Tíminn - 11.02.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.02.1959, Blaðsíða 3
TÍMINN, mfövikudaginn 11. febrúar 1959. 3 ' • •,. :• V’ S': •'''»33!5eBH llfe SS^It^síS" " -'S agigl^; ? ~ ^'vV ' l'^vr:;;.; -;::' • v-r ,** ffv*aíáj í EW Fyrrverandi þingforseti, André le Trocquer, er niaður þekktur aS lífs- gleöi, og var þessi mynd tekin af honum við frumsýningu í París. — ?? LJÖSRAUDIR BALLETTAR" Búizt er við, aS þaS verSi eitt mesta Jrneykslismál í söcpu FrakkJands, þegar IjóstraS verSijr upp um hina svonefndu „IjósrauSu ball- etta", sem imikiS hafa veriS til umtals þar í landi og víS- ar upp á síðkastiS. Dómstól- ar í París bafa fyrir nokkru opinberaS grun sinn á hend- ur þrern af þekktari mönh- um Frakklands. Hinir grunuðu eru fyrrverandi þingforseti, André ie Trocquer, hinn heimsþekkti hárgreiSslusér- fræðingur GuiltaUme og forstjóri einriar stórverzlunanna nálægt Operutorginu, Jean Jessier. Búizt var við að fleir: bættust í hóp hinna grunuðu, allt vel þekkt fólk á aldrinum frá 50 til 70 ára. Tilviljun Það er hrein tilviljun, að upp komst um félags'skap þann, sem hélt uppi liinum svonefndu „Ijós- er nafnið, sem almenningur á Frakk- landi hefir gefið Ijósfælnum atburð- um, er áítu sér stað þar í landi nýlega og búizt er við að orsaki enn eitt stór- hneykslið þar - jafnvel hið mesta, sem sagan greinir frá. sig, og gaf loks upp nöfn nokk- urra viðskiptavina sinna. Þetta er ein ungu stúlknanna, sem Þingforsetinn komu fyrir rétt í sambandi við Það varð auðvitað yfirvöldunum „Ijósrauðu ballettana". hið mesta áfall, þegar í ljós kom, ý>,„ ' - . . >'J ■ ■■■ - »\*M&'***»»#• •v,, J', ‘-V ' i. ■ ■■ ■V • . ••-. • -. ‘‘ • y «»**’»** •"■'"•■ Wm ■ ■ V " .., ........ .■ ■ ; Þefta er veiðimannahús Lúðvíks fjórtánda, en þar er álitið að „Ijósrauðir ballettar" hafi farið fram. rauðu ballettum“. Nýlega var hand tekin 16 ára gömul stúlka, vegna þess að hún flakkaði um en átti hvorki heimili né hafði fasta at- vinnu. Þegar hún var yfirheyrð, ljóstraði hún bví upp, að hún hefði starfað fvrir stofnun eina, sem ekki væri hollt að hafa hátt um, en hefði séð fyrir stúlkum til að dansa nektardans á heimilum vel efnaðs fólks. Hún gaf upp nöfn á nokkrum vinstúlkum sínum, sem hún kvað einnig hafa starfað við hið sama. og í liós kom, að flestar voru þær undir 15 ára að aldri. Það kom ekki sízt lögreglunni á óvart, að höfuðpaurinri í starfsemi þessari reyndist vera lögreglumað- ur, umferðarráðunautur hjá lög- reglunni í Parjs, Pierre Sorlut að nafni. Hann neitaði fyrst algerlega að hafa komið hér nokkuð ná- lægt, en eftir strangar yfirheyrsl- ur í marga daga fór liann að iáta að þingforseti væri meðal þess : fólks’, sem hér kom mtest við sögu. Sjálfur neitar forsetinn að hafa átt þátt í „ljósrauðu ballettunum". — Ég hefi nokkrum sinnum boðið heim til mín ungu fólki, segir hann, — en það átti ekkert skylt við slíkt. En svo virðist sem for- setinn viti á sig sökina, því að hann hefiy ekki höfðað mál á hend ur þeim blöðum, sem sagt hafa skýrt og skorinort, að hann væri líklega sekur. Og svo áleit hið op- inbera sig hafa nógar sakir á hann til þess að skipa honum opinber- lega á bekk nieð þeim grunuðu. Með tilliti til aldurs hans, sen er 74 ár, og ekki síður hins, að hann er bæklaður, en tekinn var af hon- um annar handleggurinn í stríð- inu, hefir hann fengið leyfi til að ganga laus meðan rannsókn máls- ins fer fram. Vegna þess hve margir þekktir menn eru álitnir koma við sögu í þessu máli, hafa rúðurnar \ dóms- salnum verið málaðar svartar, þannig að þeim, sem eiga leið fram hjá, sé ekki unnt að komast að því hverjir eru yfirheyrðir hverju sinni, og einnig er fólkið flutt með mikilli leynd til dóms- liússins, til þess að