Tíminn - 14.08.1959, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1959, Blaðsíða 7
T f MIN N, föstudaginn 14. ágúst 1959. 7 Eias og áður hefur verið að vik- íð klofnaði stjórnarskrárnefnd efri deildar um kjördæmafrumvarpið. Hafði Gunnar Thoroddsen fram- sögu fyrir meiri hlutanum en Karl Kristjánsson fyrir minni hlutanum. Áður hefur verið skýrt hér í blað- inu frá 1. umræðu málsins, en hér fer á eftir stuttur útdráttur úr ræð um 'þeim, som fluttar voru við 2. og 3. umræðu. Gunnar Thoroddsen kvað um þrjár ieiðir að vclja í sambandi við ‘kjördæmaskipun: Einmennings kjördæmi; landið allt eitt kjör- dæmi; nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningu. Hcfði sú leið ver ið valin og myndi hún reynast happasælust. Norðurlandaþjóðirn- ar væru okkur skildaslar og þær hefðu þetta fyrirkomulag. Rök- fölsun að flokkafjötdi hamlaði stjórnarmyndun hjá Finnum held- ur nábýlið við Rússa. Kosninga- úrslitin sýndu vilja íslendinga. Karl Kristjánsson: Margt er það í stjórnarskrá lýðveldisins ísland, sem litið var svo á 1944, þegar lýð- veldið var endurreist, að breyta yrði hið fyrsta. Hefði þótt fjar- stæða að spá því þá að stjórnar- skránni yrði í engu breytt í hálf- an annan áratug. og loks 1959 að- eins einni grein, ekki af þvi að fleira þætti þá ekki þörf að breyta, hcldur vegna þess að ekki mætti tefja sig á því. Visst augnablik virði-st þurfa' að nota, hraðfleygt augnablik, sem óvíst væri að kæmi nokkum tima aftur. Hvaða augna- iblík var þettrj? Það var augnablikið þegar Alþýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu datt í hug að þeir flokkar gætu grætt á því að verða við óskum Sjálfstæðisflokksins um að breyta kjördæmaskipaninni. — Sennilegt þykir mér að þessir flokkar -— eða öllu heldur núver- andi forsprakkar þeirra — komizt innan skamms ekki hiá að minnast þessa auknabliks með svipuðum hugsunum og Steingrfmur skáld Thorsteinsson setti fram i ljóði á sin djúpskyggna og nokkuð mein- lega hátt: Eitt einasta syndar augnablik, sá agnarpunkturinn smár oft lengist í ævilan.gt eymdar- strik sem iðran oss vekur og tár. Þegar þetta óvænta tilviljunar- kenda og synduga augnablik rann upp þá lá svo mikið á, að engum tliha mátti eyða í að athuga stjórn- arskrána að öðru leyti. Eitthvað gat komið úpp á milli ílokkanna og valdið samnihgsslitum ef bið yrði á-og fleira væri tekið til at- hugunar. „Treysti þar hver öðrum illa“, mátti segja enda enginn t.ií, sem freysti þeim öllum. Ákafinn var svo mikill að komíist í kjör- dæmaflatsængina, að þeir sogðu á sína vísu eins og brúðguminn frægi: „Ekkert kaffi, bara hátta“. MáliS var afgreitt á síðasta þingi mefi hröðvirkni og engri samvizku- semi, að ncinu lcyti. Engin leið- rétting fékkst á frumvarpið, þó að bent væri á galla' og-þeir -jafnvel viðurkenndir af þríflokkunum. Um þann kjarna hins synduga augna- bliks að leggja niður kjördæmin og taka upp hlutfallskosningar var auðvitað haldið af þeim, með því óhugnanlega samstillingarafli, sem augnablikið veitti flokkunum til ó- hæfuverksins. En ég á við ósam- ræmið milli kjördæmanna innbyrð is, úr því að þríflokkarnir þykjast vilja byggja á höfðatölu. Nefna má og þá fjarstæðu, að varamenn skuli vera svo margir „sem til cnd- ist á listum'*, m. ö. o. því færri sem komast að því fleiri varamenn. Enfremur fyrirmælin um að land- kjörnir þingmenn skuli vera 11 „til jöfnunar“ milli þingflokka, hvort sem sú tala