Tíminn - 03.11.1959, Side 10
10
T í MIN N, þriðjudaginn 3. nóvember 1959» '
„Tal hefur ekkert í einvígi við
Botvinnik að gera“ segir Smyslov
22. umferð 18.—20. okt.
Beigrad, 24. október.
Tal—Smysloff 1 — 0
Fischer—Keres 0 — 1
Friðrik—Petrosjan %—Vz
Gligoric—Benkö Vz—Vz
Freysteinn Þorbergsson skrifar um síbustu
umfertSirnar á áskorefndamótinu
í Belgrad hófst .síðasti áfangi
skákmótsins með enn meiri við-
höfn en höfð hafði verið í Bled
og Zagreb. Keppendum og föru-
neyti þeirra var komið fyrir á
hótel Metropól, sem taiið er vera
eitt af beztu gistihúsum Evrópu.
Teflt er í Dom Sindikata eða
Sambandshúsinu, og stóri salurinn
þar sem umferðir fara fram, rúm
ar urn 2000 áhorfendur í sæti. All
ir aðgöngumiðar að fyrstu um-
ferð seldust með löngum fyrirvara
og þegar leið að lokum umferðar
innar, stóðu tvær til þrjár þúsund-
■ir manna fyrir dyrum og spurðu
úrslita, svo >að erfitt var að ryðja
keppendum braut að loknum skák
um.
Þegar keppendur gengu inn á
senuna á eftir aðaldómara, Golom-
bek, var þeim fagnað hverjum
fyrir sig með lófataki. Mest var
^dappið, þegar Tal gekk inn og þá
heyrðust einnig hróp eins og:
„Efstur! Efstur'M
Svo virðist sem nýjar kringum
stæður og ólæti áhorfenda hafi
áhrif á taflmennsku keppenda.
Eins og í fyrstu umferðinni í
Zagreb gerðust nú óvæntir atburð
ir. Á örfáum mínútum snerist
vinningur í tap. Sem dæmi um
„íhlutun“ áhorfenda, sem haga sér
líkt og þeir séu á knattspyrnukapp
leik, má nefna, að þegar Tal eftir
hálftíma umhugsun í byrjuninni
lék hinum „rólega“ leik, Khl, þá
SMYSLOFF
— harður við Tal
klöpþuðu áhorfendur óspart.
Mestur var áhuginn fyrir skák-
inni Tal—Smysloff. Var það ekki
einungis vegna forystu Tals, held-
ur einnig sökum þess, að tveim
dögum fyrir umferðina hafði í dag
blaðinu „Vjesnik“ birzt viðtal við
Smyslðff, þar sem hann hafði far
ið all ómjúkum orðum um and-
stæðing sinn og yfirleitt tekið
nokkuð djúpt í árinni á ýmsan
hátt. Smysloff fórust orð á þessa
leið:
„Hváð ég held um Tal? í hvert
skirl’, sem ég opna dagblöðin les
ég þetta: Td er uadramaður, nýr
MorþhJJ Aljek'n — Yfirdrfið!
Tai eh-r.S.'-' n; géður leikfléttuekák
•mal’tiþ, : i? ijóður fcspphhmaður.
Það allt cg sumt. Scnndega er
Geíler .-i.rkari skák-maður en
han-j. 'Karchnoj er í sama flokki,
en Sþ.íS'ky er öruggiega bstri. Það
þýðir aS Tal er alls enginn undra-
maðúr. í skák. Aljekin, Morphy
■og Caþablanca gáfu skákinni nýj-
ar húgmyndir, ný sv:ð og lyftu
henni upp í æðra veldi. T2l gefur
skákinni ekbert nýtt nieð t-afl-
mennsku s'nfii. Auðvelt er með
rannsókn að komast að raun um,
hvaða galla hann heíur sem skák
maður. Hann teflir byrjunina
mjög vel, satt er það, en ekkert
auga hefur ,hann fyrir istöðuþróun
(position-play), eða herskyggni
(strategi), í miðtafli er hann veik
ur og mjög slæmur í endatafli.
