Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 15
T í MI N N, fimmtudaginn 4. febrúar 1960.
15
Hafnarfiarðarbíó Sími 5 02 49 6. vika. Karlsen stýrimaftur Johannes Mayer, Fritz Helmuth, Dirch Passer, Ebbe Langeberg. í myndinni koma fram hinir frægu „Four Jacks'1 Sý.id kl og 9. 511 C|p ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sinfóníuhljómsveit Islands Æskulýðstónleika-r f dag kl. 17. Tengdasonur óskast Sýning í kvöld kl. 20. Fáar sýningar eftir.
1 Aðgöngumif salai. ún frá kl i3,15 til 20. Sími 1-1200. Pantanir sækist fyrir t dcginn fyrir sýni' !ag. Kardemommubærinn Gamansö: Jetkur fyrir börn og fullorðna. Sýning föstudag kl. 20. og sunnudag v|. 15, UPPSELT Edward, sonur minn Sýning laugardag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 til 20. Sími 1-1200. Pantanir sækist fyrir kl. 17 daginn fyrir sýnlngardag.
Sfiörnubíó Sími 1 89 36 Eitur ly f j ahringur inn (Pickup Alley) Æsispennandi r.., ensk-amerísk mynd í CinemaScope, Victor Mature Anlta Ekberg Sýnd kl. 7 og 9. BönnuS börnum. Allra síðasta sinn. Blað:>' .ir Þjóðviljans um myndina:
„Það er ekki hægt annað en mæl^ henniM. S.Á. Kaptein Blood Hörkuspennandi sjóræningjamynd. Sýnd kl. 5. Allra síðasta sinn. Bæiarbíó HAFNARFIRÐI Sími 5 0184 Haliarbruðurin Þýzk litmyi 1 byggð á skáldsögu, sem kom sem framhaldssaga í Familie Journalen. Gerhard Riedman Guduia Blau Sý”-' kl 7 og 9.
Austmrbnvarbíó Sími 1 13 84 Sing, baby, sing Sérstakiega skemmtileg og fjörug, þýzk dans- og söngvamynd. Aðalhlutverkið leikur vinsælasta dægurlagasöngkona Evrópu: Caterina Valente ennfremu-r: Peter Alexander Rudoif Platte 1 myndinni koma fham: Hljómsveitir Kurt Edelhagens og Hazy Osterwalds De 3 Hills Billys Sunschine-kvartettinn Sýnd kl. 5 og 7.
Trinoli bíó Sími 1 11 82 EyíSimerkurvígift (Desert íands) Æsispennandi, -ný, amerísk mynd í litum og Superscope, er fjallar um baráttu útlendingahersveitarinnar frönsku við Araba í Saharaeyðimörk inni. Ralph Meeker Marla English Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára.
Kóoavogs-bíó Sími 19185 LEIKFÉLAG KÖPAV0GS Músagildran eftir Agatha Christie Sýning í kvöld kl. 8. Allra síðasta sinn. Tirsiwhíó Sími 2 21 40 Strandkapteinninn (Don't give up the ship) Ný, amerísk gamanmynd meí hin- um óviðjafnanlega Jerry Lewls sem lendir i alis konar
— mannraunum á sjó og landi
Nýja bíó Sími 115 44 Ungu ljónin (The Young Lions) Heimsfræg amerísk stórmynd, er gerist í Þýzkalandi, Frakklandi og Bandaríkjunum á striðsárunum. — Aðalhiutverk: Marlon Brando Hope Lange Dean Martin May Britt Sýnd ki. 5, 7 og 9.
Gamla Bíó Sími 114 75 Fastur í gildrunni (The Tender Trap) Bandarísk gamanmynd f litum og CinemaScope. Frank Sinatra Debbie Reynolds Davld Wayne Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sýnd kl. 9. Næst síðasta sinn. Bönnuð —ir börn. FannamatSurinn ferlegi Hin geysispennandi mynd um snjó- mennina hræðilegu í Himaiayjafjöll- um. Endursýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Leikfélag Reykjavíkur Sími 13191 Gestur til mit$degisvert$ar Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngum -ala frá kl. 2. Sími 13191.
Þróttur
(Framhald af 5. 6Íðu).
inn í trúnaðarráð, í stað núver-
andi ritara.
