Tíminn - 07.03.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1959, Blaðsíða 6
6 T í HII N N, laugardaginn 7. ínarz 1959 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofnr í Edduhúsinu vi3 Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eítir ki. 18: 13948 Bætt hagnýting síldarafians EITT merkilegasta mál- iö, sem nú liggur fyrir Al- þingi, er tillaga Framsókn- armanna um betri hagnýt- ingu síldstrafla. í framsögu- ræðu þeirri, sem Kari Krist- jánsson flutti, þegar tiilag- an var til fyrrf umræöu, sagði hann m.a. á þessa leið: „SÍLDIN, sem veiöist á íslandsmiðum er álitin allra síldartegunda bezt til matar- gerðar. Sagt er, að hvarvetna erlendis þyki það mesta og bezta auglýsingin, ef hægt er að kenna þær við íslands- sild. Hefur Íslandssíldin álíka merkingu í auglýsingum er- lendra matvör-uverzlana og Hólsfjallahangikjöt, Vest- fjarðarikiingur og Skagahá- karl á íslandi. En Íslandssíldin kemur ekki frá íslandi sem útflutn ingsvara þannig tiireidd, sem hún er eftirsóttust — og verð mest. Við íslendingar flytjum hana aðallega út sem saltað hráefni í tunnum eða breyt um henni í mjöl til skepr.u- fóðurs og lýsi til iðnaðar. Það er NorÖmenn og Svíar og Danir, sem mest gera að því að breyta Íslandssíldinni í margvíslega dósavöru. Sjálfir veiða Norðmenn og Svíar Íslandssíld. En auk þess kaupa þeir hana héð- an sem saltsíld og vinna úr henni lostæti í verksmiðjum sínum — til þess að auka verð hennar, atvinnulífi sínu til ávinnings. ÞAÐ er sannarlega orðið tímabært, að við íslendingar förum að athuga með meiri alvöru en hingað til hvar við stöndum í þessum efnum og gera gangskör að því, að að hagnýta síldaraflann á þann hátt, að hann geti orð- ið okkur sem verðmestur. Hvers vegna eigum við að láta aðrar þjóðir hafa at- vinnu og gróða af því að vinna margbreytilegar og verðháar vörur úr síldinni, sem sjómenn okkar veiða? Við eigum auðvitað sjálfir að gera þetta. Undanfarin 14 ár hefir síidaraflinn verið miklu minni en hann fyrrum var, sérstaklega þegar litið er á hve veiðitæknin er orðin miklu meiri en hún var áður. Samt var síldaraflinn upp úr sjó 1956 miðað við tonn 22,6% og 1957 26,9% af öll- um fiskafla landsmanna eins og hann er talinn á skýrslum. Hérumbil helmingur af síldaraflanum þessi tvö ár fór í bræðslu, nálægt % í salt og Va í frystingu. Mestur hluti frystu síldarinnar var notaður innan lands í beitu og allmikið síldarmjöl í fóð- ur handa búpeningi. Utflutn ingsverðmæti síldar nam 300 miilj. kr. samtals bæði árin eftir skráðu gengi, en síldar vörur hagnýttar innanlands um 60—70 millj. kr. HÉR er því — þrátt fyrir aflatregðuna — um mjög stórar fjárhæðir að ræða. Og ef hægt væri að marg- falda nokkurn hluta þeírra með betri hagnýtingu síld- arinnar. Sildin, sem söltuð er niður í tunnur á sumar- síldveiðitímanum, þyrfti að vetrinum að taka upp, leggja í dósir, reykja, sjóða niður eða tilreiða á annan hátt fyrir matborðin eins og áður nefndar þjóðir gera. Auka með því útflutningsverðmæt in og fjölbreytni síldaraf- urða til neyzlu innan lands. Með því skapaðist vetrar- vinna í síldarverstöðvunum. Mundi það koma sér mjög vel norðan- og austanlands. VIÐ, sem flytjum þessa tillögu, gerum það vegna þess að við teljum tímabært og nauðsynlegt að hefja sterka