Tíminn - 19.03.1959, Blaðsíða 12
r y eo»M6 ?
Sunnan og suðaustan stinnings-
kaldi, hvass með köflum, rigning.
r «t t i . i
Reykjavík 5 stig, Annarsstagar á
landinu 5—7 stig.
Fimmtudagur 19. marz 1959.
í förum milli himinhnatta
Bandarískir vísindamenn vinna af kappi að rannsóknum á smíði geimfars,
sem flutt geti menn út í geiminn og væntanlega einnig milli himinhnatta,
áður en langir tímar líða. Meginundirstaða að smíði hæfra geimfara er
nægileg þekking á ástandi geimsins utan gufuhvolfs jarðar. Því hafa ver-
ið útþúnar sérsrakar tilraunastofur, þar sem sköpuð eru skilyrði lík þeim,
er talin eru vera fyrir hendi út í geimnum. Á myndinni sést ein slík til-
raunastöð. Hér er um aö ræða eins konar rangala og á honum eru hvorki
fleiri1(né færri en 4700 göt. Lofti er blásið í gegnum þessi qöt og framleidd-
ur vinfrraoi og þrýstingur, sem er svipaður og útií í geimnum. Verið er að
gera tilraun með líkan af einu geimfari.
46 lestir í róðri
Grafarnesi í gær:
í ga:r voru sex bátar á sjó og
lögð'u samtals á land 170 tonn,
allt netafiskur. Grundfirðingur
II. fékk mestan afla í gær, 46
tonn. Formaður á bátmnn er
Sophanías Cesilsson. Hinir bát
arnir fimnt voru flestir nte'ð upp
undir 30 tonn.
Átta bátar róa ltéðan og' hafa
mi allir tekið net. Skortur á
verkafólki er mjög tilfinnanleg
ur sérstaklega vantar stúlkur.
Hér hafa allar hendur nóg að
starfa og meira en ]>að.
Algert fiskileysi á
miðum Ólafsfjarð-
arbáta
Ólafsfirði, 17. marz. — Hér
hefir verið óvenjuie.ea mild
tíð og þíðviðri og er snjór
farinn mjög að minnka og
komin töluverð jörð en
bændur þó ekki farnir að
beita fé að ráði.
Fiskilaust hefir verið mcð öllu
undanfarið, og eru bátar hæltir
að róa með línu. Vélbáturinn
Anna fékk 30 tunnur al' loðnu hér
Austurrísk æska mótfallin áróðurs-
móti kommúnista í Vínarborg
Flestir starfsmenn „heimsmóts æskunnar“
þrauthjálfa'ðir áróðursmenn frá rússneska
kommúnistaflokknum
Friðrik Ólafsson teflir á skákmóti
í Rússlandi, sem hefst sjötta apríl
Sex rússneskir skákmeistarar og sex frá öírum
löndum, m. Larsen, Smyslof og Bronstein
Einkaskeyti frá Freysteini
Þorbergssyni.
Moskva 17. marz. Þátttakendur al
þjóSaskákmótsins, sem hefst í
Moskvu 6. apríl ver'öa þessir skák-
menn. Rússarnir Smysloff, fyrrum
heimsmeistari, Bronstein, Spassky,
Vasjukoff, Simagin og Lutikoff.
Þrír hinir fyrst töldu eru stórmeist-
arar. Fri'örik Ólafsson, Bent Larsen,
dr. Philip Tékkóslóvakíu, Portisch,
Ungver jalandi. Þá verJSur einnig
meðal þáttlakenda í þessu 12
manna skákmóti sigurvegari í ólok-
inni meistarakeppni Búlgaríu, og
enn er einn þátttakandi óákveðinn
vegna forfalla séenska stórmeistar-
ans Stahlbergs. — Ereysteinn.
Til viðbótar þessari fregn má
bæta því við, að skákmótið mun
standa frá 6. apríl til 21. apríl. Frið-
rik Óiafsson mun halda utan um
fiæstu mánaðamót.
fyrir utan og var hún fryst, því að
! svo fiskilaust er, að ekki þýðir að
róa með loðnu fremur en aðra
beitu. Togarinn Norðlendingur
landaði hér 253 leslum af fiski eft
ii 12 daga útivist. í dag landaði
vélbáturinn Sigurður 35—40 lest-
um. Er nú góð atvinna við fisk-
vinnsluna sem stendur, enda lang
; þráð eftir algert atvinnulevsi síð-
an um áramót. BS.
