Tíminn - 21.08.1959, Síða 7

Tíminn - 21.08.1959, Síða 7
TÍMINN, föstudaginn 21. ágúst 1959. 7 Þerr sem eiga leið um Skólavörðustíg, líta gjarnan til hússins númer 9, hins garrrla aðseturs Hæstaréttar, núverandi húsnæðis bæjar- |sings Reykjavíkur, betrunar- hússins, sem í daglegu tali nefnist „grjótið" eða „steinn- inn". Forhiið hússins gefur lítið til kynna um það, sem fram fer innan veggja. aðeins ste^igarðurinn, rúm seiling- arhæð, bendir til bess, að ekki sé ætlast til að farið sé yfir hann. Hinn almenni vegfarandi, sem ekki -hefur veriS kallaður til að dvelja í þessu húsi, er því jafn nær að öðru leyti en því, að hann veit að húsið er notað sem fanga- geymsia. Tuttugu og sex Fréttamaður komst fyrir nokkr- um dögum inn fyrir dyr þessa húss og ræddi þá stuttlega við yfirfanga vörðinn, Valdimar 'Guðmundsson óg Gunnar Guðmundsson, fanga- vörð, um hitt og þetta, sem við- kemur fangavörzlunni. Þeir tóku yel erindi fréttamanns, en neit- uðu staðfastlega að láta uppi, hvað þeir hcfðu marga í vörzlu þá stund- ina. — Við gefum það ekki upp, sagði yfirfangavörðurinn. — En hvað er plássið fyrir marga? spurði þá fréttamaður. — Það eru geymslur fyrir rúma tuttugu og sex. — Er þetta pláss yfirleitt fullt? — Ekki að staðaldri. Við erum með auða klefa þessa dagana. — Nokkrir fastagestir? — Nei, við höfum enga lang- dvalarmenn eins og er. -— Hvað eru klefarnir stórir? — Þeir eru eins, tveggja og allt að fimm manna. — Hvernig er föngunum skipað niður?- — Það fer eftir aðstæðum fang- anna. Þeir .sem eru í gæzluvarð- haldi meðan mál þeirra eru í rann sókn, eru hafðir einir, þeir fá ekki rð hafa samband við aðra menn. Þeir sem afplána dóma eða sektir mega búa saman og umgangast hverjir aðra. — Hvað um heimsóknir? — Þeir, sem eru í gæzluvarð- haldi fá engar haimsóknir, hinir einu srnni í viku, á laugardögum frá i'jögur til fimm. „Fangafæðan" — Hvernig er fangafæðið? — Það er að sumu leyti eins og tíðkast á flestum bæjum. Þeir eru ekki upp á vatn og brauð. Kjöt og baunir annan daginn — fiskur hinn — Hvenær ætli það hafi vcrið lagt niður á íslandi? — Það hefur verið gert allt fram unt 1920. Mig minnir það eftir gömium bókum. Það er löngu fyrir okkar tið hér. —- Hvað eruð þið gamlir í starf- jnu? -— Fimm — og þriggja ára. — Hvað cru fangaverðirnir margir? — Við erum sex. Höfum átta tíma vaktir. Við erum tveir frá átta á morgnana lil fjögur og frá fjögur til miðnættis. Þá kemur ein maður og er til klukkan átta á morgnana.Sjött'i maðurinn leysir hina af til skipta þannig, að við fá- i:m einn frídag i viku. — En svo við snúum okkur að matnum, hvað fá þeir á morgnana? — Kaffi og brauðsamloku. Aðal- máltíðin er á hádegi, kjöt annan daginn og fiskur hinn, oft kjöt- súpa og baunir eða grautur. Þeir, sem eiga kaffi sjálfir fá að laga sér um miðjan daginn og á kvöldin. Kvöldverður er brauð og þesshátt- ar. — Og þéir láta sér þetta vel líka. — Þeir verða nú að gera það. Þessi skammtur er útreiknaður af læknum, viss þungi af kjöti eða f.ski, sem á að gefa nægar hita- einingar. — Hverjir sjá um eldamennsk- una? — Við .gerum það, fangavcrð- irnir. ■— Þið eruð þá vel að ykkur í eldamennsku. — Það þarf nú víst enga sér- menntun til að elda fisk og kjöt og kartöflur, en við verðum að gangast undir það. — Hvernig eru matarílátin? — Venjulegur leir. Engir tin- diskar í notkun. Bartkað beggja megin — Hvernig er það, kemur það stundum fyrir, að hér sé bankað upp á af gömlum föngum, sem vilja komast inn? — Það er ekki laust við það, segja þeir báðir fangaverðirnir samtímis og hlægja dátt. — Það er nefnilega þannig með suma þessa menn, sem banka hér fyr- ir innan dyrnar,að þeir banka fyrir utan, þegar þeir eru orðnir þreyttir á tilverunni að utanverðu. Þeir banka hér sitt á hvað. — Munduð þið hieypa manni inn undir slíkum kringumstæðum? Fangafæðið við Skólavörðustíg. - Talað