þarf til jöfnunar eða ekki. Náist t. d. jöfnuður með 9 skál samt úthluta 2 til viðbótar þótt það hljóti í'ð leiða til ójöfn unar. Þetta er svo mikil rökleysa aö frágangi að til skammar er fyr- ir þingið. Ætla hefði mátt að þrí- flokkarnir létu sér að kenningu verða undirtektir við málið í kosn- ingunum og stofnuðu til heildar- endurskoðunar á stjórnarskránni með sa-mstarfi ailra flokka, en ekki er því að heilsa. Eftir er þá að- eins að þraulreyna hvort þingmenn deildrinnar fást ekki til þess að gefa þjóðinni kost á og leyfa þjóð- aratkvæðagreiðslu, þar sem önnur xnál falla ekki undir svörin líka. Það er .einn af gö.ilu.n stjórnar- Kjördæmamáliö er afgreitt með hroövirkni og engri samvizkusemi Við íslendingar eii taka upp skipulag skrárinnar, sem afmá þarf nauð- synlega, að ekki er tekið fram að greidd skuli atkvæði sérstaklega um stjórnarskrárbreytingar, held- ur má blanda henni saman við af- stöðu til allra þeirra málefna, sem koma til greina þegar þingmaður er kosinn. Fram á slíka atkvæða- greiðslu fórum við Framsóknari menn : vor, en fengum þau svör, að yfirveguðu ráði, að hún yrði ekki veitt. Þessi annmarki stafar af því að flokkar voru ekki til er stjórnarskráin var sett. Þó hefur stjórnarskráin vara á um einn mála flokk óg það er kirkjuskipunin. Um breytingu á henni skal þjóðar- atkvæðagreiðsla fara fram. Þau mál höfðu þá þegar frá þríflokk- unum, þann hita, sem hinir fast- mótuðu stjórnmálaflokkar fram- leiða nú í öðrum þjóðmálum og ,nota til sambræðslu óskyldustu mál efna í deiglum sínum við kosning- ar. Eg er þess fullviss að ef ís- lendingEir manna sig einhvérn tíma upp í það að framkvæma heiðar- lega heildarendurskoðun á stjórn- rskránni, þá verða tekin upp í hana ákveðin fyrirmæli um að breyting- ar á henni skuli jafnan bornar und- ir þjóðina lil samþykktar eða synj- unar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar er minna úm vert að þing sé rofið og kosningar far: fram samtímis. Það nær ekki leng- ur tilgangi .sinum og cr nánast ó- þarfi. En þó að þannig sé ekki skylt að iáta ganga þjóðaratkæði, þá er það auðvitað heimilt. í kosningabaráttunni höfðu þrí- flokkarnir eins rangt við gagnvart ákvæðum 79. gr. stjórnarskrárinn- ar og þeir frekast gátu. Framsókn arflckkurinn einn lagði málið heið- arlega fyrir. En vitanlcga mátti truflunarmáttur þríflokkanna sín meira af því að þeir lögðu krafta sína saman enda alltaf léttara að trufla. Enginn bað um kjördæma- hreytinguna, hún á að efla flokks- ræðið á koslnað lýðræðis, hún er afsprengi tækifærishyggju ófram- sýnna stjórnmálamanna. Málið er vitanlega ekki neikvætt að öllu 1 eyti. Það er efcki sann- lcikslaust. En þáð er eitt þeirra mála, sem biskup íslands sagði í ræðu sinni við setningu Alþingis að væru vegna nokkurs sannleika háskalega ósönn og varaði við. Með kjördæmabreytingunni er fornt, sögulegt, landfræðilegt og náttúrlegt byggðasjálfstæði lamað, upphafin sú verksskipting þing- manna, sem einmenningskjördæm- in hafa úaft í för með sér, sköpuð „óviðkynning" milli þingmanna og kjósenda og í stað friðar milli kosn inga verður í stóru kjördæmunum „eilífur 3tormbeljandi“ flokkareip dráttur alla daga. Hlutfallskosn- ingarnar hafa misst ljóma sirai frá síðustu aldamótum. Þær leiða til smáflokkaþróunar. Kleyft virðist vera í íslenzkum stjórnmálaþroska o.g óstillt þolið. Þetta vita sjálf- sagt forvstumenn þríflokkanna. En þeir vilja