Tíminn - 07.11.1958, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1958, Blaðsíða 3
TÍMINN, fSstudaginn 7 nóvember 1958. 3 PRESLEY Jafnvel -í IBandaríkjunum sjálfum eru þeir ekki fáir, sem telja aiS Elvis Presiey — rokkkónguríimin — sé ekki annað en auvirðilegt stund- arfyrirbaeni. Það er ekki hægt að ineiita því, að þessi skoðun viriðást hafa nokkuð til síns máls, en það dregur ekki úr þeirri staðreynd, að áður en ESviis fór í herinn, þá var hanin einhver hæst- launaðasfa kvikmynda- og sjónvarpsst|jarnan í gervöll- um Bandaríkjunum. Þegar Elviis Presley birtist í sjónvarpinu, andvarpa tugþúsund- ir bandarískra tvenna af ein- skærri aðdáun og ást. Plötur hans seljast upp- jafflskjótt og' þær- koma á -markaðinn og Elvis fær sem, samsvarar 200 þús. íslenzkra króna fyrir að setja liafnið sitt undir tannkremsauglýsingu! Hann fær vikulega 200 hjónabandstil- boð eg stöðugt birtast af honum myndir og frásagnir í heimsblöð- unura. Ef hann fer út að drekka kaffi ’ á einhverju veitingahúsi, er það éfni í forsiðufréttir blaðanna. Vildti verða Mstjóri Líf Elvis er sú saga, sem Banda- ríkjamenp geía hezt skilið, fátæk- ur drengur, sem varð milljóneri. Presley er' fæddur í smábænum J'emphis, þar sem hann dvaldist framan af ævinnar. Á unglingsár- unum var hann iéuninn að eðlis- fari og fujlur m,innimáttarkennd- ar. Jafnskjótt eg hann var laus úr barnaskóla varð Thahn sér úti um stöðu sem sendill til-þess að bæta um efnahag heimilis síns, en stærsti draumur hans var jafna.n að verða vöruhílstjóri. Með því að spara hvern, eyn tókst honum á endanum að.spara nægilega mikið saman til þess að læra ó vörubíl. Ilann -fékk sitt- fyrsta starf í þessari atvinnugrein hjá stóru flutningafyrirtæki, sem flutti vör- iu á'bílum yfir þver Bandaríkin, fró New York íil San Fransisco og Los Angeles. Þetta var starf, sem átti við ’Elvis, og sennilega væri ‘hann ennl>á að aka vörubíl á þessari leið, ef ekki liefði viljað Vörubslstjórinn varð milljóneri — hóf söngferil sinn fyrir til- viljun — „sló í gegn;/ þegar í stað — reiðarslag fyrir foreldra og uppeldisfræðinga — enginn áhugi á kalypsó né hjónabandi og lék sjálfur undir á gítarinn. Þessi plöluverzlun rak einnig plötuútgáfu, og forstöðumaður fyrirtækisins fékk áhuga á þessum unga manni, og komst að þeirri niðurstöðu, að eitthvað óvenjulegt væri við rödd hans. Nokkrum dög um slðar kom Elvis aftur í þessa umræddu verzlun og þegar hann fór þaðan í þáð sinnið hafði hann upp á vasann samning um að syngja inn á plötur, og þess held- ur álitlega ávísun. Nú var ekki lengur gam.an að því að vera vöru bílstjóri. Fyrsta platan, sem kom á markaðinn, vakti geysilega hrifn iitgu meðal unga fólksins, og þeg- ar ágóðinn fór að streyma inn, þá sagði Presiey upp stöðu sinni sem bílstjóri — en keypti sér hins veg ar dollaragrín til þess að aka um í sér til skemmtunar! Hann keypti öll þau föt, sem hann langaði í og hjálpaði foreldrum sínum úr efna- hagsvandræðum þeirra. Undrun og hneyksiun En í rauninni skeði margt ann- að en þetta. Elvis var ekki