Tíminn - 01.03.1959, Blaðsíða 6
6
T í M I N N, sunmutaginn 1. miarz 395S
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323
Prentsm. Edda hf. Sími eftir ki. 18: 13948
Hin nýja efnahagsmálastefna:
byggðar á sandi
Afsakanir stjórnarflokkanna eru
VIÐ íslendingar erum
taldir manna pólitískastir og
er aÆ vísu ekkert nema gott
um það að segja. Hitt er lak-
ara, að pólitísk afstaða ým-
issa stjórnmálamanna okk-
ar virðist stundum mótast af
fulimiklu alvöruleysi og
vera meir mörkuð hverfulum
stundarsjónarmiðum en
góðu hófi gegnir. Eru þvílík
vinnubrögð þeim mun ógiftu
samlegri þar sem þeirra gæt
ir ósaldan við meðferð hinna
þýðingarmestu mála. Er
skammt að leita fanga til að
finna dæmi þess, þar sem er
kjördæmabreyting sú, sem
nú stendur fyrir dyrum og
er helzta, ef ekki eina áhuga
mál núverandi stjórnar-
flokka, eins og sakir standa.
Má með eindæmum heita
það ábyrgðarleysi, að ætla
að flaustra því verki af á
fáeinum vikum, þar sem um
er að ræða gjörbyltingu á
því skipulagi, sem gilt hefur
allt frá því að Alþingi var
endurheimt ,eða í meir en
hundrað ár.
Sagan endurtekur sig. —
Tvisvar áður hafa sömu
fiokkar staðið að breyting-
um á kosningafyrirkomulag
inu, 1934 og 1942. Hvoru-
tveggja breytingarnar voru.
knúðar í gegn að' lítt athug
uöu máli, enda báru þær á-
berandi merki þess. Gallar
þeirra voru gegnsæir þegar
i byrjun. Og nú er svo komið
að flestir fordæma þær og
vill naumast nokkur við fað
ernið kannast. Voru þær þó
litilsháttar samanborið við
þau áform, sem nú eru uppi.
Ætla hefði mátt, að kjör-
dæmabreytingaflokkarnir
gætu eitthvað lært af fyrri
mistökum sínum. Svo virð-
ist þó ekki vera.
ÞEGAR iitið er yfir „rök
semdir“ stjórnarflokkanna
fyrir nauðsyn þess, að kasta
fyrir borð núgildandi kjör-
úæmaskipun, þá ber tvennt
hæst. Annars vegar er sú
ástæða, að koma verði í veg
fyrir að sú „óhæfa“ endur-
taki sig, að flokkar geti
myndað með sér kosninga-
bandalag þvílíkt sem það, er
Framsóknar- og Alþýðuflokk
urinn höfðu með sér við síð
ustu Alþingiskosningar. Af
eðlilegum ástæðum eru þetta
þó einka„rök“ Sálfstæðis-
manna. Ef taka ætti þessá
ástæðu alvarlega sýnist kyn
legt, að þessi sjálfskipaði
verndari pólitísks siðgæðis í
landinu, skyldi ekki koma
auga á hana fyrr. Einu sinni
var uppi fyrirbrigði í ís-
lenzkri pólitik, sem nefnd-
ist Bændaflokkur. Sjálfstæð
ismenn voru því ekki and-
vígir, að efla þann flokk til
áhrifa gegn þvi skilyrði, að
fá yfir honum nokkurt hús-
bóndavald. Þessir flokkar
gerðu eitt sinn með sér kosn
ingabandalag á líkan hátt
og Framsóknar- og Alþýðu-
flokkurinn síðar. Þá var aö
sjálfsögðu ekkert við það að
athuga. Nokkru síðar var
kjördæmaskipuninni breytt
en enginn heyrði Sjálfstæð-
ismenn ympra á því, að
þeim breytingum yrði að
haga þannig, að þær kæmu
i veg fyrir að slíkt bandalag
gæti endurtekið sig. Það var
ekki fyrr en aðrir flokkar
gripu til gefins fordæmis,
sem Sjálfstæðismenn komu
auga á þá hættu, sem lýð-
ræðislegri stjórnskipan lands
manha hlaut að stafa af því
líkum bandalögum. Þetta
mun heita að sofa yfir sig.
