Tíminn - 19.03.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.03.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, fiiiiintudagion 19 marz 1959. Útgefandl: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargðto Siraar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) AUglýsingasími 19 523. • Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 ----------------------------------------------------------- Ræía Hermanns Jónassonar á flokksþinginu um utanríkismál: Herinn á ekki að dveljast hér leng- ur en öryggisástæður krefjast Meginsteinurnar í kjördæmamálinu A ÞEIM tveimur flokks- þingum, sem nýlega hafa ver ið haldin hér í bænum, hafa verið markaðar ólíkar stefn ur í því máli, sem nú er efst á dagskrá, kjördæmamálinu. Á flokksþingi Framsóknar- ilokksins var lögð meginá- herzla á einmenningskj ör- dæmi sem aðalstefnu, en með þeirri undantekningu þó, að það fyrirkomulag næði ekki til Reykjavíkur eða annarra stórra kaupstaða, sem í fram tíðinni hefðu fleiri en einn þingmann. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var hins vegar lögð megináherzla á fá, stór kjördæmi með hlut fallskosningum. Um eitt kom flokksþingun um saman um. Þau voru sammála um réttmæti þess, að þingmönnum væri fjölg- að í þéttbýlinu. Alger sam- eining ríkir því um það milli stjórnmálaflokkanna, að þingmönnum verði fjölgað í Reykjavík og annars staðar, þar sém fólksfjölgun hefur orðið mest. SAMKVÆMT framan- sögðu, stendur deilan því fyrst og fremst um kjördæma skipunina og kosningafyrir- komulagið utan Reykjavíkur. Því er rétt að athuga fyrst, hver er meginmunur hinna tveggja framangreindu stefna, að því er snertir lands ðyggóina sérstaklega. Sá munur er i meginatrið- um þessi: Með einmenningskjör- dæmafyrirkomulaginu er tryggt miklu nánara sam- band milli þingmannsins og kjósenda hans heldur en þegar viðhöfð er hlutfalls- kosning í stórum kjördæm- um. Með því að taka upp fá, stór kjördæmi er því réttur landsbyggðarinnar stórlega veiktur. Með einmenningskjör- dæm'afyrirkomulaginu er kjósendum veitt miklu sterk ari aðstaða til að ráða vali frambjóðenda en þegar kos- ið er í fáum stórum kjördæm um. Það er mjög greinilegt, að verði horfið að þeirri skip an, mun þetta mikilvæga vald dragast úr höndum kj ós enda í landsbyggðinni í hend ur flokkstjórna í höfuðborg inni. Þetta mun því enn veikja aðstöðu landsbyggð- arinnar frá því, sem verið hefur. ÞESSU næst skal svo vik ið að því, hver áhrif þess- ar mismunandi stefnur eru líklegar til að hafa á stjórnar farið í landinu. Reynslan annars staðar sýnir, að einmenningskjör- dæmin marka glöggar og hreinar línur i stjórnmálun um. Oftast leiöa þau til þess, að meginflokkarnir verða tveir, sem skiptast á um völd in. Þau halda yfirleitt öfgun um í skef jum, þar sem úrslita valdið er oftast í höndum hinna óháðu, óflokksbundnu kjósenda og flokkarnir verða þvi að keppa um fylgi þeirra, ef þeir eiga að halda völdun um. Þannig skapa einmenn ingskjördæmin hreinar lín- ur, festu og öfgaleysi í stjórn arháttum. Reynslan af hlutfallskosn ingum í stórum kjördæmum er yfirleitt allt önnur. Þær leiða til flokkafjölgunar og í kjölfar þess fylgir vaxandi glundroði og ringulreið. Lýð ræðið hefur beðið ósigur í hverju landinu á fætur öðru, þar sem hlutfallskosningum hefur verið fylgt. í umræðum um þetta hef ur verið nokkuð vitnað til Norðurianda og reynsla þeirra talin vera á annan veg. Því miður er það ekki alveg rétt. í Finnlandi ríkir nú mikil óáran í stjórnar- farinp, þar sem hlutfalls- kosningafyrirkomulagið hef ur leitt til þess, að ekki færri en átta sundurleitir flokkar berjist þar um völdin. Hætt er líka við, að þótt Danir og Norðmenn fái risið undir sex flokkum, að efnahagsmálin yrðu ekki auðveldari úr- lausnar hér á landi, þegar flokkarnir væru orðnir 6—8 eins og þeir eru í þess um þremur framannefndu löndum. íslendingar þurfa hreinni línur og meiri festu í stjórn mál sín. Glundroðinn hér þarf að minnka, en ekki að aukast. Hlutfallskosningar í stórum kjördæmum mun hafa áhrif í gagnstæða