í taflmennsku hans sjást engar
nýjar skáklegar hugmyndir, engin
skákleg sköpun. Stíll hans er sá
að fiska í gruggugu vatni. Slíkt
er ekki rétt. Slík taflmennska ber
igóðan ávöxt gegn hinum veikari.
Það sýnir þetta mót bezt. Hann
hefur knúsað Benkö, Friðrik og
Fischer með hámarkstölu vinn-
inga gegn þeim. Þessir þrír tefla
eins og annars flokks skákmenn,
og fyrir þá er ekkert rúm í áskor
endamóti. En hvers vegna hefur
Tal hvergi yfir igegn sovézku skák
mönnunum? Ef í mótinu tefldu
Reshevský, Bronstein og Spasský,
þá stæði Tal alls ekki isvona vel
að vígi. Ég harrna óheppni mína
og yfirsjón gegn Tal í Zagreb. Það
var skylda mín sem skákmanns að
vinna hann og sporna við fram-
gangi hans. En ef svo færi, að
hann tefldi við Botvinnik, er ég
þess fullviss, að ef Botvinnik að-
eins verður við fulla heilsu, þá
hefur Tal ekkert í hann að gera“.
Um þessa ræðu Smysloffs má
segja eftirfarandi: Líkt þessu skrif
uðu Lasker, Aljekin og Capablanca
um keppinauta sína. Það er því
ekkert nýtt, að beztu skákmenn
heims kunni ekki að meta fceppi-
nauta sína, sem hafa annan skák-
stíl en þeir. Ef til vill gæti það
kerfi, sem nú gildir um heims-
meistarakeppnina i skák, verið
betra. En Tal hefur ekki gert
þetta kerfi. Hann isagði opinber-
lega fyrirfram, að hann myndi
reyna að vinna þrjá veikustu and
stæðinga sína með 4—0, til þess
að tryggja sér efsta sætið í mót-
inu. Og það er e.kki hans sök, ef
aðrir geta ekki leikið það eftir
honum. Skákin Tal—Smysloff virt
ist.að nokkru leyti styðja orð
Smysloffs. í einu af Schevningen-
af br igðum Sikileyj arvarn ari nnar
náði :Smysloff góðu tafli. Tal hóf
kóngssókn og varð að gefa mann
til þesis að halda frumkvæðinu. En
Smysloff varðist vel og bætti stöðu
sína leik af leik. Naumast mun
nokkur áhorfenda hafa búizt við,
að Ta-1 ætti eftir að vinna þessa
skák. En Smysloff komst í tíma-
þröng, og vinningur fyrir hann
var alls ekki eins einfaldur og
sumir vilja vera láta. í tímaþröng
inni voru ekki allir leikir Smysl-
offs hinir beztu. Tal tókst á snjall
an hátt að auka aftur sóknarþung
ann og skyndilega eftir 41. leik,
sem var glæsilegur hjá Tal, var
engin vörn sjáanleg fyrir Smysl-
off. Smysloff grúfði sig þungbúinn
yfir skákina, Tal gekk um gólf
og Golombek lét setja upp merki
þess, að skákin færi í bið. Frétta
menn biðu ekki eftir biðleik
Smysloffs, og sumir efuðust jafn-
vel um, að hann væri í skapí til
að gefast upp, þótt hann sæi enga
vör.n. Skeyti um biðskák bárust
út um öll lönd. En þegar Smysloff
hafði fullvissað sig um óhamingju
sína, gaf hann sig. Hinn þungi
dómur var fallinn.
