Tíminn - 14.08.1959, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.08.1959, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, föstudaginn 14. ágúst S959. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjóri og ábm.: Þórarinn Þórarin&son. Skrifstofur í Edduhúsinu við .Lihdargötu Símar: 18 300, 18 301, 18302, 18 303718305 og 18 306 (skrifst., ritstjórnin og blaðamenn). Augl'ýsingasími 19 523. - Afgreiðslan 12 323_ Prentsm. Edda hf. Sími eftir il. 18: 13 948 * Þögn Olafs og Bjarna um mál- skot stóreignaskattsgreiðenda MERKILEG afhjúpun átti sér stað á Alþingi í fyrra- dag, þeg-ar rætt var um íyrir spurn Ólafs Jóhannessonar um innheimtu stóreigna- skattsins og málskot stór- eignaskattsgreiðenda til majitiréttintí;anefndar Evr- öpu. í þeim umr. tóku þátt tveir af helztu lciðtogum Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors og Björn Ólaísson, og var það sameigiplegt um þá báða, að þeir forðuðust að láta í ljós nokkurt álit á því athæfi stóreignaskattsgreið- enda að kæra til mannrétt- indariefnd.arinnar, heldur létu sér nægja að segja, að Sjálfstæðisflokukrimi stæði ekki að kærunni. Aðspurð ir forðast þeir að segja nokk uð um það, hvaða áiit þeir hefðu á þessu tiltæki stór- gróöamanna. í RÆÐU, sem Óiafur Jó- hannesson hélt, þegar hann gerði grein fyrir fyrirspurn um sínum, komst hann m. a. þannig að orði, er hann ræddi um málskotið til mannréttindanef ndarinnar: „Nú er það að visu svo, að margar kærur berast rnann réttindanefndinni og er auð vitað langsamlega flestum hafnað, enda margar hverjar frá hálf geðveiku fólki, svo sem hæstv. dómsmálaráð- herrahefur skýrt frá í ágætri timaritsgrein, en hann á, af íslands hálfu, sætl í nefnd- inni. Almennt er því ekki á stæða til að taka slíkar kær- ur hátíðlega. En í þessu til- felii gegnir nokkuð öðru . máli., Hér. eiga ekki í hlut nein ar vanmetakindur, heldur vei þekktir þjóðfélagsborgar ar — áhrifamenn í þjóðfélag inu — sem margir hverjir telj ast til helztu ráðamanna og máttarstólpa stærsta stjórn málafl. í landinu — Sjálf- stæðisfl. Það eru því miklar likur til að svo verði li-tið á, a. m. k. erlendis, aö Sjálf stæðisfl. standi að baki. þessum málatilbúnaði eða a. m. k. .að'til hans sé stofnað með vitund hans og fullu sam þykki, einkanlega þegar þe.ss er gætt, að Sjálístæðisfl. var lagasetningu þessari and vígur. Frá mínu sjónarmiði er þess vegna slíkt málskot mjög alvarlegt fyrir ísl. rík ið, og áliti þess út á við bein línis hættulegt. Með slíkri kæru er gefið í skyn, að lög- gjafarsamkoman virði hvorki stjórnarskrána né mannrétt indi. í slíkri kæru felst enn fretnur sú ásökun, á hendur ísl. dómstólum og þá fyrst og fremst Hæstarétti, að þeim sé ekki treystandi til að veita mönnum hér nægi- lega réttarvernd Með öðrum orðum: í slíku málskoti felst óbeinlínis sú staðhæfiug, að hér sé ekki réttarríkl. Slílc staðhæfing af hálfu þeirra manna, sem hér eiga lilut að er skaðleg áliti okkar hjá öðr um þjóðum. Og auðvitað al- veg sérstaklega skaðleg nú, vegna landheígismálsins, og þarf eigi aö efa, að Bretar muni reyna að notfæra sér slíkt til stuönings árásum sínum og ásökunum. Þeim er með þessu framferði milljóna mæringanna beinlínis feng- ið vopn í hendur.