Tíminn - 25.04.1959, Qupperneq 6

Tíminn - 25.04.1959, Qupperneq 6
6 T í M I N N, laugardaginn 25. apríl 1959. T f M I N N, laugardaginn 25. apríl 1959 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Sírnar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Sími eftir kl. 18: 13948 Kjördæmatillögurnar FRAMSÓKNARMENN nafa nú lagt fram sínar tillög- ur í kjördæmamálinu. Fór það eins og vænta mátti, aö stjórnarskrárnefndin 'klofn- aði í afstöðunni til kjördæma breytingartillagna stjórnar- flokkanna. Standa Framsókn armenn einir sér, því komm- únistar gerðust hjálparkokk- ar á stjórnarfleytunni. Segj- ast þeir hafa fengið það vel borgað, en Emil kapteinn telur þá hafa ráðið sig upp á rýran hlut. Aðaltillaga Framsóknar- manna er svohljóðandi: „í trausti þess, að stjórnar skrárnefndin, sem skipuð var samkvæmt þingsályktun 24. mai 1947, taki stjórnar- skrármálið í heild til endur- skoðunar á árinu 1959, með það fyrir augum, að tillögur hennar verði lagðar fyrir A1 þingi eigi síðar en í ársbyrj- un 1960, og athugi sérstak- lega tillögur þær, sem fram hafa komiö um að málið verði afgreitt á sérstöku stjórnlagaþingi (þjóðfundi), tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá." Tillaga þessi er í fullu sam ræmi við fyrri afstöðu Fram- sóknarmanna til þessa máls. Þeir hafa verið því andvig- ir að kjördæmamálið væri hrifsað frá öðrum þáttum stjórnarskrármálsins og af- greitt út af fyrir sig, eins og nú vlrðist hugmyndin að gera. Stjórnskipunarlög landsins eiga að vera hafin yfir flokkspólitiskar þrætur. Það er óhæfa og byltast með þau og brambolta i hvert sinn, sem einhver stjórnmála flokkur þarf að bjarga líf- tóru sinni af bví að hann hef ur glatað tiltrú með þjóðinni. Stjórnarskrármálið allt þarf að leysa án þess að hinir pólitísku flokkar setji þar eyrnamörk sín á. Um það ber þjóðinni að sjá. FARI svo að meirihluti Alþingis geti ekki fallizt á þessa tillögu, bá leggja Fram sóknarmenn til, að eftirfar- andi breyting verði gerð á kjördæmaskipuninni: Þing- menn verði 60, bar af 10 unp bótarmenn. Hinir 50 kjör- dæmakosnu þingmenn verði kjörnir í 32 kjördæmum. — Breytingar frá þvi sem r.ú er, myndu þá verða þannig, að 4 þingmönnum yrði bætt við- í Reykjavík, þannig að þeim fjölgaði úr 8 í 12. Þing- manni yrði bætt við á Akur- eyri og yrðu bá tvímennings- kjördæmin 7. Einmennings- kjördæmin verði 24 í stað 20, sem þau nú eru. Við bætist: Akranes, Kópavogur, Kefla- vík og svo verði GuIIbringu- og Kjósarsýslu skipt í tvö kjördæmi. Hér er bó engan veginn um að ræða þá lausn, er Framsóknarmenn telja bezta, heldur er bessi tillaga fram borin í því skyni aö freista þess að ná samkomu- lagi og forða þjóðinni frá því sem verra er. Þessi lausn byggist á því, að fjölgað verði þingmönn- um þéttbýlisins nokkuð frá því sem nú er„ á þann hátt fyrst og fremst, að mynduö eru ný kjördæmi. Er það beint og eðlilegt framhald af þeírri leið, sem farin hefir verið til þessa. Hins vegar leggja Framsóknarmenn á- herzlu á, að hinum gömlu kjördæmum sé ekki raskað og þau haldi sínum fulltrú- um. SÉU nú þessar tillögur bornar saman við tillögur k j ördæmabyltingarf lokkanna kemur í ljós, að kvað fjölg- un þingmanna og staðsetn- ingu snertir, ber ekki mikið á milli. „Byltingarflokkarnir' leggja til, að það, sem þeir nefna Reykjaneskjördæmi, fái 5 þingmenn i stað tveggja nú. Till. Framsóknarmanna er, að þarna verði mynduð 3 ný einmenningskjördæmi, eða m.