Tíminn - 29.10.1958, Blaðsíða 7
T í M I N N, miSvikudaginn 29. október 1958.
II
SEXTUGUR I DAG
Séra Sigurður Einarsson, Holti
Sóra Sigurður Einarsson, prest-
ui og skálcl í Holli undir Eyja-
fjölium, er sexlugur í dag. Hann
er fæddur að Arngeirsstöðum í
Fljótshlíð 29. okt. 1898, sonur
íijónanna Maríu Jónsdóttur og
Einars Sigurð.ssonar', er bjuggu
þar og síðar í Móakoti í Garða-
hverfi. Séra Sigurður varð stúd-
ent 1922 og cand. theol. 1926.
Seltur prestur í Flatey á Breiða-
firði það ár og þjónaði því brauði
í tvö ár. Fór þá utan til fram-
haldsnáms í Kaupmannahöfn,
kynntr sér þar uppeldis- og
kennsiumál, ferðaðist um Norður-
iönd og Þýzkaland í því skyni.
Hann kom heim árið eftir og var
eitt ár eftirlitsmaður með kennslu
í œðri skólum. Ilann var frétta-
maður ríkisútvarpsins frá árs-
býrjun 1931, og annaðist þar er-
iendar fréttir nokkur ár. Skipaður
fréttflstjóri ríkisútvarpsins 1937
og geg'ndi því starfi til 1941. Átti
einnig um tima sæti í útvarps-
ráði.
Árið 1930 var Sigurður settur
kennari við Kennaraskólann, og
skipaður fastur kennari þar 1932.
Árið 1936 fór hann utan og lagði
um tíma stund á framhaldsnám í
guðfræði við Kaupmannahafnar-
háskóla, sótti síðan um dósents-
embætti við guðfræðideild háskól
ans' hér og veitt það starf haustið
1937, gegndi því til 1944, er hann
sagði því lausu, og varð þá um
stund skrifstofustjóri í fræðslu:-
málaskrifstofunni. Árið 1946 fékk
hann svo veitingu fyrir Holts-
prestakalli undir V-Eyjafjöllum.
Séjra Sigurður hefir og tekið
mikinn þátt í félagsmálum, bæði
í Rcykjavik og í prestaköllum
þeim, er hann hefir þjónað. Hann
var t.d. formaður kaupfélagsins' í
Fiatey og um tíma formaður Jafn
aðarmannafélags ísiands. Árin
1934—37 var hann landkjörinn
þingmaður Alþýðuflokksins.
Séra Sigurður hefir einnig verið
stórvirkur að ritstörfum. Munu
hafa komið út eftir hann tólf bæk-
ur frumsamdar, ýmist í lausu eða
bundnu máli auk allmargra
þýddra bóka og fjölda greina í
blöð og tímarit og erinda í útvarp.
Bækur séra Sigurðar eru þessar:
Áíthagafræði 1930, leiðbeiningar
í kennsluæfingum í þessari grein,
Hamar og sigð, ljóð 1930, Uppelcli
og kristindómsfræðsla 1932, Líð-
andi stund, safn ritgerða 1938,
Miklir menn 1938, Kristin trú og
höfundar hennar 1940, íslenzkir
bændahöfðingjar 19.il, Ágúst
Heigason, endurminningar 1951,
Yndi unaðsstunda, ljóð 1952, Und
ir stjörnum og sól, ljóð, 1953, Fyr
ir kóngsins mekt, sjónleikur, 1954,
Yfir blikandi höf, ljóð, 1957. Þá
mun séra Sigurður veva nýbúinn
að rita bók um ferð sína til Aust-
urlanda á síðasta ári og hefir í
smíðum leikrit.
Þá eru þýðingar séra Sigurðar
miklar og of margar til upptaln
ingar Ihér, en þar á meðal eru ýmis
öndvegisverk eftir heimsfræga höf
unda svo sem Oscar Wiide og
Sinclair Lewis. Ótaldar eru tný-
margar greinar í blöð og tímarit
og útvarpserindi mörg.
Séra Sigurður var og er meðal
vinsælustu útvapsmanna, enda af
burða snjall í máli og hugsun.
Timaritsgreinar hans vöktu og
mikla athygli oft og einatt, og um
stólræðurnar þarf vart að spyrja.
Þegar allt er iagt saman er séra
Sigurður einn áheyrilegasti kenni
maður á landi hér.
Athygli mín á séra Sigurði Ein
arssyni vaknaði á ungnm aidri
einkum er ég las tímaritsgreiiíar
hans, t. d. í Iðunni. Hressiiegt
orðfæri og skarplegar ntliuganir
féllu vcl í geð. Síðar kynhlist ég
séra Sigurði sem kennara i Kenn
araskólanum, og mér verða
kennslustundir hans æ minnistæð
ar. Málið lék honum á tungu, þrótt
mikið og meitlað. Leiftrandi gáf
ur og sterkur persónuleiki gerðu
hann að hrífandi kennara.
