Tíminn - 19.03.1959, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.03.1959, Blaðsíða 3
I'ÍMHNN, fimmtuðaginn 19. niarz 1959. 3 BOSUSTOW Arftaki Disney’s: Menn hafa tengi beðið eftir því, að fram á sjónarsviðið kæmi teiknatríi, sem keppt gæti við WaSt IDisney. Marg- ir hafa verið tnt nefndir sem iíklegir keppinautar, bæði karlar og konur, en á með- an Disney gaf sig allan að teiknimyndaframleiðslunni má segja að ógjörningur hafi verið fyrír einn eðla neinn að euga við hann. Og Þegar nú er uim það rætt, að ungur IKanadamaður, Stephen Bosustow, hafi „sleg ið Disney út", jþá er það kannske næir Ihínu sanna, að hann hafi ileyst hann af hólmi sem ikomung teikni- myndanna. Hver er þessi Sosustow? Hafið þér nokkru sirmi fceyrt hans getið? Ekki er það svo •mjög ólíklegt, því að þeir eru sennilega ekki svo fáir hér, sem hafa séð teiknimyndir hans sem aukamyxbdir í kvikmynda húsunum, þar&em „mr. Magoo“ er aðalpersónan. Skemmtilegair Ibióferðir Mr. Magoo er iíitill, nærsýnn herramaður, sem lendir í hinum ótrúlegustu ævintýrum. Ef hann ætlar að fara í bíó, þá lendir hann til dæmis upp í flugvél, (svo nær. sýnn. er hann). l>ar sezt hann í ró_ leghei'tum pg nýtur þess sem hann ■sér rétt fyrir framan in:efið á sér og freldur að allt sem gerist, sé á Var rekinn frá Disney en er nú skæð- asti keppinautur hans -Teiknimyndir fyrir fullorðna, (ein þeirra er bönnuð börnum) gefa 4 millj. dollara árlega sem í eru samtals 200 þúsund teikn ingar. Kanadamaðurinn ungi hafði margar hugmyndir, sem hann vildi hrinda í framkvæmd. Dag nokk.| urn 'kom tækifærið upp í hend-' urnar á honum, er Disney sjálfum varð gengið fram hjá vinnuborði hans. •—-. Væri það ekki annars ágæt hugmynd, herra Disney, að ... I Disney hlustaði á hann um stund og sagði síðan: — Komið með inn á skrifstofuna, ég þarf að ræða þetta nánar við yður. Þar var Bo. sustow boðið upp á vindil og all an þennan dag og kvöldið, sat hanrt á tali við Disney. Frá og með næsta degi hafði hann skrautlega einkaskrifstofu við hlið skrifstofu Disneys og oft á dag kom Disney og kallaði: — Heyrðu Boustow, viltu koma hér snöggvast og líta á þetta . . . Avalar línur En draumar Bostuslow rættust ekki enn. Hann var við framleiðslu Mjallhvítar og Fantasiu, og gegndi þar þeim virðulega starfa að vera sagt upp starfinu einum og ein- um. Feriliinn hefst Það er kraftur í þeim mönnum, sem hafa til að bera snilligáfu, sem enginn veitir eftirtekt, sér í lagi þegar búið er að reka þá út á götuna. Bosustow vann eins og þrællj eftir að hann fór frá Dis'n- ey. Honum tókst að verða sér úti um samninga um alls kyns upplýs ingamjyndir. Þar var um að ræða áróðursmyndir fyrir her og flota, stuttar teiknimyndir um slysavarn ir á vinnustað, leiðbeiningar um tanngæzlu, baráttan við kynþátta- hatrið og þar fram eftir götunum. Hann þótti leysa þessi verkefni svo vel af hendi, að 1945 réði Columbia hann til þess að hafa yfirumsjón með allri teiknimynda framleiðslu fyrirtækisins. Til þess að gefa honurn nægilegt svigrúm var stofnað nýtl fyrirtæki við fé- lagið, sem einvörðungu skyldi sjá um teiknimyndirnar, og hlaut nafnið UPA, en það er stytting fyrir United Productions of Am- erica. Bosustov minnir á Disney í úttiti Hér sjáum við Hamilton Ham og aðrar nýjar „fígúrur" úr myndum Bosustowns. tjaldinu (því auðvitaó er hann í bíó!), en í raua og veru er hann að horfa á bard&ga milli lögreglu og byssubóía þarua í flugvélinni. Mr. Magoo heldur svo glaður og ánægður frá borði þegar flugvél- in er lent, og finnst