ö.o. að þingmenn þessa landsskika verði 5. „Byltinga flokkarnir"" leggja til að Mið vesturland fái 5 þingmenn í stað 4. Framsóknarmenn vilja að Akranes verði gert að sérstöku kjördæmi, þann- ig að þingmenn þessa svæðis verði 5. Þá er það tillaga byltingarmanna“ að fjölgað verði um 1 þingmann á Norð austurlandi. Á sama hátt gera Framsóknarmenn ráð fyrir að Akureyri verði gert að tvímenningskjördæmi. — Um fjölgun þingmanna fyrir Reykjavík ber tillögunum ekki á milli. Hins vegar er það skoðun „byltingar- manna“ að Austfirðingar búi við of góðan hlut og vilja svipta þá einum þing- manni en halda í þess stað fullri tölu uppbótarmanna. Framsóknarmenn álíta aftur á móti, að ekki sé sérstök ástæða til að refsa Austfirð ingum og vilja að þeir haldi sinni þingmánnatölu en upp bótarmönnum sé fækkað um einn og sýnist það hóflegt. ÞEGAR á þetta er litið, má það heita furðulegt, að stjórnarliðið og kommúnist- ar skuli ekki geta fallist á till. Framsóknarmanna. Við viljum rétta hlut þéttbýlis- ins segja þeir. Hver hefur á móti því. Andstaða þeirra gegn till. Framsóknarmanna sýnir bara að fyrir þeim vak ir allt annaö en fullnægíng réttlætisins. Fyrir þeim vak ir það, að svipta hin fornu kjördæmi réttindum sínum og sjá’fstæði. Afstaða Alþýðu flokksins þarf raunar eng- um að koma á óvart. Hug- sjón hans, og e.t.v. sú eina i seinni tíð, heíur verið og er sú, að gera landiö allt að einu kjördæmi. Breytingin nú er aðeins áfangi á leið- inni, miöaður við það, að skrefið nægi tií þess að flokk urinn velti ekki úr þinginu. Þetta er því hans lífsbarátta. En hann gleymir því bara, að lífsbarátta verkamanna- samkomula munum út í síðasta blaði voru birtar tiílögur Framsóknar- marma í hinni sérstöku stjórnarskrárnefnd þingsins, sem fjallar um kjördæmabyltingarfrumvarpið. Þessar tillögur fulltrúa Framsóknarflokksins í nefndinni, Gísla Guðmundssonar og Páls Þorsteinssonar, eru á þá lund, að kjördæmafrumvarpinu verði vísað vrá með rök- studdri dagskrá, en til vara,verði dagskrártiilagan velld, bera þeir fram breytingartillcgur við vrumvarpið um fjölgun kjördæmakosinna þingmanna í þéttbýiinu, on kjördæmin haldi sér að öðru leyti og uppbótarkerfið haldist. — Að sjáifsögðu kemur ekki fram í þeim til- lögum stefna Framsóknarflokksins í kjördæmamálinu. Hún er allt önnur í veigamiklum atriðum, en Fram- sóknarflokkurinn ber þessar tiliögur fram til mála- miðlunar sem varatillögur til þess að freista þess að bjarga héraðakjördæmunum og sjálfstæði héraðanna. Fyrir þessum málum og afstöðu flokksins í heild er gerð ýtarleg grein í nefndaráliti því, sem fylgdi til- lögunum af háffu fulltrúa Framsóknarflokksins í nefnd inni, og fer hún hér á eftir í heild: Eru allir jiingmenn flckkanna, sem standa að kjördæmabyltingunni, svo bundnir við þá hernaðaráætlun, að afnema kjördæmin, að tillögur um stórlega fjölgun þingmanna i þéttbýlinu og sama uppbótakerfi til jöfnunar milli flokka, geti þar engu um breytt? Varatillögur Framsóknarmanna við kjördæmafrumvarpið bornar fram til mála- miðlunar í því skyni að freista þess að bjarga sjálfstæði héraðakjördæmanna Nefndarálit fulltrúa Framsóknarilokkssins í stjórnarskrárnefnd meí til- lögum þeirra um afgreiíslu kjördæmafrumvarpsins Minni hluti stjórnarskrárnerndar hélt því fram í neí'ndinni, að mis- ráðið væri að breyta á þessu þingi 31. gr. stjórnarskrárinnar, sem fjallar um kjördæmaskipan, án þess að jafnframt væri lokið endur skoðun stjórnarskrárinnar í heild. Færði minni hlutinn rök að því, að eðlilegast væri að gera nú gang skör að því á þessu ári að Ijúka endurskoðunarstarfinu, svo að hægt væri að afgreiða nýja lýð- veldisstjórnarskrá á Alþingi á önd- verðu ári 1960 eða — sem minni hluti telur æskilegt — fela þá af- greiðslu sérstöku stjórnlagaþingi, sem kosið yrði til að fjalla um stjórnarskrána