Tíminn - 10.05.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.05.1959, Blaðsíða 9
í í M IN N,. sunmidaginn 10. maí 1959. 9 36 Hún reis líka á fætur og smeygði sér í fötin. —Það veit ég ekki. Það verður þú að sjá um. Karl- maðurinn á að sj á konu sinni farborða. Hann hló án þess að líta á hana. — Já, ég bjóst við því. — Vatnið hlýtur að vera fullt af fiski sagöi hún svo. — Og kartöflur eru vafalaust hér í jörðu ehihvers staðar og ber í skóginum. — Já, sagði hann, en . .. Hún lagði höndina á munn hans áður en hann komst lengra, og hann greip um sval an handJegg hennar. — Engar efasemdir, sagði hún. — Segðu ekki aukatekið orð. Við skulum aðeins vera hér saman hljóð og þakklát fyrir það, að lífið skuli enn færa okkur slíkar gjafir. Hann reyndi ekki að and- mæía, því að hann fann, að þetta var rétt. Ef maður gat liætt að fylg'ja orsakalögmál- inu í hugsun og minnast þess að allt á sér afleiðingar, þá var þetta sannkölluö Paradís arvist. Hún teygði varir sinar upp til hans, varð að teygja sig á tá til þess að ná munni hans. Hann tók fast um mitti henn ar, þrýsti henni að sér og svar aði kossínum af iiinileik. Hún líktist hinni hvítu björk, sem hún. hafði staðið hjá, er liann sá hana áðan. Eftir litla stund liallaði hún liöfðmu að brjósti lians, lagði aftur augun sem í móki. Allt í einu ‘ sleppti hann lienni hálfhranalegá. sVo aö hún hrökk við. — Hvað er að? spurði liún og leit framan í hann. Hún varð skeifd, er hún sá svip hans og augnaráö — hart, tor tryggið nærri því hatursfullt. — Kyrr skipaði hann. — Hvað er að? Heyrir þú eitthvað? Hann ætláði að benda, en lét höndina síga áður en af því varð. Hún reyndi aö horfa í sömu átt og hánn en sá ekkert sér stakt. — Heyrirðu það ekki? spuröi hann. — Nei, sagði hún. En í sama bili námu evru hennar undar legt, skrláfkennt hljóð. — Það er einhver hér í nánd, saeði hann lágt. Mig grunaði það lika. Hann greip fast um herðar hennar. — Komdu. Hann leiddi liana inn á milli trjánna, og þau gengu hljóðlega nokkurn spöl í skóg arjáðrinum. Þégar þau höfðu gengið þannig eina fimmtíu metra, staðnæmdust þau. Skammt frá þeim var annar húskofi í slakka undir hæðinni, og framan við hann bar fyrir þau sjón, sem kom tárunum fram í augu hennar. — Líttu á, sagði hann. — Já, hvíslaði hún. — Eg sé það, ó gu'ð minn góður . . . Tuttugasti og fyrsti kafli. Á graSblettinuin fráman við húskofan bograði mannvera og sló gras með orfi og ljá. Þetta var gömul kona, klædd gráum tötrum og berhöfðuð. Hún sló hægt og staðnæmdist við tíunda hvert ljáfar, blés mæðinni en rétti ekki úr sér. Grátt hárstríið féll fram yfir ennið og fól andlitið að mestu leyti. Þau stóu lengi þögul og horfðu á gömiu konuna. Karin hafði búizt við öllu öðru en þessu. Hún hélt fyrst, að ó- vinahermenn væru hér á stj ái og óttaðist, að snöggur endir yrði bundinn á þessa skömmu hamingjudjvöl þeirra. Svo haföi hún helzt haldið, að Canitz hefði séð sína eigin fé- laga, en nú sáu þau aðeins gamla konu, sem var að bogra við að slá blettinn sinn. Jæja, hér var þó ekki alveg mannlaust. Og varla gat hún verið alein eftir í byggðinni, þessi gamla kona. — Eigum við ekki að ganga til hennar? sagði Karin. — Jú, sagði hann. — Hún mun áreiðanlega gefa okkur eitthvað að borða. Og svo gengu þau niður hæðina og horfðu stöðugt á gömlu konuna. Hún hélt áfram að slá. Þeg ar hún tók sér næst hvild, hlaut hún að hafa heyrt, aö einhverjir voru að koma, en hún leit þó ekki. upp og stóð' sem fyrr og stúddi sig álút fram á orfið. Svo fór hún aft ur að slá. Loks þegar þau voru komin alveg til hennar, leit hún