átt. Einmenningskj ördæmin myndu hins vegar auka fest una og minnka glundroðann, eins og þau hafa gert annars staðar. ÞVÍ ER stundum haldið fram, að einmenningskjör- dæmin leiði til þess, að minni hluti kjósenda geti fengið meirihluta fulltrú- anna, sem kosnir eru. Þetta kemur hins vegar ekkert sjaldnara fyrir, þar sem hlut fallskosningar eru. Hér í Reykjavík hefur það iðulega hent, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur fengið meirihluta í bæjarstjórninni, þótt hann hafi fengið minnihluta at- kvæða. Skýr rök hafa verið færð að því, að flokkur, er hefur aðeins 40% atkvæða, getur fengið meirihluta full trúanna, þegar flokkafjöld- inn og sundrungin er orðin nógu mikil. EF framangreindar stað- reyndir eru athugaðar, ótt ast Framsóknarmenn ekki sajnanburðinn við tillögur Sjálfstæðismanna. Forkólf- ar Sjálfstæðisflokksins finna líka vel, að þessi samanburð ur er þeim ekki hagstæður. Þess vegna leggja þeir nú allt kapp á æsingar og blekk ingar og skyndiafgreiðslu kj ördæmamálsins. Kjósendur mega ekki fá ráðrúm til að hugsa. Svar Framsóknar- manna er að reyna að vinna bug á þessu moldvirði blekk Nauðsynlegt að fylgjast vel með þróun alþjóðamála og haga utanríkisstefnunni í samræmi við það Skýlausar yfirlýsingar Eitt atriði er ófrávíkjanlegt í öllum samningum okkar íslencl- inga við aðrar þjóðir um hern- aðarmál: íslendingar hafa aldrei skuldbundið sig til að hafa her á íslandi á friðartímum, -— bein- línis tekið fram í öllum samn- ingum, að svo væri ekki: 1. Þegar við gerðum samning við Bandaríki Norður-Ameríku 1941, um að þau mættu senda her ti! dvalar á íslandi, var skýrt tekið fram, að hann skyldi fara úr landi að stríðinu loknji. 2. Þegar Keflavíkursamningur- inn fyrri var gerður 1946, um af- not Bandaríkjanna af Keflavíkur- flugvelli í 5 ár, var tekið fram, að her mætti ekki vera á vellin- um. 3. Þegar við gerðumst meðlim- ir Sameinuðu þjóðanna 1946, var lekið fram af íslands hálfu, að samtökin mættu aldrei senda her til íslands nema með samþykki fslendinga. 4. Þegar við gegnum í Atlants- hafsbandalagið', var þetta mál ýt- arlega rælt á Alþingi og að lokum var þriggja manna nefnd send til Bandaríkjanna til þess að fullvissa sig um, hvaða skuldbind- ingar Íslendingar * tækju sér á herðar með því að gerast með- limir. Hór á Alþingi skýrði þáver andi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, frá viðræðum þess- um og niðurstöðum þeirra og komst m.a. svo að orði: „í lok viðræðnanna var því lýst yfir af háifu Bandaríkjanna: 1. Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á íslandi og var í síðasta stríði, og að það mundi algerlega vera á valdi íslands sjálfs, hvenær sú aðstaða yrði látin í té. 2. Að allir aðrir samningsaðilar hefðu fullan skilning á sérstöðu íslands. 3. Að viðurkennt væri, að ís- land hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. 4. Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á íslandi á friðarlimum. í þessari frásögn koma fram liöfuðniðurstöður við'ræðnanna vestra.“ Varnarsamn- ingurinn 1951 Þegar litið er á allar þessar yfirlýsiiigar og fyrirvara, er auð- sætt, að á okkur íslendingum hvílir engin bein skylda til þess að hafa her í landinu á friðartíni- um. En þegar Kóreustyrjöldin stóð sem hæst 1952, þótti yfirvof- andi ófriðarhætta svo mikil, að á- liti bandamanna okkar, að samn- ingur var gerður um að leyfa her að dveljast í landinu. í hervarn- arsamningnum er ákveðið, að við íslendingar getum sagt samningi þessum upp með 18 mánaðá fyrir- inga og æsinga og fá menn til að íhuga miálið, gera sér grein fyrir fenginni reynslu og kryfja til mergjar, hvað það er, sem þjóðin þarfnast nú mest. Geri menn það, óttast Framsóknarmenn ekki dóminn. Hermann Jónasson vara, og er þetta í samræmi við þær fyrri yfirlýsingar, er ég hefi rakið, að herinn ætti að hverfa ur landi, er birti til — og við íslendingar óskuðum. Batnandi friðar- horfur 1953-56 Þegar ófriðnum í Kóreu lauk nieð sættum sumarið 1953, tók upp úr því að birta til að nýju. Vopnahlé var gert í Indó-Kína 