Tal jók þó ekki forskot sitt,
því að Fischer og Keres héldu sig
enn við formúluna, sem gilt hefur
í öllum skákum þeirra í mótinu
•— hvítur leikur og tapar. Að þessu
sinni var'Keres svo „hsppinn*1 að
hafa r.vart. Með svöríu hefur hann
eun ekki tapað kák í mótinu, en
h'-ns veg-.r unnið langflestar. í
Bled fékk ha.nn aukuverðlaun fyr
'.r að ná sex vinningum úr sjö
skákum með svörtu. Enn einu
s'nni tefldi Fircher ekk vel gegn
Caro-Kann vörninni, þóít hann
hefði nýlega hótað, „að hann
skyldi. máta hvern þann Rússa,
sem vogaði sér -að tefla aftur þ’sssa
byrj-un geg.i sér“. Kerss valdi
oama afbrigðið og hann tefldí gegn
Fischer í Bied, en í 10. leik brá
hann út af til þess að íorðast end
urbót Fischers. Hin nýja leið
Keresar virtist sízt lakari en sú
fyrri. Hinn sterki riddari hans
bar langt af biskupi andstæðings-
ins. í endataflinu tókst Keres isíð
an að vinna mikilvægt peð og
Smysbfí vinnur Keres
Hvítt: Keres. Svart: Smysloff.
23. umferð. Sikileyjarvörn.
1. e4, c5. 2. Rf3, d6. 3. d4, cxd4.
4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, e6. 6. Í4, (Tal
lék gegn Smysloff daginn áður 6.
Be2, og er það öruggari leikur).
6. —- a6. 7. Df3 (Vafasamur reibur
fyrir drottninguna í þessu af-
brigði) Db6. 8. Rb3, Rc6. 9. Bd3
(Eða 9. Be3 Dc7. 10. 0—0—0 e5,
og svartur hefur jafnað taflið)
9. — Be7. 10. Be3 Dc7. 11. 0—0
0—0. 12. Hael Rb4. (Tryggir sér
hlunnindi biskupaparsins). 13. a3
Bxd3. 14. cxd3 Bd7. 15. Hcl Db8.
16. Ra5 (Þessi riddari verður
brátt að hörfa með litlum farnaði.
Betra var 16. Bb6) 16. — Bd8. 17.
o4 b6. 18. Rb3 Be7. 19. Rbl a5.
(Þannig tekst svörtum að opna
a-línuna til árásar) 20. Rd4 axb4.
21. axb4 Db7. 22. Rd2 Ha3. 23.
Bf2 b5. 24. Rc2 Ha2. 25. Rb3 Hc8.
26. Rcd4 Bd8. 27. Hxc8 Bxc8. 28.
Hcl Bd7. 29. Khl Da8. 30. Bh4?
(Fyr.sta alvarlega iskyssan. Hvitur
sér ekki að hann verður að snúast
til varnar en ekki sóknar. Betra
var 30. Bel) 30. — Bb6! 31. Ddl
(Hvítur sér að hann bætir ekki
stöðu sína með 31. Bxf6) 31. —
Da4. 32. Bel h6. 33. Bc3? (Þá er
skákin töpuð. Nauðsynlegt var að
leika 33. h3 til þess að hindra
útrás svarta riddarans á g4) 33.
— e5! 34. fxe5 (Eða 34. Rf5 Bxf5.
35. ex5 Be3. 36. fxe5!? Rd5!) 34.
— Rg4. 35. Bel dxe5. 36. Rf5 Bxf5.
37. exf5 Hxg2! 38. Hc8f (Ilefnd-
arskákin?) 38. — Kh7. 39. d4
IIh2t 40. Kgl Bxd4f og Keres gafst
upp, því að hann tapar að minnsta
kosti drottningunni.
TAL
teflir einvigið um titilinn
koma hrók sínum" inn á andstæð-
inginn. Eftir það var afgangurinn
auðveldur.
Gligoric og Benkö tefldu leiðin
■ legt afbrigði af Sikileyjarvörn,
sem rannsakað hefur verið langt
aftur í endatafl. Með ótrúlegum
hraða hurfu mennirnir af borðinu
og þegar keppendur fyrst fóru að
hugsa sig verulega um, höfðu þeir
aðeins hvor sinn riddarann og
nokkur peð eftir. Aldrei fór það
þó svo, að Benkö þyrfti ekki að
nota tíma sinn út í æsar. Fyrir
síðustu tíu leikina hafði hann að-
eins mínútu. Staða hans var held-
ur lakari en eins og í Zagreb tókst
honum samt að sleppa úr greipimi
Gligorics.