upp. — Góðan daginn, sagöi Canitz. Hún hoffði lengi á þau án þess að láta nokkra undrun í Ijós. — Góðan daginn, sagði hún svo. Og síðan fór hún aftur að slá, og þau biöu þangað til hún tók sér næstu hvíld. Þá sagði Canitz: — Við höfum villzt. Við vorum í sænsku hersjúkradeildinni hérna skammt frá, en sjúkra búðirnar uröu fyrir sprengju árás. Nú vitum við ekki, hvaða leið skal halda. Þér gætuð liklega ekki selt okkur eitt- hvað að borða? Við getum greitt fyrir það. Gamla konan hlustaði þög- ul á þetta, sagði ekkert en fór enn að slá. Þau urðu að ganga nokkur skref á eftir henni. — Eitthvað ætti ég að hafa handa ykkur, sagði hún svo loks, er hún nam næst stað— ar. Canitz leit á Karinu, sem hýrnað hafði á svip. Svo gekk hann til gömlu konunnar. — Farið nú inn og gáið að því. Eg skal taka við orfinu og slá á meöan þið eruð að sýsla við matinii. Þér veröið að fyrirgefa átroðninginn, en við höfum ekki fengið matar- ögn siðan í gærmorgun. Gamla konan rétti honum orfið og horfði fast á hann Um Ieið. Svo leit hún á Kar- inu, sem brá annarri hendi að berum hálsinum og gekk síðan á undan henni heim að húsinu. Karin sneri sér að Canitz: — Á ég að fara meö henni? Hann kinkaði kolli. — Já, farðu. Þetta er góð kona. Kall aðu svo á mig þegar matur- inn er tilbúinn. Hann horfði á eftir Karinu er hún hvarf inn um dyrnar á eftir gömlu konunni. Sólin glampaði á hvíta blússuna hennar. Og svo fór hann að slá, fyrst hægt og hikandi, en svo komst hann á lagið og herti á. Þetta gekk ekki sem bezt, en þó mundi hann ljúka svolitlum bletti. Ef gamla konan gat þetta, þá hlaut hann að geta það líka. Túnbletturinn var ekki stör, en hann sá þó brátt, að það mundi meira en dags verk að ljúka honum. Brátt spratt svitinn fram á enni hans við þessa áraun, og ekki leið heldur á löngu þang, að til bakið fór að kvarta. Hann sá, að það var skynsam legt af gömlu konunni að taka sér reglulegar hvíldir, og hann gerði það líka. Hann rétti úr sér og horfði út yfir sveitina. Þegar hann leit næst heim að húsinu, sá hann að mjór reykjarlogi teygði sig upp úr reykháfnum, og hann heyrði rödd Karinar. Heit bylgja hamingju fór um hann, en á samri stundu börðu hinar gömlu fylgjur hans að dyr- um. Hann laut að orfinu og sló rösklega um stund. Dagurinn var liðinn og þau sátu hjá gömlu konunni í eld- húskytrunni hennar og snæddu brauð, gult smjör, vatn úr brunninum og graut. Þeim hafði reynzt hálferfitt að toga úr henni orðin um morguninn, en brátt losnaði um málbeinið og viðmót henn ar mýktist. Þau höfðu hjálpaö henni við bústörfin, og nú var hún farin að skilja þau betur. Hún sat við gluggann með hendur í skauti, og kaffiguf- an steig upp framan við and- lit hennar. Augu hennar voru blá, og fyrr á árum hlaut hár hennar að hafa verið korn- gult. Nef hennar var grannt og langt og andlitið allt með djúpum rúnum og hrukkum. Hún gat heldur ekki rétt úr bakinu lengur. Hún talaði mjög' hægt og meö löngum Lesið tímarit frá Sovétríkjunum Við útvegum áskriftir að eftirtöldum tímaritum frá Ráðstjórnarríkiunum: SOVIET UNION Myndskreytt, á ensku og þýzku. — 12 hefti á ári, verð árg. kr. 44,00. CULTURE AND LIFE Myndskreytt, á ensku og þýzku. — 12 hefti á ári, verð árg. kr. 44,00. INTERNATIONAL AFFAIRES á ensku. — 12 hefti á ári, verð árg. kr. 61,60. SOVIET W0MAN Myndskteytt, á ensku og þýzku. — 12 hefti á ári, verð árg. kr. 44,00. NEW TIMES myndskreyft, á ensku, þýzku og sænsku. 