Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1959, Blaðsíða 8
 TÍMINN, sunnudaginn 13. sentembt-r 1959 BVW.VMSW.V.W.VAV.WAV.W.V.V.V.V.VAVVWW Dösnur SJÖTUGUR; Jón Sumarliðason frá Breiðabólsstað í Sökkólfsdal Þetta fallega og þægilega mjaSmabelti sem kallaft er litla X er komitS. Belti þetta er fremst á markaSinum bæíi í Evrópu og Ameríku. Framleitt hjá okkur úr fyrsta flokks amerískri teygju í 4 stæríum. cjCcidi^ h.j^. LífstykkjaveiksmiSja Barmahlíð 56 — Sími 12-8-41 WW.W/.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.'.VAV.V.V.V.V.V/.V.V^ Tilboð óskast 1 nokkrar fólksbifreiðir, er verða til sýnis í Rauðar- árportinu við Skúlagötu, þriðjudaginn 15. þ. m. kl. 1—3 síðdegis. Tilboðum sé skilað í skrifstofu vora fyrir kl. 5 sama dag. Eyðublöð fyrir tilboð verða afhent á útboðsstað. Sölunefnd varnarliðseigna. fAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V Jón Sumarliðason fyrrv. hrepp- 'stjóri og bóndi á Breiðabólsstað í Sökkólfsdal í Dalasýslu er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Breiðabólsstað 13. sept. 1889 og hefur dvalizt þar alla ævi, nema fjögur síðustu árin hefur hann löngum dvalizt í Rvík, nú á Gunarsbraut 32. Foreldrar Jóns voru merkishjón in Sumarliði bóndi á Breiðabóls-! i stað, f. 21. marz 1855, d. 14. nóvem , ber 1898, Jónsson, Sæmundssonar j frá Miðskógi í sömu sveit, og Elisa j bet, f 22. október 1852, d. 30. nóv. 11914, Baldvinsdóttir frá Bugðustöð j um í Hörðudal,, Haraldssonar. Er Jón því kominn af kunnum og merkum bændaættum. Eftir lá-t Sumarliða, hélt Elísa- bet áfram búskap á Breiðabóls- stað. Var þar eins og fyrr hinn mesti myndarbragur á öllu og rausn mikil. Heimilið var mann- margt, börnin fimm er upp kom- ust, auk margra fósturbarna og hjúa. Var það rómað fyrir glaðværð stjórnsemi og framkvæmdir, enda má fullyrða, að Elísabet hafi verið einhver athafnamesta búkona landsins um hennar daga. Árið 1905 byggði hún t.d. stórt stein- steypt hús á jörðinni ,Að sjálf- sögðu tóku hin efnilegu börn snemma að aðstoða móður sína. Á heimilinu nutu börnin öll ágætrar fræðslu, bæði munnlegrar og verklegrar, enda voru þar jafn an haldnir góðir kennarar. Síðar var Jón við bóklegt og verklegt nám í Stykkishólmi. Lærði hann þar bókband, og bera bækur hans vitni um gott handbragð. Jón tók við jörð og búi af móður sinni árið 1914, og síðar lagði hann við.hana jörðina Hlíðartún, hand- an Miðár. Bætti hann mjög tún og hús heimajarðarinnar þau rúm lega fjörutíu ár, er hann bjó þar stórbúi. Er nú Breiðabólss'taður hæg heyskaparjörð, en var áður erfið fjallaslægjujörð. Hinn 3. júlí 1915 kvæntist Jón Guðrúnu Magnúsdóttur bónda og kaupmanns á Gunnarsstöðum í Hörðudal í Dalasýslu, hinni ágæt- ustu konu, en missti hana 1956, eftir nær þrjátíu ára vanheilsu. Þag má hafa verið þungbært þeim hjónum báðum, >svo mikið ástríki >sem með þeim var alla tíð, er Guð rún neyddist íil að hverfa af heim ilinu og fara á Vífilsstaðahælið árið 1928. Eftir það var hún þar langdvölum og óslitið síðustu átta ár ævinnar. Sívakandi nærfærni og um- hyggja Jóns við konu sina í hin um löngu og erfiðu veikindum hennar hverfur ekki þeim, er til þekkja, úr minni. í aðeins ellefu ár auðnaðist þei:n hjónum, heilbriguðm báðum, að njóta samvista. Voru þau >samhuga um að halda