Með því að nota mi’kinn um-
hugsunartíma tókst Friðriki að
byggja upp yfírburðastöðu gegn
Petrosjan. Eftir 27 leiki höfðu
menn á tilfinningunni, að staða 1
íslendingsins væri unnin, en hann'
átti þá aðeins sjö mínútur eftir:
'gegn 25 mínútum Petrosjans, og
tafl var enn flókið. Friðrik fór
nú að tefla veikar, og með því að
fórna skiptamun tókst Petrosjan
að forða isér úr bráðustu hættunni.
Þegar skákin fór í bið, kom í ljós,
að hin sterku peð Petrosjans vógu
upp á móti skiptamun íslendings-
ins, svo að jafntefli var samið án
frekara framhalds. Eins og Frið-j
rik sagði eftir skákina, hefði hann
frekar átt að vinna þessa skák
heldur en þá, sem hann vann af
Petrosjan í Zagreb. En þótt Sovét
meistarir.n slyppi að þessu sinni,
getur Frlðrik þó verið ánægður
með heíld rútkomimja gegn hon-
um, 2%'vii.i.Ir:g gegn 1V2.
Staðan eftir 22. umferð: 1. T.-.l
I6V2. 2. Keres 15. 3. Petrosjan 12.
4. Smysloff 11%. 5. Gligoric 11.
6. Fischer 8V2. 7. Benkö 7. 8. Frið-
rik 6V2.
23. umferð 19,—20. okt.
Gligoric—Tal 0 — 1
Benkö—Friðrik 0 — 1
Petrosjan—Fischer V2—V2
Keres—Smysloff 0 — 1
Júgóslavnesku dagblöð'n höfðu
haft orð á því, að nú ikyldi Gligor-j
e yiia Tal und'r uggum og sýna ;
þsnnig, að hann væri betri r>kák-
maður en staða hsns á töfiunni
benti t'l. En oft he.fa litlir menn
hvatt t 1 stórra verka, óhuitii' að
annarra baki. Og svo fór enn, að
það var Tal, sem lék hlutverk
kattarins með músina. Fyrst fórn
aði kann manni að vanda, en síð-
an drottníngunni fyrir einhvern
slatta. Þegar mesta vígrykið tók
að isvífa af vellinum, kom í ljós,
að Tal hafði tvo hróka og sókn
fyrir drottninguna.. í tímaþröng
ákvað Gligoric að gefa työ peð
til að ná einhverri gagnsókn, en
einnig það varð vatn á myllu and
stæðingsins. Tal vann létt eftir
nokkra leiki í biðskákinni.
Petrosjan og Fischer tefldu
daufa skák. Augljóst er, að Petro-
sjan teflir nú orðið upp á það
eitt að komast hjá tapi og lafa
í þriðja eða fjórða sæti. í 30. leik
fóru keppendur að þráleika og
stöðvuðu síðan úrið, sem skilm- á
milli skákarinnar og þessa heims.
• Keres valdi tvíeggjað afbrigði
ge.gn Sikileyjarvörn Smysloffs og
hlaut brátt lakara tafl. Smysloff
uáði sókn á drottningarvæng og
hélt biskupaparinu. í tímaþröng
lék Keres nokkrum veikum leikj-
um, Smysloff hóf einnig árás á
kóngsvæng og falleg hróksfórn
'knúði Keres til uppgjafar eftir 40.
leik. Smysloff tókst þannig að ná
hefndum fyrir ósigurinn gegn
Keres í annarri umferð mótsins,
og hallast því á hvorugan í inn-
byrðis átökum þeirra skákjöfr-
anna. Eftir þennan ósigur er
Keres tveim og hálfum vinning
fyrir neðan Tal. Slíkt bil verður
trauðla brúað.
