Tíminn - 29.10.1958, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.10.1958, Blaðsíða 5
T í MI N N, miðvikudaginn 29. október 1958. 5 ftœkur OCJ höfunbar ólympíuskákmótið ! íslandssaga 1874-1944 eftir Þorstein M. Jónsson í Munchen - Fréttabréf frá BALDRI PÁLMASYNI - Kíkisútgáfa námsbóka 66 bls. auk ártalaskrár, eftirmála og efnisyfirlits. Þesi bók barst mér í hendur fyr- ir fáum dögum. Eg las hana þá þegar í einni lotu mér til ánægju. Bókin er gagnorð, rituð á látlausu kjarnamáli, að mestu laus við ó- þarfa orð og aukasetningar. Er það eftirtektarvert á öld hinnar iniklu prentsvertu og málaleng- inga. Efni bókarinnar er mjög saman- þjappað yfirlit yfir merkustu sögu legu vi'ðburði þjóðarinnar 1874— 1944. Ótrúlega mörgum atriðum er þar gerð nokkur skil. Fjöldi mynda prýðir bókina. Höfundur sjálfur hefir tekið virkan þátt í að leiða til lykta marga mikils háttar viðburði, sem lýst er. Má hann því gerrst til. þekkja. Og þótt hann hafi verið harður baráttumaður hér á árunum, mun ekki vera hægt að væna hann um hlutdrægni í vali efnis né meðferð þes's í bókinni. Hann er auðsjáanlega hafinn yfir þá hluti. Bókin er mjög aðgengilegt heim ildarrit, tilvalin handbók. í því tilliti er verulegur fengur í henni, því að litið hefir verið ritað um þctta timabil í heild. En bókinni er ætlað að vera kennslubók. Þess vegna vil ég fara iun hana nokkrum orðum að því ér þá hlið hennar snertir. Við kennarar höfum lítið að því gert, að gagnrýna opinberlega nýjar kennslubækur, sem okkur eru í hendur fengnar. Við veitum þeim oftast viðtöku með þögn og þolin mæði. Hefir það að vísu sína kosti, en of mikið má þó af öllu gera. Ekki sést beinlínis' á þessari bok, hvort henni er ætlnð hlut- verk í barnaskólum eða hvort framhaldsskólar eiga að njóta hcnnar. Heyrzt hefir, að hún sé áetluð barnaskólum. Það vakti mig til að taka mér penna í hönd. Scnnilega er ekki ósanngjarnt, að gera ráð fyrir, að nokkurt til- íit verði að taka til þess við samningu kennslubókar, hvort 12 ára börn eða 14 ára eiga að nota hana. Ég tel þessa bók mjög óhent- tiga kennslubók fyrir barnaskóla. Hún er rituð nákvæmlcga í ann- á’sslíl. Slíkt er óaðg'engilegt fyrir börn. Elfninu er niðurraðað í stutt tímabil, að mestu, og er hverju og •éinu þar gerð skil. Þetta kubbar sundur um of samhengi viðburða fnnna ýmsu þátta þjóðlíísins. Börn eiga bágt með að átta sig, þegar efnið er þannig i tætlum. Og þeim hættir við að rugla sam- án. Heildarmvndin, sem þau fá, vill því verð'a í molum. Enda eru ekki í reynd skörp skil í fram- vindu sögunnar að því er snertir niarga þætti hennar, þótt glöggir séu viðburðir þeir, sem látnir eru áfmarka tímabilin. Atburðaröð er mjög ör og þétt, og brátt berst að fjöldi ártala 6g' mannanafna. Mun mörgu barn inu þá þykja þröng fyrir dyrum. Aftan við bókina er ártalaskrá með 40—50 ártölum og eru marg- ir viðburðir við sum áríölin, svo áð í raun og veru eru úrtölin 100. Skrá þessi er ágæt til upprifjun- ár o. fi., en í eftirmála gefur höf- iindur í s'kyn, að krefjast ætti, að ítémendur muni öll þessi ártöl til þrófs. Þarna er of langt gengið. Sanngjarnt væri, að nemendur séu skyldir að muna 10—15 ártöl úr timræddu tímabili sögunnar. Samkvæmt titilblaði er lok frá- sagnar einskorðað við