Tíminn - 10.05.1959, Blaðsíða 1
ESID U M
fund utanríkisráS-
herranna í Genf
bls. 6
43. árgangur.
Reykjavík, sunnudaginn 10. maí 1959.
Nefndarálit Framsóknarmanna um
kiördæmamálið, bls. 7
Lifiö í kringum okkur, bls. 5
Mál og menning, bls. 5
Kirkjuþáttur bls. 9
102. bla3.
HAUKUR SNORRASON
Alþingi hefir samþykkt afnám kjördæm-
anna - nú er málið í höndum þjóðarinnar
Sætta kjósendurnir sig við tilræðið eða fylkja þeir liði
til bjargar héraðakjördæmunum? - Málinu hefir verið
skotið til þeirra og um þetta verður kosið í vor
Minningarsjóður um
Hauk Snorrason ritstj.
Nokkrir vinir og vanda-j
menn Hauks Snorrasonar rit!
stjóra, sem lézt þennan dag|
fyrir einu ári, hafa ákveðið
að stofna sjóð, er beri nafn
hans. Verði hann til stvrkt-
ar ísl. blaðamönnum og í;
nánum tengslum við Blaða-!
mannafélag íslands.
Framlag í sjóðinn mun
jafnan þakksamlega þegið,
en það fé s.em safnast fram
til 15. júlí n.k. verður talið
stofnfé hans. Eftir þann dag
verður gengið frá stofnun
sjóðsins og honum settar
reglur og stjórn.
Þeim, sem vilja heiðra
minningu Hauks Snorrason-
ar með því að leggja skerf
til þessarar sjóðsstofnunar,
skal bent á, að fram til 15.
júlí n.k. veita framlögum við
töku, í Reykiavík, ritstjór-
arnir Sigurður Bjarnason
(Morgunblaðið) og Þórarinn
Þórarinsson (Tíminn). En á
Akureyri Erlingur Davíðs-
son ritstjóri og Júlíus Jóns-
son bankastjóri.
Örlagríkar viSræSur fulltrúa austurs
og vesturs hefjast á morgun í Genf
500 stjórnmálafulltrúar sækja Genfarfund
utanríkisráífherranna
Genf, 9!5. — Fyrsti ráðherrann er kom til Genfar var
utanríkisráðherra austur-þýzku kommúnistastjórnarinnar,
Lothar Bolz, sem situr utanríkisráðherrafund Rússa og Vest-
urveldanna sem áheyrnarfulltrúi. Við komuna til Genfar
sagði Bolz, að austur-þýzka ,,alþýðulýðveldið“ væri staðreynd
sem viðurkenna yrði. Ef svo yrði gert myndi það mjög
styrkja friðinn og ástandið í heiminum.
Efri deild Alþingis samþykkti síðdegis í gær frumvarp
þríflokkanna um kjördæmabreytinguna, og þar með er málið
afgreitt frá Alþingi. En hér er um stjórnarskrárbreytingu
að ræða, og hún verður ekki gerð með einfaldri samþykkt
Alþingis. Samþykkt frumvarpsins þýðir það eitt, að nú
hefir málinu verið skotið til þjóðarinnar, þing verður rofið
og efnt til kosninga til þess að spyrja um álit hennar. Þing-
mennirnir, sem kosnir verða í vor, verða til þess eins
kjörnir að samþykkja þessa breytingu að fullu eða fella
hana. Annað verður hlutverk þeirra ekki. Þetta ber kjós-
endunum að hafa í huga.
Christian Herter utanríkisráðh.
Bandaríkjanna, kom í morgun til
Bonn á leið sinni til Genfar. í
Bonn ræðir hann við Adenauer,
en heldur síðdegis í dag flugleiðis
Leyfisgjöld af
bifreiðum
Breytingartillaga Framsókn-
armanna við frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um Útílutn-
ingssjóð var felld í neðri
deild í fyrradag. Stóð stjórn
arliðið sameinað gegn
henni.