32 hefti á ári, verð árg. kr. 61,00 M0SC0W NEWS Fréttablað á ensku. — 104. töiubl. á ári, verð árg. kr. 52,80. Tímaritin verða send frá útgefendum beint til áskrifenda. Gerist áskrifendur! Sendið greinilegt heimilisfang, ásamt áskriftargjaldi, er er greiðist við pöntun til: ÍSTORG h.f. PÓSTHÓLF 444, REYKJAVÍK Athugið! Það er hægt að taka áskrift að síðari árshelming þ. á. fyrir hálft ársgjald. Þáttur kirkjunnar í skuggsjá sannleikans IvRISTUR TALAR í SKILN- ALARRÆÐU sinni um sann- leiksandann, sem hann muni senda sálum Iærisveina sinna, og sí'ðan muni þeir bera vitni um kraft og birtu þessa anda i sinni eigin sál, lífi og störf- um. Við gætum hugsað okkur anda sannleikans likt og streng leikai'a, sem leikur ósýnilegum fingrum á hörpu mannlegrar sálar. Og sannarlega er manns- sálin fíngerðari og viðkvæmari öllum höi'pum, sem af höndum eru gerð'ar. Hún er líka gjörð af almáttkri hönd sjálfrar al- vizkunnar. Og hún á fleiri strengi en nokkur önnur harpa. Hitt er svo annað mál, hvern- ig þessir strengir óma við á- slált hins heilaga anda sann- leikans. Um það ráðum við sjálf að miklu Ieyti, þótt still- ing strcngjanna sé ýmsu háð. HINN SNJALLASTI MEIST- ARI getur ekki leikið vel á illa stemmda eða óhreina strengi. Og til eru þær hörpur, sem þegja, hvernig sem streng- ir þeirra eru meðhöndlaðir eða þær gefa aldrei samræmda tóna. Þeir vitna því lítt um snilld meistarans, sem á þá leikur, þeir strengir. Samt hafa allir heyrt eitthvað af þessum himnesku tónum mannssálar. Helgir menn og komu- hafa mótað þannig orð sín, raddblæ, svip og störf í samræmi við áslátt meistarans, að jafnvel þetta hið ytra ómar sem bjart- ur vorsöngur um dýrð Guðs og heiðríkju sannleikans. Jafnvel sárþjóðar manneskj- ur við dyr dauðans eiga þessa himinhljóma í þögn brosa sinna og tára. En sannleiksanda kristin- dómsins mætti einnig líkja við skuggsjá eða spegil, sem ætti að sýna sérhverjum sitt sanna „ég“. Og vitur maðnr hefur sagt, tmmmm * að við slíka rannsókn éða spegl un komi í ljós, að flestir eigi xaunverulega fjarskiptan pe<r- sónuleika eða búi sitt „ég“ í fjögur mismunandi gervi, Og satt að segja geti verið fróð- legt að kynnast þeim í skogg- sjánni miklu. Fyrst er gervið, sem allir >s3á og þckkja. Oft býsna glæsilegt og aðíaðandi. — Þá er sú per- sónan, sem snýr að hinum nán- ustu. Hún er oft mjög ólík hinni fyrstu, og ekki nærri eins vingjarnleg og falleg. Þá kemur sú þriðja, sem fáir sjá, kannske enginn nema við sjálf. Hún er næsta fjarlæg hinni fyrstu, og hirðir ekki um að dylja alls konar lýti og gróm. En satt a'ð segja, fögrrtrm við því, að enginn getur séð þetta gervi, nema við sjálf að minnsta kosti ekki til fttQs. Enginn veit allt um okkur og enginn veit algjörlega, hvað í annars barmi bærist. SAMT ER ÞETTA EKKI al- _ veg hið rétta „ég“ Til þess að|i svo væri, þyrfti að fjarlægíal ýmiss konar óskhyggju og af-|| sakanir eða þá sjálfsásakamir || og ósjálfræði, sem ýmist fegra jf eða afskræma þetta þriðja || gervi í skuggsjá sannleikans. || Fjórða gervi persónuleikans |i er hið eina sanna og rétta, sú |i mynd, sem Guði einum er |í kunn. Sá persónuleiki, sem stendur frammi fyrir Drottni réttlætis, íklædd skrúða eða tötrum eítir atvikum. Þar gild- ir engin afsökun og þar verk- ar enginn ósjálfráður kraftur örlaga né utan að komandi k- hi'ifa til að afskræmá. Þarna gildir aðeins að vera eða ekki að vera. VÆRI ÞAÐ EKKI ómaksins | vert að athuga þessi persónu- gervi okkar eigin „ég“ frammií fyrir skuggsjá sannleikans, og [ reyna svo að stilla strengi vit-j unarinnar fyrir áslátt frá fingr • um og boga hins heilaga anda [ lífsins, svo að við berum vitnis | burð lCrists inn í atburði I5ð- andi stundar. Arelíus Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.