HIN' ÁSTÆÐAN er sú,
að hlutfallskosningar i fáum
og stórum kjördæmum- séu
nauðsynlegar til þess að
tryggja það, aö meiri hlut-
inn ráði. Allt annað sé ólýð-
ræðislegt. Einig þetta virðist
næsta ný uppgötvun hjá
Sjálfstæðismönnum a. m.k.
Ekki er langt um liðið, síðan
þeir voru að reikna það út,
að rpeð því að bæta við sig
fáeinum atkvæð'um í nokkr-
um kjördæmum, myndu þeir
ná hreinum meirihluta á Al-
þingi. Eggjuðu þeir atkvæða
smala sína lögeggjan að
standa sig nú og góma þess
ar fáu hræður, sem á vant-
aði. Auövitað dugði það ekki
til þess, að þeir næðu meiri
hluta með þjóðinni. Það var
aukaatriði. Hitt eitt skipti
þá máli, að tryggð yrði meiri
hluta aðstaða þeirra á Al-
þingi. Nú er sú von að engu
orðin að óbreyttri kjördæma
skipun. Og það með er lika
kjördæmaskipunin orðin svo
gjörsamlega óhæf, að til
hennar má rekja flest það,
sem úrskeiðis gengur í ís-
lenzkum þjóðmálum, að
dómi skipshafnarinnar á
stj órnarskútunni.
HITT er svo þar að auki
að ályktun þeirra stjórnar-
sinna um réttlæti hlutfalls
kosninga ,er byggð á fölskum
forsendum. Hlutfallskosning
ar tryggja það alls ekki ör-
ugglega ,að meiri hluti kjós-
enda ráði. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur haft meiri hluta
aðstöðu í bæjarstjórn Reykja
víkur þó að hann væri í
minni hluta í bænum. Á
þessari stundu hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn meiri hluta
1 a.m.k. tveimur bæjar-
stjórnum kaupstaða úti á
landi, þótt hann sé í minni
hluta meöal kjósenda í við
komandi bæjarfélögum.
Þannig eru megin„rök“
stjórnarflokkanna fyrir rétt
mæti þeirrar kjördæma-
breytingar, sem þeir áforma,
reist á hæpnum, svo ekki sé
beinlínis sagt fölskum for-
sendum.
„Etið, drekkið og verið
glaðir“ - „Torgið troginu“
Úr þinprgsSu Skúla GuSmumlssonar
Þegar þingsályktunartil-
laga Ólafs Björnssonar 9.
landskj. þingm. um birtingu
skýrslna um fjárfestingu
var til umræðu í sameinuðu
Þingi s. I. miðvikudag, tók
Skúli Guðmundsson til máls
og fer útdráttur úr ræðu
hans hér á eftir:
— Tillaga sú, sem hér liggur
fyrir, er um birtingu skýrslna um
fjárfestingu. Það lítur út fvrir að
flutningsmaður tillögunnar líti
svo á, að við búum enn við tilfinn
anlegan skort á skýrsjum. Og harm
vill gera sitt til þess, að úr þeim
skorti verði bætt. Og nú. eru það
skýrslur um fjárfestingu, sem okk-
ur vantar.
