Tíminn - 10.05.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.05.1959, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, sunnudaginn 10. maí 1959. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur £ Edduhúsinu við Undargötn Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304. (skrifstofur, ritstjórnin og blaðamenn) Auglýsingasimi 19 523. - Afgreiðslan 12323 Prentsm. Edda hf. Siml eftir kl. 18: 13948 Þokast í áttina TVEIR gleðilegir atburðir hafa nýlega gerzt í sambandi við þá frelsisbaráttu okkar, sem við eigum nú í við Jón Bola. Annar er sá, að utan'ríkis- málanefnd og Alþingi hafa nú loks komið sér saman um ályktunartillögu í landhelgis- máiinu. Má raunar segja, að ekki hafi það orðið vonum fyrr. Menn hafa furðað sig á að Alþingi skuli ekki fyrir löngu hafa samþykkt slíka tillögu. Er ástæða til að ætla að þetta furðulega hik Al- þingis hafi valdið málstað okkar íslendinga einberu tjóni, því aö hvað mátti Bret- inn halda, á meðan sjálft Al- þingi vék sér undan að gefa út sameiginlega yfirlýsingu stjórnmáiaflokkanna um að frá ótvíræðum rétti okkar og óumdeilanlegu lífshagsmuna máli yrði aldrei hopað. Hver dagur, sem leið án þess að einróma yfirlýsing Alþingis birtist, gaf von Breta um brotalöm á samstöðu íslend- inga byr í seglin. YFIRLÝSING Alþingis mætti vera Bretum óvéfengj anleg ábending um það, að íslendingum er fullkomin al- vara með að láta aldrei und- an ofbeldinu. Við munum fylgja réttmætum kröfum okkar eftir skref fyrir skref. Og ef svo fer, að til aðgerða þarf aö grípa, sem bandalags þjóöum okkar í NATO kann að þykja örþrifaráð, þá mega þær minnast þess, að þátt- taka okkar í þeim félagsskap helgast af trú okkar á því, að tilgangur hans væri sá, að vernda rétt smáþjóða gegn ofbeldisverkum þeirra, sem voldugri eru á heimsvísu. Sjálfsagt þykir gott að geta átt þess von, að vera „vernd- aður“, ef ófrið ber að hönd- um. En sú „vernd“ fer bara að verða okkur fremur lítils virði, ef þessir sömu varðengl ar telja sér sæma að gera okkur ólíft í landinu á hin- um svokölluöu friðartímum. HINN atburðurinn, sem ný lega hefir gerzt í sambandi við landhelgismálið, er hreyf ing sú, sem Skagfirðingar hafa stofnað til. Þeir hafa raunar áður sýnt eftirminni- lega, að yfirgangur og of- beldisverk er þeim lítt að skapi. Á sínum tíma veittu þeir enskum gripdeildar- mönnum varmar viðtökur við Mannskaðahól á Höfða- strönd, felldu marga en fá- einir fengu flúið í kirkju. Fyrir 110 árum reið flokkur skagfirzkra bænda norður að Möðruvöllum í Hörgárdal, er þeim þótti yfirgangur Gríms amtmanns Jónssonar úr hófi keyra, og gerðu honum ljóst, að þeir vildu ekki una nein- um afarkostum. Og nú hafa 14 félagssam- tök í Skagafiröi ákveðið að efna til sérstaks félagsskap- ar, er hafi það að markmiði aö berjast gegn ofbeldisverk- um Breta í íslenzkri land- helgi. Er gott til þess að vita að enn er skap í Skagfirðing- um. Mætti þetta framtak þeirra vel veröa upphaf aö slíkum samtökum um allt land. Gæti það haft verulega þýðingu fyrir úrslit landhelg isdeilunnar. Allir vita, að við íslendingar erum vopnlaus þjóð og höfum þar að auki rótgróna skömm á öllum víg búnaði. Sigur okkar í land- helgisdeilunni byggist á góð- um