árið 1944, þ.e. við stofnun lýðveldisins. Þetta verður að teijast verulegur galli, að sagan nái ekki sein næst til dagsins í dag, enda var annað á- stæðulaust. Það bindur hendur höfundar um of, svo að frásögn verður oft endaslepp. Auk þess verður að telja, að rás viðburða eftir 1944 hafi meira en flest ann að mótað nútíðar afkomu og menn Þorsteinn M. Jónsson ingarbrag íslendinga, og fátt er frás'agnarverðara. Höfundur getur lika vart á sér setið. Við og við bregður hann sér áfram í tímannýt.d. á bls. 52 hugleiðir hann nokkuð fjárhagsaf komu þjóðarinnar í stríðslok hin síðari. En það á ekki heima í þessari bók, sem nær ekki svo langt. Svipað kemur víðar fyrir. Að sjálfsögðu er álitamál um sumt, hvort taka skuli eða sleppa, í slíkri bók sem þessari. Verða nv'i athuguð fáein atriði i því sam- bandi: Á bls. 5, fyrstu lesmálssíðu, hefði mátt sleppa nöfnum 2ja fyrstu landshöfðingjanna og því, sem um þá er sagt. Á bls. 19—20, 22—26, 34—39 og víðar er sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar gerð merkileg skil, eins og vera ber. Sennilega heíði a^ meinlausu mát^ sleppa þar ýms um mannanöfnum, og einstaka til- vikum, t.d. einhverju varðandi sambandslagauppkastið 1908 og ikosningabaVáttuna þái, sem höfi- ur.dur segir þá hörðustu, sem háð hefir verið hérlendis. Vafasamt er, hvort vert hefir verið að rekja svo fundi samninganefndar 1918 eins og gert er á bls'. 36—37. En þetta er skemmtileg frásögn. Á blaðsíðu 47 og 68 ætli að fella burt orðið heildsala. Því að engir áðrir heildsalar en sá, sem þsrna getur um, eru nefndir í bókinni. Viðkunnanlegra hefði verið, að taka ekki með í þessa bók nein nefn núlifandi stjórnmálaleiðtoga. Myndi þá alveg falla niður les- mál á bls. 41 og yfir á miðja næstu siðu 42. Enda munu sumir stjórnmálaflokkar telja sig bera skarðan hlut frá borði í þessum kafla, Það er því undir öllum krijigumstæðum bezt, að hann falli, 'burt. Sleppa hefði mátt kaflanum á bls. 57—58 um Spánarundanþág- una frá bannlögunum og ef til vill fléiru cfst á síðu 57. Úr kaflanum ýmis félagssamtök sakna ég, að ekki eru slysavarna- félögin nefnd og þá ekki heldur Björgunarfélag Vestmannaeýja, sem keypti gamla Þór. En það skip, eða réttara sagt áhöfn þess, var brautryðjandi í björgunár- starfi á höfum úti og í innlendri iandhelgisgæzlu. Úr hópi tónlistarmanna sakna ég Sigurðar Þórðarsonar, og Jón Leifs er settur hjá. Úr hópi skálda og rithöfunda hefir nafn Huldu íallið niður. Hér vérður nú látið staðar num- íð að ræða um bók þessa. Hún er skemmtileg fyrir okkur. sem er- um kunnug viðburðum þessa tíma- bils íslandssögunnar, en fyrir ný- liðana er hún erfið, og sem kennslubók t. d. í barnasfcóla verð ur hún að teljast óþægileg. En urn íslandssögukennsluna í barnaskólum er það að segja, að ef þessi bók á að verða iþar kennd, þá verður -að draga stórlega úr sögunámsefni því, sem undanfarið hefir verið krafizt þar. Ekki kem- Bezt er að hafa formálann engan í þetta sinn, vegna þess að ekki verður komizt hjá þó nokkrum eftirmáls'orðum. í þrem síðustu umferðunum áíti íslenzka sveitin i höggi við tvö öflugustu skáklöndin í B-flokki, Hollendinga og Ungverja, og síðast við kunningja sína ,og jafnoka Finna. Holland—ísland. Guðmundur Pálmason tefldi í þetta sinn á 