Tíminn - 24.09.1959, Qupperneq 8

Tíminn - 24.09.1959, Qupperneq 8
T í MI N N, fimmtudag'nn 24. september 1959. Jónsson, INNINGARORÐ F. 194. 1879. — D.. 15.9. 1959. Guðni Jónsson verzlunar- og veit ingamaSur á Höfn í Hornafirði, lézt ;á heimili sinu 15. þessa mán- aðaí, riokkru meir en áttræður að aldri. Með honum er til moldar liniginn einn hinna kunnustu og xnerkustu Austur-Skaftfellinga, sem um langaiv aldur, hafði af höndum innt mikið og margþætt starf, fyrir byggð sína. duðni var fæddur 19. apríl 1879 í Sævarhólum í Suðursveit, sonur h.iórianna Jóns Stefánssonar og Stejnunnar Setfánsdóttur, er þar bjuggu þá. Föður sinn missti GuSni í bernsku og ólst, að honum látnum, upp með móður sinni og seinni manni hennar, Magnúsi Magnússyni. Bræður Guðna tveir, er báðir urðu kunnir bændur í Suðursveit, þeir Stefán hreppstjóri á Kálfafelli, og Þorsteinn á Slétta- leiti, -.eru dánir fyrir allmörgum árum.jHálfbróðir Guðna, Jón Magn ússon, iengi bóndi í Eskey á Mýr- um.og iHöskuldsstöðum í Breiðdal, inerkur dugnaðarmaður og fyrir- myndarbóndi, er nú á Höfn í Horna firði. Um tvítugsaldur hóf Guðni skó- smíðaném og tók sveinsbréf í jþeirri iðn á Seyðisfirði 1903. Hann kvæntist ári síðar, eftirlifandi konu sinni, Ólöfu Þórðardóttur frá Brunnhól á Mýrum. Næstu árin hjuggu þau á Vopnafirði, og stund aði hann þar iðn sína ásamt fleiri störfum, en flutti til Hornafjarðar 1907 og tóku þau hjónin sér ból- stað í hinu unga kauptúni á Höfn. Þar urðu þau eins konar landnem- ar. Reistu sér fljótlega myndarlegt ábúðarhús, er þau nefndu Heklu. í því áttu þau myndarheimili alla stund síðan og sómir Hekla sér enn vel á meðal hinna mörgu, nýju og fallegu húsa, sem síðan hafa risið á Höfn. Þá er þau settust þar að, voru aðeins tíu ár liðin frá því byggð hófst á Höfn. Það var árið 1897, sem Otto Tulinius flutti verzlun sxna-til Hafnar frá Papós og reisti þar fyrstu húsin. Á Höfn voru þau árin aðeins tvö heimili, þ. e. heim- ili verzlunarstjórans, sem þá var Þórhallur Daníelsson, síðar kaupm. og útgerðaTmaður á Hornafirði og heimili Guðmundar Sigurðssonar, sem var starfsmaður hjá verzlun- inni og söðlasmiður. Á Höfn stundaði Guðni ýmis störí, fyrst skósmíði um tvo ára- tugi, en jafnframt stundaði hann og rak all- lengi skóverzlun. Verzl- un sóttu menn til Hafnar úr allri Austur-sýslunni og stundum víðar að, jafnvel vestan yfir Skeiðarár- sand, úr Fljótshverfi og af Síðu. Var því oft ærið gestkvæmt hjá hinum fáu Hafnarbúum. Það mun hafa leitt til þess, að þau hjónin, Guðni og Ólöf, hófu þá einnig veit- inga- og gistihúsrekstur, sem mikil þörf var fyrir, einkum meðan kaup túnið var fámennt, og því ekki í mörg hús að venda fyrir aðkomu- menn. Báðar þessar starfsgreinar, skó- smíðm og veitingastarfsemin voru tekjurýrar og nægðu ekki á neinn imáta til íramfærslu stórrar fjöl- skyldu, enda meira stundaðar sem greiði en atvinna. Daglaunavinna var þá stopul og tekjurýr og því ekki ikeppikefli. Búáfcap og sjósókn .stundaði Guðni nokkuð jöfnum höndum. Hafði 2‘tii 3 kýr og nokkurt fjár- bú. Heyöflun var þó ærið erfið framan af árum. Slægjur fengust sunnan iHomafjarðar, á Mýrum. Var þá legið við í tjaldi og heyið flutt oft á smábátum undir árum yfir fjörðinn til Hafnar, sem var löng leið, og varð þá að sæta sjáv- arfölkun vegna straums og grynn- inga. Allt var þetta stundað af ó- venjumikilli árvekni, fyrirhyggju og óþrotlegum dugnaði og kappi. Á þessum tima var Homafjörð- urinn stundum gjöfull, svo um inunaði, enda oft fast sótt ef fengs var von, og hvorki sofið á verð- inum né kraftarnir sparaðir. Var það einkum silungur og lúra (smá-: koli) sem veiddist töluvert af. Vélbátaútgerð hófst frá Horna- firði, bæði af Austfirðingum og hehnamönnum á vetrarvertíð fyrir! nieira en fjórum áratugum. Guðni ; var mikill stuðningsmaður hennar. Einkum er þess