hlutfallskosningar af eig inhyggju augnabliksins. Forystu- menn Alþýðuflokksins af því að hann er smáflokkur og þarf smá- flokkagrundvöll til þess að lifa. Forystumenn Alþýðubandalagsins af sömu ástæðum og af því þeim, sem ráða þar mestu, þykir æski- legt að þjóðskipulagið veikist. For ystumenn Sjálfstæðisflokksins af því að þeir vilja sundra andstæðing um sínum. Af þessum ástæðum, fyrst og fremst, íókust óskhygjur þríílokkanna í hendur á augnabliki syndarinnar — og haldast í hend- ur, þó að iíklega sé suraura ekki orðið það sársaukalaust. Sa.gan, sem „öllu stefnir dómsins til“, mun veita þríflokktinum á- mæli fyrir framkomu þcirra. Þcg- ai- .skakkt hefur verði gefið í spil- um verður að gefa upp aftur. Þeg- ar beitt héfur verði óleyfilegu air þykjumst nógu sem aSrir forðast bragði í glímu má ekki minna vera en að glímt sé aftur. Drengilegur maður vill ek!ki vara í vafa um vinningsrétt sinn. Stjórnarskrár- málið er svo örlagarikt og því fylg- ir svo mikil ábyrgð, að mér finnst þeir menn undarlegir, sem að því standa, ef þeir vilja ekki létta sér ábyrgð na með því að láta þjóð- ina segja já eða nei um það, hvort hún vill breytinguna, auk þess sem það er ólokin stjórnlagaskylda af því að kosningarnar snérust að Karl Kristjánsson alltof miklu leyti um óskyld mál, eins og allir vita. Ástæðurnar eru gildar til að gera þessa ráðstöfun málanna, þó að „iðrun“ syndaraugnaþliksins sé máske — ég .segi máske — ekki vöknuð enn þá svo mikið beri á — og „punkturinn“ sá ekki orðinn að löngu eymdarstriki, svo ég noti enn orð skáldsins. Gísli Jónsson: Það er rangt að ekki hafi verið rætt um kjördæma málið í Barðastrandarsýslu. Og Sigurvin ræddi helzt ekki um neitt annað Nema í Flatey Þar talaði hann ekki um það nema í tvær mínútur af því að hann hafði nóg að gera við að verjast árásum á Framsóknarflokkinn út af öðrum málum. Meiri hlutinn á alltaf að taka tillit til minni hlutans. í Bret landi er stjórnarandstaðan launuð. En öðru vísi hagaði vfstri stjórnin sér. Kjördæmabreytingin hreinsar loftið og því fylgi ég henni. Hermann Jónasson: Málflutning ur Gísla Jónssonar átti víst að sanna að málið hafi verið lagt fyr- ir þjóðina samkvæmt fyrirmælum stjórnarskrárinnar. En það er of- raun fyrir hann að sanna það. Þrí- flokkarnir vissu að kjördæmabreyt ingin var óvinsæl og reyndu að breiða yfir hana. Eg víti þá fram- komu Gísla Jónssonar að segja sög ur af framboðsfundum í kjördæmi sínu og niðra mótframbjóðenda sír.um fjarstöddum, svo sem hann gerði. Þetta er ósæmilegt af þing- manni, þó að það geri e. t. v. ekki til af því að enginn tekur mark á honum. Þingmaðurinn hefði ekki átt að minnast á Flatey, því saga hans þaðan er með þeim end- emum að frægt er. Hól þingmanns- ins urn nýsköpuæarstjórn er mark- laust. Sú stjórn var eins og ríkt barn, sem tekur við miklum auði en sóar öllu í sukk og vitleysu. Stjórnin tók við mciri auðæfum en nokkur önnur ríkisstjórn, eyddi öllu, hækkaði vísitöluna um 89 stig, vakti raunverulega upp og magnaði vísitöludrauginn án þess að geta svo ráðið við hann og eng- in ríkisstjórn hefur síðan getað komið íyrir þessum uppvakningi nýsköpunarstjórnarinnar. G. J. sagði að umbótabandlagið hefði byggst á svikum. Hvað sagði sjálf stæðismaðurinn Jón Ásbjörnsson? Hann dæmdi það löglegt. G. J. seg ir að Framsóknarflokkurinn standi sterkir til þess að gegn lýðræðinu. Hvers vegna full- yrðir hann þetta? Við buðum