Tíminn - 10.05.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.05.1959, Blaðsíða 7
T í MIX N, sunnudaginn 10. maí 1959, 7 Tilgangur þríflokkanna er ekki að ná réttlæti fyrir þéttbýlið, heldur að leggja niður kjördæmin í efri deild voru þeir Her- mann Jónasson og Karl Kristjánsson fulltrúar Fram sóknarflokksins í stjórnar-i skrárnefndinni. Þeir skiluðuj ýtarlegu nefndaráliti og til- lögum, sem voru þess efnis, að stjórnarskrárnefndin lyki helldarathugun stjórnar- skrárinnar eigi síðar en í ársbyrjun 1960, en fengist það ekki samþykkt, yrði kjördæmaskipuninni breytt þannig, að þingmönnum yrði fjölgað í þéttbýlinu, en núv. kjördæmi látin haldast. Þess ar tillögur hafa nú verið felldar af þríflokkunum. Nefndarálit þeirra Her- manns og Karls fer hér á eftir: Nefndarálit Hermanns Jónassonar og Karls Kristjáns- sonar, sem minnihl. stjórnarskrárnefndar í efri deild N e f'iKÍ a r á 1 it Fra m s ó kn ar m a n n a í stjjó'rsnarskrárnefnd Nd., þingskjal 430, fekur fram meginatriðin í af- stöðu Framsóknarflokksins til þessa frumvarps og gerir rækilega grein fvrir ástæðum flokksins fyr- ir andstöðunni gegn því. Jafn- framt eru þar hraktar lið fyrii’ lið þær tilraunir til rökstuðnings, sem flj-tjendur frumvarpsins og stuðningsmenn hafa reynt að bera fram sem meðmæli. Nefndaxálit þetta á þingskjali 430 er svo rækilegt og fulkomið að rökum, að við leyfum okkur að telja fuilnægjandi að skírskota til þess um afstöðu til málsins al- mennt, þar sem röksemdafærsla mundi að - mestu leyiti verða efnislíga endurtekning á því, sem þar er sett frarn. Sanrkv. framansögðu teljum við eolilegast að takmarka nefindarálit okkar við þær tillögur, sem við berum fram til afgreiðslu á mál- inu. j Við tmmum þess vegna í fyrsta j lági .gera grein fyrir því áliti okk- ar, að vísa eigi þessu frumvarpi til nefndar þeirrar, er Aiþingi 1947 gcrði r-áðstafanir til að skipuð var tii þess að endurskoða stjómar-! skrána og enn hefur ekki skilað á- j liti; enn fremur að Alþingi beini i því um leið tíl nefndarinnar að . taka til sér.sta!krar athugunar til-, Iögu, sem hjá henni liggur óaf-j greidd, nm, að þjóðinni verði af-j hent málið og hún kjósi stjórnlaga þing, er hafi það verkefni eitt að setja hi'nu íslenzka lýðveldi stjórín skipunarlög. Bráðabirgða- breytingin 1944 j Vorið 1942, þegar Alþingi hafði ákveðið að gera ráðstafanir til, að þjóðin sliti kanungssamb. við Dani og endurreisti lýðveldið á ís landi, vaa- af því tilefni skipuð, sam kvæmt ályktun þingsins, fimm manna .nefnd til þess að gera breyt ingar á stjórnarskrá þeirri, er gilt hafcii fyrir konungsríkið ís- land.' Haustið 1942 var mefndin endur- skipuð og bætt í hana þrem mönn um, svo að í henni skyldu eiga sæti tveir fulltrúar frá hverjum þeirra fjögudra síjórnmálaflokka, sem fulltrúa áttu á Alþiingi. Varð nefnd in þá átta manna nefnd. Árið 1943 skilaði nefnd þessi frumvarpi til 'stjói'nskipunarlaga fyrir hið væntanlega lýðveldi. Frumvarpinu fylgdi að sjálfsögðu greinargerð. Þetta frumvarp sam þykkt'i Alþiingi 8. marz 1944 og síða;n þjóðin með almennri at- ikvæðagreiðslu. Ííin nýju stjórnskipunarlög voru lögð undir þjóðaratkvæði með þeim fyrirvara í ræðum og ritum að þau væru bráðabirgðastjórnar- s’krá, sem yrði haldið áfram að endurskoða og fullkomna. Á grundvelli þeirrar bráðabirgða stjórnarskrár var lýðveldi á íslandi stofnað 17. júní 1944. Nefndin, sem