Tíminn - 31.01.1959, Side 7

Tíminn - 31.01.1959, Side 7
9' í 511 N’ N, laugardaginn 31. janúar 1959. 2 Síðari ræða Eysteins Jónssonar í útvarpsumræSunum á mitivikudagskvöld: Ætlunin er að slíta fólkið úr sambandi við þing mennina og taka upp „nýja fjárfestingarstefnu' f Fram að þessu hafa framleiðend ur cJíki rnátt hækka verðlag sitt, þótt grurmkaup eða vísitala hækk- ’ aði. fyrr en i lok verðlagsárs. Nú á að breyta þessu, varðandi fram- leiðendur sjávarafurða. Flestum mun víst finnast, úr því að þetta er upptekið', ætti sama einnig að gilda um bændur. En ekki .stjórn- arflokkunum, eins og stjórnarfrv. ber með sér. F.rarnsóknarflokkurinii tók upp Daráitu f'yrir jafnrétti í framhaldi af óskum Framleiðsluráðs landbún aðarins. Stjórnarliðið lét undan síga nokkuð og samþykkt var, að áí'urðaverð mætti hækka eins og grunnkaup, en jafnrétti fékkst ■ekki. Önnur vísitöluregla skal gilda fyrir bændur en aðra fram- íeiðendur. Eftir frv. á að stokka upp verð- lags'jnálin nú og byrja á nýjum grunni. Fellt var í dag á Alþingi að setja verðlag landbúnaðarafurða, í samrænvi við kaupgjaldið í dag og verðlag á útfiutningsvörum í dag. Saman stóð stjórnarliðið allt og kommúnistar í því að synja 'bændum jafnréttis við aðra fram- lejðendur. Ei'tir þessu nrun verða t'ekið. Fláttskapur kommúnista Lítiimannlega fórst hv. 2. þm. S-M. (L. Jós.) í því, að kenna efna hagsiöggjöfina aðeins við tvo st jórn&rílokkana. Að efnahagslög- gjöfiuni stóðu allir flokkarnir, sem stóðu að fyrrv. ríkisstjórn, og konimúmsíar gátu ekki bent á neina aðra færa leið í efnahags- málunum en þá, sem farin var í frumvarpinu. Hann virtist ákaf- lega sorgmæddur yfir því, að nokk- ur greiðsiuafgangur hefði orðið s. 1. ár og heimtaði, að hann yrði étinn upp og alls ekki notaður til þess að auka íbúðalán eða til ann- arra slíkra framkvæmda. Það fannst honum hneyksli, Greiðsluafgangurinn. varð vegna þess, að innflutningur varð óvenju lega mikill vegna mikils lánsfjár erlendis frá til framkvæmda á ár- inu, og vegna óvenjulegra tekna af einkasölum á áfengi og tóbaki, sem sumpart byggðist á bættri tollgæzlu. Ef ekki hefði orðið greiðsluaígangur nokkur við þessi skilyrði, þá þýddi það að fjárlögin hefðu verið raunverulega afgreidd með greiðsluhalla í meðalári. Þessi hv. þm. talaði hér um sparnað í rekstri ríkisins. Við þekkjum hvað konunúnistar meina með þessu sparnaðartali. Þeir hafa flutt hverja tillöguna eftir aðra síðustu misserin, í fyrrv. rík- isstjóm um áð skera niður verk- legar framkvænulir og til vi'ðbót- ar það að Ieggja fjárfestingarskatt á verklegar framkvsémdir. Um stjórnarslitin i vetur eða ástæður fyrir þeim er óþarfi að deila. Einar Olgeirsson hefir lýst vígi stjórnarinnar . á hendur sér hér á Alþingi. Hann lýsti því yfir í umræðum einmitt um þetta frv,, að sú stefna fyrrv. stjórnar, að éndurskoða vísitölukerfið, hefði verið irrein fjarstæða og státaði af því, a'ð hans flokkur hefði lok- að þeirri leið gersamlega. En menn geta hér um bil séð, hvernig þá hefði verið að fást við þessi mál, þegar það er athugað, að jafn vel þó fallið sé frá 10 vísitölustig- um, vantar uppundir 200 millj. inn í kerfið, útflutningskerfið og vegna ríkisbúskaparins. Fyrrverandi stjórn gat ekki ieyst efnahagsmálin á kostnað framkvæmdanna úti um landið, þó að kommúnistar vildu það, því að með því hefði liún svikið stefnu sína, sem hún lýsti yfir að væri sú, að stuðla að jafn- vægi í byggð landsins. Og þó að kommúnistar vildu að stjórnin sviki þessa stefnu sína, þá kom það ekki til mála. RáÖist á framlög til uppbyggingu atvinnulífsins víís vegar um landií Fólkið á eftir að segja sitt orð og afstaða manna til slíkra fyrirætlana fer ekkieftir