blaðaljósmynd- ararnir nái síður í það. Stúlkurnar, sem tekið hafa þátt i „ljósrauðu ballettunum“, hafa verið fengnar að frá dansskólurri, börum, þar sem léttlyndar stúlkur halda sig, og fyrirtækjum, sem sjá um að leigja út stúlkur til nektar- dans og lögreglumaðurinn Pierre Sorlut hafði kynmök við þær allar áður en hann tók þær til starfa við hið vafasama fyrirtæki sitt. Hann gehk jafnvel oft svo langt, að ná kynnum fjölskyldu þeirra áður en hann réði þær, og koma sér þar vel innundir með þeim fullvrðingum, að hann „hefði góð sambönd, sem hann gæti notað dóttur þeirra í hdg“ við kvikmynd ir eða leikhús. Á mestu velgengnisárum sínum ók Sorlut í lúxusbíl og yfirleitt er óhugsandi, að yfirmenn hans og starfsfélagar hafi ekki veitt því at- hygli hve hann barst óeðlilega mikið á. Þess vegna er sú spurn- ing nú á vörum manna í París, livort ekki séu fleiri lögreglu- menn viðriðnir málið, og þá hafi ef til vill verið þaggað niður í þeim með því að bjóða þeim sinn hluta af því sem fyrirtæki lög- Það var dansað dátt og miðaldra Parísarbúar höfðu mikið gaman af reglumannsins hafði upp á að b.ióða. Það styður líka þessa skoð- un, að árið 1954 var hann tekinn höndum, þegar tvær ungar stúlk- ur ákærðu hann fyrir að hafa boð ið þeim á klámmyndasýningu á ríkismannslieimili í Neuilly, en 48 stundum eftir að hann var hand- tekinn var hann kominn úr fang- elsinu og málið var „gleymt". Sjóræningjar nútímans Leika ia»sum haia á Kísiahafiuu — skip og 12 maniia áhöfn þess hurfu nýiega Það lítur út fyrir að sjó- ræningjar sigli enn fleytum sírtum um heimsins höf. Að minnsfa kosti er álitið, að það sé af völdum sjóræn- ingija, að 495 smálesta segl- skip með hjáSparvél hvarf á Kínahafinu, en 12 manna áhöfn þess hafi verið látin í iand á kóralrifi í sunnan- verðu Kyrrahafi. Tryggingafélag LLoyds í London bað nýlega um upplýsingar um hið horfna skip, sem heitir Jan Crouch. Það hefir ekkert heyrzt frá skipinu í fjóra mánuði, eða síðan það lét úr höfn í Hongkong og hélt áleiðis til Adelaide í Ástralíu. Þegar daginn eftir að skipið hélt af stað, hvarf allt skeytas'amband við það, en þá var það statt á þeim slóðum, þar sem ekki þótti sennilegt að neitt gæti j komið fvrir það, enda var veðrið hið bezta. í London hafa menn þá skoðun, að Jan Crouch, sem var með brezk an skipstjóra um borð, hafi fallið í hendur sjóræningja, sem í dag leika lausum haia á Kinahafinu og gera þar usla í smærri s'kipum. Þess utan hefir brezki flotinn lát- ið það uppskátt, að flugmaður á hervél, sem var á eftirlitsflugi ein- mitt með sérstöku tilliti til sjó- ræningja, hafi séð flokk manna á kóralrifi um 500 kílómetra fyrir norðan Labuan á brezku Borneo. Þessum mönnum hafði þegar síð- ast fréttist ekki borizt nein hjálp, en flugmaðurinn þóttist geta skil-! iö af merkjamáli þeirra, að þeir! hefðu ekki strandað á rifinu, held- ur verið settir á land. Við erum orðnir dálítið tízkusinnaðir hér á þriðju siðunni, en kven- fólkið virðist kunna því vel og gerum við því ekkert lát á sókninni. Til vinstri er tweedfrakki, sem sýndur var nýlega á tízkusýningu í Lundúnum og er samkvæmt vortízku 1959. En takið þó sérstak- lega eftir því, að sýningarstúlkan er með hárkollu — það virðist nú vera farið að þykja fínt, a. m. k. í útlandinu. Með myndinni í miðjunni fylgir sú skýring, að flauel sé i móð sem stendur, bæði í höfuðföt og annað — og að þessi höfuðbúnaður fari einkar vel þeim, sem hafi prófíl til að bera hann. Þá er það myndin lengst til hægri. Hún sýnir líka höfuðfat, en tæplega jafn skjólgott, nefnilega strútsfjöður eina saman, sem stungið er i hárið. Ekki heppilegt á íslenzka þorranum en laglegt i samkvæmi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.