr þess
um manni, mikilsmetnasta ijóð-
skáld samtíðarinnar er hlotið hef-
ir . viðurkenningu sem Order of
Merit og Nóbelsverðlaunin. Jafn-
framt hefir hann skrifað nokkur
leikrit í Ijóðum er hlotið hafa
slíkar vinsætciir að furðu vekur.
(„Murder in the Cathedral“,
„The Cocktail Party“ t. d.), en
ljóð hans hafa valdið gerbyltingu
i Ijóðlist á þessari öld. (The
Waste Land t.d.) En hann er
breyttur, er ekki lengur sami þurr
legi vísindamaðurinn, svipharður
og hæðinn, og fvrir tuttugu árum
er ég sá hann fyrst. Nú hefir
hann slakað á og unir sér hvergi
betur en í návist hinnar ungu og
fögru konu sinnar. Virðuleik sinn
tekur hann ekki hátíðlega, nán-
ast eins og hvert annað gaman.
Hann er að fylgjast með æf-
ingum á nýju leikriti sínu, „The
Elder Statesman“, fyrsta leik-
ritinu eftir fimm ára hlé og hinu
fyrsta er hann skrifar eftir að
hann kvæntist í annað skipti.
(Fyrri kona hans var sjúklingur
árum saman og lézt fyrir ellefu
árum.)
VitStal við skák!i(5 sem er nýkvæntur og er
a<5 leg^ja sííiustu hönd á hi§ nýja verk
T. S. Eliot og kona hans, Valerie.
Ekki táknræn verk
Er hann sér ljósmyndara bregða
fyrir tekur hann ofan gleraiigun
og stingur þeim í vasann. „Konan
mín vill ekki að teknar séu af
mér myndir með gleraugu“, segir
hann.
Þegar talið berst að nýja leik-
rilinu segir hann að hann telji
það mjög einfalt um leið og hann
lítur til leikaranna á sviðinu.
(Aðalpersónur: roskinn stjórn-
málamaður er liefir dregið sig í
hlé og dóttir hans.) Eliot lítur á
konu sína. „Ég held það ætti að
vera vandalaust að skilja þetta“,
segir hann, og hún kinkar kolli.
ið saman“. Og þeir hafa sýnt
þann skilning í verki. Með
samstarfi i búnaðarfélögun-
um, ræktunarsamböndum,
búfjárræktarfélögum og sam
vinnufélögum, hefir bænda-
stéttinni tekizt að afreka það
sem að öðrum kosti var ó-
gjörlegt. Félagshyggjan hef-
ir þroskað hana og þjálfað
en einnig öðru fremur reynzt
henni afl þeirra hluta, sem
gera skal.
En þótt mikið liggi að baki
er þö meira fram undan. ís-
lenzkir bændur munu halda
áfram að byggja og rækta
landið, bæta það og fegra,
sjálfum sér til yndis og ham
ingjuauka og þjóðinni allri
til hagsældar.
„Fólk lítur á leikrit mín frá
röngum forsendum“, segir hann.
„Það telur sér trú um að ein-
hver goðsögn eða djúp, torskilin
skoðun hljóti að leynast að baki
þeirra. Og það sem meira er:
fólk vill að í leikritunum sé verið
, að ráða fyrir það gátur.“
J „í New York sögðu menn um
„The Cocktail Party“ að það flytti
táknrænan trúarboðskap, heldur
hann áfram. „Eg skildi ekki helm-
inginn af því sem þeir sögðu! Ég
man eftir Mary drottningu, hún
sat í stúku og hló að einhverju
eftir George Itobey. Robey baðaði
út höndum og sagði: Ég átti ekki
við það sem þér eigið við....“
* Eliot lét ekki mikið af fyrri
leikritum sínum, hafði aðfinnslur
við öll þeirra. Eitt var of vél-
rænt í uppbyggingu, annað gaf
j ljóðlistinni of fá tækifæri. Einu
1 þeirra hafði verð jafnað til verka
Oscars Wildes. „Og það vakti alls
ekki fyrir mér“, segir Eliot og
hrollur fer um hann.