sókn í því að breyta síldinni í svo verðmætar vör ur, sem frekast er kostur á, og hætta sem mest að flytja hana óunna úr landi. En hins vegar er okkur vel ljóst, að stórhugur í þeim efnum verður að byggast á þekkingu og kunnáttu. — Frumhlaup geta valdið miklu tjóni og afturkippum. Við teljum, að heppilegast sé að ríkisvaldið hafi þar hönd í bagga og annist að færustu menn skipuleggi framkvæmdir, láti rannsaka markaðinn og gera tilraunir með framleiðslu og sölu. Það má alls ekki draga meira en orðið er, að leggja áherzlu á athafnir í þessum efnum. Vel mætti gera þetta á vegum s,ildarútvegsnefndar og Fiskimálasjóös, sem hef ir meðal annars það hlut- verk að leggja fram fé til tilrauna með verkun og vinnslu ,sjávarafurða og til markaðsleita fyrir sjávaraf urðir“ eins og segir í lögum sjóðsins. Rikið verður að láta gera þetta — og bera ábyrgð á tilraunum. Sjá um, að engin hroðvirkni eða fljótfærni eigi sér stað við tilraunirn ar, því svo mikið er í húfi, að vel sé af stað farið og ekki stofnað til tjóns fyrir kunnáttuleysi.“ ÞESS ber fastlega að vænta, að þessi tillaga Fram- sóknarmanna fái góðar und irtektir á Alþingi og síðan veröi fylgt á eftir með raun verulegum aðgerðum. Hér getur verið um hið mesta hagsmunamál að' ræða fyrir sjó.þorpin víða um land, þar sem hægt er að vinna að niðursuðunni, og fyrir þjóð- ina í heild, er hefur mikla þörf fyrir aukna gjaldeyris- öflun. ERLENT YFIRLIT. Fellir Alsírmálið de Gaulle ? Á morgun fara fram kosningar í Frakklandi er geta orðið afdrifaríkar A SUNNUDAGINN kemur fara fram bæjar- og héraðsstjórnakosn ingar í Frakklandi og er úrsiita þeirra beðið með talsverðri ó- þreyju. Ástæðan er einkum sú, að menn fýsir að vita, hvort helzti stuðningsflokkur de Gaulle, þjóð- fylkingin undir forustu Debré for sætisráðherra og Soustelle, heldur þvl fylgi, sem hún fékk í þing- kosningunum í nóvember. í auka kosningum, sem hafa farið fram undanfarið, hefur hún heldur tap- að, hægri :nenn undir forustu Pinay hafa haldið vel velli, ka- þólski framfaraflo'kurinn einnig, jafnaðarmenn og radikalar hafa haldið áfram að tapa, en kommún istar unnið værulega á. Ef þetta yrði einnig útkoman í bæja- og sveitarstjórnakosningunum, gæti það haft veruleg áhrif í frönskum , stjórnmálum. ÁSTÆÐAN til þess, að Þjóð-, fylkingin hefur heldur tapað í aukakosningum undanfarið, er að- allega talin sú, að efnahagsráð- stafanir þær, sem de Gaulle gerði um áramótin, hafa mælzt heldur illa fyrir meðal -almennings. Þeim hefur fylgt veruleg kjaraskerðing. Alveg sérstaklega hafa þær bitnað á bændum og skoruðu helztu stéttasamtök bænd-a nýlega á með limi sína, að þeir létu óánægju sína í Ijós með þvi að taka ekki þátt í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum á sunnudaginn. — Ríkisstjórnin hóf eftir þetta samn inga við bændasamtökin um að falla frá þessari áskorun, en vafa samt þótti að það tækist. Haldi bændasamtökin fast við þessa á- kvörðun, getur það orðið óhag- stætt fyrir þjóðfylkinguna, því að hún fékk verulegt fylgi meðal bænda í þingkosningunum. Meðal launþega hafa efnahags- ráðstafanirnar mælzt heldur illa fyrir, enda fylgt þeim veruleg kjaraskerðing. Þó hafa verka- menn sennilega meiri áhyggjur af því, að atvinna hefur dregizt verulega saman vegna