Tíminn - 07.03.1959, Qupperneq 4
4
T f MIN N, laugardagiiw 7. marz 1959.
Tilkynning
úm eggjastimpla
Það tilkynnist hér með að eftirfarandi eggja-
stimplar:
SE SE SE SE SE SE SE SE SE
11 22 33 44 55 66 77 88 99
eru einu löglegu eggjastimplarnir fyrir Reykja-
vík og nágrenni. — Allir aðrir eggjastimplar eru
bannaðir. Sala á óstimpluðum eggjum er einnig
óheimil.
Reykjavík,, 7. marz 1959.
SAMBAND EGGJAFRAMLEiÐENDA
GERMANÍA
Kvikmyndasýning verður í Nýja bíói í dag, laug
ardag 7. marz kl. 14. Sýndar verða þýzkar frétta-
og fræðslumyndir
Aðgangur ókeypis.
Félagsstjórnin
Vitamálaskrifsfofan
verður lokuð í dag, laugardag 7. marz.
Konur skipstjórnar-
manna stofna félag
Hinn 27. janúar 1959 boðaöi
stjórn Skipstjóra- og stýrimanna-
félagsins Öldunnar konur skip-
stjórnarmanna í Reykjavík á
fund til að ræða um stofnun kven
félaga fyrir konur skipstjórnar-
manna á fiskiskipunum.
Fundurinn var haldinn í Ihúsa-
kynnum Slysavarnafélags fslands,
er með naumindum rúmaði iþann
fjölda, er sótti fundinn.
Einróma undirtektir og áhugi
voru um stofnun félagsins, og
var kosin undirbúningsnefnd
fyrir framhaldsstofnfund, er á-
kveðið var að halda síðar.
Framhaldsstofnfundur var síð-
an haldinn miðvikudaginn 11.
febrúar s.l. Voru þá samþykkt lög
fyrir félagið og kosnar eftirtald-
ar konur í stjórn þess:
Form.: Laufey Halldórsdóttir,
Gjaldk.: Friðrikka Jónsdóttir,
Ritari: Þórhildui’ Ólafsdóttir.
Meðstjórnendur voru kosnir
þær Kristín Finnsdóttir, Fríða
Ingólfsdóttir, Hildur Jónsdóttir
og Soffía Guðmundsdóttir.
Nafn félagsins var ákveðið
„Kvenfélagið Aldan“.
Tilgangur félagsins er fyrst og
fremst að efla vináttu og kynni
meðal félagskvenna, svo og ým-
iss konar styrktarstarfsemi.
Þær konur sem óska að gerast
stofnendur félagsins geta gefið
sig fram við einhverja konu úr
stjórninni fyrir 18. marz 1959. —
Símar 11045, 34355 eða 12182.
Auglýsiiigasími TÍMANS er 19S23
œanjtnKjjntKaanatnœmuanRjjnœanjamaímHœœœaummjma:
Czechoslovak Ceramics — Prag
Birgðn fyrirliggjandi.
Mars Trading Co. h.í.
Sími 1-7373 — Klapparstíg 20.
Einangrfö hús
y’Sar meí
Rainer Maria Rilke
SÖGUR
AF
HIMNAFÖÐUR
Sögur af himnaföSur eru þrettán segur, sem mynda allar
sina heild, en himnafaðirinn er að einhverju leyti rauði
þráðurinn í Þeim öllum, — eða svo að notuð séu orð sögu-
mannsins sjálfs:
„Ég ætla ekki að Ijósta því upp fyrirfram um hvað sög-
urnar fjalla. En af því ekkert veldur ykkur eins miklum
heilabrotum né liggur ykkur jafn þungt á hjarta og himna-
faðirinn, þá ætla ég í hvert skipti sem henta þykir að
smeygja inn því sem ég veit um hann“.
Sögurnar eru skrifoðar með góðlátlegri kímni fagur og
heillandi lestur.
Hartnes Pétursson, skáld
hefir þýtt þessa hugljúfu bök.
I N G( VITALÍN
Fyrsta „vísinda-skáldsagan11
sem hér hefir verið rituð.
Ferðin ti! stjarnanna er ekki einungis saga um undarleg
fyrirbrigði og fyrirburði. Persónulýsingar sögunnar eru
bæði snjallar og skýrar, samtöl skemmtileg og vel gerð,
og inn í atburðarásma fléttast fagurt og ógleymanlegt ást-
arævintýri.
Sagan er spennandi frá upphafi til enda. fjÖrlega rituð og
sýnir mikla þekkingu höf. á stjarnfræði og geimvísindum.
Ingi Vítalín er dulnefni. En liver sem höfundurinn er, þá
kann hann vissulega að skapa persónur og segja skemmti-
lega sögu.
ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