málstað, aðstoð vin- veittra þjóða og órofa sam- stöðu íslenzku þjóðarinnar. Ef félagsskapur eins og sá, sem nú er stofnaður í Skaga- firði, skýtur rótum víðar um land, mun það sýna ofbeldis mönnum, aö baráttuþrek ís- lendinga verður ekki brotið niður með vígdrekum, heldur mun þvert á móti stælast við hverja raun. Dieselstjórnin EINS og áður hefir verið að vikið hér í blaðinu er fjár lagaafgreiðsla stjórnarflokk- anna með þeim endemum, að annað eins hefir ekki áð- ur þekkzt. Segja má, að hún einkénnist einkum af tvennu:: Annars 'vegar eru búnar til algerlega óraunhæf ar tölur með því að áætla tekjuhlið fjárlaganna langt um hærri en nokkrar líkur eru til að staðizt geti í reynd. Hins vegar er svo ráðizt á lífsafkomu fólksins úti um land með því að skera stór- kostlega niður framlög til verklegra framkvæmda. Hið tilfinnanlegasta í þeim efnum mun þó flestum þykja árásin á raforkuáætlunina. Upphafið að þeirri aðför var það, að stjórnarflokkarnir fyrirskipuðu algera stöðvun raforkuframkvæmda um síð- ustu áramót. Nú hafa þeir umbylt allri áætluninni, sem gerö var 1954 fyrir frum- kvæði Framsóknarmanna, en í stað þess samið nýj a „áætl- un“. f höfuðatriðum er hún á þá leið, að skera á niður raforkuframkvæmdir á þessu ári um 30—40 millj. kr. Þá á að hætta við að leggja tengi- línur víðs vegar um land en tindra í þess staö upp dísil- stöðvum hér og þar. Felldur er úr gildi samningur sá, er ríkisstjórn Steingríms Stein- þórssonar gerði á sínum tíma við bankana um lán til áætl- unarinnar, en framlag þeirra átti að vera 14 millj. á yfir- standandi ári. 'Sagt er, að þetta þokkalega „plan“ leiði af sér 88 millj. kr. sparnaö á raforkuáætlun inni í heild. Enginn skilur þó hvernig það má verða, nema því aðeins að hugmyndin sé sú, að dísilstöðvarnar eigi að verða frambúðar„lausn“. Naumast hefir því fólki út um land, sem enn bíöur eft- ir þvi að fá rafmagn, áður verið sendar kaldari kveðjur. En bað á eftir að svara fyrir sig. ERLENT YFIRLIT. Fundur utanríkisráöherranna í Genf Krustioff ræíur mestu um þaí, hvort þar næst einhver árangur eía ekki A MORGUN hefst í Genf fund- ur utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna, sem 'haldinn er til undirbúnings fyrirhuguðum fundi æðslu manna. Mikið hefir verið rætt undanfarið í heimsblöðunum um þennan fund og spár manna verið misjafnar. Surnir gera sér litla von um árangur hans, en aðrir verulegar. Ógerlegt er að dæma um það á þessu stigi hvor- ir þessara aðila eru spámannleg- ar vaxnir, en báðir færa .sæmileg rök fyrir máli sínu. Þeir, sem trúa á árangur fund- arins, byggja það einkum á því, að Krustjoff hafi mikinn áhuga á fundi æðstu manna, en Eisen- hower hefir sett það skilyrði fyr- ir þátttöku í slíkum fundi, að eitt hvert það samkomulag náist á fundi ráðherranna, að von verði um árangur á fundi æðslu manna. Af þessum ástæðum muni Krúst- joff telja rétt að ganga eitthvað til móts við vestuiweldin á utan- ríkisráðherrafundinum. Þeir, sem gera sér litlar vonir um samkomulag á utanríkisráð- herrafundinum, byggja það eink- um á því, að Krustjoff vilji knýja fram fund æðstu manna, án nokkurs undirbúnings samninga eða fyrirheita, því að það skapi honum bezla aðslöðu til að láta Ijós