flokkum Til athlægis Hv. L þm. Reykv., B.iarni Bene- diktsson, ræddi hér áðan nokkuð um viðskilnað fyrrv. ríkisstjórnar. Ég hélt, að hv. þm. hefði orðið sér nægilega til athlægis hér á hv. Alþingi um daginn, út af brosleg- um mótsögnum hans'. Lýsti hann þá fyrst þeim digru sjóðum, sem eftir hefðu verið skildir i stjórnar- ráðinu, og þar með of mikið tekið af þjóðinni, en umturnaðist svo á næstu mínútum út af því að fyrrv. stjórn hefði verið gersamlega fjár þrota. Bætti svo við áæt.lunum um að lifa af því að éta upp afgang- ana og fiskbirgðirnar með. En hv. þm. virðist það mest áhugamál, að láta hiæja að sér, og endurtek- ur því þessa sömu hlálegu fjar- stæðu núna. Hann virðist vera að búa sig undir að gerast „skemmti- kraftur". á kosningasamkomu Sjálf stæðismanna og vill því ólnmr verða að athlægi strax. En hann um það. En lítið held ég, að þessi málflutningur auki veg hans' eða flokksins, og er sízt um það að sakast. Það er gott á með'an hann heldur þessu áfram. I fjármálum botnar þessi hv. þm. -ekki neitt. Ruglar öllum töl- um viljandi og óviljandi. Hann ber saman algerlega ósambærileg- ’ar skuldatölur, svo að úr verður botnlaus hringavitleysa og íalar svo um ringulreið í reiknings- færslu. AuÖheyrt hvert jbeir stefna Annars verð ég að segja, að þess ar umræður upplýsa, að ýmsu leyti betur en gera mátti sér vonir um, hvernig línurnar liggja. Ég vona, að það hafi ekki farið fram hjá neinum, hvernig þeir hv. Bjarni Benediktsson og Lúðvfk Jósefsson kepptust um að lýsa þ\ú yfir hér í útvarpinu, að öðru eins hneyksli og því, að verja 63 milljónum af gengishagnaðinum af Ameríku- láninu í Ræktunarsjóð, í Fiskveiða sjóð, í raforkuáætlunina og í Sem- entsverksmiðjuna, að öðru eins hneyksli og því, að verja þessum í'jármunum i þessar framkvæmdir, hefðu þeir ekki komið nærri. Og hv. 1. þm. Reykv. sagði meira að segja, að þetta væri ^érstakt rann sóknarefni, sem> ekki væri búið að gleyma. Já, þyílíkt hneyksli, að þessum fjármunum skuli hafa ver ið varið til þess að standa undir raforkuáætluninni, bátakaupunum, byggingunum j sveitunum s'. 1. ár og til þess að ljúka Sementsverk- smiðjunni. En þetta sýnir kannske betur en langar ræður, hvert það cr, sem þessir hv. þm. eru að fara með öllu sínu tali uni hina nýju fjárfestingarstefnu og þar fram eftir götunimi. Ég vona, að menn hafi tekið eftir þessu. í iimræðum þeirn, sem hér hafa orðið um þetta mál, hefir Einar Olgeirsson deilt mjög fast á ranga og óarðbæra fjárfestingarstefnu og fjáraustur í atvinnuvegi, sem ekki ættu rétt á sér. En grundvöll urinn undir þessu öílu saman, sagði hv. þm. að væri samkeppnin um kjördæmin. Sem' sagt, áhrif manna úti um Landið væru of mik- il. Og síðan, þegar hv. þm. hafði útlistað þetta með sterkustu orð- um tungunnar og af mikilli mælsku, þá sagði hann: Má vera að þetta lagist, ef kjördæniunum verður breytt. Og í umræðunum hér í gærkveldi kom einn af for- ustumönmmi Sjálfstæðisflokksins, Olafur Bjöi'nsson, og liclt liér fyr- irlestur urn það, sem annars veg- ar héti pólitísk fjárfesting en hins vegar það, senv kalla mætti efna- hagslega fjárfestingu. Við vitum hver liin pólitíska fjái-festing er. Það er fjárfestingin út um land, studd af ríkisvaldinu. Og í þessu sambandi var hann að taia um Fiskiðjuverið á Seyðisfirði í mjög niðrandi tón. En það var annað hijóðið í Sjálfs'tæðismönnum, þeg- ar þeir aðeins fyrir skiimmu síð- an voru að sláta af forgöngu sinni við byggingu fiskiðjuversins á Seyðisfirði. Annars er bezt að spá sem minnstu um framtíð þess. Það liggur við góða og glæsilega höfn og gæti áðui en varir komið að meiri notum en þeir halda, sem nú tala um það í fyrirlitning- artón. En það væri fróðlegt að