Alþýðuflokkurinn hafnaði
samkomulagi
Stjórnarkjðrið í Þirótti hefur
orðið Aiþýðublaðinu tilefni nokk-
urra hugleiðinga.og mætti fara
grandvarlegar með staðreyndir en
þar er gert. Blaðið segir að Bjarni
M. Þorsteinsson hafi neitað að
gefa kost á sér til áframhaldandi
þátttöku í sjórninni. Sannleikur-
inn er sá, að Bjarni færðist undan
því á þeim forsendum, að til sæði
að hann tæki að sér verkstjóra-
starf, en mundi þó láta til leiðast
ef um það yrði algert samkomulag
með flokkunum. Þá skárust Alþ,-
fl.menn úr leik, höfnuðu Bjarna
en stungu upp á öðrum Fram-
sóknarmanni. Ef Alþýðubl. hefði
hirt um að skýra rétt frá, þá hefði
það fremur átt að orða fregn sína
á þá leið, að kratar hafi hafnað
Bjarna og þar með samkomulagi
um óbreytta stjórn, en sú þverúð
aftur ieitt það af sér, að Aiþ.banda
lagsm- eru nú 4 í stjórninni í stað
3 áður, Framsók rmenn = stað
1, en kratarnir 3 ballið fyrir borð.
Grjótkast úr glerhúsi
Gremja þeirra Alþýðublaðs-
manna er skiljanleg, en þeir hafa
á hinn 'úúj-níi engin ráð á að vera
með ásakanir í garð Framsóknar-
manna fyrl; samstarf við Aiþýðu-
bandal. Ekki er nema rúmt ár frá
því að þeir sömdu við komma um
stjórn A’þýðusambandsins og
sviku um leið íhaldið, sem þeir
höfðu þó áður haft samstarf við
í kosningum .nnan verkalýðsfélag-
anna og þá gegn þeirri ríkisstjórn,
sem þeir sjálfir hegsluðust við að
taka þátt í.
Vettvanguriivn
(Framhaild af 7. s-iðu).
Salvador Dali er aðeins auglýs-
ingaskrumari, hvort sem hann
gengur með fransbrauð undir
hendinni eða í kafarabúningi, eins
og hann gerði einn sólheitan dag í
London. Að vísu er honum ekki
aJls varnað, en stefna hans, sem
biómgaðist í rótleysi eftirstríðs-
áranna fyrri, hefur þegar lifað
sitt fegursta.
— Þú sagðist einkum nota vatns-
liti. En þú hefur að sjálfsögðu
prófað olíuna?
— Já, hún er ekki eins erfið
viðfangs.
— Hvert sækirðu einkum fyrir-
myndir?
— Bara í kollinn á mér. Hvað
leiðir af öðru. Þegar maður byrj-
ar að mála abstrakt mynd, veit
maður aldrei, hvað úr henni verð-
ur. Kanns-ke nemur maður ný
lönd, kannske lendir maður í
flækju myrkviðarins. Maður verð-
ur að gera margar tilraunir með
sömu myndina. Að meðaltali
heppnast aðeins einn tíundi hluti
þeirra mynda, er ég mála. Hitt
fer beinustu leið í ruslakörfuna.
Dagur Þorleifsson
Prentum fyrir yður
smekklega
og fljótlega
KLAPPARSTÍG 40 — SÍMI 1 94 45
Útvarpið í dag:
8.00—10.00 Morgunútvarp. (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón-
leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.30
Tónleikar).
12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir).
18.30 Fyrir yngstu hlustendurna
(Margrét Gunnarsdóttir).
18.50 Framburðarkennsla í frönsku.
19.00 Þingfréttir. — Tónleikar.
20.30 Erindi: Missti Jón Sigurðsson
embætti vegna þjóðfundaratburð-
anna (Lúðvík Kristjánsson rit-
höfundur).
20.55 Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson
syngur; Fritz Weisshappel leikur
undir á píanó.
a) Sefur sól hjá ægi" eftir Sigfús
Einarsson. — b) „Rósin" eftir Arna
Thorsteinsson. — c) „í dag“ eftir
Sígfús Halldórsson. — d) „Musica
proibita" eftir Gastaldon. — e)
„Passione" eftir Tagliaferri. — f)
Aría úr .Rakaranum frá Sevilla"
eftir Rossini.