Skákin Benkö—Friðrik varð eitt
af furðuverkum mótsins. Var það
ekki einungis fyrir það, að kepp-
endur notuðu samtals fjóra og
hálfa stund eða níu tíundu hluta
umhugsunartímans fyrir 14 fyrstu
leikina, heldur einnig vegna hins,
að Benkö tefldi fimmtán leiki með
hrók undir, einungis vegna þess
að hann hafði ekki tíma til að
gefast upp. Benkö tefldi byrjunina
■meira af grunnhyggni en her-
skyggni, en Friðrik hitti naglann j
á höfuðið með hverjum leik. Þeg I
ar svo Benkö tapaði manni í 17. j
leik, var það aðeins rökrétt afleið.
ing af undanfarandi atburðum. Vel,
hefði nú mátt gefast upp, en j
'Benkö hélt áfram að leika. Fyrirj
síðustu 20 leikina átti hann þrjár
mínútur, og á meðan Friðrik ruddi
borð hans, setti Benkö sér það
markmið að tapa nú einu sinni
ekki á tíma. Var nú svo hratt leik
ið, að enginn hafði auga með at-
hurðum. Síðustu tuttugu leikina
lék Benkö á broti úr mínútu, en
þegar hann loks þóttist óhultur
um klukkuna, hafði bann iokið 44.
leik og gafst þá upp, án þess að
bíða svars andstæðingsins. Með
þessum góða sigri, sem Benkö
iskemmdi með handavinnu sinni,
náði Friðrik loks í 23. U'rnfefð
sjöunda sæti. Er hann vel að því
kominn, því að það er mál manna
hér í Júgóslavíu, að hann tefli
betur en Benkö.
Staðan eftir 23. umferð: 1. Tal
17y2. 2. Keres 15. 3.—4. Smysloff
og Petrosjan 12V2. 5. Gligoric 11.
6. Fischer 9. 7. Friðrik 7%. 8.
Benkö 7.
Hér í Belgrad var haldið hrað-
skákmót með þátttöku af hálfu
keppenda, laðstoðarmaHna og
júigóslavn'eskra meistara. Keppend
ur voru alis 16 og tefldu einfalda
umferð. Úrslit efstu manna urðu
þessi: 1.—2. Tal og Matúlovic 12
v. 3.—4. Friðrik og Petrosjan 11%.
5. Ingi R. 10y2. 6. Milic 10. 7.-9.
Averbach, Larsen og Boleslavský
7%.
Friðrik taldi sig 'hafa misst heii
an vinning gegn Mikenas vegna
iklukku, Sem hefði fallið mínútu
of snenima. Ilann vann Tal í síð
ustu umferð, en tapaði fyrir Petro
sjan og Matulovic. Ingi vann Petro
sjan, en tapaði m. a. fyr:r Tal.
Þeir Tal og Matulovic tefldu síð-
an fjögurra skáka einvígi um fyrsta
■sætið og isigraði Tal. Vann bann
tvær skákir og gerði tvær jafn-
tefli.
:::u»
Starfsstúlkur
Héraðsskólann að Núpi, Vestur-ísafjarðarsýslu,
vantar 2 starfsstúlkur í eldhús, strax.
TJpplýsingar veitir Fræðslumálaskrifstofan eða
skólastjórinn að Núpi.
Skóiasfjórinn.
Minnzt verður 50 ára afmælis U.M.F. Dagsbrúnar
í Gunarshólma 21. nóv. n. k.
Eldri og yngri félagar velkomnir.
Væntanleg'ir þátttakendur gjöri svo vel og tilkynni
þátttöku sína fyrir 15. þ. m. til Mag'núsar Finn-
bogasonar, Lágafelli eða i'ngólfs Björgvinssonar,
Laugarnesvegi 102, sími 33214.
Sfjórnin.
VWV.VVVWV.VV.V.V.V.V.VAV.V.V.W/AV.VAVAVll