Tillagan var á þá lund, að hækk
un leyfisgjalds þess á innfluttum
bifreiðum, sem sljórnarfrumvarp
ið gerir ráð fyrir, úr 160% í
250%, komi ekki á bifreiðar at-
vinnubílstjóra, og fluttar verði
inn að minnsta kosti 100 bifreiðar
(rramhaid á 2. síðu).
til Genfar. í tilefni af komu Ifert-
ers gaf v-þýzka stjórnin út yfir-
lýsing'u, þar sem fyrri yfirlýsing-
um Herters um Þýzkalandsmálin
var fagnað. Er Herter lagði upp
frá Washington í gær, lét hann í
Ijós ósk um, að árangur yrði af
fundi utanríkisráðherranna —
ekki kvaðst hann fara með nein-
GROMYKO
— bjartsýnn.
HERTER
engar tálvonir
ar tálvonir, því að það væri þolin
mæðisverk að semja við komm-
únista eins og sagan sýndi svo
glögglega.
Von Brentano uíanríkisráðherra
V-Þýzkalands fer á morgun til
(Framhald á 2. síðu).
Þessar kosningar verða aðeins
eftif'farandi spurningar til kjós-
endans:
Vilt þú afnema héraðakjörv
dæmin og taka upp fá og stór
kjördæmi með lilutfallskosning-
um, eða viltu halda þeim cig
verja sögulegan, ménningarlegan.
og félagslegan rétt þeirra til að
hafa fulltrúa á þjóðþinginu?
Vilt þú slíta tengsl þingmanns
oig kjósenda eða viðhalda þeim
til samstarfs um málefni hérað-
anna.
Vilt þú kippa traustustu stoð-
uiuim undan héraðaskipulaginu
svo að það riði til falls, eða viltu
viðb.alda og efla það menningar-
lega og félagslega samstarf, sem
þar hefir verið bygg't upp svo
að það myndar grunn þjóðfélags
ins alls.
Vilt þú jafna met þéttbýlisins
með því að svipta héruðin beinu
áhrifavaldi á Alþingi, eða kýstu
aðrar leiðir til þess?
Viltu að þjóðin yfirgefi inn-
sveitir og annes eða byggi iand
sitt og nýtji ,allt og heyi þar
stórhuga framfarabaráttu.
Þessum spurningum verð-
ur kjósandinn að svara við
kjörborðið í vor og ýmsum
fleiri varðandi þotta mál, en
um annað er ekki hægt að
kjósa að þessu sinni því að
þingið, sem kosið verður,
fjallar ekki um önnur mál
að nokkru ráði.
Hér verður teflt um sjálf-
stæði. og viðgang þjóðarinn-
ar í framtíðinni, og þjóðin
hefir sýnt það áður að hún
getur haft vit fyrir misvitr-
um meirihluta á Aiþingi.
Það gerðist t.d. 1908, þegar
sex af sjö nefndarmönnum
samþykktu uppkastið. en
einn var á móti. En þjóðin
stóð með þessum eina og
bjargaði sjáifstæði sínu.
Og hver er það nú, sem
vildi heídur kjósa uppkastið
fræga. Meirihluti Alþingis
hefir nú lagt annað ;,upp-
kast“ fyrir þjóðina. Og sag'-
an getur endurtekið sig, og
hún á að endurtaka sig, eða
er þjóðinni eitthvað brugðið
síðan 1908.
Afgreiðsla frumvarpslns
Önnur umræða»um frumvarpið
ÓSKAR JÓNSSON
Óskar Jónsson frambjóðandi
Framsóknarmanna í V-Skaft.
A almennum fundi Fram-
sóknarmanna í V-Skaftafells
sýslu að Hrífunesi í Skaftár-
tungu 7. maí var samþykkt
með öllum greiddum atkvæð
um að fara þess á leit við
Óskar Jónsson bókara í Vík
í Mýrdal að verða í kjöri
fyrir Framsóknarflokkinn í
sýslunni við næstu kosning-
ar. IJefir hann orðið við
þeirri beiðni og er framboð
hans ákveðið.