vita ■hjá þessum hv. forustumánni Sjálf stæðisflokksins og öðrum slíkum, undir hvorn fjáffestingarflokkinn heyrir t. d. fjárfesting eins og bygging Faxaverksmiðjunnar og Hæringskaupin. Heyra þess'ar frani kvæmdir undir pólitíska fjárfest- ingu eða efnahagslega fjárfest- ingu? Og hvar koma slíkar fjár- í'estingar sem þessar inn í hug- leiðingar þessara hv þm. um kjör dæmamálið og það ,,plan“, sem þar liggur á bak við? Og þessi hv. þm., forustumaður í Sjálfstæðisflokknum, bætti því við, að ef þess hefði að undan- förnu verið gætt að halda sig við , efnahagslega fjárfestingu“, þá mundi fjárfestingin hafa minnkað í heild og allt hafa verið í lagi. Jú, sem sagt, ef ,,pressan“ hefði verið minni og minna opinbert fjármagn iagt víðs vegar um land ið til uppbvggingar og jafnvægis á margan hát.t, þá hefði gengið bet- ur í efnahagsmálunum. Reikningurinn frá Sjálf stæ Öisf lokknum Á þessu tali öllu sjá menn gleggra en nokkru öðru, hvaða lausn það er, sem raunverulega er íyrirhuguð í efnahagsmáiunum af hendi þessara manna. Það er irjargt, sem angrar Sjálf- stæðismenn um þessar mundir, og er það skiljanlegt. Eitt af þvj er framkoma flokksins í stjórnarand stöðunni undanfarið. Flokkurinn gafst alveg upp við að móta. heilsteypta stefnu og reyna að vinna sér fylgi á því. í þess síað grcip flokkuí'inn t.il skemmdarverka, heitti sér fyrir hækkunarbaráttu, sem hann vissi, að gat ekki orðið laimastéttunum til nokkurs gagns, að" ekki sé nú minnzt á landhelgismálið og lán- tökumálin. Notaði flokkurinn meira að segja atvinnurekendavaid sitt til þess að koma hækkunum á. Lét útsendarana bjóða kauphækkanir, ef tregða var að krefja'St. þeirra. Nú hefir komið fram eins giöggt og verða má, að fyrrv. ríkisstjórn sagði niönnum satt um efnahagsmálin, en Sjálfstæð- isflokkurinn sagði mönnum ósatt. Gieggsti vottur um það er tillaga Sjálfstæðisflokksins sjálfs um að þjóðarnauðsyn beri til að lækka kaupgjald ■ og afurðaverð uin 6'r. Frv. það, sem hér liggur fyrir íil 3. umræðu, fjallar i raun réttri úm að innheimta ai' þjóðinni þær hækkanir, sem Sjálfstæðisflokkur- inn eggjaði menn svo mjög á að taka s. 1. ár. Einna gleggst væri kannske að hugsa sér aðalefnið úr þessu frv. sett. upp eins og reikn- ing, og gæti sá reikningur mæta- vel hljóðað þannig: Reikningur. Til þjóðarinnar. Frá Sjálfstæðisflokknum. An.: Ofreiknað kaiiD og afurða- verð að áeggjan vorri kr. 170.000.000. Undir ætti svo að standa Sjálf- stæðisflokkurinn. Bjarni Benedikts son. Betra hefði verið fvrír alla, að ekkert hefði verið farið eftir því, sem •Sjálfstæðisflokkurinn s'agði í sumar, en þess í stað fylgt stefnu fyrrv. ríkisstjórnar. Þetta er það, ’sem raunverulega er að gerast. Sjálfstæðismenn eru óánægðir með þennan málflutn- ir.g og hafa jafnvel látið á sér skil.ja, að þeir þykktust við hann. En það kemur alveg skakkt niður, að þeir snúi þykkju sinni að okk- ur í Framsóknarflokknum eða öðr um fyrir það, hvernig þessum mál um er komið. Ekki höfum við kom ið þeim i þessa klípu. Þeir hafa gert það sjálfir, og þcir geta ekki búizt við öðru en að á þetta sé bent. Enda er sannleikurinn sá, að þótt enginn benti á þetta í nokk urri ræðu, þá mundi það alls ekki fara fram hjá mönnum samt. Það cr alveg óhugsandi. Þeir, ,cm fylgzt hafa með stjórnarandstöðu Sjálfstæðismanna og vinnubrögð- uni þeirra undanfarið, kunna á þessu alveg glögg skil. Það munu Sjálfstæðismenn eiga eftir að finna. Slúíursögur Bjarna Þegar þessi mál bcr á góma, reynir hv. 1. þm. Reykvíkinga að dra'ga athyglina frá aðalatriðiiru ■með tveimur slúðursögum. Önnur er um till. Framsóknarmanna í bæjarstjórn Reykjavíkur um Dags brúnarkaupið. Samhengi þessa máls er þannig að Sjálfstæðismeriu