þessara ráð stafana og er atvinnuleysi nú orð- «5 talsvert víða í Frakklandi, en mátti heita óþekkt áður. Stjórnin er sögð hafa miklar áhyggjur af þessu, enda hafi hún ekki búizt við slíkum afleiðingum af efna- hagsráðstöfunum sínum. Sagt er, að hún ráðgeri nú að auka tals- vert opinbera fjárfestingu fil að hamla gegn atvinnuleysinu. EF NIÐURSTAÐAN verður sú, að þjóðfylkingin tapar, er búizt við því, að húa muni reyna að rétta hlut sinn með því að taka upp enn ósveigjanlegri og ósátt- fúsari stefnu í Alsirmálinu. M-arg ir blaðamenn, sem fylgjast með frönskum stjórnmálum telia de Gaulle mestan vanda á höndum í sambandi við Alsírmálið. Efna- hagsmálin geti revnzt honum»þung í skauti, en engan veginn sé þó vonlaust um, að hægt verði að koma þeim á réttan kjöl, þótt það geti kostað nólitíska erfiðleika um sinn. Alsírmálið sé hins vegar allt öðru vísi vaxið. Raunverulega sé erfitt að sjá þá lausn, sem hægt sé að sameina þjóðina um. Meðal þeirra, sem hafa nýlega skrifað um þessi mál, er Anthony Nutting, sem var um skeið aðstoð- arutanríkisráðherra Bretlands, en fór frá í mótmælaskyni við innrás ina í Egyptaland. Nutting kallar grein sína „Fanginn ’í París“ og á hann þar við engann annan en de Gaulle. Hann telur de Gaulle nú á góðum vegi að vera eins kon ar fanga sömu cfgaafla og ráðið hafa stefnunni hingað til, þ.e, æstustu þjóðernissinnanna í Frakklandi, Frakka í Alsír og her foringjanna. NUTTING segir ,að de Gaulle beiti nú tvenns konar aðferðum í Alsírdeilunni. Önnur er sú, að De Gaulle hann hefiu- fyrirskipað allsherjar sókn hersins gegn skæruliðum uppreisnarmanna, en hún sé sú, að bjóða Alsírbúum alls konar fr-amfarir og umbætur, en þó inn an þess ramma, að Alsir verði í meira og minna nánum tengslum við Frakkland. Ef þessar starfs- aðferðir de Gaulle beri ekki árang ur fljótlega, muni styrjöldinni í Alsír halda áfram með sama hætti og áður og verða Frökkum fyrr en seinna óviðráðanleg fjárhags- lega. Afleiðing þessa muni að öll um líkindum verða sú, að herinn taki völdin í Alsír og Frakklandi í sínar hendur og de Gaulle verði þá sennilega látinn víkja, enda muni hann ekki sætta sig við valda töku hersins. Margt bendir til, að de Gaulle sé þessi hætta vel ljós. Hann hef- ur undanfarið gert ýmsar breyt- ingar á yfirstjórn hersins, ber- sýnilega í því-augnamiði að treysta persónuleg vfirráð sín. Þannig hef ur hann skipað Ely hershöfðingja, sem nýtur mikilla vinsælda, yfir- mann hersins en Ely og de Gaulle eru gamlir samverkamenn. Vafa- samt er hins vegar að de Gaulle nægi þelta til þess að halda hern- um í skefjum. ef illa gengur í Alsír. Hættan stafar þá frá upp- reisn hinna yngri herforingja, er gengust fyrir uppreisn her.-ins í Alsír á síðastl: vori. EF þjóðfylkingin tapar í kosn- ingunum á morgun, leiðir það að öllum líkindum til þess, eins og áður segir, að Debré og Soustelle verði enn hatrammari i Alsármál inu, og de Gaulle verði þá enn örðugra að sæmja nokkuð við Araba, þótt hann vilji reyna þá leið. Þjóðfylkingin, sem varð sterk- asti flokkur Frakklands í þing- kosningunum í nóvemlber, er enn fremúr skipulagslítill og sundur- leitur flokkur. Fjdgi sitt átti hún því mest að þakka, að litið var á hana sem fíokk de Gaulle, þótt hann tæki enga afstöðu með henni