að minnast, að hann varð frumkvöðull að loðnu- veiðum, sem um mörg ár voru mik- ill þáttur í beituöflun fyrir út- gerðina þar. Loðnan reyndist oft hin aflasælasta beita. Hún gekk í fjörðinn í lok febrúar eða fyrri hluta marz, og hófst þá jafnan mik- ið kapp um veiðina. Guðni var einhver hinn slyng- asti þeirra, er loðnu veiddu. Kom hann stundum með hlaðinn bát, þótt aðrir veiddu lítið eða ekkert. Verður það aldrei tölum talið né á skýrslur fært, hversu mikill afli hefur á land borizt á Hornafirði fyrir forgöngu og fyrirhyggju Guðna við loðnuveiðina, þótt marg- ir aðrir hafi einnig átt þar drjúg- an hlut að. Guðni kemur mikið við sögu Hafnar uni rúmlega hálfrar aldar skeið. Á þessum tíma hefur kaup- túnið aukizt úr því, að hafa 20—30 manns heimilisfasta, í meira en fimm hundruð. Margir eru þeir, sem lagt hafa sinn skerf til fram- þróunar og vaxtar kauptúnsins eins og það er nú, en sannmæli mun, að hlutur Guðna Jónssonar er bæði mikill og virðulegur. Þegar Höfn tók að stækka og ibúatalan komst upp eftir öðru hundraðinu fyrir um 30 órum, var það áhugamál margra þar, að fá nokkurt land til nota kauptúnsins, land, sem lægi vel við ræktun og væri nálægt. Kauptúnsbúum var þess mikil þörf að hafa landbún- aðarframleiðslu, kjöt og mjólk til heimilisnota. Var þá í það ráðizt, að taka til ræktunar og nytja all- væna landspildu í nánd við kaup- túnið. Var þá stofnað sérstakt félag — Ræktunarfélag Hafnarkauptúns —til að annast framkvæmdir á fé- lagslegum grundvelli. Var um þetta hafizt handa árið 1930, og þá og á næstu fjórum árum tókst að fullrækta rúmlega 50 hektara lands á vegum þessa félags. Mátti þetta teljast stórvirki á svo stutt- um tíma og með fáum félagsmönn- um og litlu fjármagni. Var hér um fyrstu stórræktun í grennd við kauptún að ræða. Frá byrjun var Guðni Jónsson einn öruggasti stuðningsmaður þessa máis, og síð- ar lengi í stjóm félagsins, enda lét hann sér mjög annt um starfsemi þess alla tíð. í umboði þess átti hann sæti á rnörgum aðalfundum Búnaðarsambands Austurlands. Þegar Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga var stofnað fyrir .nær rétt- um 40 árum, gerðist Guðni félags- maður, og var ætíð starfandi af áhuga fyrir félagið, hvort sem vel gekk eða þyngra var fyrir fæti.1 Er margs að minnast frá þeim tíma, þótt hér vei-ði ekki tínt eða talið, en Guðni var aldrei hikandi í stuðningi sínum, heldur heils- hugar og vakandi. — Um all-langt skeið, nærri tvo tugi ára, var Guðni fastur starfs- maður kaupfélagsins, og annaðist vöruafgreiðslu utanbúðar. Var þetta erilsamt og erfittstarí fyrir svo roskinn mann, sem krafðist mikillar og stöðugrar árvekni og áreynslu. En þrátt fyrir háan ald- ur, lét hann engan bilbug á sér finna, og lagði að kalla mátti nótt með degi í starfinu. Svo var og hinn síðasta starfsdag hans hinn 14. þessa mán. —, óslitin vinna frá morgni til kvölds, vakandi hugur og skyldurækni. Heim kominn, að kveldi þess dags, kenndi hann sjúk- leika og var látinn á fyrstu stundu næsta sólarhrings hinn 15. þ. máu. Hann lézt þannig í dagsins önn, að segja mátti. Hann var aldrei hvíld- rækinn né gefinn fyrir að sitja auðum höndum. Að starfa var hon- um nautn og lífið sjálft. Menn með þeirri hugsun hljóta að vera van- sælir og andlega þjáðir, cf þeir geta ekkert aðhafzt, hvort sem er vegna veikinda eða annars. Guðna auðnaðist að vera í fullu starfi til æviloka, og finnst þeim, sem þekktu hann, að hann hafi í því, •eins og í mörgu öðru, verið gæfu- maður. Ýmsum fieiri störfum en hér eru nefnd, gegndi Guðni, og um langt skeið. Þannig var hann kjöt- matsmaður og löggiltur vigtarmað- ur um áratugi. Hann naut almenns trausts í hvívetna vegna áreiðan- leika og trúmennsku í smáu og stóru. Hvert verk, sem hann tókst á hendur, leysti hann svo sem bezt mátti og sparaði hvorki tima né krafta