stjórnarskrárfrum varpið samdi, skilaði því 7. marz 1943. í greinargerð sinni segist nefndin aðeins hafa lokið fyrri hluta þess verkefnis, er sér hafi verið falið, en kveðst ætla að vinna áfram að seinni hluta verk efnisins, sem sé: ,,að undirbúa aðrar brevtingar á stjórmarskránni, er þurfa þykir og gera verður á venjulegan hátt. Má ætla, að það starf verði öllu víðtækara . . . Þangað til því verki yrði lokið ætti sú stjórnarskrá, sem hér er lögð fram, að nægja, enda eru á- kvæði hennar mestmegnis þau, er nú gilda í stjórnskipunarlögum hiins íslenzka ríkis, að breyttu hinu æðsta stjórnarformi frá kon- ungsdæmi til lýðveldis." (Þetta er orðrétt tekið upp úr nefndarálit- inu.) I Tuttugu manna nefndin Nú líða st'undir fram, og ekk- ert frásagnarvert þer til tíðinda í málinu þar til 3. marz 1945. Þá 'gerir Alþrngi ráðsafanir til, að skipuð er tólf manina nefnd til ráðuneytis og aðstoðar átta manna nefndiinni. Hefur þá Alþingi með því sett fram 20 manna sveit til þess að ljúka seinni hluta endur- skoðunarinnar. Enn fremur heim-1 ilaði þingið þessum tuttugu mönn um að ráða sérfræðing í þjónustu 1 sína. Tvö ár líða enn — og engar til- lögur koma frá tveggja-tuga-nefnd inni. Hinn 24. rnarz 1947 tekur Al- þiingi sig til og fellir niður umboð hennar, en samstundis felur það ríkisstjórninni að skipa sjö manna nefnd „til þess að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins íslands"1, eins og segir í þar að lútandi þings ályktun. Tekið er einnig fram í á- lyktuninni, að stjórnmálaflokkarn dr fjórir skuli tilnefna sin,n mann inn hver, en þrír mennirnir skip- ir án tilnefningar. Tólf ára nefndin Hinn 14. nóv. 1947 var nefndin skipuð, og urðu í' henni þrír Sjálfstæðismenn, tveir Framsókn- armenn, einn Alþýðuflokksmaður og einn sósíalisti. Bjarni Bene- diktsson, 1. þingmaður Reykvík- inga, var skipaður formaður nefnd arinnar, og er það enn. Nefndin hefur ekki enn þá skilað ááliti. Hún hefur ekki verið leyst frá störf um, enda ekki óskað þess. Hins vegar hefur formaðurinn ekki boð að til fundar í nefndinn.i síðan ná- lægt áramótum 1953. En um það leyti lögðu Sjálfstæðismennirnir fram sem umræðugrundvöll tillög- ur til breytinga á stjórnarskránni um 20 talsins, — aðeins eiai þeirra er nú tekin út úr og lögð fram í frumvarpsformi á þingskjali 368, — allar hinar látnar bíða. Ú.t af tiliögunum í heild lýsti fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Karl Kristjánsson, yfú', að hann teldi „ýmislegt í þessum tillögum aðgengilegt'.“ Hins vegar lagði hann fram eiinnig um það leyti, ■sömuleiðis sem umræðugrundvöll, ti'Ilögu um, að nefndin legði t'il, að Alþingi gerði þá breytingu eina á gildandi stjórnarskrá, að sér- stöku stjórnlagaþingi (þjóðfundi) HERMANN JONASSON skyldi falin endurskoðun hennar og setning nýrrar stjórnarskrár. Sjálfstæðismenninnir tóku fram í niðurlagi tillöguskjals síns: „Um þjóðfund verði ekki tekin endanleg ákvörðun, fyrr en sýnt er, hvort samkomulag verður um framkomnar lillögur (þ. e. tillögur þeirra). Að svo stöddu verði þess vegna ráðgert, að stjórnarskrá- breytingin verði gerð með venju- legum hætti.“ Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar, lét þess opinberlega 'getið, að hugmyndiiii um þjóðfund væri „aðlaðandi." Þjóðfundar- tillaga Karls Tillaga Karls Krisljánssonar, lögð fram eftir áramótin 1952—53, ásamt greinargerð, var svohljóð- andi: „Alþingi sjálft geri þá breyt- ingu eina á stjórnarskránni, að sérstakt stjórnlagaþing, skipað 52 fulltrúum, skuli endurskoða nú- gildandi stjórnarskrá íslands og setja lýðveldinu nýia stjórnarskrá. Kos.ningar til 'Stjórnlagaþings verði á árinu 1956. Kosningarnar fari fram eftir á- kvæðum stjórnarskrár og gildandi lögum um kosningar til Alþingis. Stjórnmálaflokkar, sem fulltrúa eiga á Alþingi eða hafa haft full trúa í kjöri til Alþingis, mega ekki bjóð'a menn fram til stjórn- lagaþings. Samtök frambióðenda til stjórn- lagaþings geti bori fram landslisita og fengið jöfnunarsæti eftir sömu regluni og nú gilda um flokka, sem bjóa frain við kosningar til Al- þingis. Stjórmlagaþingið starfi samkv. reglum Alþingis, eftir því sem við verour komið. Stjómlagaþingið Ijúki störfum eigi síðar en 1958.“ Tillögu Karls fylgdi svohljóðandi ’greinargerð: 1. Tillagan er byggð á þeirri skoðun, að Alþingi, sem fulltrúar eru kosnir til vegna margháttaðra verkefna, sé ekki líklegt til að ráða setningu stjórnarskrár jafn giftusamlega til lykta og stjórn- lagaþing, sem eftir rækilegar um- ræður stjórnarskrármálsins í blöð um og á mannfundum væri sér- staklega íil þessa eina verkefnis kosið, enda hefur Alþingi beint og óbeiint vikið sér undan að taka á málinu í nálega áratúg. 2. Tillagan gerir ráð fyrir, að þjóði nfái þriggja ára tíma til þess að ræða stjórnarskrármáilið og undirbúa val sitt á fulltrúum til stjórnlagaþingsins 1956. 3. Lagt er til, að jafnmargir menn eigi sæíi á stjórnlagaþi>ng 1 inu og nú eiga sæti á Alþingi, kosn j ir í sömu kjördæmum og samkv. sömu reglum og alþingismenn. Er með því núgildandi venjum ; haldið og ongum mönnum, er haft , hafa samstöðu um kosningar til ’ Alþingis, gert hærra en öðrum und ir höfði við þessar kosningar en við hinar. 4. Lagt er til, að þeir stjórnmála flokkar, sem fulltrúa eiga á Al- þingi — eða haft liafa menn í kjöri við alþingiskosnin.gar, — megi ekki bjóða fram til stjórn lagaþings. Er það ákvæði réttmætt og nauðsynlegt, til þess að þjóðin fái tækifæri til að losa stjórnar- skrármálið úr fléttu við önnur mál efni, sem flokkarnir hafa með höndum, en ekki koma stjórnar- skrá sérstaklega við. Flokkaskipt ingu þjóðarinnar um kosningar til Alþingis er ekki þar með raskað. 5. Bandalag frambjóðenda, sem þjóðin — eftir að hafa rætt stjórn arskrármálið eitt sér í þrjú ár — hefur valið til framboðs við stjórn lagaþingkosningar, geti haft lands lista í kjöri og hlotið uppbótarþing sæti. Þannig notist jöfnunarregla ■gildandi laga. 6. Það er meginstefna tillögunn ar, að þjóðin fái sem bezt ráð rúm og aðstöðu til þess að gera sér grein fyrir því, hvernig hún vill hafa lýðveldisstjórnarskrá sína til frambúðar og hverjum hún vill síðan fela umboð til þess að ganga frá setningu hennar út af fyrir sig.“ Andstætt fyrri yfirlýsingum Tillögurnar allar — bæði Sjálf stæðismanna og Karls Kristjánsson | ar — eru enn óafgreiddar hjá inefndinni og voru sama sem ekkert | ræddar þar, en eins og að fram j an greinir, fengu þær þó alls ekki I slæmar undirtek'tir og voru því j ekki ólíklegar til samkomulags á 1 einhvern hátt, ef nefndarstarfinu i hefði verið stjórnað með eðlilegum hætti og tækifæra leitað. Saga ráðstafaina þeirra, sem Al- þingi hefur gert með endurtekn- um nefndarskipunum frá því að lýðveldið var stofnað fyrir hálfum öðrúm áratug, og hér hefur verið í stu'ttu máli rakin, sýnir, að