við fangaverði um hitt og þetta viðvíkjandi fangavörslu — Nei, við hleypuni cngum inn nerna samkvæmt fyrirmælum yfir- valda. Þetta eru drykkjumenn, scm hafa verið inni, eru orðnir þreyttir á tilverunni fyrir utan og vilja komast í skjól. — Þið eruð bersýnilega góðir við þá, fyrst þeir koma aftur. — Eg he!d það sé mest af því þeir cru svona góðir við sjálfa ðig. Svona fara bækurnar — Hvað cru eins manns klefarn- ir stórir? skúffu voru í hvoruni kicfa í öðr- um klefanum var brotin rúða. Fan.gaverðirnir sögðu, að þær ( væru oft mölvaðar niður, 'margar rúður þyrfti að endurnýja strax. I I Aðspurður hvort fangélsið væri nú . mannhelt svöruðu þeiy, að nokkr- j 1 ar viðgerðir hefðu farið fram, en fangar brutust út úr húsinu í yet-, ur og vor. 150. j Eftir að grein þessi er rituð nefur það enn gerzt. að fangi hefur brotizt út úr húsinu. Virð- ' ist því sem endurbætur á húsinu Fangahúsið í Reykjavik, byggt 1874. Fangaverðirnir Valdimar og Gunnar. — Tveir og tuttugu sinnum þrír. — En rúmin? — Trérúm með dýnum, teppi og rúmföt til að sofa við. Annan fatn að verða þeir að skaffa sjálfir. — Og þið hafið haft marga fína menn? — Já, marga og vel stönduga. — Mega þeir reykja? — Þeir mega það, þeir sem fá tóbakið fært. Og við kaupum það fyrir hina, ef þeir hafa peninga. — Hafa þeir bókasafn? — Já, hér er smávegis bókasafn. Yfirfangavörðurinn dregur Nýja testamenntið upp úr skúffu og opn ar það. Úr hókinni miðri hefur verið skorið vænt ferkantað istykki af pappír, aðeins látin óskert nokkur blöð innan við spjöldin. Sennilega hafa þeir sem skáru, ætl ið að nota bókina til að smygla sinhverjum hlut á milli sín, en kerðingin sést ekki nema bókin ;é opnuð. -— Svona fara bækurnar, segir yf rfangavörðurinn. Skírlífisbrof — Þetta er orðið nokkuð lítið fangahús? — Miðað við fólksfjölda í Reykja vík 1874, þegar húsið var byggt, bá erum við nokkuð langt á eftir tímanum. Þá var þetta fangelsi i’yrir allí landið og hér voru menn hingað og þangað að í haldi fyrir ýmis afbrot eins og morð og sauða- bjófnað. En þá voru menn lika settir inn fyrir skírlífisbrot og margt annað, sem telst ekki refsi-; vert nú á tímum. Þetta má allt sjáj í gömlum dagbókum fangelsisins. Þær eru geymdar hérna, en þyrftu raunar að iara á Þjóðskjaiasafnið. Að skilnaði bað fréttamaður um að fá að líta inn í fangaklefa og’ var leyft það eftir að sakadómaril hafði gefið samþykki símleiðis. Þaðj voru tómir eins manns klefar, sem! leyfilegt var að skyggnast inn í. Hinir voru ekki til sýnis. Klefarn- ir voru af þeirri stærð. sem fyrr getur, annar þeirra nýmálaður og hinn vistlegasti, hinn einnig vel sæmilegur útlits. Góðar dýnur eru í rúmum fanganna og borð með hafi reynzt næsta haidlitlar og minni til gagns en umtals. Þá er steingarðurinn bak við fangelsið svo lágur, að hver ófúinn maður virðist geta komizt yfir hann á- veynslulítið. Yfirvöldin hafa verið stungin svefnþorni í þessum mál- um, og bera ábyrgð á því, að hvergi er nú hægt að stinga inn mönnum, sem hafa fyrirgert rétti sínum til að ganga lausir. Hvenær fáum við íslendingar ríkisstjórn, sem hrindir ósk flestra um mannhelt fangahús í f'ramkvæmd? ítalskur nkm- styrkur í boði Ríkisstjói-n Ítalíu hefur ákveðið að veita íslendingi stvrk til náms á Ítalíu skólaárið 1959—60. Nem- i.r styrkurinn 480 þúsund ítölsk- x:m lírum. Númstíminn er 8 mán- uðir, og ber styrkþega að vera kominn til náms 1. október næstk. Styrkurinn er fyrst _og fremst ætlaður háskólakandídö'tum, kenn urum eða listamönnum á aldrin- im 22—35 ára til framhaldsnáms við háskóla eða listaháskóla. Einn ig koma til greina liáskólastúdent- ar á aldrinum 18—25 ára. Umsóknir um styrkinn sendist rnenntamálaráðuneytinu fyrir 10. september næst komandi. í um- rókn skal lilgreina nafn. aldur og heimilisfang umsækjanda, svo og námsferil og hvaða nám hann hyggst stunda. Enn fremur fylgi staðfest afri af prófskírte.inum, einnig meðmæli, heilbrigðisvott- orð og tvær ljósmyndir &t Um- sækjanda. Þa fylgi og vottorð um í#ölskukunnáttu. Ef umsækjandi hefur litla eða enga kunr.