1. borði og hafði gegnt sér heimsmeislarann fyrrvei’andi, dr. Euwe, sem nú er kominn nokk uð á sextugsaldur, en heldur sér vcl og býður enn sem fyrr af sér mjög góðan þokka. Tel ég hánn fyrirmannlegastan allra þeirra 210 —220 skákmanna, sem sóttu þett.i Ólympíumót. Botvinnik gengur honum næst að þessu leyti, að mín um dómi. — Um skákina ur ekki margt að segja. Euwe gaf Guð- mundi kost á drottningakaupum heima í sínu borði og skeytti ekki þótt það girti fyrir hrókunarmögu leika. Bendir það ekki til, að hann hafi ætlað sér að tefla stíft til vinnings. Hann fékk þó heldur rýmra tafl, en með lægni tókst Guðmundi smám saman að eyða þeim litla aðstöðumun og jafna skákina. Guðmundur langhrókaði, og eftir það hafði Euwe nokkra tilburði í frammi til atlögu á kónginn, en Guðmundi tókst að halda í hórfinu og víkja frá sér hinum beiska bikar, að niaður ekki tali um banaskálina, enda hafði Euwe heldur lítið svigrúm til meiriháttar athafna.. Skákin tcfldis't upp í 38 leiki, en þá bauð Euwe jafntefli. Guðmundur féllst óðar á það. Varð þetta lokaskák hans á mótinu. Freysteinn Þorbergsson háði sína skák við Donner, sem tefldi sömu byrjun á svart og Ffeysteinn gerði á móti Larsen fyrir tveim ármn í Kaupmannahöfn, en sú skák endaði í jafntefli. Freysteinn var því öllum hnútum kunnugur bæði á hvítt og svart og náði fljótt yfirburðastöðu, enda fatað- ist Donner í framhaldinu. Má segja að menn hans hafi hangið nokkuð í lausu lofti, án verulegr- a? fótfestu á skákborðinu. En „þá dundu yfir stormar og hretviðr- in hörð“, og átti, tímaleysi Frey- steins ríkastan .þátt í því. Fyrst átti hann kost á að taka peð og koma sér upp tveim samstæðum frípeðum, raunar gat hann þess í stað einnig unnið skiplamun, en í ofboðinu réðst hann á valdlaus- an riddara, og leiddi.það til mik- illa mannakaupa en.einskis mann vinningsv Eftr það komu allmarg- ir hraðskákarleikir til viðbótaa’, sem ekki bættu úr skák, og þegar að biðstöðunni kom var öll von úti, svo að Freysteinn tefldi hana aldrei áfram. Voru þetta hörmu- leg endalok á skák, sem hafði lcngstum í sér fólginn vinninginn á hina hlið. Ingimar Jónsson tefldi við Prins á 3. borði, og þótt Hollend- ingurinn liefði hvítt, kunni hann auðvitað bezt við peðabyggingu í hollenzkum varnarstíl, en sú að- ferð er raunar kölluð Birds-byrj- un. Ingimar gekk ágætlega lengi vel, og var miðtaflið næsta fjör- legt, með möguleikum til fórna á báða bóga, sem þó voru .ekki hag- nýttir. Loks.komust báðir í tíma- hrak. Henti þá Ingimar óhag- kvæm uppskipti á mönnum. Þar á eftir kom Prins af stað frípeði, sem reyndist ógerningur að slöðva, og þárf þá ekki lengur að sökum að spyrja. ur til mála að bæta henni við að hinu. óbreyttu. Aftur á móti virð- ist ekkert á móti því, að barna- skólarnir haldi svipuðu námsefni i sögu og hingað til, en íslands- sagan eftir 1874 verði kennd í framhaldsskólum, t.d. síðas'ta vet- ur skyldunámsins. Reykjavík, 20. október 1958. Jón Kristgeirsson Arinbjörn Guðmundsson átti við Kramer. Taflið einkenndist af spekt og friðsemd og endaði með jafntefli í 17 leik, þegar fyrirsjá- ar.leg voru talsverð uppskipti á borðinu. — Þannig fékkst aðeins 1 vinningur úr þessari umferð. ísland—Ungverjaland: Upp kom enski leíkurinn í við- ureign Inga