Á síðari árum hefir Sigurður
þokað isé innar og ofar á skálda
bekk og er nú korninn í hóp höfuð
skálda. Sumir segja, að hann sé
málsnjallasti maður á landi liér.
Kannske er það of mælt, en svo
málsnjall er hann, að flestir
mundu óska sér þess hluiar og
láta sér vel iynda. Svo er mál
vaxið, að snjöll ræða heíir ætíð
verið mér mest eyrnayndi, og
svo mun um marga íslendinga.
Ræður, greinar og Jjóð séra Sig-
urðar hafa hitað mörgum nota
lega í ham. Fyrir það vildi ég
þakka honum um leið og ég sendi
honum afinæliskveðju. Það er ekki
æilun mín að rita um hann grein,
enda kemur hér á eftir sá, er
miklu betur er til þess fær. AK
Einn röskasti kennimaður þjóð-
arinnar, séra Sigurður Einarsson í
Holti undir Eyjafjöllum, er sex-
tugur.
Slíkan mann þarf ekki að kynna.
Þjóðin þekkir hann. Hann hcfur
aldrei farið huldu höfði. Honum
hefur löngum verið mikið í hug og
legið margt á hjarta. Og í þrjátíu
ár hafa menn vilað að hann var í
röð málsnjöllustu manna í ræðu og
riti. Prestsþjónusta, kennsla í kenn
araskóla og háskóla, áralöng starf-
semi við ríkisútvarpið, þing-
mennska og fjöibreytt ritstörf, hafa
kynnt manninn og fest hann al-
menningi í huga. llann hefur skrif-
að tólf bækur og slcrifað fjölda rit-
gerða auk allmikilla þýðinga.
Straumar, mánaðarrit um krisl-
indóm og trúmál, komu út árin
1927—1931. Þar kynntisf ég fyrst
Sigurði Einarssyni. Þar átti hann
sálrn, stólræður og ritgerðir. Það
leyndi sér ekki að þar fór maður,
sem var næmur fyrir andlegum
hræringum samtíðarinnar og gat
talað og ritað svo að það sncrti
rnenn.
Enda þótt þroskaferill sr. Sig-
urðar Einarssonar sé á margan hátt
iærdómsríkur, er það ekki tilæti-
unin að rekja hann hér. Hins er
vert að minnast, að þeir, sem ná
eyrum almennings er þeir ræða
um þýðingarmestu mál manns og
þjóðar, andleg og veraidieg, eru
mikillar þakkar verðir. Hvort sem
þeir hrífa menn til fylgis við sig
eða þrýsta til andstöðu og við-
náms, eru þeir vakningarmenn og
alþýðufræðarar. Sigurður Einars-
son hefur hvort tveggja gert. Hann
er búinn að hita mörgum og vekja.
Árið 1930 kom út ijóðabókin
Hamar og sigð eftir Sigurð Einars-
son. Sú bók sýndi það, að hann var
gott Ijóðskáld þegar hann vildi
taka á því. Síðan hafa komið út eft-
ir hann ijóðabækur 1952, 1953 og
1954.
Fyrsta bókin einkenndist af á-
róðri, enda segir höfundur:
ég kveð um glæpi, skip og skitna
krakka og skútukarla, berkla, og
menn sem ílakka“ og „bið að ljóð
mín beri menjar þess, sem brenndi
dýpst og sárast hefir-stungið.“
í seinni bókunum er lalsvert um
ljóðræna mýkt og angurblíðu og
boðskapinn þó allur karlmannleg-
ur.
„En ég hef líka mætt á mínum leið
um
þeim mönnum, er mér fyrnast
munu síð,
sem mitt í þraut með kjarki og
huga heiðum
sitt heróp reistu: Að skapa nýja
tíð.
Og þeim er sál mín bundin bróður-
eiðum,
ég býð mitt veika iið: Þetta stríð“.
Honum svall móður, rann til
Irifja íátækt og þjáning, tiúði á
■ nýtt þjóðskipulag og geystist fram
1 af baráttugleði.
Nú er það mála sannast að ís-
lenzkt þjóðlíf hefir mjög breylzt
síðan þetta var. Fátækt og öryggis-
leysi er ekki til í sömu mynd og
þá og þar af leiðir að ýmis þau
yrkisefni, sem brenndu dýpst og
stungu sárast á þeim árum heyra
nú sögunni til. Hitt er jafnvíst að
þjóðlífsbæturnar hafa átt sér stað,
vegna þess að menn bundust bróð-
ureiðum að skapa nýja tíð.