“ BÆÐI Ólafur Thors cg Björn Ólafsson kvöddu sér hljóðs til að gera at.huga- semdir við þessi ummæli Ó1 a.fs Jóhannessonar, Báðir tóku fram, að Sjálfstæðisfl. stæði ekki að kærunni, og voru þær yfirlýsingar óþarf ar, þar sem því hafði ekki verið haldið fram. Hins veg ar forðuðust báðir að láta nokkurt álit uppi um það, hvort það hefði verið rétt eða rangt af stóreignaskatts greiðendum að kæra til mannréttindanefndarinnar og innti Eysteinn Jónsson þó tvívegis eftir skýrurn yf- irlýsingum frá Sjálfstæðis- mönnum um þetta eíni. Ólaf ur Thors svaraði með því einu að vaða elginn um allt annað, en Björn Ólafsson tók þann kost að segja ekki neitt. Þannig véku forráðamenn Sjálfstæðisflokksins sér al- veg undan því. að láta i ljós nokkurt álit um þenn- an verknaö stórgróðamann- arina. ÞAÐ ætti vissulega að vera flestum ljóst, hvað veld ur þessari þögn forystu- manna Sjálfstæðisflokksins. Það ætti að mega ætla, að þeim væri þetta at hæfi stórgróöamannanna ó- geðþekkt. En þeir þora ekki ekki að láta það uppi opin- berlega vegna þess, hve vald stórgróðamannanna er alls ráðandi í Sjálfstæðisflokkn- um. Það eru stórgróðamenn- irnir, sem leggja til hið mikla fjármagn, sem þarf til hinnar umfangsmiklu starf semi Sjálfstæðisflokksins. Þeir eiga Morgunblaðið og Vísi. Menn eins og Bjarni Benediktsson, Gunnar Thor oddsen og Magnús frá Mel eru ekkert annað en verk- færi þessára marina. Þess vegna geta forkólfar Sjálf- stæðisfiokksins ekki for- dæmt annað eins óþrifaverk þessara mgnna og kæran til mannréttindanefndarinnar er. Hér hafa menn það vissu- lega Ijóst fyrir augunum, hvaða öfl það pru, er mestu ráða í Sjálfstæðisflokknum. Eftir því ber mönmim svo að marka afstöðu sina tll hans. Pólverjar eru að koma upp þættum og vönduðum efnaiðnaði Lýsing á Oswiecim — oinu mesta efnaiðnaðarveri PólIanQo Eftir styrjöldina hefur átt sér stað uppbygging mikils iðnaðar í Póllandi og er full ástæða fyrir íslendinge að fylgjast með því vegna vax- anc!ji viðskipta milli þessara landa. í eftirfarandi grein segir pólskur blaðamaður, Jerzy Jarurelski, frá einu nýj- asta og mesta efnaiðjuveri PÓÍllands, Oswiecim, en þar eru m.a. framleidd plastefni og gervigúm. VIÐ YTRI mörk hins slésíska iðnaðarhéraðs í Póllandi, þar sem bæði er að finna stál- ög járniðju- ver, kola- og zinknámur og mikl- ar málmverksmiðjur, er eitt af þremur mestu efnaiðnaðaxverum Póllands. Það er Oswieciiniðjuver ið, sem byggt hefur verið aðeins rökkra kílómetra frá hinum al- ræmdu fangabúðum nazista á stríðsárunum — Auschwitz. Hin efnaiönaðarverin tvö. Tarn- cw og Kedzierzyn, framleiða eink rm tilbúinn áburð, en Oswiecim- iðjuverið hefur hins vegar mjög margþætta framleiðslu. Þar er m. j a. framleitt karbíð, fenol. klórín ! cg gérvibenzín, en auk þess ný- . tízku plastefni og nýlega er hafin þar framleiðsla á gervigúmi. Oswiecimverksmiðj urnar haf a að heita ma verið byggðar frá grunni eftir eyðileggingu stríðs- ! áranna. Fyrsti meiriháttar hluti þeirra sem tekinn var í notkun nokkrum árum eftir stríðið. fram-, I ieiðir gervibenzín. í nokkur ár : Jcom ekki önnur framieiðsla frá I Pswiecim. Nú er þessi fram- leiðsla aðeins lítill þáttur í heild- srframleiðslu iðjuversins. j Úr pólskri karbítverksmíðju. MEGINHLUTI þeirra verk- smiðja, sem reistar hafa verið þarna á síðustu árum og byggðar munu verða á þcim næstu. fram- leiðir plasteíni, gúm og mikilvæg- ar hálfunnar \rörur cins og klórín, karbið og fcnol. Þegar árið 1960 eiga Oswiecim verksmiðjurnar að framleiðá 19.000 lestir af plastefnum og 36.000 lestir af gervigúmi og þær munu því fullnægja öllum þörfum pólska iðnaðarins fyrir þessi hrá- ; efni. Þessar verksmiðjur voru byggðar með aðstoð og vélahlut- um frá Sovétríkjunum, Bretlandi og Vestur-Þýzkalandi. Sovétríkin lögðu þannig til flestar vélarnar í 1 gervigúmverksmiðjuna og heil plastverksmiðja var keypt frá Bretlandi. Það er rétt að benda á, að þótt þessar verksmiðjur séu aðeins hluti af Oswiecimíðjuver- ir;u eru þett:i stórvirkar og sjálf- stæðar verksmiðjur. FRAMLEIÐSLA plasteína er e.nn aðeins á byrjunarstigi, þar sem hún byggist á hálfunnum hrá-! cfnum úr