öllu í horfi um rausn og ráðdeild, enda var búskapur- iinn umsvifamikill. Heimilisbragur ágætur, samúðarríkt heimilislif eins og fyrr og margt látið af hendi rakna til bjargþuiftarmanna, og gestakoma mikil. | Þar til akvegur var lagður eftir Miðdal og Suðurárdal, vora stund Hver sem kýs þægiíega skó vill þá helzt úr kamelhári. Skór okkar eru með plastsólum, filtsólum og leðúrsólum. Margra ára reynsla okkar tryggir vörugæðin. DIE VOLKSEIGENE SCHUIIINDUSTRIE DER DEUTSCHEN DEMOKRATISCHEN REPUBLIK Útflytjendur: DEUTSCHER INNEN- UND AUSSEÍVHANDEL TEXTIL — BERLIN W 8 um á vetrum á annan tug nætur- gesta og fjöldi hesta, en jafnan var gnægg fæðis og fóðurs á Breiðabólsstað fyrir menn og hesta. Þar minnast margir góðrar gistingar og alúðlegrar mó'ttöku, sérstaklega þeir, er komu hríðar- hrak'tir af fjalli ofan, Bröttu brekku, þeim hættulega og erfiða fjallvegi, en Breiðabólsstaður >stendur skammt frá ,,Brekkunni“ ves'tanverðri. Kom það sér oft vel að margt var hjúa á bænum og > jafnan svo hjúasætt, að dæmi eru til um fimm tugi ára dygga þjón usíu. Breiðabólsstaður, sem byggðist á landnámsöld, hefur um langa tíð verið til sóma og gagns héraðinu. Er Guðrún veiktist tók systir Jóns, Sæunn, heimilið að sér og hefur annazt þag síðan af miklum myndarskap, >svo sem hún á kyn til. Jón og Guðrún eignuðust eina dóttur barna, Elísabetu, sem gift er Guðmundi Magnússyni endur- skoðanda í fjármálaráðuneytinu, og eiga þau þrjú efnileg börn. Fósturdóttir þeirra Breiðabóls- staðarhjóna er Halldóra Jóseps- dóttir húsfreyja í Arnarholti í Biskupstungum. Ennfremur ólust upp á heimilinu í skjóli foreldra sinna Haraldur Stefánsson og Guð rún Sveinsdóttir, bæði búsett hér í bænum. Hin meðfædda ágæta greind Jóns, drenglund hans og traust skapgerð, hafa skapað honum traust og virðingu samtíðarmanna enda er hann félagslyndur og sam vinnuþýður að eðlisfari. Og ekki hefur góðlátleg kímni hans og gamansemi dregið úr vinsældun- um. Hann er góður ræðumaður, talar skipulega og er ekki lang- orður. Eru tillögur hans vel hugs aðar, enda jafnan þungar á vog. llann er traustur vinur vina sinna. Þessara kosta hans hefur >sveit hans notið ríkulega. Iíafa margs konar trúnaðarstörf á hann hlaðizt, og hverju starfi þótt vel borgið í höndum hans, en sökum hlé- drægni hans og prúðmennsku hef- ur hann ekki sótzt eftir slíku. — En meg mikilvægustu trúnaðar- störf sveitar sinnar hefur hann lengi farið. Um þrjátíu ára skeið var hann hreppstjóri Miðdala- hrepps og oddviti hreppsnefndar mörg ár, í fræðslu- og >sóknar nefnd og formaður þeirra um skeið. Um langt árabil var hann í stjórn Kaupfélags Hvammsfjarð ar og formaður á tímabili, rúm- lega tuttugu ár í fasteignamats- nefnd, og sýslunefndarmaöur og í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu lerigi. Formaður Hes'famannafélagsins Glaðs í 25 ár, frá stofnun 1928 til 1955, að tveimur árum undantekn um. Ilefur hann nú sagt lausum þessum trúnaðarstörfum. Hann var kosinn af Alþingi í sauðfjár- sjúkdómanefnd árið 1945 og gegn FramleiösSa Gefjunar (Framhald af 5. slðiO annað en að fylgjast með hvort nokkurs staðar bregði út .af h:nu reglúbundna kviki, vefstóliiíin stanzar sjáifkrafa ef þráður slitn- ar, eða skipta þarf um spólu í skyttu. Ekki er þó voðin fullunnin þeg- ar hún kemur úr vefstölnum. Fyrst er gert við alla veinaðar- galla, þá er hún þveg:n og sum- ar voðir þæfðar.