sitt skína þar. > ÞÓTT SVO FARJ, að utanríkis- ráðherrafundiu'inn beri nokkurn árangur, eru frekar taldar horf- ur á, að hann verði þófsamur framan af. Það er venja Rússa að þæfa slíka fundi. Einn blaðamað- ur hefir gert eftirfarandi áætlun i um störf fundarins: Fyrstu vik- una verður rætt um það, hvort fjölga beri þeim ríkjum, sem taka þátt í fundinum, en Rússar hafa lálið í ljós áhuga á aðild Tékka og Pólverja, en vesturveldin hafa hingað til verið því andvíg. Næstu tvær vikurnar verður svo rætt um það, hvernig dagskrá fundarins | skuli vera. Fjórðu og seinustu vik 1 una verður fyrst rælt um sjálf viðfangsefnin. HERTER ar koma eitthvað á móti. Áreiðan- lega er þessi breyting á afstöðu vesturveldanna hyggileg. ÞAÐ ER SÍÐUR vitað, hvernig Rússar muni hafa málflutning sínum á utanríkisráðherrafundin- um, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma, þykir líklegt, að þeir leggi megin kapp á eftirfarandi at- riði: 1. Austur-Þýzkaland fái aukna viðurkenningu sem sjálfstætt ríki. 2. Stöðu Vestur-Berlinar verði breytt, svo að áhrif vestrænna stjórnarhátta verði þar miimi og ’.lmenningur í leppríkjunum geti síður gert samanburð á kjörum sínum og Vestur-Berlínarbúa, en sá samanburður hefir verið komm únistum óhagstæður til þessá. 3. Tefja fyrir öllum raunhæfum aðgerðum til að sameina Þýzka- land. Margir þeir blaðamenn, sem bezt þekkja til og hlutlausir eru, telja það mjög vaka fyrir Rúss- um með Berlinarbrölti sínu nú, að styrkja aðstöðu sína i lepprikjun- um, en í þvi sambandi telji þeir sér stafa mikla hættu frá Vestur- Berlin vegna hinna frjálsu stjórn arhátla, er rikja þar nú. Óánægt fólk í leppríkjunum vitni mjög í hana til samanburðar. ÞAÐ MUX tæplega sjást fyrr en ráðherrafundurinn hefir setið i nokkurn tíma, hvort einhvers samkomulags verður þar að-vænta eða ekki. Hver, sem árangur fundarins verður, mun hann verða merki- leg heimild um það, hver sé raun- veruleg afstaða Krustjoffs til al- þjóðamála. Segja má, að það verði prófað nú í fyrsta sinn, hvort Krustjoff vill raunverulega ganga eitthvað til móts við vesturveld- in eða hvort hann vill halda áfram köldu áróðursstriði í anda Stalíns. Vafalítið veltur það nú meira á Krustjoff en nokkrum öðrum manni, hvort utanríkisráðherra- fundurinn markar skref til sam- komulag s og bættrar sambúðar austurs og vesturs eða hvort hann verður aðeins nýtt þrátefli í á- róðursstríði stórveldanna, eins og slíkir fundir hafa verið hingað til. Þ. Þ. VESTURVELDIN hafa haft mik il samráð um það undanfarið, hvernig þau skuli haga afstöðu sinni á fundinum. Yfirleitt er nú talið, að fullt samkomulag hafi náðst milli ráðamanna vesturveld ! anna um þessa afstöðu. Hún er talin í meginatriðum þessi: 1. Varanlegur friður getur ekki náðst í Evrópu meðan Þýzkaland er tvískipt. Megin áherzlu ber því að leggja á sameiningu Þýzka- lands. Til samkomulags eru vest- urveldin fús að falla frá þeirri fyrri stefnu sinni, að fyrsta skref- 1 ið verði frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi og sameiginleg stjórn mynduð á grundvelli þeirra. í staðinn eru þau fús til að bjóða upp á þá lausn, að mynduð verði sérstök nefnd, sem bæði Vestur- og Austur-Þýzkaland eigi aðild að, og vinni hún að sameiningu þeirra stig af stigi, t. d. fyrst á sviði samgangna og viðskipta. | 2. Komið verði á eftirliti með vopnabúnaði á mjóu belti á landa- mærum austurs og vestur í Evr- ópu. Þetta svæði verði svo smám- | saman stækkað, enda hugsað sem 1 upphaf samkomulags um víðtæka afvopnun. 