eina. Bráðabirgða- ráðstöfun 1944 Stjórnarskrárbreyting sú, sem gerð var við stofnun lýðveldisins 1944, var bráðabirgðaráðstöfun. Þá voru þær breytingar einar gerð- ar á stjórnarskrá konungsríkisins fslands, sem voru beinlínis óhjá- kvæmilegar þá þegar vegna slita sambands við Danmörku. Alveg samtímis var ákveðið að endur- skoða stjórnarskrána í heild —■ semja lýðveldisstjórnarskrá — og voru til þess settar tvær nefndir, skipaðar 20 mönnum samtals. Fyrsta ríkisstjó.min, sem mynduð var á Alþingi eftir slofnun lýðveld- isins, lýsti yfir því 21. okt. 1944 sem stefnu sinni, að endurskoðun- inni vrði lokið „eigi síðar en síðara hluta næsta vetrar“. Af því varð þó ekki. Árið 1947 var skipuð ný sjö manna nefnd til þess að fram- kvæma endurskoðunina eða ljúka henni. Sú nefnd hefir ekki beðizt flokks, sem orðinn er auð- sveipur þjónn svörtustu í- haldsflokkanna í landinu, er vonlaus þrátt fyrir allar bylt ingar á kjördæmaskipuninni. Tiigangur íhaldsins er hins- vegar sá, nú sem fyrr, að reyna að lama Framsóknar- flokkinn. Það telur hann að bezt verði gert með því, að snúa spjótum sínum að lands byggðinni. Einnig það er ör- vona tilraun. Framsóknarfl. mun síður en svo veikjast við þessar tiltektir. En dreifbýlið al)t er verr farið en áður. Þess vegna stendur Fram- sóknarflokkurinn sem einn maður gegn því gerræðis- fulla tilræði, sem nú er á- formað að fremja. Og til liðs við hann munu koma fylk- ingar manna úr öðrum flokk um, sem skilja, aö' breyting- ar á stjórnskipun landsins eiga að vera og eru hafnar yfir það að vera bitbein og leiksoppur einstakra flokka, heldur mál þjóðarinnar allr- ar. lausnar og ekki heldm verið leyst frá störfum nó önnur sett í stað hennar. Ekki er heldur neitt bók- að um það i gerðarbókum hennar, að hún telji hlutverki sínu lokið. Tillögur komu fram í nefndinni og voru bókaðar, en hafa þar enga af- greiðslu hlotið. Má líta svo á, að þessi nefnd haldi enn umboði sínu og að henni beri að Ijúka störfum ef Alþingi lætur í ljós vilja sinn í þá átt. Því hefir verið haldið fram, að ágreiningur eða áhugaleysi á Al- þingi um lausn kjördæmamálsins (31. gr.) hafi tafið endurskoðunar- starfið. En snemma á þessum vetri var svo komið, að allir þingflokkar höfðu áhuga á lausn kjördæmamáls ins. Þá var sú stund upp runnin, að ekkert virtist lengur því til fyr- irstöðu, að stjórnarskrárnefndin gæti tekið til óspilltra mála og bundið enda á starf sitt, Það á- stand er óbreytt. Allir nefndar- menn væru nú án efa reiðubúnir til að vinna að lausn kjördæma- málsins í nefndinni og þá væntan- lega stjórnarskrármálsins í heild, ef hún væri kölluð saman til fund- ar. Mikil undirbúningsvinna hlýt- ur að hafa verið leyst af hendi. Ekkert ætti að vera því til fyrir- stöðu, að nefndin geti lokið störf- um í lok ársins 1959 eða jafnvel eitthvað fyrr. Ef breytingar á 31. gr., um kjör- dæmaskipunina, verða samþykktar sérstaklega á þessu þingi, og færi svo, sem raunar er óvíst, að þær yrðu einnig samþykktar á þingi í sumar og alþingiskosningar af þeirri ástæðu látnar fara fram tvisvar sinnum á þessu ári, er hætt við, að enn yrði löng bið á hinni marglofuðu endurskoðun stjórnar- skrárinnar í heild, þar sem aftur á móti nú er auðsætt, að hana mætti tryggja, ef breytingum væri frestað lil næsta þings. Á fundi í stjórnarskrárnefnd var hreyft því nýstárlega sjónar- miði, að rétt væri að slá heildar- endurskoðun stjórnarskrárinnar á frest enn á ný, þangað til hreytt hefði verið kjördæmaskipuninni og þar með skipun Alþingis frá þvi sem nú er. Ekki var því hreyft af neinum, þegar endurskoðun var ákveðin á Alþingi 1944 og síðan hvað