„Fjárfesting'* eða „neyzla"
Það er ekki langt síðan, að orðið
fjárfesting heyrðist fyrst í okkar
máli. Ég verð að játa, að mer er
ekki fullkomlega ljós merking
þess, en helzt hefi ég komizt að
þeirri niðurstöðu, að með því sé
átt við fjármagn, sem varið er til
verklegra framkvæmda og ég held
líka öflunar atvinnutækja. í tillög-
unni og greinargerð, sem henni
fylgir, er talað um að fá þurfi sem
fyllstar upplýsingar um, hvernig
þjóðarframleiðslan skiptist milli
fjárfestingar og neyzlu. En ýmis-
legt sýnist mér nú óljóst í þessum
efnum og vafasamt hvernig muni
takast sundurgreiningin í þessa
tvo flokka. Það er líka mikið vafa-
mál, hversu vel þetta nýja orð —
fjárfesting — túlkar þær hug-
myndir og þá hluti, sem því er
ætlað að lýsa. Um þetta er auðvelt
að nefna dæmi. Við getum hugs-
að okkur tvo menn. Annar þeirra
notar tekjur sínar eitthvert árið,
að svo miklu leyti sem hann hefir
tekjur afgangs daglegum þörfum,
til þess að byggja hús. Það er víst
kölluð fjárfesting. Hinn maðurinn
notar afgangstekjur sínar að mestu
fyrir tóbak og brennivin. Þetta er
víst ekki fjárfesting. Mér skildist
á háttvirtum flutningsmanni áðan,
að þetta væri neyzluvarningur og
mundi vega mjög þungt í hinum
nýja vísitölugrundvelli, sem nú á
að taka upp. Svo að þetta á víst
að færast í neyzludálkinn. En
hvað er þá að segja um festing-
una? Maðurinn, sem lagði fé sitt
í húsbygginguna, getur und;r
venjulegum kringumstæðum haft
af því arð og hann getur einnig
tindir venjulegum kringumsíæðum
selt þetta hús og losað peningana
aftur, ef hann vill nota þá til ann-
arra hluta. En hjá hinum koma
1 peningarnir ekki aftur. Vínið er
runnið, tóbakið er brunnið. Pen-
ingarnir fastir. Sá, s'cmi greiddi þá
af höndum, getur ekki náð þeim
aftur, þótt hann gjarnan vildi, og
notað þá til annars. Og þó heilir
þetta ekki fjárfesting á nútima-
máli.
Að vísu má segja, að það fé,
sem menn nota til tóbaks- og
brennivínskaupa, fari aðallega í
skattgreiðslu til ríkisins. Og þess-
ir skattar hafa þá sérslöku náit-
úru, að menn greiða þá fríviljug-
lega. Það er alveg óþarfi að birta
j í blöðum og útvarpi áskoranir til
. nvanna um að greiða þessa skatta
. og láta þar með fylgja lögtakstil-
kynningar eins og venja er til um
ýmis önnur gjöld. Nú má að visu
segja, að greiðandinn geti notið
að sínum hlufca eins og aðrir lands
menn þeirrar þjónustu af hendi
þess opinbera, sem það lætur í té,
| m. a. fyrir þessar tekjur. En við
getum líka nefnt annað dæmi um
; ráðstöfun tekna. Við skulum
hugsa okkur bónda, sem nota*
tekjur sínar að svo . m'.klu rem
hann gelur t:l að rækta j'jrð ‘■ína,
byggja peningshús o. s. frv: Þetta
er fjárfesting og fjárfe vlng, sem
gefur arð. En annar maður fer á
sama ári út um lind og álfur í
loftköstum og notar tekjur ,-inar
•til að greiða -með ferðako .fnað.
Mér skilst. að þetta sé ekki fjár-
festing, heldur neyzla. Eð'a litað
seg r háttv. 9. landski. um það?
Menn geta haft af slikum ferðalög
um fróðleik og ánægiu og átt um
þau góöar minn'.nga1* en féð kéni-
ur ekk: aftur og ckkprt af því
kemur í ríkiskassann ein? og veru
legur hlutt þess, sem eytt er fyrir
fóbak og vin, því þótl inenn verði
«ð greiða fyrir þann erlenda giáicl
eyri, sem þeir fá til ferðalagá h.'
u. b. það, sem kostar að afla gjáld-
eyrisins, þá eru það ekki tekjtir
fyrir rikið.