Skáldið hefir svo lært það, að
engann veginn er allt fengið með
skipulagsbótum. Maðurinn sjálfur
skiptir mestu.
Það er næsta óvenjulegt, að mað
ur, sem er búinn að gegna vegleg-
um og eftirsóttum embættum í
Reykjavík hverfi þaðan aflur og út
á land. Sigurður Einarsson var
meðal annars háskólakennari og al-
þingismaður. Síðan gerðist hann
sveitaprestur austur undir Eyja-
fjöllum.
Þetta er sérkenniiegur ferill
en hann stendur í rökréttu órofa
samrbandi við kjarnann í lífskoð
un séra Sigurðar. Ilann verður því
þjóðræknari sem árin fær.-ist yfjr
hann. Þá er íslenzk tunga orðin
auðurinn mikli sem ævin gaf hon'
um og eitt land er ættjörð hans,
veðrum sorfið, vangafölt og vind
svalt. Honum verður það ijósara
eftir því sem lengra líður hvar
hann á rætur og frá hverju hann
er vaxinn. Þjóðin, sagan, tungan og
landið hrífur hann stöðugt fasta.r
til sín.
Nú er honum það ljóst að það
er „amlóðans nauma sérhljfð, sem
dæmir vart þar þeim dómi, sem
hvorki drottinn né lífið vill náða“
og — „þeir, sem nenna að lifa og
þora að deyja, skapa einir þau
verk, sem á jörð eru nokkurs nýt.“
En jafnframt því, sem hann verð
ur landi sínu handgengnari þar
sem hann finnur rætur sínar og
tengsl við það, skilur hann an iu
slitahríð íslenzkrar sjálfstæðisbar
áttu og menningarbaráttu stend
ur nú einmitt þar, sem úr því er
skorið hvort við erum rnenn til
að nytja þetta land eða ekki.
Og hvað er þá eðlilegra en köll
un sveitaprestsins hrífi hano.
„Og nú er okkur, vinir, afj verja
þessa garða
undir vorsól þúsund ára og sumar-
döggum!
Að byggja okkur bæ, að bera á
teig og völl,
að sækja okkar sæ, rækta sígræn
tré um fjðll,
þót|. veröld knýi á dyr með liörðum
höggum!
Framhald á 8. síðu
Til umræíiu á Alþingi í fyrradag:
Tollskrá - bifreiðaskattur - útflutn-
ingur hrossa og iðnlánasjóður
Fundir voru í báðum deildum
Alþingis í fyrrad. Á dagskrá
efri deildar voru tvö mál. í
fyrsta lagi frumvarp um toll-
skrá o. fl., og var það tekið
af dagskrá í öðru lagi frurn-
varp um bifreiðaskatt o. fl.,
til þriðju umræðu. Var það
afgreitt til neðri dcildar með
10 samhljóða atkvæðum.
Á dagskrá neðri deildar voru
tvö mál. Hið fyrra var frumvarp
um útflutning hrossa, 3. umræða.
Var því vísað samhljóða til efri
deildar. Hitt var frv. um iðnlána-
sjóð, 1. umr. Máiinu vísað til 2.
umr. og fjárhagsnefndar.
Eftirtalin ný þingskjöl voru
lögð fram. Nefndal'álit um frv.