VINARBORG: — Sívaxandi
óánægju gætir nú í Austur-
ríki vegna þeirrar ákvörðun-
ar forráðamanna svokallaðs
heimsmóts æskunnar, að
velja Vínarborg fyrir næsta
þingstað, en fyrirhugað er að
halda heimsmót þetta þar í
borg í júlí í sumar. Harðorð
mótmæli hafa m a. komið
frá háskólastúdentum og
prófessorum, sem farið hafa
í mótmælaverkföll að undan-
förnu.
Farið hefur verið í mótmæla-
göngur í helztu borgum landsins
og mjög víða hefur verið efnt til
fjöldáfunda m. a. um síðustu helgi
Austurrísk stúdentasamtök hafa
lýst yfir óánægju með þessa
ráðstöfun, heimsmót þessi séu ekki
annað en alþjóðlegur sirkus er
áróðursmenn Rússa setji á svið
til að dylja eigin heimsvaldastefnu.
Kosningar í vændum
Kosningar eru nú í vændum í
Austurríki og telja fréttamenn, að
hitamál þetta geti haft þar nokk
ur áhrif. Mikið hefur verið deilt
á samsteypustjórn þá, sem nú
situr að völdum fyrir að leyfa að'
halda „heimsmót“ þetta í Austur
ríki. Dr. Itaab
kanzlari hefut’
lýst því yfir, að
samþykkt haíi
verið' með samhlj.
atkvæðum í ríkis
stjórninni að
leyfa að haida
mótið, en nú er
upplýst, að að'
minnsta kosti
tveir ráðherrar
Dr. Raab lögðust fast gegn
því. Voru það
menntamálaráðh. dr. Drimmel og'
innanríkisráðh. Helmer.
Það hefur ekki sízt orðið til að
magna óánægjuna, að sýnt þvkir
að ríkisstjórnin hefur gengið feti
framar, en þörf sýnist hafa verið
á. T. d. er festivaldagskráin prent
uð í sjálfri ríkisprentsmiðju Aust
urríkis og borgarstjórnin í Vín hef
ur lánað hinn mikla íþróttaleik
vang borgarinnar með mun batri
kjörum en nokkru sinni hoi'ur ver
ið gert.
150 milljónir
Það vekur atliygli í Vínarborg,
að 80% þeirra manna er komnir
(Framhald á 2. síöu).
Sæborg frá Patreksfirði hefir feng-
ið um 380 lestir síðan um nýár
r
Olympíuieikvangur-
inn í Róm vígður
NTB-Rómaborg, 18. marz.
Leikyang'ur fyrir Olvmpíu-
leikana 1960 var hátí'ðlega
vígÖur í Rómaborg í dag.
.’Viðstaddir vígs'lu þessa mikla
mannvirkis Var meðal annarra
Segni forsætisráðherra og fleiri úr ;
ríkisstjórniTini. Leikvangurinn, J
stm ber nafnið Flaminio, hefir
kóstað um 8 hundruð milljón lir-1
ur (30—40 milljónir ísl. króna) og j
■rúmar 50 þús. áhorfendur. ítalir
undirbúa nú leikana af kappi. en
þéir fara fram sumarið 1960.
Framsóknarvist
í tlag, fimmtudag, kl. 8,30
jialda Framsóknarfélögin í Kefla
vík Framsóknarvist í Aðalveri,
Keílavík. — Á samkomunni mæt-
ir scni gestur Óskar Jónsson i
Vík.
Skemmtinefndin.
Patreksfirði í gær: — Tog-
arinn Gylfi landaði í dag 180
—200 lestum af ísfiski. Ólaf-
ur Jóhannesson landaði í
fyrri viku um 240 lestum.
Bátar hafa í'engið ágætan
afla, þegar gefið hefir á sjó,
og mikil atvinna hefir verið
í landi.
Sæborg, sem nú mun vera einn
aflahæsti hátur á landinu, er hú-
in að fá 370—380 lestir síðan um
nýjár. Faxafellið missti skrúfuna,
er það var að fara úLúr Rifshöfn
um daginn og var dregið af Sæ-
rúnu til Reykjavíkur. Báturinn er
nú kominn heim m.eð nýja skrúfu
og öxul.
Gæftir voru mjög stirðar í’fe’br.
en þó fékk Sæborg 11,6 lestir að
meðaltaii í 11 ró'ðrum þann mán-
uð. Fyrirhugað er að hún byrji
með net upp úr pás'kum. S.J.
Hernaðaraðstoð við
erlend ríki
NTB-Washington, 18. marz.