sömu þingmannafjölgun á sömu stöðum og frumvarpið- gerir ráð fyrir. Sagt er að þetta skipulag gefist vel á Norðurlöndum. Má vera að þar séu menn svo stjórnmálalega þroskaðir, aið þingræði þeirra hafi þolað þetta eitur, en hver segir að það Verði til frambúðar? Öll þau ríki, sem breytt hafa stjórn- skipunarlögum sínum upp á síð- kastið r— ég verð þá leiðréttur ef mig imisminnir — sem og þau ríki, sem mynduð hafa verið frá styrj- aldarlokum, hafa tekið upp meiri hluta kosningu. Við íslendingar einh- þykjumst nógu sterkir til þess að taka upp skipulag, sem aðrir íorðast. Páll Zóphóníasson: Eg hef talið að stjórnarskrá eigi ekki að hreyta nema á sérstöku stjórnlagaþingi. Um það sannfærðist ég enn betur nú í kosningabaráttunni, þar sem þríflokkarnir lögðu alla stund á að sveipa kjördæmamálið sem mestri þöku. Það er í mínum aug um glæpur að afgreiða þetta mál án þess að atkvæði séu greidd um það sérstaklega. Næsta skrefið verður að gera landið að einu kjör dæmi. Þetta skipulag dregur úr sjálfstæðri hugsun kjósendanna en stuðlar að aukinni múgmennsku. Það er e. t. v. hið hættulegasta við þessa breylingu. Guðlaugur Gíslasan: Mér kemur á óvart að sagt skuli vera að kjós- endur hafi ebki vitað um hvað kosið var. Málið var rætt af fulltrú um allra flokka. Hermann kom sjálfur til Eyja til þess að fræða kjósendur um málið. Breytingin er svo sjálfsögð að um hana þarf ekki að dcila. Bernliarð Stcfánsson: Sagt að það sé lítilsvirðing við kjósendur að ætla þeim að greiða tvisvar at- kvæði um þetta mál. En hvað þá um Alþingi, sem ætlað er að sam- þykkja málið tvisvar? Rangt hjá Guðlaugi að fyrst og fremst hafi verið kosið um kjördæinamálið. í almennum kosningum er alltaf kos ið um landsmálin yfirleitt. Ræða G, J. í gær líktist frumræðu hans á þingi. En hann sat nú hér í 14 ár og fór mikið fram. Nú virðist sú framför rokin út i veður og vind. Þetta mál verður sjáífsagt sam- þykkt hcr á þingi í dag. Þar með er meira en 100 ára kjördæmaskip an lögð niður. Fylgismenn frum- varpsins vonast sjálfstagt til að hinu nýja skipulagi fylgi betri tím ar og ætla sér eflaust að græða á því. Úr því sem komið er, er ekki annað að gera en að óska þess að málið leiði til sem minnstra ó- happa og verður það þá mest undir kjósendum komið og leiðbeinend- um þeirra. Sigurður Bjarnason: Merkilegir og sögulegir atburðir eru að gerast hér í deildinni. Við erum að leggja grundvöll að nýju og traustara skipula.gi. Baráttan hefur verið hörð eins og oft er þegar réttlæt- ismál eiga í hlut. Alþingi heldur ekki virðingu sinni nema það sé sem réttust mynd af þjóðarvljan- um. Karl Kristjánsson:, Sjálfsagt að taka undir þá ósk Sigurðar Bjarna- sonar i hátiðarræðu hans hér, að vond mál megi snúasf til' góðs. Það er einnig rétt hjá hónum að oft þarf mikið að berjast fyrir góðum málum en þó að jafnaði meira fyr- ir slæinum. G. J. sagði að fjórð- ungaskipunin hefði gengið í sömu átt og kjördæmabreytingin. Hann skilur auðsjáanlega ekkert í því, sem hann er að tala um. Fjórð- ungsskípunin gekk einmitt í þver- öfuga átt, Hún miðaði að því að auka sjálfstæði héraðanna. Þessi breyting er ekki til þess að jafna milli fólksins heldur milli flokka. Þríflokkarnir hafa ekki fengið' fylgi úti um land, og því þarf afl ná áhrifum þar út á atkvæði í þéttbýlinu. Með fámennri þjóð þarf dreifð byggð að geta þrifizt. Veðrátta oft misjöfn í hinum ein- stöku landshlutum. Stundum