Er „fjórfesting'‘ of mikil?
Það er mjög tíðkað nú að tala
um of mikla fjárfestingu í okkar
þjóðfélagi og sagt, að úr henni
þurfi að draga, svo að meira verði
afgangs til neyzlu. Til þers að
bæta lífskjör þjóðarinnar þurfi að
auka neyzluna. Ýmsir fræði- og
sljórnmálamenn tala á þessa lund.
Menn hlusta á raddir þeirra og
margir taka undir. Sagt er, að
ýmiss konar vandi í efnahagslíf-
inu verði bezt leystur með því, að
draga úr fjárfestingu og auka
neyzlu og margir vilja eiga hlut
•að slíkum lagfæringum á okkar
efnahagslífi. Það mun talin þjóð-
holius'ta.
í þeim hópi munu þeir eflaust
vera, veitingasali einn hcr í borg-
inni og viðskiptavinir hans. Með
þorrakomunni í vetur stofnaði veit
ingamaður þess til kappáts mikils
í greiðasöluliúsi sínu. Þar var að
sögn borinn fram þjóðlegur mat-
ur í trogum. Ekki veit ég hvort
þar var saltfiskur með, s'cm, háttv.
9. landskj. var að tala um áðan
og er hann þó vissulega þjóðleg
eg góð fæða. En á þessum stað
þreyttu menn kappát allt hvað af
tók. Svo virðist sem sú íþrótta-
grein njóti nakkurrar hylli hór í
höfuðstaðnum og jafnvel víðar.
Og birtar eru mvndir af sigurveg-
urunum í þessari keppni og verð-
laun fá þeir að sjálfsögðu.
•Þessir menn og fleiri hlýða kalli
fiæðimannanna og stjórnmála-
mannanna, sem segja: Fjárfesting-
in þarf að minnka. Þá getur neyzl-
an, þ. e. a. s. evðslan, aukizt og
þá batna lífskjörin. Kenning
þeirra er: Reynið ekki of mikið á
ykkur við að byggia upp og rækta
landið. Leggið ekki of mikið fé í
vegi og brýr, flugvelli og hafnir.
Ekki of rmlkið í rafstöðvar og raf-
linur um landið, ekki of mikið fé
'til þess að koma upp verksmiðjum,
kaupa vélar og skip. Blessaðir far-
ið þið dálítið hægar í þessu. Látið
þið minna fé í þetta. Þá verður
meira eftir til neyzlu eða eyðslu,
þá verða lífskjörin betri, þá líður
þjóðinni betur andlega og líkam-
lega. Boðorðið er: „Etið, drekkið
og verið glaðir". — „Torgið trog-
inu“, eins og það var orðað í dag-
blaði ejnu á dögunum.
I
Hafa lífskjörin ekkert
bafnað?
J í greinargerð með tillögunni
segir, að upplýsingar um fjárfest-
j ingu og fjáröflun t:l hennar hafi
J verið af skornum skammti. Þó seg
jir hér, að á síðasfa Alþýðusam-
, bandsþingi hafi verið lagðar fram
! injög athyglisverðar upplýsingar
nm skiptingu þjóðarframleiðslunn-
ar síðast liðin 10 ár, milli fjárfest-
ingar og neyzlu og í framhaldi af
því segir í greinargerðinni:
..Það vai -nnfremur upplýst i
umræddri skýrshi, að neyzlan á
mann, en það má telia bezta mæli-
kvarðann r, íifskjör almer.nings og
breytingar á þeim, s'é nú svípuð og
1948, en það þýðir, að enginn ár-
mgur er enn sýnilegur af þeim
geysi þungu byrðum, sem lagoar
bafa vcrið á þióðina með' þessari
miklu fjárfestingu, 1 bættum lífs-
kjörum“.