eftir annað af ríkisstjórnum. Þá var alltaf gengið út frá því, enda sjálfsagt, að Alþingi, eins og það er skipað, láti endurskoðuu- ina fara fram og kveði á um hina nýju lýðveldisstjórnarskrá. Minni hluinn telur því, að um undan- hrögð sé að ræða, sem þjóðin geti ekki sætt sig við, enda ekki líkur til þess, að sú kjördæmaskip un, sem frv. gerir ráð fyrir, geti breytl svo flokkaskipan á Alþingi, að það 'geti haft áhrif, sem veru- legu máli skipti á meginefni stjórn- arskrárinnar. Minni hlutinn vill leggja á- heizlu á það, að þjóðin hefir nú beðið eftir hinni nýju lýðveldis- stjórnarskrá sinni í meira en 12 'ár. Víðs vegar um land hefir ver- ið mikill áhugi á þossu máli og óánægja með dráttinn. Hreyft hef ir verið nýmælum af ýmsu tagi á Alþingi og í ríkisstjórn, í stjórn- arskrárnefndum, á fjórðungsþing- um og í stjórnarskrárfélögum, sem og af mörgum einstaklingum, sem ritað hafa og rætt um ;nálið. Slikum nýmælum ber að sinna og t.aka afstöðu til þeirra við endur- skoðun þá, sem heitið var fyrir löngu. Það er ekki viðuúandi, að eitt atriði, þótt áhrifaríkt megi teljast, sé tekið út úr endurskoðuninni og því ráðið til lykta með leyni- samningum milli forustumanna þriggja þingflokka, eingöngu með tilliti til flokkssjónarmlða og í þeim tilgangi -einum að stækka eða minnka þingflokka. Menn, en ekki flokkar, eiga þetta Jand og byggja það, og með tilliti til landsins og þeirra, sem byggja það nú og í framtíðinni, á að setia lýðveldinu stjórnarskrá og ákveða skipan þjóðþingsins. Sérstakí stjórnfaga- þing afgreiði stjórnarskrána Þeirrar skoðunar verður víða vart, að heppilegast sé, að Al- þingi feli sérstaklega kjörnu stjórnlagaþijngi að afgreiða stjórn- arskrána, onda tæki hún þá gildi, þegar hún hefði hlotið samþykki við þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrir þeirri skoðun eru m. a. færð þau rök, að ef sérstaklega væri. kosið til þings, sem- ekki hefði öðrum. málum að sinna en stjórnar- skránni, mundu kjósendur taka afstöðu í þeirri kosningu með til- liti til stjórnskipunarinnar einnar, — og sé það mjög frábrugðið því', sem á sér stað í alþingiskosning- um, því að þá verði menn að taka afstöðu t.il margra mála í senn við kjör þingmanna, og vilji þá svo fara, að dægurmálin eigi meira rúm í hugum manna en stjórnskipun ríkisins, sem þó er undirstaða allrar annarrar lög- gjafar og feiur í sér m. a. hin al- mennu ákvæði um mannréttindi íslendinga. En minni hlutinn er þess fýsandi að stjórnarskrár- nefndin athugi sérstaklega þær tillögur, sem fram hafa komið um þá aðferð við setningu stjórnar- skrárinnar. Ef hún legði til, að sú aðferð yrði viðhöfð, — og Al- þingi yrði sömu skoðunar, — mundi stjórnlagaþingið að sjálf- sögðu fá í hendur þær tillögur að öðru leyti, sem nefndin kynni áð vilja gera, —og gögn, sem í henn ar vörzlu eru eða verða. Um frv. það, sem fyrir liggur um breytingu á 31. gr. stjórnar- skrárinnar (kjördæmaskipuninni) er það skoðun minni hlutans, að misráðið sé, og varhugavert í'yrir þjóðina að gera þær breytingar, sem þáð hefir í för með sór, ef að lögum verður í meginatriðum eins og það var lagt fram k Alþingi. Með frv. er iagt til, að landinu öllu verði skipt í 8 stór kjördæmi, eitt 12 manna, tvö 6 manna og fimm 5 manna kjördæmi. Allir kjördæmakjörnir þingmenn, 49 talsins, verði kosnir hlutfalls- kosningu. Að lokinni kosningu í kjördæmúm verði úthluta'3 11 uppbótarsætum til þingflokka, en ekki „allt að 11“, eins og nú er ákveðið. Samkvæmt þessu verður tala þingraanna ö0 í stað allt að 52 nú, og er ekki gert ráð fyrir, að sú tala >geti lækkað. Hún yrði hin sarna, >þó að t. d. úrslit