þetta hafa verið ágæt bíófer'ð'. Fyrir fuEIorðna Flestar þeirra teikmmynda, sem gerðar hafa verið, hafa verið gerð. ar fyrir börn eða barnslegar sálir! Á hinn bóginn eru ■myndirnar urn Mr. Magoo fremur srniðnar við hæfi fullorðinna, enda er í þeim kald. hæðni oft og táSflsm. Þar er ekki farið út í jafn fáránleg atriði, og yfirleitt er að finna í teiknimynd- um, og eru oft og tíðnm uppistaða þeirra. Enda þótt áhrifa þessara atriða gæti lítið eitt í myndum Bo. sustow, er það ekki svo telj- andi sé. Vann hjá Dismiey í tei'knistofu Disneys, í bænum Burbamk, vann í sjö ár ungur Kan- adamaður að nafui Bosustow. Hann var aðeins einstaklingur í þeim þúsundum manna og 'kvenna, sem vinna við að gera myndir Disneys. Á hverjum morgni Lagði hann reið. hjólið sitt frá sér fyrrr utan teikni. stofuna •— eða veiiksmiðjuna, öllu heldur — sem var á imilli Donald Duck Avenue og Mickey Boule- vard, og gelck á sinn stað í þessu mikla fyrirtæki, þar sem nauðsyn. legt'er að, nota aiLt að 940 skreyt. ingum í samtaLs 600 mismunandi litum, til þess að gera eina teikni- mynd. Útkoman rerður svo mynd, „animator", en það er sá teiknari sem teiknar allar hreyfingar dýr. anna út frá ákveðnum stellingum. Hann fékk hvað eftir annað fyrir- mæli frá Disney um að allar línur skyldu vera ávalar og brotnar — það mátti ekki draga svo mikið sem eitt beint strik. Bognu línurnar gáfu myndunum meira líf að áliti Disneys. Bosustow gerði að sjálf. sögðu eins og fyrir hann var lagt, en undir niðri var hann haldinn óstöðvandi löngun til þess að gera teiknimyndir þar sem mikið væri um beinar línur. Ferkantaðir menn Stundum lagði Bosustow mynd af ferköntuðum körlum eða þrí- hyrndum konum á teikniborðið fyrir framan sig og virti árang- urinn fyrir sér — í von um að yfirmaður hans mundi ganga fram hjá og veita þeim eftirtekt. En hann gekk aldrei framhjá. Hann tók ekki einu sinni eftir því að Bosustow líktist honum talsvert. Hann hafði meðal annars látið sér vaxa skegg, sem líktist yfirvarar- skeggi Disneys. Einu sinni varð mikið uppistand á teiknistofunum, og var Bosustow meðal þeirra sém leituðu aðstoðar stéttarsambands teiknara til þess að rétta hlu-t sinn. Hann og 13 aðrir voru i-ekn ir frá Disney, en þá brá svo við, að Dúirjbó, Gosi og Mikki mús stoppuðu eins og lostnir töfrastaf. Disney varð að beygja sig og taka Bosustow og félaga hans 13 í náð aftur. En á hinn bóginn gleymdi hann þeim þetta ekki, og eftir því sem tínj’nn leið, var þeim Harður í horn að taka Utan um þetta óþekkta nafn byggði Bosustow fyrirtæki sitt upp. Regla númer eitt hjá hon- um var: — Það mega engir sek- únduvísar vera á úrunum hjá þeim sem vinna hjá mér. 2. — Þar sem fólk mitt vinnur, vil ég ekki hafa cð menn séu að líta yfir öxlina á því. 3. — Ég set ekkert skyld- menni mitt eða tengdafólk í fyrir tækið (leiðinlegt fyrir frú Bosust- ow, sem sjálf hefir gaman af því að teikna.) 4. — í teiknistofun- um á að vera borðtennis, svo að teiknararnir geti brugðið sér í tennis, þegar vöðvarnir taka að þreytast, og þeir þurfa hreyfingu. 