„En hvað, sem þe-ssu líður verða
menn að revna að læra reglurnar
fyrst, sagði hann. „Eins og Pic-
asso. Fyrst varð hann að læra að
teikna. Eftir það gat hann tjáð
| hug sinn eins og honum sýndist.“ ^
i
Erfiðleikar stjórn-
málamanns
Eliot hefir unnið meira og
minna að hinu nýja leikriti slnu
síðustu þrjú árn, og nú fylgist
hann daglega með æfingum og er
enn að breyta því og lagfæra.
Sumir kaflar eru of orðmargir,
annars staðar er ekki nóg sagt, eða
einhver leikarinn kann ekki við
eitthvert tilsvar. Það getur jafn-
j vel komið fvrir að eitthvað sé
I sagt of ljóst í stað þess að gefa
það einungis í skyn.“
Nýja leikritið hefst með sekt-
arikennd Is'tjórnmálaimannsins er
hann mætir því fólki er hann
gerði rangt í æsku sinni. Dóttir
gamla mannsins hjálpar honum
að finna frið, en meginefni verks-
ins er ástin, og Eliot segir sjálfur
að fremur verði sagt um það en
önnur leikrit hans að það endi
vel.
„The Cocktail Party var dapur-
legt verk, og The Confidential
Clerk endaöi einnig dapurlega.
j Þar gætu elskendurnir hafa hald-
ið að þau væru ástfangin, en
! það voru þau ekki. Það hefir
mjög óþægilegar afleiðingair ef
maður heldur að maður sé ást-
fanginn en er það ekki.“
Sagt hefir verið um þetta nýja
verk að það væri svo klassískt
að það minn.i á Rómeó og Júlíu.
Leikkonan a sviðinu segir: „Eg
hef elskað þig irá upphafi ver-
aldar. Áður en við fæddumst var
ástin til, — ástin sem leiddi okk-
ur saman."
Og T.S. Eliot er það alveg nýtt
verkefni að fagna hamingjusamri
ást karls og kena. Það verður fróð
legt að sia hvort honum tekst
það jafnvei og er hann hefir áð-
ur hætt logna eða keypta ást.
„ Svona á ekki
að tefla”
Út er komin ný skákböK, „Svona
á ekki að tefia“, eftir Eugene A.
Znosko-Borovsky. Inngangsorð rit-
ar Friðrik Ólafsson, en Magnús G.
Jónsson menntaskólakennari hefir
íslenzkað bókir.a. Útgefandr er
Iðunn.
Ilöfundurinn, E. A. Znosko-Bor
ovs’ky, er kunnur skákmaður og
hefir mikið fengizt við skák-
kennslu. í bók þessari skýrir hann
meginhugmyndir manntaflsins á
auðveldan og alþýðlegan hátt.
Einkum gerir hann séx far um að
rekja til rótar ýmsar algengar
skyssur, sem skákmönnum hættir
við, og kenna mönnum að varast
þær. Er óvenjulegt heiti bókarinn-
ar því réttnefni. Má óhætt Mlyrða,
að bók þessi sé verulegur ffengur
jafnt fyrir byrjendur og þá, sem
lengra eru komnir.
Friðrik Ólafssyni farast orð í
inngangi bókarinnar m. a. á þessa
leið:
„Við lestur bókarinnar hafa ýms
ir kaflar orðið mér minnisstæðir,
enda vel samdir og byggðir á rmk
illi þekkingu . Skákunnendur
um land allt munu fagna útgáfu
bókar þessarar af heilum hug, og
verður hún efalaust kærkominn
fengur hinum fróðleiksfúsu. Á
Magnús G. Jórtsson þakkir skilið
fyrir framtak sitt í þessu efni“.
Bókin er mjög smekkleg að öll-
um ytra búnaði og vel út gefin í
hvívetna.