R. Jóhannssonar og Barcza, og fékk hinn síðarnefndi snúið taílinu sér í vil fyrst í stað, er. í 17. leik henti hann yfir- sjón, svo að sóknin, sem hann hafði á prjónunum, rann út í sand 'inn. Snemma í miðtafli fórnaði Ingi hrók fyrir biskup og peð, og leiddi það m.a. til þess að hann náði nokkurri sókn í endatafli. Var hægurinn hjá fvrir hann að hnykkja betur á og vinna skák- ina með glans, en þá tók hann upp á því, að fórna riddara í fullu trausti þess að honum tæk- ist að vekja upp drottningu, en þetta reyndist hin örlagaríkasta mis'sýning. Barcza sá sér einn varn arleik á borði, gat hirt manninn og eftir á hin tvö samstæðu frí- peð, sem allar vonir Inga voru við bundnar, svo að hinn ung- verski stórmeistari stóð með pálm ■ann í liöndum. Enn einu sinni var klukkan hér að verki. Ingi átti aðeins eftir 15 mín., er óleiknir voru 20 leikir, en þá átti Barcza 1% klst. Ingi gekk fram eins og berserkur og lék ágætlega næstu 16 hraðsfcákarleiki sína, en þá kom reiðarslagið, er 4 mín. voru eftir á klukkum þeirra beggja; Barcza hafði sem sé tekið sér mikinn tíma á síðari hluta skák- ariinnar og var líka orðinn að- þrengdur, er.gu síður á klukkunni en borðinu. Portisch er núverandi skák- meistari Ungverja og á trúlega ekki langt í stórmeistaratitilinn. Hann var mótstöðumaður Frey- steins' í þessari umferð. Beitti Freysteinn franskri vörn í sjö- unda og síðasta sinn á þessu móti, og varð úr þessu mögnuð skák, en ekki verður gangur hennar rakinn. hér. Báðir munu hafa verið harðánægðir með stöðu sína, en þó dálítið á víxl, því að s'kömmu fyrir bið býður Freysteinn jafn- tefli, sem hinn hafnar, en í næstu leikjum tekst Freysteini að bæta nokkuð um fyrir sér, svo að snemma í seinni setunni stingur Portisch upp á jafnteflinu, en þá er það Freysteinn, sem er ekki til viðtals'. Ekki leið þó á löngu, unz hann sá að illmögulegt eða ógerlegt var að komast áfram, svo að jafnteflið var látið ganga í gildi. Ingimar og Honfi tefldu á 3. borði. Varð úr þeirri skák jafn- tefli eftir 16 leiki, en þá tók Ung- verjinn upp á að þráleika í aðeins lakari stöðu. Arinbjörn tefldi sína skák við Forintos, og notaði það afbrigði . af kóngsindverja, sem Friðrik Ólafsson hefir haft dálæti á. í miðtaflinu náði Arinbjörn yfir- burðastöðu, neyddi hinn í drottn- ingakaup og hugðist síðan hrifsa af honum nokkur peð. Forintos greip þá til þess ráðs að fórna manni fyrir tvö peð, til þess að fyrirbyggja peðatöpin. En Arin- björn misreiknaði sig í framhald- inu, lét mann í staðinn fyrir þrjú peð, sem betur hefði verið ógert. í biðstöðunni átti hann tvö sam- stæð frípeð drottningarmegin, hrók og riddara, en Forintos frí- peð á kóngsvæng, hrók og biskup. I Örlitlar vonir voru um vinning ; fyrir Aa'inbjörn, en þær hurfu ! eins og dögg fyrir sólu, þegar haldið var áfram taflinu, erida höfðu Ungverjarnir fundið örugga jafnteflisleið. Óneitanlega hefði verið skemmtilegt, ef íslendingar hefðu unnið með þremur gegn einum í þetta skipti, eins og á gat horfzt um sinn,. af því að hér stóð bar- áttan við sterkuslu skáksveit B- íiokksins. Úrslitin urðu hins 'veg- ár IV2 : 2V2, Ungverjum í vil. Finnland—Island: Ingi og Guðmundur tóku sé: báðir frí í síðustu umferð, of tefldi því Freysteinn á 1. borð. við Ojanen. Reyndi