kosn- inga yrðu þau, að allir flokkar hefðu sömu atkvæðatölu á hak við kjörinn þingmann að meðaltali. Er með þessu stigið spor í þá átt að gera landið að einu kjördæmi. Kom það og glöggt fram hjá þing mönnum, sem mæltu með frv. við 7. umr. þess, sem var útvarps- umræða, að þeir telja þetta frum- varp „áfanga“ á leið að takmarki, sem náð verði síðar. — Allir fram bjóðendur á listum skulu vera lög- lega kjörnir varamenn. Með frv., ef að lögum verður, eru 27 núverandi kjördæmi lands ins lögð niður og þar með af þeim tekinn hinn sögulegi og hefð- hundni réttur þeirra til að eiga sérstaka fulltrúa á Alþingi, sem þau sjálf kjósa. Þetta fyrirkomulag er — eins og það var orðað á Alþingi fyrir 17 árum —- „rótfast frá byrjun stjórnskipunar þessa fands“. Þeg- ar Alþingi var cndurreist árið 1843, var landinu skipt í 20 ein- menningskjördæmi, þ. e. 19 sýslu kjördæmi og íteykjavík. Ekkert þessara kjördæma hefir misst rctt sinn t'l þingmanns. En sex af sýslunum eru nú tvímenningskjör dæmi, og þrem sýslum hefir ver- ið skipt í tvö einmenningskjör- dæmi hverri, bætt við fimm kaup- staðakjördæmum, en Réykjavíkur þingmö’inum fjölgað úr einum í átta. Grundvöliur Kjördæmaskipun arinnar frá öndverðri 19. öld er því óbreyttur enn þá, sýslurnar og stærsti kaupstaðurinn. En aðr- ir kaupstaðir, þéttbýlislandnám síðari tíma, hafa í'engið kjördæma réttindi smátt og smátt, hinir fyrstu 1903, hinn síðasti 1942, og höfuðstaðurinn nokkra fjölgun með tiliiti til hins mikla fólks- fjölda, sem þar hefir tekið sér ból festu á síðari tímum. Sjálfsögð kjördæmaskipun Raddir hafa heyrzt um það, þótt fáar séu, að kjördæmaskipunin hafi viil endurreisn Alþingis ver- ið ákveðin af danskri stjórn og því ekki mikið upp úr henni að leggja. Athugasemdir . af þessu tagi eru á misskilningi byggðar. Þessi kjördæmaskipun var svo sjálfsögð, að varla var um annað að ræða, enda engar líkur fyrir því, að íslendingar hafi verið henni mótfallnir. Grundvöllur kjör dæmaskipunarinnar ihefir staðið óbreyttur, síðan Alþingi var end- urreist. Kjördæmaskipunin er byggð á hinni í'ornu þinga- og goðorðaskipun þjóðveldistímans og íslenzkum staðháttum. Sum kjördæmanna svara tii hinna fornu þinga, sum til eins eða tveggja goöor'ða, en bæði goðorð- in og þingin voru ríki í ríkinu. Eftir þjóöveldistímann tóku sýsl- urnar við a£ hinum fyrri félags- heildum. Sýslu- og kaupstaoakjör dæmi nútímans hafa í iíkingu við hina fornu ríkishluta takmarkað sjálfstæði. Þau hafa sín landsrétt indi. Eitt meginatriði þeirra lands réttinda — eða takmarkaðs sjálf stæðis — er rétturinn til a_ð eiga sérstaka fulltrúa á Alþingi íslend- inga — og kjósa þessa fulltrúa sjálf án íhlutunar annarra lands- hluta. Þetta fvrirkomulag hefir orðið til við söguiega þróun „neðan frá“, en er ekki sniðið eftir for- skrift með valdboði „ofan frá“, eins og nú stendur til. Það er „rót fast“, hluti af hinum íslenzka þjóðlífsmeið, sem hefir staðið af sér eld og ísa og borið þau blöð, sem við köllum íslenzka menn- ingu. Þetta fyrirkomulag hefir reynzt skynsamlegt og hollt byggðarlög- um landsins og þjóðinni i heild. Bent er á, að samt hafi verið fólks straumur þaðan til höfuðborgar- innar og að víða hafL byggð ból lagzt í eyði. Þetta er rétt, en skort ir rakagildi, því að samanburð- inn vantar við það, sem hefði get að átt sér stað. En það er hægt að gera sér í hugarlund, hvernig farið hefði viða, ef byggðarlögin hefðu ekki endurheimt sín fornu landsréttindi, um leið og Alþingi endurheimti 'sin réttindi. Þetta hefir mönnum lengi verið ljóst. Þess vegna hafa menn af öllum flokkum í kjördæmunum óttast það að kviðið fyrir, að