Óskar Jónsson er fæddur á Norð
firði 3. sept. 1899, sonur Jóns
Eyleifssonar frá Akranesi og
Ragnhildur Gunnarsdóltir af Þóris
holtsætt í Mýrdal. Hann fluttist
með móður sinni í Mýrdalinn og
til Víkur á 8. ári, og hefir ábt
þar heima síðan. Han-n gekk í
unglingaskóla í Vík og vann öll
venjuleg sveita- og sjómannsstörf
þar eystra á uppvaxtarárum og
síðar á togurum í 15 vertíðir. Árið
1936 réðst hann íil Kaupfélags
fór aðallega fram s.l. miðvikudag,
en var ekki lokið. Þá flutti Gunn
ar Thoroddsen þriggja klst. ræðu.
Karl Kristjánsson tók næst til
máls. Var ræða Karls mjög ýtar-
leg og svaraði hann ræðu Gunn-
ars að nokkru. Lauk hann ekki
ræðu sinni áður en umræðunni var
frestað þann dag.
Önnur umræða hélt svo áfram
á föstudaginn og lauk Karl þá
ræðu sinni. Einnig talaði Bern-
liarð Stefánsson. Var frumvarpið
síðan samþykkt til þriðju um-
ræðu með 10 atkvæðum gegn
5 og dagskrártillaga og varatillaga
Framsóknarmanna felld með
sömu atkvæðatölum.
I gær kom málið svo til 3. um
ræðu, og tóku þá til máls Björgvin
Jónsson, Karl Kristjánsson og
Björn Jónsson. Tók Karl tvisvar
til máls og lauk umræðunni. Síð-
an var frumvarpið samþykkt með
11 atkv. gegn 6 og afsreitt frá
Alþingi.
Skaftfel'linga og hefir unnið þar
síðan, lengst af sem bókari fé-
lagsins.
Óskar hefir tekið mikinn þátt
í félagsmálum, fyrst í góðtempl-
arareglunni og ungemnnalélögnn-
um. Hefir honum verið falin marg
vísleg félagsmálaforusta um dag-
ana. Hann var fvrsti formaður
Skógræktarfólags Mýrdælinga, for
maður slysavarnadeildar í Vík, for
maður kirkjukórasambands Vestur
Skaft. og formaður Framsóknar-
félags V-SkaftafeMssýslu síðan
1947. Ilann hefir verið í yfirskaíta
neí'nd sýslunnar nxörg ár og sýslu
nefndarmaður Hvammshrepps hef
ir hann verið síðustu 5 árin. IIann
hefir .setið marga aðalfundi SÍS
sem fulltrúi kaupfélags síns. Hann
á sæti í tryggingaráði Samvinnu-
trygginga. Þá er hann í skólanefnd
^ Skógaskóla og formaður skóla-
: nefndar Víkurbarnaskóla.
Kvæntur er Óskar Katrínu Ingi
, bergsdóttur frá Mclhól í Meðal-
I landi og eiga þau tvö börn.
I Óskar er óvenjulega lífsglaður
rnaður og brókur alls fagnaðar í
vinahópi og á gleðifundum. Hann
er hressilegur ræðumaður, harður
barát'tumaður og áhugasamur hug
sjónamaður um lands- og héraðs-
mál. Hann þekkir atvinnuhætti og
önnur málefni ' V-Skaflfellinga
manna bezt og fáir hafa reynzt
honum atkvæðameiri í baráttunni
fyrir málefnum héraðsins. Óskar
hefir einkum haft mikinn áhuga
fyrir hafnargerð við Dyrhólaey,
sem er ótvírætt eitt allra mesta
framtíðarmál Vestur-Skaftfellinga,
ef unnt verður að koma því máli
áleiðis til framkvæmda.
Kjósendafundur
Eins og áður hefur verið auglýst,
hefst almennur kjósendafundur um
'kjördæmamálið í félag-sheimili
•templara á Akranesi kl 8,30 e.h.
Er þetta einn af þrem fundum,
sem Framsóknarmenn gangast fyr
i,- í kjördæminu um þessa helgi.
Framsögumenn á fundinum verða
Eysteinn Jónsson, alþingism. og
Daníel Ágústínusson, bæjarstjóri,
frambjóðandi flokksins í kjördæm
inu.