Hernaðaraðstoð Bandarikj-
anna við aðrar þjóðir er ein
helzta trygging heimsfriðar-
ins. i
Þannig fórust Twining hershöfð-
ingja íoringja handaríska herráðs-
ins orð í dag, er hann ásamt Mcel-
roy landvarnaráðherra mætti á
fundi utanríkismálanefndar Banda
ríkjaþings og skoruðu á þingið að
samþykkja frumvarp forsetans um
hernaðaraðstoð við erlend ríki að
upphæð 1,6 milljarð dollara. Mc-
elroy sagði, að Bandaríkin ein
gætu nauijjast staðið straum af
öllum herstöðvum sínum víðs veg
ar um heim. Til þess þyrftu þau
aðstoð bandamanna sinna. Hér
væri í rauninni um að ræða lið
í vörnum Bandaríkjanna sjálfra.
Handtökur og manndráp í Nyasalandi
samtímis bæjarstjórnarkosingum
. manna gegn hvítum mönnum.
NTB-Blantyre, Nyasalandi Iandi, þrátt fyrir fullyrðingar
18. marz.___Lögregla og her' stjórnarvalda þar um samsæri blá-
lið hélt áfram fyrri iðju að,
handtaka og fangelsa for-
ystumenn svertingja í Nyasa j
landi, sem er brezkt verndar j
svæði. Samtímis á svo að,
heita að fram fari kosningar
til bæjar- og sveitarstjórna íj
landinu.
Mikifvægar við
ræður í Ottava
Kjörstaðirnir eru gæzlulausir af
hermönnum. Aö vonum virðist
kosningaáhugi lítill. í höfuðstað
landsins, Blantyre, höfðu aðeins 20
manns komið á kjörstað um hádegi
í dag.
Rigningin bjargaði
Lögreglan og herinn hcldu á-
fram að leita að forustumönnum
blökkumanna. Kom sunis staðar til
átaka við svertingja, en þeir hafa
aðeins spjót eða jarðyrkjuverkfæri
að vopni. Svo vel vildi til fyrir
svertingjana á einum stað, er Bret-
ar gerðu aðför að þeim, að steypi-
rcgn skall yfir og varð það til
bjargar nokkrum, sein handtaka
átti. Komust þeir undan til skóg.
ar. Enginn hvtíur maður hefir enn
verið veginn eða særður í Nyasa.
NTB-Ottawa, 18. marz. —
Viðræöur Macmillans viö
kanadiska ráðherra eru sagð-
ar hafa verið hinar mikilvæg
ustu.
Macmillan kom í morgun ásamt
Selwyn Lloyd til OUawa. Hófust
þegar fundahöld ráðherranna og
cr sagt, að niðurstöður þeirra séu
mjög mikilvægar fyrir frekari við
ræður Macmillans við ráðamenn
í Washington, en þangað fer hann
á morgun og ræðir við Eisenhow
er forseta. Við komuna til Ottawa
sagði Macmillan, að sér virtist um
það almennt samkonnilag að efnt
yrði til samningafundar æðstu
manna í sumar. Það væri vissu-
lcga spor í rétta átt.
Lét bjóða í íbúðina á staðnum
Fyrir nokkium döguni bar svo
við,í að húseigandi einn auglýsti j
íbúð til leigu í dagblöðum bæj
arins oig kvað íbúðina vera til
sýnis. Einn hinna niörgu, sem
vantaði ibúð og vildi athuga í-
búð þessa hringdi til íbúðareig-
andans og spurði um leigu og
skilmála. Eigandinn kvað upplýs
ingar ekki igefnar uiii það í síma.
Á hinuin tiltekna tíma koni
margt fólk í ihúðina að líta á
hana og leita sér upplýsinga. Birt
ist ]>á íbúðarcigandinn, ávarpaði ;
hópóinn og kvað nú bezt að' menn j
gerðu tilboð í íbúðiun, úr því1
að svo margir voru komnir, og
skyldi tilboðununi skilað skrif-
iega þar á staðnum.
Síðan kvað hann tilboðin verða
opnuð oig fengi liæstbjóðaðndi í-
búðina, en þeir sem ekkert liefðu
frá sér heyrt innan þriggja daga
þyrftu ekki að búast við, að
þeirra tilboði hefði verið tekið.
Ýmsum þótti þetta kynlegt að
halda þannig hálfgildings upp-
boð á húsnæðinu í stað þess að
gefa upp ákveðna leiguskilmála
og liættu við að gera tilboðin, en
aði'ir ínunu hafa látið til leið-
ast.
F ulltrúar áðsf undur
næsta föstudag
Fundur verður haldinn í fulltrúaráíi Framsókn-
arfélaganna í Reykjavík í Framsóknarhúsinu
föstudaginn 20. b. m. kl. 8,30 síðd- Fundarefni
er kosning uppstillingarnefndar og fréttir af
flokksjiinginu.
Stjórnin.