koma kynni að því, að tekin yrðu upp fá stór kjördæmi. Þess vegna hefir líka stærsti sjórnmálaflokkur þingsins vegna aðhalds úr kjör- dæmunum til skamms tíma lagt sig ailan fram til að koma í veg fyrir, að þvi yrði trúað, að hann hefði í hyggju að leggja kjör- dæmin niður. Hefir við 1. umræðu þessa máls verði vitnað í ræður frá fyrri þingum þesstt til sönn- ttnar. Þessi flokkur hefir nú slegið striki yfir fyrirheit sitt ttm and- stöðu við stóru kjördæmin. Má telja, að einskis sé þá lengur ör- vænt úr þeirri átt, — á sínurn tíma sé einnig hægt að gleyma þvi, að ástæða sé til að koma í veg fyrir, að landið verið gert að einti kjördæmi. Slíks er hollt að minnast við afgreiðslu þessa máls á Alþingi og annars staðar. Ekki verður hjá því komizt að athuga nokkttð þau rök, sem færð eru fyrir afnámi núverandi kjör- c'iæma. í fyrsta lagi eru borin fram rök fyrir því, að breytingin sé nauð- synleg frá sjónarmiði þjóðarinnar í heild. Má það teljast skiljanlegt að reynt sé að bera fram rök af því tagi. Olnbogabarnið Reykjavík Því er haldið fram, að fjölmenn- ustu byggðariögin, og þá einkum Reykjavík og önnur byggðarlög við Faxaflóa, eigi of fáa fulltrúa á Alþingi, miðað við fólksfjölda, og að þessi fulltrúafæð þeiri’a verði sérstaklega áberandi, þegar þess sé gætt, að tiltölulega mjög fámenn byggðarlög eigi þar full- trúa. Varðandi síðara atriðið, fá- mennu kjördæmin, skal hér vís- að til þess, sem sagt hefir verið hér að framan um hinn sögulega og hefðbundna rétt, takmarkað sjálfstæði eða landsréttindi innan ríkisheildarinnar. Um fynra at- riðið, fulltrúafæð hinna fjölmenn- ustu byggðarlaga, er í fyrsta lagi það að segja, að það hefir til þessa verið viðurkennt af mörg- um, og er jafnvel nú hálft í hvoru af flutningsmönnum f:v., að ekki sé eðlilegt, að t. d. Reykjavík hafi fulltrúatölu aigerlega í hlutfalli við fólksfjölda. En það er hægt að fjölga fulltrúum þéttbýlisins án þess að leggja niður núver- andi kjördæmi. Það er hægt t. d. með því að taka upp ný kjördæmi, svipað því, sem fyrr hefir verið gert, og það e'r hægt að fjölga nokkuð þingmönnum í fjölmenn- ustu kaupstöðunum. Þetta er ekki bylting. Þetta er söguleg þróun á þeim kjördæmaskipunargrund- velli, sem verið hefir. Breyting af þessu tagi væri mörgum að skapi, og með henni væri ekki verið að knýja fram réttarrán í fullri and- stöðu við fjölda manna í landinu, sem nú teija ómaklega að sór veg ið. Þessa leið vill minni hi. stjórn arskrárne^ idar fara, ef málinu fæst ekki f.estað. — Og til þess að reyna að vernda hinn forna íslenzka þingræðisgrundvöll vill hann til samkomulags fallast á, að uppbótum sé haldið, þó þannig, að tala þingmanna fari ekki yfir 60. Þá tölu getur hann sætt sig við til samKomuiags, enda þótt hann telji varhugavert að fjölga þingmönnum til mikilia muna. Nefnt hefir verið dæmi, sem á að sýna, að núverandi kjördæma- skipun só óhafandi fyrir verka- menn og launþega í laidinu. Er þar fullyrt, að þótt allir verka- menn og aðrir, sem laun taka, stæðu saman í einitm flokki við kosningar, gæti nú svo farið, að þeir fengju ekki nema svo sem þriðja hluta þingmanna, þótt launtakar væru tveir þriðju hlut ar þjóðarinnar. Þegar hetur er að gáð, kemúr í ljós, að þessi fullyrðing fær engan veginn staðizt. Henni er siegið fram án athugunar. Sam- tök, sem állir launþegar væru í, mundu auðvit.að fá meiri hluta. •— Hitt er svo annað mál, að verka- menn og aðrir launþegar skiptast nú mjög milli styónmálaflokk- anna allra. Og væri frv. þetta lög fest, og hlutfallskosningar teknar upp í stórum kjördæmum, munu þær ýta undir fjölgun flokka og um leið auka, en ekki