tii laga um heimild fyrir ríkis-
stjórnina til að innheimta ýmis
gjöld 1959 með viðauka, frá fjár-
hagsnefnd. Nefndin mælti með
sarnþ. frv. f öðru lagi frv. til laga
um bi-eyting á lögum um almanna
tryggingar, flutningsmenn Skúli
Guðmundsson og Benedikt Grön-
dal. Miðar frv. að því, ,að sú
breyting verði gerð á takmörkun-
arákvæðum tryggingarlaganna,
grein, að með þeim. tekjum, sem
valdið geta kckkun eða niðurfell-
ir.gu lífeyris frá Tryggingarstofn-
un ríkisins, skuli ekki telja þann
lífeyri, sem menn liafa keypt hjá
öðrum tryggingarstofnunum eða
sérstökum lífeyrissjóðum.“
Þá er frv. til laga um breyt-
ingar á lögum um tekjuskatt og
eignaskatt, flutt af Sigurði Ágústs
syni, Birni Ólafssyni og Kjartani
Jóhannssyni. Fjallar frv. um að
„fella niður tekjuskatt sjómanna
af þeim tekjum, sem þeir afla
yfir þann tíma, semj þeir eru
flögskráðir á ís’lenzk fiskiskip á
skattárinu.“
A víðavangi
Ummæli Emils
Mbl.menn liafa verið aff- dunda
viff það öðru hvoru nú undan
farið, að dorga einstaka setning-
ar upp úr ræðu þeirri, er Emil
Jónsson flutti við fyrstu um-
ræðu fjárlaganna og matbúa þær
á Mbl.-vísu. Úr því a'ff Mbl. hefir
hafið þennan leik, er rétt að'
benda á, að ýinislegt það kom
fram í ræðu Emils, sem Mbl. hcf-
ir tæplega ástæðu til aö telja
sér til tekna. Til dæmis sagöi
Emil um stjórnarandstöffuna:
„Þegar stjórnarandstaffan, Sjáif
stæðisflokkurinn, nú er að deiia
á ríkisstjórnina fyrir míverandi
þróun mála, fer honum það held-
ur illa, því hann hefir átt sinn
þátt í því sama og raunar stund-
um í mikhi stærri stíl, enda licfir
hann engar tillöigur borið fram
til úrbóta á neinu sviði og enga
tilraun gert í þá átt. Sem sagt
ekkert láið í sér heyra ueina
neikvæða gagnrýni.“
Á öðrum sað í ræffunni segir
Emil:
„Annað hefir þessari hæst-
virtri ríkisstjórn vel tekizt og
það er að viðhalda fullri atvinnu
í landinu og bæta verulega at-
vinnuástandið víða um land að
minnsta kosti. Hefir atvinnuá-
standiff sennilega sjaldan eða
aldrei verið betra en nú hin síð-
ustu misseri."
Vel má vera, að þeir Mbl.meiin
liafi enga hugmyiid um þessar
staðreyndir. Þess hefir aldrei
orðið vart ,að það hafi raskað
svefnró þeirra, hvort alinenning-
ur út um land hefir haft meiri
atvinnu effa minni. En seniiilega
er fólkið sem atvinnuúnar nýtur,
á öðru máli en Mbl. Þaö fólk
veit, að úr íhaldsáttinni á það
ekkert að þakka.
Blóðþrýstingur Ólafs
Alþýðublaðið segir svo, út af
dýrtíffarskrifum Mbl.: „Auðyitað’
er hverju orði sannara, að kapp-
hlaup kaupgjalds og verðlags
þarf að stöðva. En vinnustéttirn-
ar hljóta að krefjast þess atvinnu
öryggis, aðTaunin standi því að
eins í stað, að hafffur sé hemill
á verðlaginu. Sömuleiðis ciga
þær að sjálfsögðu kröfurétt á
sínum Iiluta af auknum þjóðar-
tekjuni. Vissulega stendur .ekki
á verkalýðshreyfingunni að sætta
sig við þetta. Þvert á móti. Af-
staffa hennar liefir jafnau verið
sú, að leggja ríkari áherzlu á
kaupinátt launanna en krónu
fjöldann. En öðrum aðilum liefir
gcngið báglega að ganga til móts
við þessa stefnu verkaiýðshrcyf
ingarinnar og tryggja henni
framgang. Mbl. kannast við suma
þeirra. Ýmsir íslending'ar græða
á verðbólgunni og dýrtíffinni, en
verkalýðshreyfingin er ekki í
þeirri sveit. Svo eru til stjóru
málamenn, sem telja verðbólg-
una áþekkasta blóðrásinni í
mannslíkamanum og virðast álíta
farsælast, að blóðþrýstingurinn
sé sem mestur. Ólafur Thors. er
aðalhöfundur þessara læknavís-
inda efnahagsmálanna, en verka
lýðshreyfingin er ekki slíkrar
skoðunar. Hins vegar fer hún
ekki varhluta af afleiffinguin þess
hugarfars, sem einkennir vísinda
niðurstöðu Ólafs Thors“.
Er því treystandi?
Mbl. þykir nokkuð skorta á
nægilega hreinskilni hjá Einil
Jónssyni þegar liann segir aff
íhaldinu farist illa að deila á rík-
isstjórnina fyrir aðgerðir herinar
í dýrtíðarinálunum, þvi sjálft
hafi það gerzt sekt mn sömu
„syndir“ en bara í mikiu stærri
stíl. Þessum áburði til afsökunar
segir Mbl.:
„Á nær þriggja ára valdatima
Ólafs Thors, 1953—-1953 jukust,
opinberar skuldir eriendis ein
unigis um 130 millj. kr.“ Fyrir
hverskonar þokulýff er Mbl. skrif
að? Gera ritstjórar blaðsins ráð
fyrir að lesendur þess stándi á
því andlega þroskastigi. að þeir
inuni ekki stundinni lengur livað
i blaðinu stendur? Hefir ekki
Mbl. verið að rausa um það, aff
Framhaid á 8. síðu.