opinberlega og hefði senni lega alveg eins kosið, að jafnaðar menn og radikalar héldu velli Það einkennilega skeði hins vegar, að þjóðfylkingin virðist hafa féngið einna mest af fylgi sínu frá þess- um flokkum. Hægri menn undir forustu Pinay héldu nefnilega velli og vel það. Einnig virðist ilnin hafa fengið nokkuð fylgi frá komm únistum. Skoðanalega telur þjóð- fylkingin sig helzt vera mið- flokk og hefur valið sér sæti í franska þinginu samkvæmt því. — Forustulið hennar er hins vegar skipað mönnum, sem ná allt frá róttækum vinstri mönnum til fas- istískra þjóðernissinna. Hún er m. ö. o. mjög blandaður hópur. Að svo stöddu þykja litlar líkur til þess, að jafnaðarmenn og radi- kalar vinni aftur fyrra fylgi sitt. Þeir hafa misst það til þjóðfylk- ingarinnar vegna vonbrigða við hina misheppnuðu forustu þess- ara flokka á undanförnum árum. Helzta vonin tii þess, að hin lýð- ræðissinnuðu og frjálslyndu öfl rísi aftur upp í Frakklandi, er bundin við það, að hægt verði að sameina þau 1 nýja, samhenta fylk ingu. Fyrir slíku reynir Mendes- France nú að beita sér, en undir- tektir hafa verið daufar fram að (Framhald á b. síðu’ Reykjavík og kjördæmaiiiáliS Blöð stjórnarflokkanna eru nú byrjuð að túlka kjördæmamálið þannig, að helzt mætti ætla, að það væri eitthvert ágreiningsmál milli Reykvíkinga og ann- arra landsmanna. Þetta er alger blekking. Um það er ekki neinn ágrein ingur milli flokkanm að fjöiga beri þingmönnum í þéttbýlinu. Þeirri tillögu hef ir hvergi verið mótmælt, að Keykjavík fái 12—15 þing- menn, eins og gert var ráð fyrir í leynitillögum þeim, seni Sjálfstæðisflokkurinn sendi Alþýðuflokknum og Aiþýðubandalaginu í byrjun desember síðastliðiun. Um það er heldur ckki ncinn ágreiningur, að Ak- urcyri og Gullbringu- og Kjósarsýsla fái hlut sinn bættrn vegna aukins kjós- endafjölda í þessum ltjör- dæmum. Deilan snýst ekki um það hvernig þiugmönnum skuli skipt milli Iiöfuðbo”garinn- ar og landsbyggðarinnar. Deilan snýst fyrst og fremst um það, hvort þingmenn dreifbýlisins skuli kosnir á Iíkan hátt og verið hefir eða hvort þar verði tekin upp fá, stór kjördæmi. Það er ekkert hagsmuna- inál Reykvíkinga, að liin fornu kjördæmi í dreifbýb inu séu lögð niður. Þvert á móti er það óhagstætt Reykjavík, þar sem bcrsýni- legt er að Iandsbyggðin veikist, ef stór' kjördæmti verða tekin þar upp, og því munu fylgja óeðlilegir fólks flutningar til höfuðborgar- innar, er auka húsnaiðisvand ræði og þrengja atvinnu- möguleika þar. Fjölmargir Reykvíkingar eru fæddir og uppaldir úti á J.andi og halda tryggð við átthaga og uppeldishérað sitt. Þeir skilja nauðsyn þess, að núverandi kjördæmi haldist. Þeir munu ckki Ijá lið sitt til þess að leggja þau niður og veikja þannig hina gömlu heimabyggð. sír.a, Stjórnarflokkunum mun því ekki takast að gera það að hatursmáii Reykvíkinga og annarra landsrriinna, hvort núverandi kjördæmi eigi að haldast. Fjöímargir Reykvíkíngar tnunu svara þeim f jarstæðukennda á- róðri með því að skipa sér til varnar fy ir hin gömlu kjördæmi, leggja þannig æskuhéraði sínu eða sinna lið úr fjarlægðinni og tryggja með því jafnvægið í byggð landsins, sem er ckki síður Reykvíkingum til hags en öðruni iandsmönnum. ":.S M i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.