sami feimni, hlédrægi pilturinn og áð- ur, hann hafði öðlazt sjálfstraust. Þegar fram liðu tímar, þótti að- dáendum hans ekki lengur nóg að fá að heyra hann; þeir vildu fá að sjá hann líka. Þetta varð til þess að einn góðan veðurdag lét Elvis tilleiðast að koma fram í sjónvarpi. Þessi fyrsta sjónvarpssending var reiðarslag — fyrir foreldra og uppeldisfræðinga! Hinir fjöl- Framhald á 8. síðu Elvis Prestley og Debra Paget — vonlaus ást? svo til einn góðan veðurdag, að bíll hans bilaði — beint fyrir fram an grammófónplötuverzlun eina. „Eitthvað óveniulegt ..." Elvis hafði í mörg ár gert sér það til gamans að leika.á gítar og syngja með, og nú datt honum í hug að það væri svo sem nógu gaman að heyra í sjálfum sér á plötu! Hann gekk því inn í búðina, borgaði einn dollar, og var vísað inn í upptökuherbergi, þar sem hann söng rokklag af lífi og sál Nína og Friðrik í rússnesku sjónvarpi Rússneska sjónvarpið hef- ir ráðið Nínu og Friðrik til þess að koma fram í hálf- tíma þætti frá Moskvu þann fimmta desember næst kom- andi. Rússneskir blaðamenn höfðu séð parið koma fram í Lahti í Finnlandi og orðið svo yfir sig hrifnir, að þeir hrósuðu því á hvert reipi, þegar heim kom. | Samningaumleitanir hófust upp frá því, og fyrir fáeinum dögum, eða á blaðamannafundi- í sambandi í við frumsýningu á kvikmynd, sem i þau Nína og Friðrik hafa leikið í og bráðlega verður frumsýnd und ir nafninu „Ríkasta stúlka heims'- ins“, gáfu þau þær upplýsingar, að samningar hefðu tekizt, og þau myndu halda til Moskvu i desem- ber. Förift mun þó ekki taka nema tvo daga alls. Nína og FriSrik Þrjár eigínkonur auk kvennabúrs- er prinsinum af Saudi Arabíu heimilt að eiga, og 5 ára gamall hefir hann þegar valið sér fyrstu konuna Faðirinn horfði með ástúð úm mun hann nú tæplega fá tæki- á son sinn, hinn fimm ára íæri iil að líta unnustu sjna aftur . . r c A u- . augurn fyrr en hjónavígslan fer gamla pr.ns af Saud. Arab.u, fram Qg hennar er Iangt að bíð3) Mashhur að nafni, sem var því að hún verður ekkj fyrr en að v.elja gjafir handa unn- ustu sinni, þótt ekki sé hann orðinn hár í loftinu. Ungi prinsinn valdi auðvitað hring, svo og armband, háls- festi, ork.'deuvönd og að lokum bætti hann við einni brúðu handa unnusutnni, ungfrú Nahed Youssef frá Kairó í Egyptalandi, sem er aðeins þriggja ára gömul. Að lokum kyssti prinsinn unn- ustuna á kinnina sem nokk- urs konar lokainnsigli á trú- lofunina. hann er kominn vfir sextán ára aldur. Er hann hefir náð þeim aldri, eru honum hins vegar allir vegir færir — þá er honum heim- ilí að eiga þrjár eiginkonur, og þess utan má hann hafa ótakmark- aðan fjölda kvenna í kvennabúri, ei: hann kærir sig um. Það má sjá á þessu, að ýmislegt er það í hátt- um Austurlandabúa, sem kemur okkur undarlega fyrir sjónir. Elvis með gitarinn. Myndin er úr Love Me Tender. Að þessu loknu hélt prinsinn ásamt föður sínum í kurteisis- heimsókn til foreldra stúlkunnar, en samkvæmt austurlenzkum venj-1 Ungi prinsinn og konuefnið. ELVIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.