minnka skiptingu launþega milli ílokka. En af hálfu fylgismanna þessa frv. er borin fram öunur tegund raka, sem nokkurri furðu gegnir að beitt skuli vera: að afnám kjör- dæmanna og réttindamissir muni verða þejnt sjálfum til hag-bóta. Rökum af þessu tagi hefir að vísu oft verið beitt af stórveldum gegn smáríkjum, sem ekki vilja láta sjálfstæði sitt af hendi. En íslend- ingar hafa jafnan átt erfitt með að viðurkenna slik rök. Nokkur at- riði skulu athuguð hér. Vitnað hefir verið í fra.nskt orðatiltæki, sem sagt er að hljóði á þessa leið: Lítil kjördæmi skapa litla þingmenn, en stór kjördæmi stóra þingmenn. Ekki var þéss get ið, hvort Frakkar séu enn á þeirri skoðun. En varla fær þetta stað- izt dóm sögúnnar hér á landi. Ekki þarf mikillar athugunar við til að komast að raun um, að ýms- ir helztu þingskörungar íslend- inga hafa hlotið kosningu í fá- mennum kjördæmum. Stór kjördæmi - stórir þingmemi? Reynt hefir verið að halda því að fólki, að betra sé að eiga fyrir fulltrúa 5—6 þingmenn úr stóru kjördæmi en 1—2 úr sýslu eða kaupstað. Slikt er hægt að segja, en líklegt ‘ er það ekki. Éf koma þarf máli á ffamfæri, mun það i eynast f.vrirhafnarminna áð fiytja það mál á einum stað við einn þingmann, sem er þaulkunn ugur staðháttum á takmörkuðu svæði, en að snúa sér t:l sex: þing manna, sem e. t.. v. eiga heima á mörgum stöðum í hálfum eða heil um landsfjórðungi. — Ef röksemd in fengi á annað borð staðizt, ætti að vera bezt að hafa landið allt eitt kjördæmi og eiga aðgang að 60 fulltrúum. Því er haldið fram, að þegar búið sé að taka upp stóru kjör- dæmin, muni reynast auðveldara að fá efnilega menn, t.d. bændur, innan kjördæmanna til þing- mennsku, en nú gangi það mis- jafnlega, sem satt er. Varla fær þetta staðizt. Sé þingmennska erf- ið og eigi menn erfitt’ með að sinna henni vegna heimastarfa, þótt þeir þurfi ekki að vera þing- menn nema fyrir. eina sýslu eða einn kaupstað, hlýtur það þó að vera mun fyrirhafnarsamara að vera þingmaður fyrir mjög víðlent svæði, sem nær yfir margar sýsl- ur og kaupstað eða kaupstaði, ferðast um þau svæði, og kynna sér það, sem til þess þarf að geta leyst starf sitt vel af hendi fyrir kjördæmið. Varla mundi- það létta bændum þing'mennsku, svo að það dæmi sé aftur nefnt. Vakin er athvgli á þvi, að kosn- ingabarátta sé hörð í fámennum kjördæmum, einkum einmennings kjördæmum, og stundum persónu leg. Vera má að svo sé. En fin ist mönnum ekki vera kapp í kosn- ingum í Reykjavík, og falla þar ekki stundum óþvegin orð »um frambjóðendur og aðra, þegar kosningabarátta stendur yfir? Þar er þó fjölmennið mest, og þar nýtur sín í ríkum mæli hin póli- tíska stórútgerð landsmálaflokk- anna, sem ráðgert er að koma á iand allt. Bent er á, að viðfangsefni hafi stækkað og að hvert viðfangsefni nái nú til margra bygðarlaga, því . sé tímabært að steypa kjördæm- unum saman og skapa samvinnu miili margra þingmanna, eins og þingmenn t. d. úr sama landsfjórð ungi 'nafi ekki samstarf nú á þingi um sameiginleg mál fjórðúngs- ins, þótt þeir séu kosnir hver í sínu kjördæmi. Ef þessi rök hafa eitthvert gildi, hafa þau það helzt sem rök fyrir því að landið eigi allt að vera eitt kjördæmi. Þá má segja að þjóðvegakérfi, síma- kerfi, rafmagnskerfi o. fl. só sam- eiginlegt fyrir allt landið. Sumir segja, að stefna beri að því að koma upp ríkisútgerð fyrir allt landið o. s. frv. En þetta eru létt- væg rök fyrir því, að skipta beri landinu í 8 kjördæmi. Kosningar til búnaðarþings Vitnað hefir verið í kosningar til búnaðarþings og að þar eigi sér stað hlutfallskosningar i stórum kjördæmum. Það fyrrikomulag er raunar ekki