Tíminn - 14.08.1959, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.08.1959, Blaðsíða 9
TÍMINN, föstudaginn 14. ágúst 1959. 9 M <OBERTS RINEHART. 'TiúLrunarLona 51. hún þessa lykla, ef það gæti fróað þig eitthvað að vita það. — En ég fæ ekki skilið, hvers vegna hún þurfti að brjótast inn til þess að finn agifting arvottorðið. Það er hægt að sanna giftingu án þess. — Eg hef nú verið að velta því fyrir mér, og eina skýring in sem ég hef fundiö, er sú að þau hafi gifzt að næturlagi, ef til vill á einhverjum af- skektum stað, sem hann hef ur valið, og hún hafi jyerið í of miklu uppnámi til þess að gera sér nokkra grein fyrir því, hvar það var. — Eg geng út frá því vísu, að þú hafir fundið vottorðið. Hvar fannst þú það? — Já, ég fann það. — Og meðal annarra orða, ég skulda þér víst ný skurðskæri. — Það var milli þils og veggj ar við höfðalagið hans. Hann hafði spennt rifu á klæðning una og látið vottorðið falla þar niður. Eg átti fullt í fangi með að ná því. — Var ekkert bréf þav? — Ojú, þar vár bréf, en það segir nú engin ósköp. Eg læt það bíða betri tíma. Snúum okkúr aftur að stúlkunni. Ef hún'hefði gert rétt, hefði hún sagt’ alla sól’afsöguna í upp- hafi. En fæst okkar gera rétt, þegar við erum hi’ædd, og hún var svo sannarlega ofsahrædd. Til dæmis trúði hún ekki að Elliot hefði myrt Herbert, en var þó ekki viss. Hún er ekki viss á því enn þann dag í dag. Hún hefur ekkert nema hans éigin orð fyrir því. Svo bætt ust heimiliserjur við. Því hvað svo sem olli því, að Her bert vildi halda giftingunni leyndri, vildi hún fá vottorð ið um leið og hún vissi aö Herbert var dáinn, til þess að sýna heima hjá sér. Það er einkennilegt sálfræðilegt at riði, að fólki í vandræðum finnst alltaf að lögin og lög gæzlan séu á móti þeim. Við myndum hafa flett upp á prestlingum fyrir hana, en hvað gerir hún? Reynir aö villa okkur sýn! — Sjáðu til, hún á i vand ræðum. Á þriðjudagskvöldið kemur hún hingað og hefur nærri hrætt úr þér líftóruna. Á miðvikudag segir hún Elliot upp alla söguna og hann gerir tilraún, en Florence fælir hann af staðnum. Á fimmtu dag kemst hann inn, og við náum honum. Hann getur ver ið sekur eins og sjálfur myrkra höfðinginn, og hann getur ver ið saklaus eins og ungbarn. Hann er samt í öruggum hönd um. — En bréfið? spuröi ég ó- þolinmóð. — Hvað segir í því ? — Allt og ekkert. Eg ætla ekkert að fara út í það að svo stöddu. En eitt skal ég segja þér. Þetta byrjaði allt saman með tryggingasvikum. Herbert ætiaöi að ná sér í lagiegarí skilding út úr líf- tryggingu. Hún er ódýr fyrir hans aldursflokk og hans hug mynd. var að útbúa drukkn un, réttara sagt láta Hta svo út, sem hann hefði drukkn- að. Hann vantaði fé til þess þess að ljúka skuldum hér heima fyrir og koma sér fyrir annars staðar. Hann sneri hér til Hugo. í fyrstu neitaði Hugo en svo gekkst hann inn á þetta, sennilega af tveimur á- stæðum: Gömlu konunni myndi verða borgið fjárhags lega, hann og María fengju væna dánargjöf. En þarna kemur andskot- inn í spilið. Hugo lét hann hafa fyrir iðgjaldinu, annað hvort af eigin sparifé, eða fékk það lánað einhvers stað ar. Endirinn varö sá, að dreng urinn varð logandi hræddur við Hugo, því hann hvarf frá fyrirætlun sinni, en Hugo mis líkaði það, aíf því að sú gamla var komin á hvinandi