til þess hefur verið ætlazt af Alþingi, að heildarendurskoðun sú á stjórn | arskránni, sem frestað var við j stofnun lýðveldisins, yrði gerð og , og leitað vrði við framkvæmd end urskoðunarinnar í milliþinganefnd , ýtrasta 'Samkomulags allra stjórn- I málaflokka, cr Alþingi skipa. Nú hafa þrír þi.ngflokkar skyndi lega tekið höndum saman og ruðzt. frain á Alþingi með frumvarp þetta á þskj. 368 til einhæfrar breyting ar á stjórnarskránni án nokkurra tilrauna til samkomuiags eða sarn- ráðs við fjórða þingflokkiim, sem þó skipar nálega fullan þriðjung þingsæta. ; ■ Frumvarpið er ekki borið fram í anda lýðveldisstofnunarinnai. heldur af tækifærissinnuðum. hcru aðarsamtökum, sem hvggjast. „fara landið eldi“, eins og formaðqf eins stjórnmálaflokksins, 1. fluthingsm. frumvarpsins, hefur komizt'að orði. Frumvarpið fclur í sér byltihgu á grundvallarskipun kosninga í'land inu. Gegn því hefur strax risið mjög sterk mótmælaalda meðal al mennings úti um land, enda mundi það, ef að lögum yrði, rask^ .æva- fornum rétti héraða land'sins.. líeildarendur- skoðun nauðsynlég Við lit'um svo á, að endurskoðun þeirri á stjórnarskránni, sem frest að var 1944, sé skylt' og sjálfsagt að ljúka allri í einu. Stjówiar- iskránni á ekki að síbreyta'. Hún er grundvallarlög lýðveldis ókkar, og þegar þeim lögum verður breytt á að ganga þannig frá. þeinft, aö ætla megi, að þau geti vörið ó- hreyfð til frambúðar. . Enn fremur teljum við fyllstu skyldu við hið unga íslenzka lýð- veldi að hvika ekki frá . þeirri stefnu, sem mörkuð var í.upphafi undir áhrifum hinna st’óru stunda, þegar lýðveldið var ,s.tofnað ,aö hafa þau vinnubrögð við frágang 'Stjómarskrármnar að láta snilli- þinganefnd allra stjórnmálaflökk- anna fjalla um málið og fullreyna hvort ekki fæst samstaða állra flokkanna um heilbrigða og giftu samlega afgreiðslu þess. Þess vegna teljum við sjálfsagt, að frumvarpinu á þskj. 368 verði vísað til stjórnarskrárne£nd.arinn ar, ’sem skipuð var skv. þtoggáJykt un 24. maí 1947 og ekki lieítir enn lokið störfum eða skilað áliti, Jafnfraint' viljum við mipna á tillöguna, sem fultrúi Framsóknar flokksins lagði fram í nefindinni á. sínum tíma, um, að málið verði. afgreitt á sérstöku sitjórnlagáþingi. Sú tillaga er lijá nefndinni,- eins og áður er frá greint. Náist ekki eining meðal þiingflokkanna um heildarafgreiðslu, er samþykkt þeirrar lillögu !• fullu samræmi við vilja Alþingis 1944 um virðulegai meðferð málsins. Enginn getur sagt, að málinu sé ekki fullur sómi sýndur með þeim sérstæða hætti að kjósa þing til þess að setja stjórnarskrána. Þvert á móti. Þá er stofnað rtil þess, að þjóðin hefji stjórnarskrármálið vfir öll sín dægurmál. Þetta kostar nokkra fyriHföfn, en ólíklegt er, að til séu 1 í'slend- ingar, er telji of mikla fyrirhöfn að láta sérstakt þing þjóðarfull- trúa, sem til þess verks eins eru valdir, semja stjórnarskrá handa lýðveldi, sem er endurheimt. eftir sjö aldir. ; . í ’samræmi við það, er að franian segír, flytjum við tillcgu til'rok- studdar dagskrár, sem er aðaltil- laga okkar. Fjölgun þingraanna í þéttbýlinn Ef svo skyldi fara, að háítv. efri deild felldi aðaltillögu okkar, ber um við til vara fram breytipgartil- iögur við frumvarpið. Þessar breytingartillögur gera ráð f.vrir fjölgun kjördæmakosinna þingmanna í þéttbýlinu. Fjolguto fFramhaið í 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.