Tíminn - 02.02.1960, Side 3
TÍBtlNN, þriðjudaginn 2. febráar 1960.
De Gaulle
við frönsku
hyggur á uppgjör
fasistaöflir
Uppgjöf öfgamanna í Alsír safnaði þjóðinni einhuga að bak;
hans. Soustelle og jafnvel Debré vildu vægja fyrir uppreisnai
mönnum. Forsetinn kveður saman þingið og biður um alræðisvalr
NTB— París og Algeirsborg, 1. febr. — Frönsku uppreisnarmennirnir gáfust í morgu
skilyrðislaust upp fyrir hersveitum Crepins hershöfðingja. Gaillard annar aðalforingi upp
reisnarmanna hefur verið settur í fangelsi, hinum, Ortiz, tókst að flýja. Handtökum og hú‘"
rannsóknum er haldið áfram um allt Frakkland og Alsír. Franska stjórnin er klofin, þing;
kemur saman á morgun og de Gaulle mun biðja um alræðisvald.
Lokað var fyrir vatn og raf-
magn til uppreisnarmanna í gær.
Konur og mæður komu fram í
sjónvarp og grátbændu syni sína og
menn um að hætta þessari vonr
lausu baráttu.
Harmleiknum lýkur
Uppreisnarmenn máttu velja um
þrjár leiðir: Hver og einn mátti
hverfa til síns heima, en skilja
eftir vopn sín. Heimavarnarliðs-
menn máttu hverfa til stöðva sinna
og í þriðja lagi gátu þeir, sem
vildu gengið í sérstakar sveitir,
sem yrðu innan franska hersins.
Margir notuðu fyrsta kostinn
og læddust brott um nóttina.
voru ekki eftir nema um 1 þús.
manns í morgun, sem gengu út
úr virkjunum og báru fyrir sér
franska fánann. Var þeim sam-
stundis lilaðið á vörubfla og ekið
brott. Gaillard var ekið brott í
jeppa og hefur siðan verið settur
í fangelsi. Margt fólk horfði á
þessi endalok harmleiksins. Sum-
ir grétu, aðrir æptu vígorð upp-
reisnarmanna, nokkrir klöppuðu
og enn aðrir æptu „Alsír er
franskt".
Sendir í úflendinga-
hersveitina
Síðar var tilkynnt, að uppreisn-
armennirnir yrðu gerðir að deild í
útlendingahersveitinni og myndu
senn taka þátt í bardögum gegn
uppreisnarmönnum Serkja. Leitað
er að forystumönnum hægri afl-
anna í Alsír og er tilkynnt, að þeir
verði látnir sæta venjulegum refs-
ingum.
Fæddi barn
í bifreið
Kópaskerl, 1. febrúar.
Sá sögulegi atburður gerðist
hér i nótt að kona frá Þórunnar-
seli f Kelduhverfi ól barn í bíi,
en verið var að flytja hana f
sjúkrahús. Gekk fæðingin furðu
vel, þrátt fyrir erfiðar og óvenju
legar kringumstæður, enda vlldi
svo vel til, að f bílnum voru bæði
læknir og Ijósmóðir.
Nánari atvik eru þau, að Alda
Þorbergsdóttir, Þórunnarseli f
Kelduhverfi, var að því komin
að ala barn sitt. Komu bæði
læknir og Ijósmóðir til hennar en
fæðingin virtist ætla að ganga
erfiðlega svo talið var tryggara
að flytja konuna til Húsavíkur.
Var lagt á stað með hana f
jeppa og fylgdu bæðl læknirtnn
og Ijósmóðirin með. En þegar
farin hafði verið um 40 km. leið
varð konan léttari og fæddi 15
marka dreng þarna í jeppanum.
Gerðist það á milli kl. ó og 7 í
morgun. Var þá hætt við Húsa-
víkurför en haldið heimleiðis og
heilsast bæðl móður og barni vel.