1954. Friðarsamningar voru gerð- ir við Austurríki 1955 — og er- iendir herir fluttir úr landi. Rúss- ai lögðu niður hina miklu herstöð sína í Finnlandi, þótt þeir hefðu samningsbundinn rétt til að halda henni um langan tíma. Og ástand- ið hélt áfram að batna, enda leiddi það til sáttafundar fjórveldanna í Genf 1955. — Þótt árangur af þessum fundi yrði engir beiniir samningar, vakti hann þó rniklar vonir og bjartsýni. Þáverandi for- sætisráðherra Bretlands' lýsti yflr, að friðarhorfur hefðu aldrei verið betri. Forvígismenn Sovétríkjanna og Bandaríkjanna lýstu yfir sömu skoðun. Sum ríki tóku að draga úr hervæðingu. Forseti Bandarikj- anna háði hina pólitísku baráttu undir kjörorðinu: „Friður dg vel- megun.“ -Alyktun Alþingis 28. marz 1956 Ef það hefir nokkurn tíma fylgt því nokkur minnsla alvara af hálfu Islendinga. að her skyldi ekki vera hér á friðartimum, þá hlutum við að gera ályktunina 28. marz 1956. Hún var, eins og fri- arhorfurnar voru þá, ekkert ann- að en rökrétt afleiðing og fram- hald þess, sem áður hafði vcrið lýs't yíir og lofað. Þingsályktunin er þannig orð- rétt: „Alþingi ályktar að lýsa yfir: I Stefna íslands í utanríkismál- um verði hér eftir sem hingað til við það miðuð að tryggjá sjálf- siæði og öryggi Jandsins, að höfð sé vinsamleg sarnbúð við allar þjóðir og að íslendingar eigi samstöðu um öryggismál við ná- grannaþjóðir sínar, m.a. með samstarfi í Atiantshafsbandalag- inu. Með hliðsjón af breyttum við- horfum síðan varnarsamningurinn írá 1951 var gerður og með tilliti ti! yfirlýsinga am, að eigi skuli vera erlenclur her á íslandi á frið- artímum, verði þegar hafin end- urskoðun á þeirri skipati, sem þá var tekin upp. með það fyrir aug- um, að íslendingar annist sjálfir gæzlu og viðhald varnarmann- virkja — þó ekki hernaðarstörf — og að herinn hverfi úr landi. I áist ekki samkomulag um þessa breytingu, verðí málinu fylgt eftir með uppsögn samkv. 7. gr. samn- ingsins.“ Eins og ályktunin ber með scr, gerir fyrri málsgrein ráð fýrir samstöðu með At’lantshafsbanda- laginu — og þar með auðvitað að staðið sé við þær skuldbindingar, sem við m.a. gengumst undir, er við gerðumst meðlimir þess. En síðari Tnálsgreinjn gerir grein fyrir þvi, htvers vegna her-. inn eigi að fara úr landi. Þar seg- ir: „Með hliðs.ión af breyttum við- horfum síðan - varnarsamningur- inn frá 1951 var gerður“ o.s.frv. á hann að hverfa úr landi. — Með þessu er því um leið sagt, að ef viðhorfin hef'ðu ekki breytzt síð- sn 1951, þá heíði ekki verið gerð krafa um brottför hersins. Atburðirnir haustið 1956 En þessar batn-andi friðarhorfur stóðu skemur en nokkurn óraði fyrir. — Haustið 1956 kom til hinna ægilegu og blóðugu átaka í Ungverjalandi og um sama leyti réðust England og Frakkland á Egyptaland. Mun það vera sam- eiginleg skoðun þeirra stjórnmála- manna, er bezt fylgjast með, að iheimurinn hafi aldrei verið nær barmi styrjaidar en á þessum tímum. — En það var einmitt sömu vikurnar og rætt var við nefnd frá Bandarikjunum um end urskoðun hervarnarsamningsins frá 1951 með -það fyrir augum, að herinn færi ur Jandi. — Ófrið- arhættan var mikil 1951, þegar herinn var tekinn inn í landið. En flestir eða allir munu á einu máli um það, að ófriðarhætlan var margfalt meiri haustið 1956. í ályktuninni frá 28. marz segir, að herinn eigi að fara vegna batn- andi friðarhorfa síðan 1951. Af þessu og öðru leiddi auðvitað, að fáum eða engum kom til hugar haustið 1956, eða hafði ætlazt til þess 28. marz, er ályktunin var gerð, að kraía yrði gerð um það af íslands hálfu, að herinn færi úr landi á timum, sem voru að 'allra áliti margfalt uggvænlegri en 1951, er herinn var látinn konia í landið. Um þetta þarf naumast að tala. — Jaínvel Alþýðubanda- lagsmenn, er ákveðnaðist Ihafa gengið fram i þvi að láta herinn fara úr landi, töldu þýðingarlaust að gera þessa kröfu haustið 1956. Hitt má sva ræða, hvort tímarn- ir síðan 1956 Jiafi verið þannig, að taka hefði átt málið upp að nýju. . (Framhald á 8. sE*u).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.