áttu í ítalskri tungu, mun gefast kostur á stvrk til að sækja stutt nám- skeið í ítölsku við tungumálaskóla þar í landi. Þarf að taka sérstak- lega fram í umsókn. hvort um- sækjandi æski slikrar fyrir- greiðslu. (Frá menntamálaj áðuneytinu) Á víðavangi Ummæli Birgis Kjarans Mbl. segír á þriðjudaginn vau frá skemmtiferðalagi Sjálfstæði^ manna í Reykjavík, en það vaij um seinustu lielgi. í þessari frá^ sögn er m.a. sagt frá ræðu, semi Birgir Kjaran liafi lialdið yl.ii ferðalöngunum. í ræðu þessari virðist Birgir hafa vikið nokkuð að liugsaniegu stjórnarsamstarfi við Alþýðubandalagið og læzt hann vera andvígur því. Mbl. segir, að lnonuin hafi fhrizt Orð á þcssa leíð: h . ? „Það eru til menn, sém halda t.d„ að liægt sé að sveigjá komnt únista frá marxistís'feúm frá‘ði- fecnningitm þeirra til ráúnsærr- ar veruleikastefnu, knýja'þá frá lýðskrumi til ábyrgðai! -og heinja þá til heiðarlegs -sam- starfs innan ríkisstjónia. Ég er vantrúaður á þann boðskapj .Ég iteld einnig', að sú sljórnarstefna’, sem kaupir sér frið ’ fyrir skemmdarverkamöniium méð því að afhcnda þeim lilúfdeiid í stjórn landsins, hafi gefizfc upþ.'f Þótt Birgir Kjaran haldi þesstt fram, eru helztu forysfumeiip Sjálfstæðisflokksins á Óðru tnált, Því til sönnttnar þarf ekki að fara svo langt aftur í tímann að minna á nýsköpunarstjórnina. Þess cr skemmst að minnast,. að I jálfstæðisflokkuriim rej’ttdi tí desembermánuði síðastl. að ntynda stjórn með Alþýðubaiitla- laginu og strandaði ltún ekki á öðru en því, að kommimistar vildu ekki samþykkja 6% katip- Iækkun fyrir kosuingar. Síðan hafa haldizt miklir dáleikar með Ólafi Thors og Einari Olgeirs- syni og er bersýnilegt að báðir ltugsa gott til sængurinnar, þeg- ar seinni kosningarnar erú af- staðnar. Spurning Þjóðviljans Þjóðviljinn tekur líka framan- greind ummæli Birgis Kjarans óstinnt upp. Forystugrein ltans á miðvikudaginn er alveg helg- uð þeiin. Þar eru prentúð upp frantangretnd umntæli Birgis og síðan komizt þannig að orði: „Hugsunin í þessunt orðúin er sú að í borgaralegu þjóðfélagi beri að beita öllum tiítækuin ráðurn til baráttu gegn 'verka- lýðshrcyfingunni og stjórnmála- shitdökum hennar, og umfram allt ntegi þau sarntök aldrei fá neina hlutdeild í stjórnum landa sinna nenta þau falli frá stefnu sinni. Á bak við slíka lúigsun býr óttinn við yfirburði og sig- ur sósíalisntans, þá yfirburði sent ekkert fái dtilið nenta of- stæki og oíbeldi og brot á, öll- um leikreglunt borgaralegs lýð- ræðisþjóðfélags. Aldrei að sem.ia um neitt við verkalýðshreyfinguna og stjórn- málasamtök hennar er boðákap- ur þessara tnanna innan Idnds. Boðskapur þeirra í alþjóðaraál- uni birtist í Mbl. fyrir rúinri viku, þegar skoðanabrajSur Birgis Kjarans trylltust yfir .þ.yí að æðstu ráðamenn Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna skyldti ætla að ræðast við um leiðir til að draga úr viðsjám og stríðs- liættu í heiininum. Eni allir: kjós endur Sjálfstæðisflokksins sam- rnála því áð lyfía slíkurn ofstækis ntönnum til valda?“ Þjóðviljanum er þannig 'ber- sýnilega meira en illa við' þá kenningu, að stjórnarsamvinna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- bandalagsiiis konti ekki (il greina. Spurningunni, sem hann ber fratn í greinarlokin. er líka bersýnilega beint til Ólafs Thors og annarra æðstu manna Sjálf- stæðisflokksins, þótt að fornii til sé hcnni beint til óbreyttra kjós enda itans. Verður nú fróðlegt að sjá, hvernig blöð Sjálfstaiðis- manna bregðast við og hvort fyrirspurn Þjóðviljans nægir ekki til þess, að þar verðr ekki tekið undir útskúfunarkenningu Birgis.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.