Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 1
síður 44. árgangur — 1960. febrúar Fimmtudagur — 21. blað. Samdráttar- og íhaldsstefna ríkis- st jórnarinnar hvarvetna auðfundin Fyrirætlanir ríkisstjórnaninnar skýrast Allt á að gera í senn — Lækka gengið og hækka álðgurnar Hækka vexti að mun og taka stór- fellt eySslulán Uppbóta- og niðurgreiðslukerfið ekki úr sogunni Frumvarp ríkisstjórnarinnar um hina nýju efnahagslöggjöf var lagt fram á Alþingi í gær. Er það geysimikið plagg og virðast þessi atriði vera það helzta er af frumvarpinu og greinargerð þess má lesa: ★★★ Gengislækkunin á að hækka verð á erlendum gjaldeyri um 132.5% frá skráðu gengi eða 50—78% miðað við núverandi yfirfærslugjald. Dollarinn verður 38 krónur. ★★★ NÝR SKATTUR ENN nú á útflutning, sem nemur 5% af FOBVERÐI ÚTFLUTNINGS EÐA 120 MILLJÓNUM króna og rennur hann í halla á útflutningssjóði frá fyrra ári — en sá sjóður heldur áfram þangað til „meg- inhlutverki hans er lokið að dómi ríkisstjórnarinnar" eins og það er orðað. — En þessi skattur sýnist eftir það eiga að vera til ráðstöfunar fyrir ríkisstjórnina. ★★★ Álögurnar vegna útflutningsuppbótanna eiga að hald- ast að langmestu leyti, þrátt fyrir gengislækkunina, og renna í ríkissjóð. ★★★ Það er staðfest að nýju álögurnar umfram gengislækk- unina og vaxtahækkunina, verða 350—400 milljónir króna — fyrir utan 120 milljón króna útflutningsskatt- inn, sem nú kemur fyrst í Ijós. ★★★ Boðuð er vaxtahækkun og okurlögunum á að breyta til þess að hægt sé að framkvæma hana. ★★★ Ríkisstjórnin vill fá heimild til að ákveða vexti og láns- tíma án íhlutunar Alþingis hjá öllum stofnlánasjóðum landsins: Fiskveiðasjóði, Byggingasjóði sveitabæja, Ræktunarsjóði, Byggingasjóði ríkisins (íbúðalánasjóði), Byggingasjóði verkamanna og Raforkusjóði. Boðuð er vaxtahækkun hjá þessum sjóðum. ★★★ Seðlabankinn fái heimild til þess að ákveða, að innláns- deildir kaupfélaga eigi innstæður í Seðlabankanum og hve miklar. (Fi-kmhald á 3. síðu). Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætisrá'ðherra a'ð halda ræftu sína á fundinum í Framsóknar- húsinu. r Ofyrirsjáanlegt hverju álög- urnar á almenning nema Á fundi í Framsóknarhúsinu í gærkveldi ræddi Hermainn Jónasson, formaður Fram- sóknarflokksins, þá samdráttar og íhalds- stefnu, sem ríkisstjórnin boðar nú með fyr- irhuguðum ráðstöfunum í efnahagsmálum. Fundurinn var fiölsóttur og tóku margir til máls. Hermann Jónasson flutti snjalla ræðu, þar sem hann rakti lið fyrir lið þann blekkingarvef, sem ríkisstjórnin spinnur nú gegn öllum almenningi í landinu með það fyrir augum að framfylgja þeirri íhaldsstefnu, sem allir þekktu fyrir nokkrum ára- tugum, með nokkrum sárabótum þó, sem einkum hefðu það sér til gildis að líta vel út á pappírnum. Kaupgjald og ábyrg'Sir Einu sinni var þjóðinni sagt að upphæð kaup gjaldsins skipti engu máli; það sem úr skæri væri bara að hafa nógu góð tæki. Faðir þessarar kenn- ingar var forsætisráðherra Nýsköpunarstjómar- innar, Ólafur Thors. Afleiðing hennar varð í framkvæmd slíkt dýrtíðarflóð, að framleiðslan gat ekki staðið á eigin fótum og taka varð ríkis- ábyrgð á bátaútveginum í byrjun ársins 1947. Og nú er það kaupið, sem allt veltur á að lækki. Þá á að þakka þessari ríkisstjórn fyrir að afnema það, sem sömu menn komu á 1947. Veríbólga og gengislækkun Nú er daglega skrifað um það að verðbólgan geri þá ríku ríkari og fátæku fátækari, og nú er ekki talað um að afnema hana með einu penna- striki, eins og á þeim árum, þegar núverandi for- sætisráðherra sagði, að dýrtíðin væri blessun, sem drefði stríðsgróðanum milli þegnanna, er mætti síðan lækka með einu pennastriki, kæmist húu á hættulegt stig. f staðinn er talað um kjara- skerðingu og fórnir, sem almenningur verði að færa til að losna við þennan bölvald, verðbólguna. Og Alþýðuflokkurinn dró sig einu sinni út úr stjórnmálum og neitaði að taka þátt í nokkurri ríkisstjórn, sem talaði um, hvað þá framkvæmdi gengislækkun. En hvað er Alþýðuflokkurinn nú að gera? Hvaía fullyríing er í gildi? Þeir fylgismenn núverandi stjórnarflokka, sem vilja trúa ríkisstjórninni og öðrum forustumönn- um sínum, hljóta að spyrja sjálfa sig, hvaða útgáfu að fullyrðingum þeirra þeir eigi helzt að trúa. Eiga þeir að trúa þvi að kaupgjaldið skipti engu fyrir framleiðsluna, eða þeirri fullyrðingu að kauplækkun og kjaraskerðing sé það eina nauð- synlega til þess að koma I veg fyrir hrun. Samdráttarstefnan valin Það er nú sýnt, að ríkisstjórnin hefur valið að (Framhald á 3. síðu). Vísitala framfærslukostnaðar hækkar um 14% bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.