Tíminn - 11.02.1959, Side 7

Tíminn - 11.02.1959, Side 7
T I M I N miðvikudaginn 11. febrúar 1959. 2 GuÐBRANDUR MAGNÚSSON: £titgmn (eifát úr iaiinai Sarvnleikurinn fer ekki um hverfís jörðina á áttatíu dög um, sagði Þórbergur ein- hverju sinni. Og þó er þetta ekki framar sannleikur — væri Honum leyft það! Svo örar og ótrúlegar eru tækni- framfarirnar! Þegar ég öðru sinni kom að sýmngarglugga Morgun- blaðsms til þess að virða fyr- ir mér það, sem bar er nú verið að sýna, rann upp fyrir mér hversu ég stóð þarna frammi fyrir stórbrotinni staðreynd. Málverfcalistin hafði eignast sina samgöngubót, sinn vagn, sína vængi. Hljómíistin hafði upplifað hlið- stæt't uadur áður, með tilkomu hljöðneamns og hljómplötunnar. Þar.na í glugganum blöstu við manni snilldarverk íslenzkra lista- manna, eldri og yngri. Prentiistin er nú komin á það stig, að geta endurgjört, endursagt sérhverja málaða mynd með þeim hætti að hún haldi listgildi. Ilingað til hafa snilldarverk list- málaranna aðeins verið til í einu eintaki. enda verðmæti þeirra margra orðið heil auðæfi. Að sjáífeögðu er þessi eftirprent un ekki algjör eft'irmynd fruin- myndarinnar, en svo nærri er kom ist frutamyndinni í teikningu og áferð, a8 þótt litasamstæðan sé ekki nákvæmlega í mark, er þess gætt, ai faún sé svo samkvæm og samstiilt, að hún orki sem heild og nái áhrií'um áþekkum og frum- myndin. Hér er þvi komin til sögu mikils verð samgöngubót — bylting, ekki óáþekk iteirri sem varð i bókagerð, þegar Gútenherg fann npþ prent- listina. Til jarSteikna um þessa nýtil- íkomnu tnenningarframkvæmd er sýningia á eftirprentununum af málverkum irægustú snillinga 19. aldarinnflr, sem Frakkar sendu út hingaé og margir muna. ★ Xú hefir framtakssamur for- leggjari, íiér á landi, sá sem megin áherzlu hefir lagt á að gefa út al- íslenzkar bókmenntir, snúist að því, að IMa eftirprenta íslenzk mál verk, hvert um sig í nokkur hundruií eintökum, til sölu innan- lands og utan, eftir þvi sem verk- ast vill. En þess -er að geta, að hér er um takmörkffiS upplög að ræða, þannig að alveg er víst að sölugildi þess- ara mynda vex með tíð og tíma, í humátt á eftir frummyndunum, en þó því aðeins að tryggt sé, að ekki verði geríSar af þeim fleiri eftir- prentanir, Þá vakir fyrir Ragnari Jónssyni, þegar lokíö hefir verið með þess- um hætti útgáfu hæfilegrar tölu íslenzkra listaverka, að koma á farandsýhingu um sem flest lönd. En sá mikilsverði kostur fylgir myndagerð þéssari, að hún yrði bæði auðveldari og ódýrari í slikri sýningarför en frummyndirnar. — Enda sjálf öndvegisþjóð málaralist arinnar tekin að senda slíkar far- andsýningar litprentaðra listaverka víðs vegar um löndin. ★ Það, sem þó fyrst og fremst vak- ir fyrir Ragnari Jónssyni, er að koma þessari listgrein, þessum menningarkapitula í samband og eigu almennings hér á landi. Er það segin saga að þessi viðleitni getur ekki orðið unnin fyrir gíg, með þjóð. sem á og skapað hefir slíkan listarauð sem fóigin er í ís- lenzkum bókmenntum að fornu og. nýju, í bundnu máli og óbundnu, þjóð sem alin er í jafn fögru landi við heiðríkju og birtu sem land- ið er öfundað af, þjóð sem á rúmri mannsæfi, eftir að hún reis úr ör- birgð eignast hefir hvern snilling- inn af öðrtim á sviði málaralistar og höggmynda. Slík þjóð, við slik- ar aðstæður, verður ekki síð- ur músíkkölsk fyrir milligöngu aug ans en eyrans en söngglaðir eru íslendingar sem kunnugt er. Loks >er þessi framtaksemi ætluð til að verða eins og aukinn mark- aður fyrir hlutaðeigandi listamenn, sem að sjálfsögðu bera úr bítum, beint og Óbeint við þessa i'ramtak- semi. ★ Þá vekur þessi útgáfustarfsemi. t'il hugleiðinga um. þa'ð’, hversu þessi myndlistarprentun í framtíð kemur til með að setja svip á heim ili, sem til þessa yfirleitt hafa átt lítilla kosta völ, hvað góðar vegg- myndir snertir. Með þessari framtakssemi er þá með vissum hætti verið að leysa okkar ungu en grózkumiklu málara list úr þeim álögum — ofan á herp inginn sem fámenni þjóðarinnar og einangrun skapar — að hún þurfi að einangrast á söfnum, sem svo eru fátæk að húsrými að ár kunna að líða án þess að safnmyndir fái að sýna sig þar á veggjum, en á einkaheimilum er það íjölskyldan ein og takmarkaður vinahópur, sem fær notið málverka, sem þar eru til. Er þetta enn meiri bylting en þegar tekið var að ljósprenta okk- ar frægu fornhandrit, og þá fyrir það, hversu málverkin eru „auð- Iesnari“ en handritin. Eg kom nýlega þar sem fyrir var vel valið og eins og skemmtilegt sýnishornasafn af verkum margra okkar færustu listmálara. Á þeirri stund varð mér Ijóst hvílíkri býsn listmálararnir þegar hefðu aukið við íslenzkan þjóðar- auð, ekki eldri en hún er hér þessi listgrein. í hugann fylgdi síðan spurningin hvers virði það væri þjóðinni að eiga Nóbelsskáld. Og tekur nú brátt að vænkast hagur listamanna okkar, þegar hin- um íslenzka meðalmanni er farið að verða hlýtt til þeirra — einnig af þjóðhagsleg'ri matarást. G. M. MUGGUR: Sjöundi dagur í Paradís. 8888 3«88c ' JÓN STEFÁNSSON: Sumarnótt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.