Öfgaöflin ekki sigruS
Samtímis því, að uppgjöf upp-
reisnarmanna hefur styrkt de
Gaulle í sessi, svo að hann hefur
aldrei haft frönsku þjóðina svo
einhuga og almennt að baki sér, er
augljóst, að baráttan við öfgaöflin
heldur enn áfram og að hún nær
alveg inn í innstu raðir valda-
manna í Frakklandi.
Klukkustundar verkfall um allt
Frakkland í morgun, sem var svo
algert, að eins dæmi mun vera,
sýnir hollustu þjóðarinnar við de
Gaulle.
Um sama leyti bárust fregnir af
ráðuneytisfundi de Gaulle forseta
um samkvaðningu þingsins, þar
sem stjórnin, eða í reynd forset-
inn, mun biðja um heimild til að
stjórna með tilskipunum um 6
mánaða skeið, en aðrir segja eitt
ár.
Stjórnin var klofin
Fry upplýsingaráðherra upplýsti
að ráðuneytisfundi loknum, að
stjórnin hefði allan tímann vc
klofin í afstöðunni til uppreisn
manna. Soustelle aðstoðarforsæt
raðherra og landvarnaráðherra
Quillaumat og fleiri vildu 'væ;
fyrir frönsku uppreisnarmönni
um. De Gaulle krafðist þess h:
vegar að lög fimmta lýðveldisin
yrðu haldin skilyrðislaust. Þessir
menn muni nú verða látnir fara úr
ríkisstjórninni og sennilegt, að
sjálfur Debré forsætisráðherra fari
sömu leið. Þetta hins vegar kann
að hafa þau áhrif, að þingmeiri-
hluti de Gaulle sé í beinni hættu.
Forsetinn er hins vegar sagður
ákveðinn í að ganga milli bols og
höfuðs á frönsku öfgamönnunum
og fasistunum. Strax í morgun
var Chassin hershöfðingi hand-
tckinn, en hann var forystumað-
ur 13. maí hreyfingarinnar. Hann
hefur starfað við aðalstöðvar
Natos í París. Fjöldi annarra
kunnra hægri manna var einnig
handtekinn í dag.
Listi uppstillingar-
nefndar í Trésmiðafél.
Tekur sæti
á Alþingi
Listi uppstillingarnefndar
víð stjórnarkjör í Trésmiða-
félagi Reykjavíkur var lagður
fram síðast liðinn laugardag,
og er hann skipaður þessum
mönnum:
Formaður: Jón Snorri Þorleifs-
son, Grundargerði 13.
Varaformaður: Sturla H. Sæ-
niundsson, Óðinsgötu 17.
Ritari: Benedikt Davíðsson, Víg-
hólastíg 5.
Vararitari: Lórens Rafn Krist-
vinsson, Rauðalæk 17.
Gjaldkeri: Marvin
son, Rauðalæk 17.
Hallmunds-
Helgi Bergs
Helgi Bergs, verkfræðingur,
fyrsti varaþingmaður Framsóknar-
flokksins í Suðurlandskjördæmi,
tók sæti í neðri deild Alþingis í
gær. Tekur hann sæti vegna veik-
indaforfalla Björns Fr. Björnsson
ar sýslumapns, 4. þingmanns Suð-
urlandskjördæmis.
Varastjórn:
Ásmundur Guðlaugsson, Rauðalæk
50.
Elías Kristjánsson, Vindási við
Nesveg.
í Eli Jóhannesson, Bjarnhólast. 9.
v
J Trúnaðarmannaráð:
Hallgeir Elíasson, Hólmgarði 16,
Ásbjörn Pálsson, Kambsvegi 24,
Helgi Þorkelsson, Bólstaðahlíð 39,
Einar Þór Jónsson, Ljósheim. 10,
Friðrik Brynjólfsson, Rauðal. 33,
Kristján B. Eiríkss., Njörvas. 35,
Hallvarður Guðlaugsson, Hofg. 1,
Davíð Grímsson, Hjallavegi 54,
Kristján Guðmundsson, Þinghóla-
braut 13,
Ilörður Þórhallsson, Jaðri við
Sundlaugaveg,
Helgi Valdimarsson, Skólabraut 1,
Óli Kristjánsson, Skaftahlíð 34.