-Eigi að lita voð- irnar, þá fara þær í heljarstóra litunarkatla, þar sem þær eru-í 3—3y2 tíma. Band er litað í gufu- þrýstikatli og tekur það aðeins 45 mínútur. Eftir litun og þvott er dúkur- inn þurrkaður og pressaður, hon- um er rennt í gegnum lóskurðar- vél, þar sem lóskurðarhnífurinn snýst með 800 snúninga hraða á mínútu. Önnur vél burstar af alla ló. Sumir dúkar eru líka eimaðir, til þess að þeir hlaupi ekki. Værðarvoðirnar og efni, sem eiga að hafa loðna áfcrð, eru ýfð- ar með sérstakri vél, svo að fáist hin rétta dúnmjúka áferð. í þessum eina, geysistóra sal, í skarkandi, hraðgengum vélum, sem fólkið verður að fylgjast með hverja stund, hefur ullinni. sem lá í óhreinum hlaða úti við dyr, veríð breytt í litskrúðuga dúka af ýms- um gerðum, lopa og band. Lop- inn er bundinn í knippi, bandið hespað, dúkarnir vafðir í síranga, gengið frá jöðrum á teppum, og varan er tilbúin í afgreiðslunni. Ilvað haldið þið að Gefjun hafi framleitt mikið vörumagn á s. 1. ári? Rösklega 104 þúsund mctri aí dúkum, um 4.500 metra af prjórra- silki, næstum því 33 þúsun I kg af kambgarnsprjónagarni, yf r 33 þúsund kg af bandi 24 þúsuúd kg af lopa og ullarplötu Og 4 600 ullar- og stoppteppi. Og við þessa framleiðslu hafa starfað um 130 manns og í vinnulaun hafa vevið greiddar nærri því sjö mil'.jónir króna. Það eru því engar ýkjúr að kalla Gefiun slórfyrirtæki j 's- lenzkan mælikvarða. Arnþór Þorsteinsson, verk- smiðjustjóri í Gefjun, segir að starfsgrundvöllur vernaóarverk- smiðju á íslandi sé að mörgu leyti allur annar en í stærri löndum. Víða erlendi? geti verk- smiðjur af svipaðri stærð þrifizt prýðilega með því að framleiða 3—4 tegundir af dúkum. Hér verð ur hins vegar að skipta afar oft um mynztur vegna fámennisins og bendir hann því til sönnunar á sýnishornabækur, með mörg hundr uð gerðum af efnum. Sum stór iðnfyrirtæki panta svo mikið magn af Gefjunardúk, að sérstakar gerð- ir eru ofnar fyrir hvc-rt einstakt fyrirtæki. Er ég minntist á bað við Arn- þór hve ílla mér sýndist ullin víða hirt af sauðfénu, sagði hann að sér reiknaðist til, að um % hluti allrar ís.lenzkrar ullar tap- aðist. Þó hafa verið greiddar ein- ar 12 kr. fyrir kg af óþveginni ull, og síðar greiddar á það verð- uppbætur, svo það er ekkert smá- ræðis verðiriæti, sem þarna fer forgörðum. Unnið er að því að vinna mark- aði erlendis fyirir framleiðslu Gefj unar. Húsgagnaáklæði hefur verið selt til Danmerkur og líkað syo vel, að einn daginn rem ég var fyrir norðan, kom pöntun á helm- ingi meira magni en fyrst hafði verið um beðið. Værðarvoðir hafa verið seldar dálítið tii Bandaríkj- anna og þykja teppi með sauða- litum sérlega eftirsóknarverð, því óvíða mun vera liægt að fá jafn mörg og falleg litbrigði í eðlilog- um sauðalitum og á íslandi. (Framhald.) ir enn því starfi. Er hann riddari fálkaorðunnar. Eftir Jón Sumarliðason liggur þegar mikið og farsælt starf. Trú- lega og með sæmd hefur hann staðið á verðinum og vaxið af verk um sínum. Á þessum merkisdegi í ævi Kaiis munu margir minnast hans þakklátum huga og árna hon um og fjölskyldu hans allfSnr bless unar. Ludvig C. Magnússom

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.