Tíminn - 02.02.1960, Page 16
Þriðjudaginn 2. febrúar 1960.
26. tölublað. Áskriftarverð kr. 35.00.
Asgeir Bl. Magnússon að starfl.
„Það er að lúra
gegnum gler.
Aldurhnigkn sómamaSur mölvar ruður og
stelur kvenslæÓum
Klukkan að ganga sjö á
sunnudagsmorguninn handtók
lögreglan innbrotsþjóf í rak-
arastofu Kristjáns Jóhannes-
sonar á Laugaveg 22 B. Hann
hafði maskað hurðarrúðuna
og vaðið þar í gegn hruflaður
ug illa til reika eftir viðureign-
ina við glerið.
Lögregluna bar svo skjótt að. að
þjófurinn fékk ekki næði til að at-
hafna sig. Var það staurfullur
eldri maður, sem aldrei áður hefur
komizt í kast við lögregluna eða
haft nein afbrot í frammi svo vitað
er. Átti hann bágt með að gefa
skýringar á þessu atferli sínu.
Fleiri innbrot
Fyrr um nóttina var brotizt inn
í skartsriDaverzlun Jóns Dal-
manns og Sigurðar Tómassonar við
Skólavörðustíg og þar stolið borð-
kveikjara og vindlingaveski. Einn-
ig var brotizt inn í verzlun Guð-
rúnar Heiðberg á Grettisgötu og
stolið seytján kvenslæðum. Verks-
ummerki á þessum stöðum voru
þau sömu og í rakarastofunni,
hurðarrúðurnar maskaðar. Telur
lögreglan að þessi fítons-kröftugi
eidri maður hafi borið niður á öll-
um þeim stöðum.
|
Kvenmannsleit
Fjórða mnbrotið sömu nóttinai
var í kjallaraíbúð við Meðalhoit. j
Drukkinn maður var handtekinn á
staðnum, en eftir ýmsum sólar
merkjum að að dæma þótti líklegra
hann hefði verið í kvenmannsleii
lieldur en fjárþröng.
Fimmta innbrotið var í Efna
laugina að Höfðatúni 2, en þar var
óhægt að ganga úr skugga um
biófnað.
I upphafi var
Unnið sleitulaust að samningu íslenzkrar orðabókar. Ný-
komnar ljósmyndir af hinni stóra orðabók Grunnavíkur-Jóns
í þröngum vistarverum á efstu hæS Háskólans sitja þeir þrír menn á íslandi sem
sízt er að ætla að verði orðs vant. í ótal öskjum sem raðað er í hillur frá gólfi til lofts,
eru skráð íslenzk orð og orðmyndir á 720 þúsund seðla. Þarna er unnið sleitulaust að
samningu íslenzkrar orðabókar.
Við hittuim að máli dr. Jakob
Benediktsson forystumann þeirra
iþremenninga, en auk hans starfa
við orðabókina þeir Ásgeir Bl.
Magnússon cand. mag. og Jón Að-
alsteinn Jónsson cand. mag.
Ekkert áhlaupaverk
Fiimmtán ár eru liðin frá því
verkið hófst, segir dr. Jakcb og
engin leið að gizka á hvenær því
lýkur. Byrjað var á dönsku orða-
bókinni um aldamót og enn er
hún ekki fullbúin, og þó hafa unn-
ið við hana fleiri en þrír. Hún
hefur gengið tiitölullega fljótt. Á
þýzku orðabókinni var byrjað ári-
ið 1840 og ekki er henni lokið
enn. Þetta er ekkert áhlaupaverk.
Fyrstu bindin úrelt?
Ásgeir BI. Magnússon segir okk-
ur að hentast væri að hafa mikinn
liðsafla við samningu orðabókar
og ljúka henni á sem styzL.m tíma,
annars væri hætt við að fyrstu
bindin væru orðin úrelt þegar
kæmi loks aö þeim síðustu. •
Við báðum dr. Jakob að segja
okkur frá starfinu í stuttu máli.
— Elzta bókin, sem við orðtök-
um er Nýjatestamentkþýðing
Odds Gottskálkssonar, svarar hann,
hún er elzta bókin, sem til er
prentuð á íslenzku. Kom út 1540.
Síðan er orðtekin hver bók sem
kemur út fram að 1870. Eftir það
fer bókum fjölgandi og ekki tök
á að orðtaka nema úrvalið. Með
siðskiptum verður mikil breyting
á bókmálinu og streyma ný orð inn
í málið. —
Orðabólc Grunnavíkur-Jóns
Við höfum einnig hagnýtt okk-
ur orðasöfn, sem liggja í handrit-
um á söfnum hér heima og erlend-
is. Við vorum nýlega að fá ljós-
myndir af hinni geysistóru orða-
bók Grunnavíkur-Jóns, hún er
hvorki meira né minna en 9 fólíó-
bindi að stærð.
„Okursbrunnar"
Hann sýnir okkur þetta aerka
rit Jóns gamla Grinvicensis, skrif-
að smárri og fíngerðri hönd, spáss-
íur útkrotaðar í skýringum og at-
hugasemdum svo blöðin hringsnú-
ast fyrir augunum á lesandanum.
Margt kvöldið hefur Jón gamli
„setið í kulda og myrkri á varma-
lausu kaimersi“ sínu við að bjarga
ómetanlegu.n fjársjóðum frá glöt-
un. I orðabók Jóns er að finna
mýmörg orð úr daglegu tali, sem
aldrei hafa komizt á prent, því
ekki varðveitzt á annan hátt. Gam-
an er að lesa sumar skýringar Jóns
við orðin. Heldur hefur honum ver
ið uppsigað við banka, því að slík
ar stofnanir segir hann að kalla
megi okur-sbrunna eigi grunna, fé-
dráttarforsmið, gjaldagræði, fé-
dráttardjöful, peningapló. o. s.
frv. Enda var Jón alla ævi snauð
ur af þessa heims fjársjóðum og
teljandi þeir dagar sem hann átti
fyrir ölglasinu sem nægði til að
dreifa þunglyndi því er á hann
sótti og stafaði frá bólguhnúð í
lifrinni að því er hann sjálfur
sagði.
Dr. Jakob segir, að þeir félag-
ar hafi haft ómetanlegt gag.. a£
vikulegum útvarpsþáttum en þá
er leitað til fólks um land allt
og óskað eftir sjaldgæfum orðum
og orðtækjum sem ekki er senni
legt að finnist á prenti.
— Þess eru mörg dæmi, segir
dr. Jakob, — að við höfu.. á
þennan hátt rekist á orð se. eru
í fullu gildi sem talmál en finn-
(Framhald á 15. siðu).
Dr. Jakob með orðabók Grunnavíkur-Jóns.