Tíminn - 02.02.1960, Page 8

Tíminn - 02.02.1960, Page 8
8 T f M IN N, þriðjudaginn 2. febrúar 1960. slenzkir fiskimenn á Langt út við sjóndeildar- hring sjást bátar fiskimanna. Þeir eru á heimleið norðan úr hafsauga á hinu víða Winni- pegvatni, sem er eins og út- haf inni í miðri álfu mikilla sléttna og stöðuvatna. Hafs- augu þess ná frá blómlegum byggðum beykiskóga og hveiti akra Rauðárdals, langt norð- ur í óbyggðir, þar sem villtir Indíánar og hvítir fiskimenn skipta með sér gæðum þessa heims og blanda stundum blóði. Við erum stödd á Mikley, sem teljast verður með nyrztu byggð um Islendinga í Ameríku. Eyja þessi í Winnipegvatninu mikla heitir að vísu á landabréfi Kanadastjórnar „Hecla Island“, en íslendingarnir, sem námu þarna land árið 1876, kölluðu eyna Mikley og það heiti ber hún enn í munni íslenzks fólks i byggðum Nýja fslands, hver sem fyrirmæli Kanadastjórnar ann- ars kunna að vera, varðandi landaheiti á uppdráttum henn- ar hátignar Bretadrottningar. Kunnu betur til fiskveiða en kombindingar. Mikley kom snemma við sögu íslenzka landnámsins í Vestur- heimi, þó elcki verði eyjan talin til hinna stærri Islendinga- byggða. Strax á fyrstu árum landnámsins í Nýja íslandi fengu menn augastað á eynni og þótti þá, sem nú, hún vera vel fallin til útgeröar. Fyrsta vet- urinn sem fslendingar bjuggu i sínuih nýju heimkynnum á ströndum Winnipegvatns norð- ur í Nýja íslandi, fóru þeir að sinna fiskveiðum. Þótti þeim gott til fanga þar við vatnið, enda kunnu flestir landnemanna betur skil á fiskveiðum en akur- yrkju, eins og hún er stunduð með kornbúskap á sléttulöndun um miklu. Enn í dag þykja íslenzkir menn flestum öðrum fremri við fiskveiðar á vatninu, sem stund- aðar eru í allstórum stíl, bæði vetur og sumar. Mikley er ein mikilvægasta útgerðarstöðin og nær allir fiskimenn, útgerðar- menn og landeigendur eru aí ís- lenzku bergi brotnir, þó flestir þeirra, er nú starfa þar, séu af þeirri kynslóð, sem aðeins þekk- ir ísland af óljósri æskuminn- ingu, eða frásögnum feðra og mæðra. Ekkert fólk þekkir jafn fagurt Island. Engir aðrir kunna að segja frá slíkri tign fjalla, né þekkja heiðari íslenzkan himin, en þetta fólk með ís- lenzkt blóð i æðum, sem býr þarna við vötnin miklu í miðri þeirri stóru Ameríku. Mikley er talsvert stór eyja, flatlend, en þakin þéttum skógi beinvaxinna barrtrjáa, nema þar, sem mannshöndin hefur rutt skóginn undir byggð og vegi. Byggðin er í tveimur hverf um eða þorpum á austurströnd eyjarinnar. Þar hefur skógur verið brotinn á allstóru svæði. Þar standa húsin í hnapp á grónum bala upp af sendinni ströndinni. Kirkjan gnæfir hæst með oddmjóum turni og við að- algötu þorpsins stendur lika barnaskólinn og verzlunarhús upp af bryggjunni. Inn að skóg- arjaðrinum liggja akrar og tún og þar stendur búsmalinn á beit þennan síðsumardag, er við gistum Mávahöfn og bíður eftir því, að Mikleyjarbændur komi heim af sjónum. Annríki við Mávahöfn. Við bryggjuna liggja bundnir tveir fiskibátar, sem ekki höfðu verið úti á vátninu þann dag- inn. Verið er að greiða net og ganga frá veiðarfærum um borð og einnig uppi á túnbala skammt upp af bryggjunni. Við krikann, þar sem bryggjan gengur á land, er lítið fiskihús og utan við það standa tveir menn og gera að vatnafiski á flötu borði, er lagt er milli tvéggja stampa. Þeir eru báðir Breiðfirðingar að ætt og uppruna, en hafa nú stundaö veiðarnar hér á Winnipegvatni í marga áratugi. Allir hafa fiskimennirnir sömu sögu að segja um minnkandi aflabrögð og smækkandi fisk. Enginn veit með vissu, af hverju þverrandi fiskgengd stafar, en staðreynd- irnar tala sínu máli. Nú hefur fyrir löngu verið gripið til þess ráðs að ákveða lágmarksstærð möskva í netum fiskimanna og eru þung viðurlög, ef út af er brugðið. Þetta er þeirra land- helgismál á Winnipegvatni, en menn hafa eins og gengur mis- jafnan skilning á nauðsyn þess- ara ráðstafana. Þegar