hann leið, sen. hann er lítt kunnugur í kóngsind verskri vörn. Varð honum villu gjarnt í myrkviði byrjunar o< miðtafls, svo að finnska risanun. tókst að hremma hann. Náði Oi anen vaidi á einu opnu línunni og reið það baggamuninn. Skák in varð 28 leikir, og var Frey steinn þá nær tímalaus orðinn. Ingimar þreytti taflið við Freö;, fékk heldur betra í fyrstu, ei fór svo of geyst í sakirnar, skipt ranglega á peðum, svo að á efti. fylgdu gríðarmikil mannakaup Loks missti hann peð, sem varf tii þess að Fred íékk óstöðvand frípeð. Arinbjörn sat gegnt Koskinei og fékk sízt lakara upp úr Sikil eyjarleik s'ínum. Eftir 19 leikjr. þæfing stakk Koskinen upp ; jafntefli, og var á það sætzt, end;. staðan blýföst að kalla. Jón Kristjánsson fékk vinnings- stöðu á móti Hallström en misst undirtökin, er fram í sótti. Átt. hann á einum stað kost á mið borðspeði fyrir annað lcttvægara en lét það tækifæri ónotað. Efti' 40 leiki, bauð Hallström jafntefli og tók Jón því boði. í þetta sinn töpuðu því íslend ingar fyrir Finnum með 1:3, ei í forkeppninni skildu þessar þjóðir jafnar. Þannig komust líki Finnar upp fyrir íslendinga, ei höfðu allan tímann staðið verr af vinningatölu. Árangur íslendinga varð þess í tölum talið: Ingi R. Jóhannssoi tefldi 16 skákir og fékk 10 vinn inga (7 unnar, 6 jafntefli og í tapaðar), eða 62yz%, sem e; ágætur árangur. Hann tefldi F sinnum á hvítt og 7 sinnum í svart. Hann fékk á móti sér fjór; stórmeistara og fimm alþjóða meistara. — Guðmundur Pálma son tefldi einnig í 16 umferðun og hlaut 9 vinniriga (vann 3 skák ir, gerði 12 jafntefli og tapað aðeins einni). Hann hafði jafnoff hvítt og svart. Vinningshlutfal 56,3%. Guðmundur átti í höggi vic einn stórmeistara og þrjá alþjóð lega. — Freysteinn Þorbergss’oi tefldi líka 16 sinnum, þar af áttí. skákir við alþjóðlega meistara liafði 7 sinnum hvítt og 9 sinnun svart. Hann fékk 6 vinninga sam tals eða 37V2% (vann 3 skákir, gerði 6 jafntefli, en tapaði 7 skái: um). Fjórar skákirnar vori tefldar á öðru borði, ein á fyrsta — Ingimar Jónsson tefldi 12 skák ir, 7 á hvítt og 5 á svart, þar: a sex á 3. borði og eina á 2. borði Utkoman var 3V2 vinningur, eð: 29,2% (2 skákir unnar, 3 jafr. tefli, 7 tapaðar). Hann tefldi vi«V einn stórmeistara og tvo alþjóða meistara. — Arinbjörn Guðmund son var með í 11 umferðum, þai. af þrisvar við 3. borð. Vinniúg- ar lians voru 4 eða 36,4% (vanr . 1 skák, gerði 6 jafntefli, tapað 4) Hann hafði 4 s'innum hvitt 0: 7 sinnum svart. — Jón Krist jánsson hlaut 1 vinning í 5 skák um, eða 20% (gerði tvö jafntefli, tapaði þremur skákum). Hani hafði þrisvar hvítt og tvisva.' svart, og fékk einn stórmeistára við að glíma. — Samtals hlau.; sveitin 33% vinning í 76 skákum, og samsvarar það 44,1%. Þá er að greina frá niðurstöðv tölum mótsins: A-flokkur: 1. Sovétríkin 34’í vinn., 2. Júgóslavia 29, 3. Argéni ína 25%, 4. Bandaríkin 24, 5.—7. Tékkóslóvakía, A-Þýzkaland ot; Vcstur-Þýzkaland 22, 8. Sviss 19, 9. Spánn 17y2, 10. Búlgaría 17 , 11. England 16, 12. Austurrík: 15%. B-flokkur: 1. Ungverjaland 3' vinn., 2. Holland 28y2 3.-4. Kar ada og Kólumbía 24^2, 5. ísrae 23%, 6. Danmörk 23, 7. Póllanr 22%, 8. Svíþjó'ð 21, 9 Finnlano, Framhald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.