21.15 Upplestur: „Arfi Þorvalds",
kvæði eftir Einar Benediktsson
(Ásamundur Jónsson frá Skúfs-
stöðumt.
21.35 Ferðaþáttur frá Mið-Evrópu
(Dr. Hallgrímur Helgason).
22.10 Smásaga vikunnar: „Eggið"
eftir Sherwood Anderson, í þýð-
ingu Sigurlaugar Björnsdóttur
(Klemenz Jónsson leikari).
22.35 Sinfónískir tónleikar: Sinfónía
nr. 4 í d-moll op. 120 eftir Schu-
mann (Fílharmoníuhljómsveit
Berlinar leikur; Herbert von
Karajan stjórnar).
Minningarspjöld Blindrafélagsins
eru til sölu á Grundarstíg 1 og í
öllum l'yfjabúðum í Keykjavík, Hafn
arfirði og Kópavogi én á Akranesi
hjá Helga Júlíussyni, úrsmið.
Konur loftskeytamanna:
Aðalfundur Bylgjunnar er í kvöld
kl. 8,30 á Hverfisgötu 21.
Æskulýðsféiag Laugarnessóknar.
Fundur er í kirkjukjallaranum í
kvöld kl. 8,30. Fjölbreytt fundarat-
ríði. Sr. Garðar Svavarsson.
Styrktarfélag vangefinna.
Félagskonur halda fund í Aðalstr.
12 fimmtudaginn 5. febr. kl. 20,30.
Dagskrá: Frú Arnheiður Jónsdóttir
námsstjóri segir frá þi-ngi Sambands
Styrktarfélaga vangefinna á ' 5ur-
löndum s. I. sumar. Kvikmynd og
önnur mál. Félagskonur fjölmennið.
Árnesingamót.
Hið árlega mót Árnesingafélagsins
verður að þessu sinni haldið í Tjarn
arkaffi laugardaginn 13. febrúar n. k.
H.f. Jöklar.
Langjökull var í Vestmannaeyjum i
gær. — Vatnajökull fór frá Rotter-
dam í fyrrakvöld á leið til Reykja-
víkur.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell fór 2. þ. m. frá Stettin
áleiðis til Reykjavíkur. — Arnarfell
er væntanlegt til New York á morg-
un frá Reykjavík. — Jökulfell lestar
á Vestfjörðum. — Dísarfell fór í gær
frá Hvammstanga til Breiðdalsvík-
ur, Djúpavogs. Hornafjarðar og
Vestmannaeyja. — Litlafell er í olíu-
flutningum f Faxaflóa. — Helgafell
er í Vestmannaeyjum. — Hamrafell
fór 2. þ. m. frá Skerjafirði áleiðis til
Batum.
Hafskip H.f.
Laxá er væntanleg til Vestmanna-
eyja í dag.
Bænda- og húsmæíÉ'afumdur
verður haldinn að Klébergi á Kjalarnesi laugardag-
inn 6. febr. n. k.
Fundarefni: Ragnar Ásgeirsson ráðunautur hefur
framsögu um byggðasöfn Kvikmyndir um önnur
efni verða svndar Fólki úr nærsveitum er hér með
boðið á fundinn Hann hefst með kvikmyndasýn-
ingu kl. 14 stundvíslega.
Formaður Búnaðarfélags Kjalarness.
LÖGTAKSÚRSKURÐUR
Hér með úrskurðast lögtak fyrir afnotagjöldum af
útvarpi í Kópavogskaupstað fyrir árið 1958, kr.
200,00 af hverju viðtæki, sem féll í gjalddaga 1.
apríl 1958 og fyrir árið 1959. kr. 200,00 af hverju
viðtæki, sem féll í gjalddaga 1 apríl 1959, ásamt
dráttarvöxtum og lögtakskostnaði. Fer lögtakið
fram að liðnum átta dögum frá birtingu lögtaks-
úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn í Kópavogskaupstað, 30. jan 1960.
Jörð til sölu
Jörðin Hafursstaðir í Fellsstrandarhreppi, Dala-
sýslu, er til sölu nú þegar Semja ber við eiganda
jarðarinnar, Jón Ingvarsson. Sími um Ásgarð.