bátarnir koma hver af öðrum heim til hafnar, verður skjótt mikið annríki í Mávahöfn. Fiskurinn er strax tekinn á land, að honum gert og hann síðan ísaður í fiskkassa, sem hann er fluttur í á markað til borganna, einkum stórborgar- innar Winnipeg. Afkoma fiski- manna á Winnipegvatni hefur yfirleitt verið léleg síðustu árin. Bátamir hafa að vísu stækkað, veiðarfærin orðið fullkomnari, en aflinn ekki aukizt að sama skapi, hefur jafnvel minnkað. Fylgjast með atburðum heima á gamli fróni. Ekki hafa gestir „að heiman" lengi staðið í fjöru við Máva- höfn, áður en talið berst að Is- landi og kemur þá í ljós, að sjó- menn á Winnipegvatni eru furðu kunnugir því, sem gerist á gamla Fróni. á, það er rétt hjá þeim að byggja höfn í Rifi, segir aldraður sægarpur með kreppt- ar hendur af ævilöngum átökum við net og strauma á Winnipeg- vatni. — Ef til vill hefði ég aldr- ei farið að heiman frá Breiða- firði, ef slíkur framfarahugur hefði þá verið þar um slóðir, bætir hann við ræðu sína og horfir síðan lengi þögull út yfir vatnið mikla, sem speglast í gliti síðdegissólar. Þá kemur lítill bátur að landi. Þar fer ungur, vasklegur maður einn á báti. Hann rennir far- kosti sínum fast upp í fjörumöl- ina og stekkur á land í hlífðar- fötum. Hann kemur allslaus ut- an af vatninu, bölvar aflabrögð unum og þessu „íslandsdekri". Aður en varir er hann og aldr- aði maðurinn frá Breiðafirði komnir í grimmar kappræður og hnútukast. — Þú ættir að skammast þín að vilja gleyma uppruna þínum. Þú þarft ekki að fela uppruna þinn frá ís- landi, ef þú værir maður til að standa undir því að bera ís- lendingsheitið, — en það ertu ekki, enda bezt fallinn til að blandablóði við Indíána og ala þjóð með þeim eins og þú gerir. „Meinenáur eru mundar mínir frændur og þínir“ dóttur, sem Espólín skráir í árbækur sínar og er á þessa leið: Loptur bóndi Guttormsson sat löngum að Skarði á Skarðsströnd, segja menn að hann hafi verið riddari að nafnbót, og haft hvítan fálka á bláum feldi til einkennis eðalskapar síns. Einhverju sinni nálægt þessum tíma (1413), er mælt svo bæri við, er hann sat að Skarði, að þangað kom með föður sínum ungur sveinn er Illhugi hét, og kallaður síðar hinn svarti. Hann hafði prikaleik á gólf- inu við annan svein, og tókst svo til fyrir honum, þá er Loptur reikaði á gólfinu, að hann sló prikinu ófyrirsynju utan á fót Lopti. Varð honum við það mjög dátt í fætinum, settist niður og mælti: Þú slærð ógætilega, piltur, það er ennþá ekki úti fyrir þér, þú munt gjöra mér til meira áð- ur en þú deyr. Faðir Illhuga það sem mjúklegast fyrir son sinn, og afsakaði vilja hans og ásetning í þessu, en Loptur bóndi svaraði fám orðum, og var heldur þrámæltur á hinu sama. Þó varð ei meira af að því sinni, en rætast þótti spá þessi, sem síðar mun greint. Og Espólín heldur áfram sögunni: Þáð skeður nær þessum tíðum (1430) að Illhugi sá, er fyrr var getið kom að Skarði með föður sínum er Loptur var þar (Loptur var fluttur að Möðruvöllum er hér er komið sögu). Var maður svo þrosk- aður og mannaður vel, að Fiskimaður horfir til veðurs, áður en lagt er með netin út á vatnið. Fiskimenn með lítinn bát sinn í net er þeir leggja nærri landi. fjöru, albúnir að leggja út með Það er engin nýlunda, að spunnar séu sagnir af sam- tíðarmönnum um þá, sem sakir auðs og mannaforráða draga að sér augu fjöldans. En ætli að það sé ekki heldur fágætt, að skráðar séu í ann- ála rakalausar kviksögur, sem koma á kreik einum þrjú hundruð árum eftir dauða viðkomandi persóna? Ekki er að efa, að samtíma- menn Lopts ríka Guttorms- sonar hafa sagt af honum ýmsar sögur og lengi mun hans eigin kveðskapur halda á lofti minningunni um ástir hans og Kristínar Oddsdóttur lögmanns, sem hann segir um, að „meinendur eru mundar, mínir frændur og þínir“. En frá átjándu öld er talin vera sú saga um Ólöfu Lopts-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.