SOUSTELLE
Geislabrotið
í glasinu
Flutt af 1. síðu.
Bóndinn i Víðinesi, Magnús
Þorbergsson, var framml vlð með
fólki sínu, utan eitt kornbarn lá
í vöggu innl í stofu. Ætlaðl fólk
Ið út, en leit áður inn í stofuna.
Var þar þá allt á kafi í reyk og
eldur kominn í húsmuni. Engar
eðlilegar skýringar á þessu at-
viki verða fundnar aðrar en þær
að geislabrot sólar gegnum vatns
glas hafi orsakaí fkvelkjuna.
Stóð vatnsglas i glugga en á skáp
indspænis stóð plastskál og var
Sún bráðnuð en gat brunnið á
Vápinn, þar sem skálin stóð, en
skápnum voru bækur. Eldurinn
ar og kominn í veggfóður á þili
<á skápnum. Fljótlega tókst að
^fa eldinn en litlu hefur mátt
<una með að þarna yrðl stórsiys.
Þ. B.
Bátar
rekur
brotna og
upp í Eyjum
Stórtjón á bátum í austan hvassviðri á
sunnudagsnótt
urinn Ófeigur annar var t. d.
þannig útleikinn að leki kom að
honum um dekkið. Fullví&t er tal-
ið, að taka muni allt að þremur
vikum að gera við suma bátana.
Austanhvassviðri var í Vest-
mannaeyjum s. 1. laugardags-
kvöld og sunnudagsnótt. Varð
stórtjón á bátum svo að talið
er að það muni nema hundr-
uðum þúsunda.
Landlegur hafa verið í Vest-
mannaeyjum að undanförnu. Á
laugardagskvöld rauk upp með
austanhvassviðri og var jafnframt
stórstreymt. Hélzt rokið áfram á
sunnudagsnóttina og á háflæði,
um 6-leytið á sunnudagsmorgun,
var svo komið, að sjór gekk yfir
allar bryggjur nema Friðarhöfn og
voru mikil sog og ferleg í höfninni.
Allt í bendu
Fjöldi báta sleit landfestar og
ráku saman í eina bendu, sérstak-
lega við Bálaskersbryggju. Brotn-
uðu margir bátanna ofandekks.
Þar á meðal voru tveir stálbátar og
begldust þeir allverulega. Nýi bát-
Stórfellt tjón
Telja má víst, að beint tjón á
bátunum nemi hundruðum þús-
unda en þar við bætist að sumir
þeirra missa vafalaust af róðrum
fyrir vikið. Svo til hver formað-
ur í Eyjum var ræstur þegar
mest gekk á kl. 6—8.
Róstusamt nokkuð hefur verið
liér síðan vertíðarfólk kom hingað
og er það raunar ekki nýtt né ó-
eðlilegt. Vill þess einkum gæta
þegar landlegur eru miklar. Er nú
að því unnið að fá hingað aukið
lögreglulið og er þess að vænta að
at því geti orðið.
Nýr bæjarstjóri er tekinn hér
við, Gísli Gíslason, stórkaupmaður
og er talið að hann eigi að gegna
því starfi meðan Guðlaugur situr
á þingi. S. K.
Aímælishóf RIIF,
Aðgöngumiða að afmælishófi F.U.F. má panta á flokksskrif-
stofunni í Edduhúsi, símar 19613 og 16066.
Stjórnmálanámskeið F.U.F.
Fundur verður í Framsóknarhúsinu uppi í kvöld, kl. 8,30.
Benedikt Árnason leiðbeinir um framsögn.
Framsóknarfólk
Munið fund Framsóknarfélaganna í Reykjavík um efna-
hagsmálin í Framsóknarhúsinu næst komandi miðvikudags-
kvöld kl. 8,30.
Frummælandi Hermann Jónasson, alþingismaður.
STJÓRNIRNAR.