mjög gamalt. Samt cr það svo, að bændur, sem þarna eiga sjálfir allan hlut að máli, hafa nú í seUmi tíð stööugt stefnt að því að smækka kjördæmin og hafa sums staðar tekið upp ei:i- menningskjördæmi í stað stór.u kjördæma með hlutfallskosningu. Reynt hefir verið að halda þ;í að bændastéttinm í þessu máli, að hún sé vanmáttug og minnkandi og að henni sé hentast að koma sér vel við aðrar stéttir og gera sér þær hliðhollar. Hún megi því helzt fagna því, að lögð séu niður kjördæmi, sem að miklum hiuta eru byggð sveitafólki, og'Stéttun- um blandað saman í stairri .k.iör- clæmum. Rétt er það, að nauðsyn; ber til, að skilningur og sambúð sé sem bezt rnilli atvinnustétta landsins. En ekki hefir það gétað farið fram hjá mönnum. áð flókk- ar þeir, sem að frv. standa', Kafa með starfsemi sinni í .seinnil.tíð á margan hátt lagt áherzlu á þýð ingu hins stéttarlega samsfarjp ;á . ýmsum sviðum. Slíkt samstarf hlýtur þá að vera gagnlegl fýrir bændur eins og aðrar stéttir. ‘Én ef aðrar stéttir þurfa ekki a'því að halda að koma sér í mjúkinu hver sjá annarri og við bændur, hvers vegna er þá verið að halda þessari aðferð að bændum alvtíg sérstaklega? Það mun ýin^um reynast torskilið. Sjálfir ■ muiru bændur hafa talið gagnlégt "að' vera stéttarlega sterkir. Og;b)cki' er ástæða til þess fyrir þá sfétt að láta koma inn hjá sér néinni minnimáttarkennd, þó að fólki. í sveitum hafi fækkað á þessari. öld. Allt bendir til þess, að fólks- tala i sveitum eigi eftir að hækka aftur, þegar þjóðin er orðin miklu fjölmennari en hún er nú, og þéss virðist ekki mjög langt að bíða, ef sú fólksfjölgun helzt, sem ver- ið hefir undanfarið. Þá þarf; Lil neyzlu í landinu sjálfu miklu meira af landbúnaðarafurðum. en nú er framleitt i landinu — auk þess sem jafnan eru fyrir. hq.ndi meiri eða minni möguleikar til ,ú.t- flutnings þeirra vara. Og þá mun búskapur í sveitum landsins — ef ekki verður af hálfu þjóðarinnar slegið slöku við þá uppbyggingu, sem hafin er — standa fastari fót- um en hann áður gerði. — Með tilliti til þessa og margs annars virðist ekki ástæða til ,að bændur taki upp neina sérstaka ijhdi'r- gefnisaðstöðu í þessu máli tíða öðrum. í frv. er gert ráð fvrir, að hlut- fallskosningar verði upp teknar alls staðar í hinum fyrirhuguðu stóru kjördæmum. Er það í saip: ræmi við það, sem tíðkazt ,h,efir, að sú kosningaraðferð sé viðHöfð þar sem kjósa skal marga fúll- trúa í senn. Þótl ýmis rök megi færa fyrir hlutfallskosninguin,-tel ur minni hlutinn það Ijóstn af reynslu annarra þjóða, að þær geti reynzt nokkuð varhugaverð- ar fyrir lýðræðið í landinu. Er því að hans dómi hætt við, að hlut- fallskosningafyrirkomulagið ’megi telja til þeirra ókosta, sem störu kjördæmunum fylgja. Fjölgun ílokkanna Reynslan er sú erlendis, aö hlut fallskosningar ýta undir fjölgun flokka. Bent hefir verið á af stuðn ingsmönnum þessa frv., að þetta hafi ekki farið svo í Reykjivvík, þótt þar hafi um langl skeið ver ið hiutfallskosning til 15 manna bæjarstjórnar. Flokkum hefir ekki fjölgað þar til muna. En.þá er þess að gæta, að í Reykjayík hafa ekki myndazt neinir sérstak- ir bæjarmálaflokkar. Það eru landsmálaflokkarnir, sem taka þátt í bæjarstjórnarkosningunuin. Og kjördæmaskipunarfyrirkomu- Iagið við alþingiskosningar hefir til þessa takmarkað tölu lands- málaflokka. Fjölgi flokkunum mjög, getur lýðræðinu verið hætta búin, eins og dæmin sanna. Mikill flokka- fjöldi leiðir til sundrungar á þjóð þingurn og vandkvæða á því, að þar myndist ábyrgur meirihluti og ríkisstjórn. Andstæðingum ,lýð (Fi’amhald á 8. siðul.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.