ætlúðu að hefna sín á Dagsbrúnannönnum með því að halda fyrir þeim eðli- leguin kauphækkunum, eftir að ,'iðrir voru búnir að hækka hjá sér. Það átti að vera refsingin fyr j ir það, að Dagsbrún hafði lengur farið eftir aðvörunum ríkisstjórn arinnar gegn kauphækkunum eu önnur félög og minna skeytt um útsendara Sjálfstæðisflokksins. í En till. Framsóknarmannsins í bæjarstjórninni var um það, að Dagsbrúnarmenn skyldu njóta sambærilegrar afgreiðslu og aðr ir, en slík hefir æviulega verið afstaða Framsóknarflokksins. Þá er það sagan um SÍS og kaup hækkanir minar í Sambandinu. Alltaf þegar Bjarni Benediktsson er settur í klípú út af framkomu flokksins í efnahagsmálum, gríp- ur han.n til þessarar sömu slúðui' sögu, að ég hafi reist nýja kaup- hækkunaröldu 1956 með því a<» gangast fyrir kauphækkunum hja SÍS. Málavextir cru þessir: Ný launalög komu í gildi 1. janúar 1956, og kaup opinberra starfs- manna hækkuðu utn cá. 10' . Reykjavíkurbær hækkaði kaup- greiðslur sínar um nritt sumar. SÍS hækkaði til samræmis um haustið, og‘ gilti hækkuuin frá 1. janúar 1956, sáma tíma og' nýju launalögin. Hcr cr hreinlega um alveg hliðstæða breýtiiigu að ræða og var í launalögúm ríkis- ins og hjá Reykjavikurbæ. Á- kvörtunin tckiu seinna, en greiti frá sama tíma. Háttvirtur þing- maður býr lireinlega til slúður- söguna um nýja kauphækkunar- öldu, seni SÍS liafi reist, og' end- urtekur liana með viku millibilr. eða svo í Morgunblaðiliu, í því trausti að sé Iygin endúrtekin nógu oft, þá verði henni trúað. Þetta á að draga athyglina frá hækkunarbaráttu Sjálfstæðis- manna, sem þó öll þjóðiu þekkir. og þess vegna er þetta þýðingar- laust. AfstaÖa til frumvarps stjórnarinnar Framsóknarflokkurinn >> hefir ekki- haft aðstöðu til að koma á samtökum um þau vinnubrögð i efnahagsmálum, sein hann taldi þjóðarnauðsyn. Það liggur ekki fyrir nú heildaryfirlit "úm af- greiðslu efnahagsmálánna, en það' sem vitað er, bendir eindiegið til þess, að stefnt sé til stórfellds hallarckst'urs, sem ásamt' fleiru verði til að reisa nýja verðbólgu- öldu og gera efnahagsmáliu erfið- ari eftir nokkra mánuði cn þau hafa nokkru sinni áður verið. Framsóknarmeim munu enga ábyrgð taka á ráðstöfunum ríkis stjórnarinnar. Flokkurinn mun á hinn bóginn ekki, þar sem hann hefir engin tök á að koma fram heildarráðstöfunum, scm hann hefir trú á, beita þingstyrk sinum til þes að fella þá þætti i till. ríkisstjórinarinnar, sem að Iians dómi mega teljast tilraun til að halda í rétta átt eða eru óhjákvæmilegir, til þess að fram- leiðslan haldist gangandi, og jafn vel þótt einhverja galla megit á þeim tillögum finna. Framsóknarmenn rinin ekki! gei'ast skemmdarverkamcnn í stjórnarandstöðunni. Afnema kjördæmin og taka upp nýja „fjár- festingarpólitíka Yfir hefir nú verið lýst pólitísk um ófriði til þess að afnema öll kjördæmin utan ReykjaVíkur og heilögu stríði lýst um nýja fjár festingarstefnu i stað pólitískrar. þegar kjördæmunum liefir verift breytt. Áður hafa Franisóknar- inenn bont á, að lokamark and- stæðinganna væri að afriema kjördæmin, en það hefir verið svarið og sárt við lagt, að slíkt; kæmi ekki til greina. Þetta væru bara getsakir Framsóknarinanna, en hvað kemur í ljós? Nú er því yfirlýst, að.ætUin- in sé að lögleiðá örfá slpr kjör- dæmi. Það er erfitt að gaftga fram an að mönnum og segja, áð yerifl sé með þessu að taka a£ þein:' mikilsverðan rétf og minnka á- hrif héraðanna. Þess vagna yer'ður að reyna að dulbúa sig í vinargerv- ið sem fyrr, og það er áður vcl þekkt.. Nú er sagt: Það á að kjósa jai'n marga samíals og' áður. Það o.r meira að segja áukinn réttur ao < Framb k 8 sí'öuA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.