til að ná sem beztum árangri. Hann var mikill greiða- maður og vildi hvers manns vand- ræði leysa, skyldra sem vanda- lausra. Sjálfstæði í hugsun og at- höfn mat hann mikils og virti þá, sem kunnu fótum sínum forráð bæði um meðferð fjármuna og annars. Hann var hinn sívakandi áhugamaður um öll störf og mat það mikils að menn sýndu kapp með forsjá. Eins og fyrr er greint, var Guðni ikvæntur góðri konu, Ólöfu Þórðar- dóttur, sem var manni sínum sam- hent og samboðin. Hefur hún átt sinn mikla þátt í velfarnaði manns síns og þeirra beggja. Að sjálf-. sögðu hefur hún átt mestan þátt í stjórn heimilisins inn á við og notið þar góðrar og fórnfúsrar að- stoðar Kristínar systur sinnar, sem alltaf hefur verið með þeim hjón- um og stutt það, að vegur heim- ilisins og fjölskyldunnar væri sem mestur. Þau hjón, Guðni og Ólöf, áttu fjóra syni, sem eru: Stefán læknir á Akureyri; Óskar frystihússtjóri á Höfn; Svavar listmálari í Reykjavík og Garðar rafvirkjameistari á Fá- skrúðsfirði. Auk þeirra ólu þau upp sonar- son sinn Þórð, og fleiri börn að nokkru leyti. Nú er vegir skiljast, eru þeir margir, sem þakka Guðna fyrir sam veruna og ævistarfið og óska frú Ólöfu og fjölskyldunni allri, vel- farnaðar og blesunar, um leið og þeir votta sarnúð sína. Ég, sem þekkt hef Guðna Jóns- son og heimili hans í nærri fjóra tugi ára, minnist hans og þeirra hjóna beggja, með séi-stakri þökk í huga, fyrir óslitna vináttu og góð- vild, mér og mínum til handa, allt frá fyrslu kynnum.' Jón ívarsson. Þær eru þolinmóðar á svip, þessar skepnurð þar sem þær bíða þess að verða teknar úr dilknum og fiuttar — hver veit.hvert? Kindavaka (Framhald af 7. slðu) leggja fyrir okkur uppskeruna. Svo leggjum við á okkur að vaka yfir þessum sömu rollum heila nótt og vernda þær. Og þar að auki ex-u þetta langmest íhaldsi'Oll xir! Nú hlær hann svo, að bæði luktin og flöskurnar skjálfa. — Eigið þið ekki fé sjálfir? — NEI, segir Arnaldur, og það er stórt NET — Jú, ég á fáeinar, segir Ásgeir og brosir við. — Svo þú verður að mæta í réttirnar á morgun? — Já. — Leggurðu þig ekki fyrst? — Nei, nei. Krakkarnir vilja komast strax í réttirnar. — Hvernig stendur á, að þið eruð skikkaðir í þessar vökur, en ekki fjárbændurnir? — Hér eru fjallskil gerð eftir fasteignum, segir Arnaldur, — og þetta eru okkar fjallskil. Við höfum nú mettazt vel á kven félagskaffi og kvenfélagskökum, svo að við stöndum upp, þökkurn fyrir okkur og göngum út. Ekki hefur rignt síðan Arnaldur bauð okkur í bvaggann, og í daufri skírnu næturinnar sjáum við féð breiða úr sér í gerðinu ofan'við réttina. Hafrnvatnið- er Ijós, kyrr flötur, og í suðvestri bjarmar yfir höfuðborginni. Við bjóðum góða nótt og snúum stafni til Reýkja- víkur. — Eir við erum ekki korimir nema rétt úr kallfæri Arnaídar, þegar aftur tekur að rigna, eins og aldrei hafi stytt upp.... Herbergi tii ieigu í Hlíðunum. Fæði á sama stað. Tilboð sendist b'lað- inu merkt: „Reglusemi“. mjun:;n«x Frsmerki Hópflug ítala óskast kevpt. Uppl. í síma 19533. I helzt í Vesturbænum fyrir danskan raffræðing, sem hér starfar í nokki’ar vikur Upþlýsingar í síma 18300. dagblaðið tttttttttttfttKi RÍKISÚTVARPIÐ Austurríski píanóleikarinn FRIEÐRICH GULDA heldur tónleika í Þjóðleikhúsinu föstudaginn 25. sept. kl. 8,30. Á efnisskránni eru verk eftir Mozart, Beetho.ven og Chopin. Aðgöngumiðasala 1 Þjóðleikhúsinu. RíkisútvarpiS. VAW.VW.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.W.V.VW.’.'A Orðsending á vinnusfaði frá Þvottahúsinu Lín h. f., Hraun- teig 9. Framkvæmdastjórar, verkstjórar og starfsfólk. Látið okkur annast hreinlætið ásamt ykkur á vinnustað. Sendið lxlifðarsloppana og handþurrk urnar til okkar Sækjum — Sendum. Þvotfahúsið Lín h. f. Sími 34442 WAW.W.V.V.W.V.V.V.W.V.VAVAV.W.W.V.VW

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.