3. Staða Vestur-Bei'línar verði óbreytt að þvi leyti, að vestur- veldin hafi áfram óbreytta aðstöðu til að tryggja sjálfstæði hennar, en að öðru leyti séu þau til við- tals um breytingar á stjór.n henn- ar. Af hálfu veslurveldanna munu ekki á þessu stigi, settar fram neinar fastmótaðar tillögur, held- ur víður rammi, sem skapar mögu leika til samninga við Rússa um einstök fyrirkomulagsatriði. Af- staða vesturveldanna verður þann ig öll hreyfanlegri en áður og þau fúsari til viss undanláts, ef Rúss- Leikfélagið herðir f jársöfnun til hús- byggingar - skrifið í Kálfskinnu Fjáröflunarnefnd húsbvgg ingarsjóðs Leikfélags Reykja víkur hefir látið gera bók eina nýstárlega. Er hún bundin í kálfsskinn og nefn ist að sjálfsögðu Kálfs- skinna. í bók þessa rita nöfn sín þeir, sem leggja vilja eitthvað af mörkum íil þess að Leikfélagið eignist þak yfir starfsemi'sína. Leikféla.gið mum líklega þurfa að fara úr Iðnó innan tveggja til þriggja ára og stendur þá á göt- unni nema byggt varði nýtt hús- næði fyrir það áður. Félagið hef- ir fengið ágæta lóð á Háaleytis- túninu. Húsbyggimgairsjóður fé- lagsins nemur nú tæpri hálfri inilljón — en sú upphæð hrekkur skammt, til að byggja nýtt leik- hús. Moð útgáfu Kálfsskinnu gefst Reykvíkingum og öðrum tækifæri lil að sýna Leikfélaginu í verM þakklæti sitt fytrir margar glaðar stundir fyrr og síðar og br-aut- ryðjandastarf í yfir 60 ár. Fremst í bókinni er skráð: „Á bók þessa rita nöfn sín þeir vinir og stúðningsmenn Leikfé- lags Reykjavíkur, sem með fjár- framlögum eða á annan liátt leggja lið sitt þeirri framkvæmd, að reist verði leikhúsbygging fyrir starfsemi félagsins."^ . Forsetahjónin hafa þegar skráð nöfn sín á fyrstu blaðsíðuna. Bók- in liggur í fyrsta skipti frammi í Iðnó n.k. sunnudag meðan á leik- sýningu stendur. Stórauknir farþega- flutningar Loftleiða Tölur liggja nú fyrir um far- þegaflutninga Loföeiða í s.l. apríl mánuði, en það var síðasta tíma- bil vetraráætlunar félagsins að þessu sinni. Alis voru fluttir 2.146 farþegar, en á sama tima í fyrra var far- þegafjöldinn ekkii nema 1.441. Er þetta því 49% aukning. Athyglisvert er að bera saman niðurstöðutölur sætanýtingar. í fyrra var sætanýting 58,5%, en nú reyndist hún 84,7%. * Fyrstu fjóra mánuði þessa árs flutti félaigið samtals 5322 farþega, en það er 30,3% aukning frá því í fyrra. Rétt er að geta þess, að ferða- fjöldinn nú var sá sami og á þessu tímabili 1958. H; Núna um mánaðamóti'n var ferð um félagsins fjölgað veruloga. — Aftur verður aukið við síðast í maí mánuði, e,n úr því verða farnar 9 ferðir til og' frá Ameríku og 9 ferðir milli íslands og meginlands Evrópu og Stóra-Bretlands í viku hverri. Laugardaginn 9. þ.m. verður fyrsta áætlunarferðin farin frá Reykjavík til Amsterdam, en með því verður opnuð hin nýja flug- leið félagsins milli Hollands og íslands. (Frá Loftleiðum).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.