get- ur verið góðæri í einum stað þó að harðæri sé annars staðar. Sama gildir um sjávarafla. Þetta verður ekki fyrirfraim útreiknað, ,þ,vi verð ur bara að mæta með ráðum og dáð. Því þurfa byggðirnar -að eiga sína fulltrúa. Stofum'enu, 'sem flokksstjórnir velja, geja ekki ver ið fulltrúar þessara staða, J?eir hafa ekki þreifað á viðfangséfnum þar. Frægasl'a rit fornbÓménnta okk- ar, Edda, segir frá FrömuÓi hrekk- vísi meðal Ása, Lóká Láufeyjar- syni. Loki tækli Höð 'hinn hlinda til að skjóta mistilteiní að hinum ástsælasta guðnum, Baldri. Það varð þeirra ógæfri Líkt íor þríflokk unum. Þeir reyndu og-Atókst að blinda kjósendur sína tií þess að veikja sín eigin áhrif, Mér er 'ekki illa við andstæðinga mína én ég tel að þríflokkarnir vérðskuldi ör- lög Loka hvað uppskeruna shertir. Gísli Jónsson. Er hægt að blygð- ast' sín meira en Framsókmjrflokk urinn ætti að gera í þessú ináli? Framsóknarmenn hafa ,sýnt. sveita fólkinu hina mestu ófyrirleitni og væri hægt ag nefna um það mörg dæmi eins og svikin við jafnvægis stefnuna í byggð landsin's.' Þessir menn eru að halda í ranglæti sem þeir hafa hangið í síð£in þetta skipulag komst á. Páll Zóplióníasson: G. J. íalar um að Framsóknarmenn hafi svik- ið jafnvægistefnuna. Gunnar. Bjarnason sagði eitt sinn að mjólk ætti ekki að framleiða nema fyrir innlendan markað og tiL.þéss væri nóg að hafa 1000 bændúr. Síðar hélt íhaldið ungbændaráðStefnu og lét tala þar þá Gunnar, Árna Ey- lands og Pétur Gunnarsson. Ráð- stefnan ályktaði, að efla bléri lanrl búnaðinn svo, að hann gagti.á hverj um tíma framleit það, sem þjóðin þyrfti til neyzlu. Ekki m'eir. Svona er nú þeirra jafnvægis^tefna. Sig. Bjarnason hefur látið sér_svo;annfc um sína sýslu, að þar eru mr tveir hreppar því nær komnir;í:-eyði og einn alveg. Hann hefur'-gefiztiupp. Og þá grípur hann 4il -jþess að skella öllum kjördæmum -ú- Vest- fjörðum s-aman til þess, að j felá frammistöðu sína. Eg sKil.hugsun- arhátt þingmannsins, ''en ; eg vor- kenni honum. Halda men'ri nú að þessum sveitum verði htótUr sinnt eftir samsteypuna? Nei, þá verður ekki s'kipt sér af sveitumun, seitt berjast í bökkum. Fólki í kjör- dæmi G. J. fækkaði um 2Ó0.meðan hann var þingmaður og sumuni. sveitum hélt við auðn. Það sýnist nóg fyrir þessa þingmenn að hugsa uin þau héruð, sem þeir eru um- boðsmenn fyrir. Þeir cru ekki menn fyrir meira. • . Gunnar Thoroddsen: Kjördæma breytingin flýtir fyrir. heildarend- urskoðun stjórnarskrárinnár. Rétt væri að setja í stjórnarskrána á- kvæði um þjóðaratkvæðagréiðslu, er sérstaklega stæði á. Hlutfalls- kosningar ykju lýðræðið og flokk- um myndi ekki fjölga, Reynslan sýndi að kosningabaiátta, væri harðari í einmenningskjördæmuni en tvímennings. Stefna Framsókn- arflokksins væri ekki býggðastefna heldur réttnefnd óbyggðastefna. Flokksvald hvergi méira ‘en hja FramSóknarmönnum, Samanber brottrekstur Bændaflökksmanna, íramboðin á móti Jónasi Jónssyni og Benedikt Sveinssyni o. fl. Bcrnharð Stefánsson: Þegar boð- ið var fram gegn Benedikt Sveins- syni þá voru það Norður-Þingey- ingar sjálfir, sem réðu því en ekki f lokksslj órnin: 'Framsók narnvenn úti í héruðunum réðu sjálfir fram boðum, samkvæmt flokkslögum. Þegar nokkrir þingm'enn Sjálfstæð isflokksins risu gegn nýsköpúnar- stjórninni þá vaf þéiin eina, sem ekki bognaði, Gísla Sveinsáyni ref; (Framhald á 8. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.