5. — Eg á aldrei að vera nefndur annað en Steve af þeim sem hjá mér vinna. Öfugt við Disney Allt átti sem sagt að vera öf- ugt við það sem verið hafði hjá Disney. En það er sagt svo að með þessum aðferðum hafi Bos- ustow skapað svo mikinn félags- anda á teiknistofum sínum að teinkararnir hafi náð árangri, sem Ihefði kannski aldrei náðst, ef haldið hefði verið á spöðunum líkt og hjá Disney. í staðð þess að reyna að líkja sem mest eftir náttúrunni, eins og Disney gerir virðist Bosutsow halda aðrar leiðir. Ef borð og stóll koma við sögu, eru þeir hlutir ekki teiknaðir fyrr en söguhetjurnar þurfa að nota þá. Ef dyr eða gluggi eru opnaðar, er ekki nauð- synlegt að sýna hvað er hinum megin, og menn horfa bara út í tómt rúm, en þeir sakna einskis. Þeir sem vit hafa á, segja að Bosustow hafi orðið fyrir miklum áhrifum af ýmsum nútíma lista- mönnum , svo sem Picasso, Klee, Modigliani og sér í lagi Dufy. Enn fremur virðist hann hafa orðið fyrir áhrifum frá ýmsum frönskum skopteiknurum. Oscarsverðlaun Það var árið 1951 að Bosustow fékk sín fyrstu Oscarsverðlaun. Hann hlaut þau fvrir fvrstu teikni mynd sína, „Gerald Mac Boeing- Boeing", sem fjallaði um lítinn dreng, sem gat ekki talað en gaf þess í stað frá sér alls kyns kynleg hljóð. Myndin náði geysilegum vinsældum, og gagnrýnendur létu þess getið að hér væri komin fram á sjónarsviðið teiknimynd, sem ekki aðeins skemmti börnum, heldur væri fyrst og fremst gerð fyrir fullorðna. Fram að þessum •tíma hafði þessu verið öðruvísi farið um teiknimyndir, sem kunn- ugt er. Þá þegar, fyrir 8 árum síðan, lét einn merkur gagnrýn- andi hafa það eftir sér að hér væri kominn fram á sjónarsviðið maðurinn sem mundi leysa Disney al hólmi, Mr. Magoo Örvaður af þessum viðurkenn- irgum tók Bosustow til óspilltra málanna að skapa Mr. Magoo myndirnar. Þessar myndir fara nú sigúrför um allan heim — og það er ekki ofmælt að sums staðar sé Mr. Magoo orðinn ,fólki jafn kær og Mikki mús. Fram til þessa hefir Bosustow hlotið þrenn Osc- arsverðlaun fyrir myndir sínar og á annað hundrað Grand Prix. í London er kvikmyndáhús', sem, sýnir ekki aðrar myndir en teikni myndir Bosustows, The Cameo — og Margrét prinsessa héfir meðal annars lagt leið sína í The Cameo, en í laumi auðvitað, því að það er ekki að vita nema Elísabetu syst- ur mundi hafa mislíkað það. Menn vita þó fyrir víst að drottningin sjálf er mjög hrifin af Mr. Magoo, en í stað þess að leggja sjálf leið sína í The Cameo, lætur hún sýna myndirnar í einkakvikmyndahúsi sínu í Buckingham höll. Ekki er Ihins vegar vitað hvort enska hirð- in hefir séð þá mynd Bosustows, sem bönnuð er börnum innan 16 ára. Myndin sú er gerð efir hryll- ingssögu efir Edgar Allan Poe, og þykir vera hryllileg í betra lógi. Milijónir dotlara í tekjur Eins og nú er komið, hefir Bos1- ustow meira en nóg að gera á teiknistofum sínum, en þar vinna r.ú 225 manns. Tekjur lians á síð- ast liðnu ári voru hvorki meira né minna en fjórar milljónir doll- ara. Teinkistofur hans liggja ekkt langt frá Disney, og menn spyrja, hvað Disney hafi að segja um þetta allt. Svo mikið er víst að Disney sýndi Mikka mús mynd, teiknaða í svipuðum stil og ein- kennandi er fyrir myndir Bosust ows, á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes. Myndin vakti þó enga lirifningu — Mikki mús er beztur eins og hann hefir verið til þessa og fólk kærir sig ekki um nýjar útgáfur af honum. Annars er Disney farinn að gefa sig meira að því að framleiða kvikmyndir, með leikurum og hefir horfið frá teiknimyndagerðinni að nokkru leyti. Við hverju má búast af Bosust- ow í framtíðinni? Hann mun nú vera að vinna að myndum uni efni sem Don Quixote og sögu jazzins. Enn fremur ráðgerir Bos- ustow að taka til meðferðar ýmis- legt úr biblíunni og grísku goða- fræðinni. Það ætti að geta orðið nógu skemmtilegt. Margir þekkja þegar Mr. Magoo, hinn litla, nærsýna náunga, sem er stööugt að lenda í vandræðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.