Ég vil nú segja, að það sé meir
en vafasöm kenning, að enginn
árangur í bættum lífskjörum hafi
crrðið af þeim miklu framkvæmd-
um og framförum, sem hér hafa
átt scr stað síðasfa áratugiim. Er
það virkilega skoðun háttv. 9.
landskj., að lífskjörin geti ekki
batnað jafnvel þó að svoneínd
neyzla aukist ekkí? Það er vissu-
lega ástæða til að íhuga þctta
nokkuð nánar. Hvað má segja um
það, ef maður byggir nýtt hús yf-
ir sig og fjölskyldu sína og flytur
í það úr litt nothæfu húsnæði?
Batna lífskjör hans og fjölskyld-
unnar ekkert við það? Hvað má
segja um nýju skipin, sem komið
hafa hingað til lands síðustu ára-
tugina, t. d. fiskiskipin í' staðinn
fyrir opnu róffrars'kipin óg skút-
urnar? Hafa lífskjör sjómanna
ekkert batnað við þetta? Hvað má
segja um bónda eða iðnaðarmann,
sem fær betri tæki' fil að vinna
með og sem gera honum fram-
leislustörfin miklu léttan? Batna
lífskjör hans ekkert við það? Eða
bættar samgöngur. Við höfum
byggt flugvelli og keypt flugvélar,
lagt stórfé i vegagerðir, brúabygg-
ingar og bifreiðakaup og nú ferð-
ast rnenn inc-ð miklu auðveldara
móti en áður var. Áður þurftu
vermenn að vaða kloísnjó, eins og
segir í frægu kv-nði. Það þekkist
ekki nú orðið Og hvað um fram-
kvæmdir í raforkumálum? Háttv.
þingm. nefnir hér í greinargerð
árið 1948 til samanburðar. Síðan
hefir verið lagfc stórfé í nýjar raf-
stöðvar og raflinur. Fjöldi fóLks
í kaupsfcöðum. kauptúnum og sveit
um hcfir á bessu árabili fengið
rafmagn til heimilisnota, sem það
hafði áður ýmist ekki eða þá mjög
ófullnægjandi. Hafa þessar fram-
kvæmdir ekkert bætt lífskjör þes's
fólks, sem þeirra hefir notið? Hátt
virtur þingmaður ætti að spyria
þetta fólk. Hann ætti t. d. að tala
við húsmæð'urnar á þessum fjöl-
mörgu heimilum og spyrja þær að
því, hvort íífskjörin hefðu ekkert
batnað við það, að heimilin fengu
rafmagnið frá ríkisrafveitunum?
Ég fæ ekki séð, að þessi ályktun
háttv. þingmanns fái staðizt.
Er brýn þörf að auka
„neyzluna"?
Það er mikill s'iður hjá okkur
niönnunum,, ef okkur finnst eitt-
hvað fara aflaea, að skella s.kuld-
inni á einhvern sérstakan eða citt-
hvað sérstakt. Og hér er það þessi
svokallaða fjárfesting. Mér sýnist,
að þeir, sem fundu upp það orð
fyrir nokkrum árum, hafi þar
fundið geysi haglega geit, sem
þeir kalla íjárfestingu, og það sé
gott að skella á hana öllu því, sem
afleiðis þykir fara í okkar efna-
hagslífi. En er það nú það
helzta, sem aðfinnsluvert er í okk
ar efnahagslífi, að framkvæmdirn-
ar, þ. e. a. s. framfarirnar í land-
inu hafi verið og séu of miklar?
Ja, ýmsir virðast lífca svo á. En
bvarflar það ekki að neinum, að
eyðslan kunni að vera óþarflega
mikil og er þess nú brýnust þörf-
in að auka hana eða neyzluna, eins
og það er kalíað? Þarf dagleg
eyðsla fólks yfirleitfc að aukast til
þess að liðan þess batni og það
verði hamingjusamt? Er þjóðin
(Framhald á 8. síðu).