kúpuna. Herbert hafði fengið fyrir framgreiösluna, og tekið að braska með hana. En svo varð verðfall á verðbréfum, og drengurinn vildi ekki „deyja-1 fyrr en hann fengi peningana sína aftur, og helzt svolítið meira. Því á meðan á öllu þessu stóð, hafði hann kynnzt Paulu og orðið ástfanginn af henni. Þú skilur frá degi til dags. Sumarið líður, bezti tim inn til þess að gera svoleiðis sjónhverfingar. En hitt er þó ennþá uggvænlegra, hann er ástfanginn, og svo virðist sem hann verði að binda endi á það. Hugo tekur að sitja um hann og fylgjast með ferðum hans, og kemst þá að sjálf- sögðu ekki hjá því að sjá, aö hann er úti með stúlkunni fram undir morgun, hverja nóttina af annarri. i Og það sem meira er, ef hann giftist henni verður kon an erfingi hans, en ekki sú gamla. Þess vegna faldi Her bert vottorðið og fékk Paulu til að þegja, þótt ég efist um, að stúlkan hafi vitað um sam særið. Hann sá í hendi sér, að nú gæti hann „drukknaö“ sæll og glaður, Paula fengi peningana, svo gætu þau stungiö af til Evrópu eöa Suð ur-Ameriku og lifað þar sæl til æviloka. Hann beið bara aðeins of lengi. — Myrti Hugö hann þá? —■ Var ég að segja það? Hann stóð upp og sló öskuna úr pípunni sinni. — Ef Glenn kemur innan klukkutima eða svo, biddu hann þá að hringja í mig. Eg ætla að taka Hugo með mér. Svo er hér að sið ustu svolítið handa þér að hugsa um: Getur hugsazt, að Florence vissi um samsærið, og ætlaði að giftast honum sjálf og hafa af því allan hagn að? Athyglisverð hugmynd, finnst þér ekki? En hann sagði mér ekkert um, hvað fréttamennirnir fundu á þakinu. 24. kafli Aðvörun. Þegar ég kom upp næst, höfðu líksnyrtarnir, eins og þeir kalla sig, þessir menn sem þvo líkin og snyrta þau fyrir kistulagningu, unnið um hríð í herbergi gömlu konunn ar. Þeir kölluöu á mig til þess að líta á hana. Öll merki veik inda og erfiðleika höfðu verið sléttuð af andliti hennar, og hún lá þar í valhnoturúminu eins og hún væri höggvin úr marmara. Hún var orðin fall eg aftur, virðuleg og tíguleg Nú var ekki erfitt að trúa þvi að hún hefði einu sinni verið fögur kona, sem afi Pauiu Brent felldi ástarhug til. Glenn kom ekki fyrr en um fjögurleytið. Eg færði honum skilaboð lögregluforingjans, og hann hringdi undir eins. Eg heyrði hann segja eitthvað um bankahólf Júlíu, og hann myndi nálgast það næsta morgun. Þar sem Hugo var ekki kom inn aftur, var ég fegin nær veru Glenns. Það var gott til þess að vita, að ég var ekki ein í liúsinu með Maríu, hún var í sínu eldhúsi, þver og þungbúin. Kvöldblöðin höfðu flutt fregnina um dauöa Júi íu, og um leið tók alls konar fólk að streyma aö. Roskið og virðulegt fólk, sem ýmist skildi eftir nafnspjöld sín eða kom inn. , Þeir sem komu inn, læddust um og töluðu í láguin hljóö- um, svo sem viðeigandi var vegna aðstæðan. Gamlir virðu legir karlar studdust viö s’cafi, rosknar hefðarfrúr klæddar eftir áratugagamalli tízku, komu og fóru, döpur í bragði, slegin, því dauði gömlu kon- unnar minnti þau á að áður en langt um liði færu þau sjálf hina sömu leiö. Svo að segja engin þeirra bað um að sjá leifar Júliu. Þess vegna kom mér þaö mjög á óvart, þegar Hender son bað um það. Hann stað- næmdist við beðinn þögull i fyrstu. — Eg . . ég þekkti hana . þegar ég var lítill, sagði hann rykkjótt. — Þeir segja, að hún . . . hafi veriö forn i sér, en var það ekki þá. Hún var dásamleg. Hann læddist út á brakandi skóm, og leit um leið snöggt upp stigann. — Það var slæmt, að liún skyldi ekki kveðja áöur en það skeði. Mér til undrunar stöðu tár í augum hans, þegar hann fór niður stigann. Hann hefur oft birzt í huga mér síðan. Hend erson, sem fann sér rómantík í einkamálum Júlíu og Pauiu, en lifði sínu gleðisnauða lifi með konu, sem hann kallaði aldrei annað on „konuna“, eða „Frú Henderson." Mér til mikillar undrunar kom Hugo heim og bar fram kvöldverðinn um kvöldið. Glenn virtist ekki veita hon um neina athygli var niöur- sokkinn í eigin hugsanir. En einu sinni meðan Hugo var frammi, sagði hann allt í einu: — Hann er niðurbrotmn. VWAV.VV.V.V.V.V.V.V.WAVAV.V/.V.V.’.V.V.V.V.Ti Gaddavír fyrirligg|andi. Sendum gegn póstkröfu um land allt. 1 Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. — Símar 13184 og 17227. AnWAUW.V.V.VA^W.V.V.V.VAV.’.VVW.VAWWW Hnappagöt gerS iiiimiiin! 11 16 mm, 19 mm og 25 mm fyrirliggjandi j Hagstætt verð. — | Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. — Símar 13184 og 17227. WV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.VV.V.V.VAW Iðnskólinn í ^eykjavík Innritun í skólann fyrir skólaárið 1959—1960 og septembernámskeið, fer fram í skrifstofu skól- ans, dagana 20 til 27. ágúst, að báðum dögum meðtöldum, kl. 10—12 og 14—19, nema Iaúgar- daginn 22. ágúst kl. 10—12. Skólagjald kr. 400,00 greiðist við innrituri. Inntökuskilyrði eru miðskólapróf og að umsækj- andi sé fullra 15 ára. Skulu umsæk.jendur sýna prófvottorð frá f.yrri skóla við innritun. Þeim, sem hafið hafa iðnnám og ekki hafa lokið miðskólaprófi, gefst kostur á að þreyta inntöku- próf og hefst námskeið til undirbúnings þeim prófum 1. september næst komandi, um Ieið og námskeið til undirbúnings öðrum haustprófum. Námskeiðsgjöld, kr. 100,00 fyrir hverja náms- grein, greiðist við innritun, á ofangreindum tíma. Skólastjóri VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VW.V.V.V.V.V.V.V.VWA1I N auðungar uppboð, sem auglýst var í 56., 57. og 58. tbl Lögbirtinga- blaðsins 1959, á hluta í Háteigsvegi 20 hér í bæn- um, eign Ingólfs Petersen, fer fram eftir kröfu Geirs Hallgrímssonar hrl., Þorvaldar Lxiðvíksson- ar hdl., Guð.jóns Hólm hdl., Jóhanns Steinarsson- ar hdl. og Ragnars Jónssonar hrl., á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. ágúst 1959 kl. 3 e.h. Borgarfógetinn í Reykjavík ’AV.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.W.VUWI N auðungar uppboð, sem auglýst var í 56., 57. og 58. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1959, á hluta í Langholtsvegi 102 (ris- hæð), hér í bænum, eign Lúthers Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Hólm hdl., Hauks Jónssonar hdl., Landsbanka íslands og tollstjór- ans í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. ágúst 1959, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík AV.'.V.V.’.W.V.V.W.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.W.V og tölur festar á. Framnesvegi 20A Innilegar þakkir færi ég öllum, sem auösýndu mér og börnum mínum samúÖ og vinarhug við fráfall og jaröarför konu minnar Ragnheiðar Halígrímsdóttur Kröyer Haraldur Kröyer

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.