öðrum hlutum iðjuvers-! ins, og nemur aðeins 1,3 kílóum á hvern íbúa. Hins yegar mun hún; stóraukast á næstu sjö árum, jafn íramt því seni afköst ■ annarra hluta iðjuversins aukas.t. 1965 verða frainleidd i Póllandi 6,9 kíló af plastefnum á; hverh ibúa, og framíeiðslan verður þannig orðin rúmlega það sem hún er að jafnaði í allri Evrópu. Oswiecimiðjuverið mun þá framr leiða 15.000 lestir af plastefninu polysteren og 50.000 lestir af gervigúmi. Auk þess munu Oswie- cimverksmiðjurnar framleiða árið 1965, svo að eithvað það helzta sé nefnt, mcira en hálfa milljón lesta al karbíð og auka verulega fram-! leiðsluna á kióríni sem síðar verð- ur fullunnið í öðruir. verksmiðj-, um. ! Miklar fjárfestirigarframkvæmd- ir standa fyrir dyrum í Oswiecim, en jafnframt þeim cr unnið stöð- ugt að því að auka afköstin og lækka framleiðslukostnaðinn með bættum vinnuaðferðum. Sjálfvirk tæki eru tekin í notkun sem. stjórna framleiðslurásinni og- hin- vm mörgu flóknu efnaferlum'sem eiga sér stað i slíku iðjuveri. Raf- eindaheilar sem þegar eru fram- leiddir í P-óllandi sjálfu munu '•tjórna vélasamstæðunum. BÆTTAR. AÐFERÐIR og Ketri vinnutilhögun hafa þegar borið góðán árangur í og iðjuyerið skilaði á síðasta ári 46 milljónunt meiri hagnaði en árið á uttdan cg heildarverðmæti framléiðslunn- ar fór yfjr 500 niilljónir z!oty. Efnaiðnaðurinn verður auk-kola vinnslunnar og vólsmíðinnar ein meginstoðin undir efahagslífi Pól- lands í framtiðinni. í Póllandi eru mörg hagstæð skilyrði -fyrir þróun efnaiðnaðarins, m.a. auöug- ar hráefnalindir, brennisteinn, jarðgas, salt, kol o. s frv. Rækilegri viðgerð á Snorralaug í Reykholti nýlega að fullu lokið Nýlega er lokið við mjög ræki- lega viðgerð á Snorralaug í Reyk iholti og hinum fornu jarögöngum j að henni. Hefur Þorkell Gríms j son safnvörður verið í Reykholti j undanfarnar vúkur og unnið að jþessu verki á vegum Þjóðminja- síjfnsins. Snorralaug hefur Verið í -sama formi svo lengi sem menn vita, en elzta lýsing á henni er í ferða bók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Annrjð mál er það, að auðvitað hefur þurft að halda henni við og seinast var hún gaum gæfilega hlaðin upp árið 1858 að tilhlutnn sóra Vernharðs Þorkels sonar, sem þá var prestur í Reyk holti. Verkig vann Þorsteinn Jak- öbssen steinsmiður frá Húsalclli, faðir Kristleifs bónda og fræði- manns á Stóra-Kroppi. Þessi hleðsla Þorsteins var prýðileg, en þurfti mjög lagfæringtir við eftir heila öld, margir steinar voru brotnir orðnir og tærðir eða ineð öllu horfnir. Nú hefur hún verið endurnýjuð að miklu leyti. Öll er laugin hlaðin úr tilhöggnu hvera grjoti; bændurnir á Olafsstöðum og Kópareykjum í Reykholtsdal, Þorsteinn Jónsson og Benedikt Egilsson sýndu þá greiðrsemi að leyfa að tekið væri hveragrjót úr landi sínu eins og þurfti til þess arar viðgerðai-. Þess hefur vand lega verið gætt nú að breyta ekki lögun né svip laugrrinnar frá því isem áður var. Enn fremur hefur að hýju verið gert yfir göngin sem frá lauginni liggja í átt til gamla bæjarstæðis ins, Til að verjast jarðvatninu voru og gerð holræsi fram úr gólfi ganganna og meðfram laug inni báðum megm. Ekki er unnt að hafa tii sýnis nemci nokkurn hluta ganganna, því þau liggja undir hús á sstaðnum og hafci því ekki ver ið fuilrannsökuð. Verður sú rann sókn cið bíða um sinn, en -einhvern tíma gefst að iíkindum tækifæri til að skoða til hlítar þetta íorna mannvirki og hafa það sýnilegt I allri lengd sinni. Aðhlynning þessiira fornleifa í Reykholti er að nokkru leyti gerð i fyrir atbeina Reykholtsnefndar og ! kostuð af fé, er síðasta alþingi veitti í þesfcu skyni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.