Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 10
10 i IMIN N, fiauntudaginn 4. febráar 1960. í dag er fimmtudagurinn 4. febrúar. Tungl er í suðri kl. 18.36. Árdegisflæði er kl. 10.30. Síðdegisflæði er kl 22.35. MORGUN- SPJALL Fjórði febrúar er dagur Ver- óníku, þeirrar sem fylgdi Kristi á þrautagöngu hans upp Gol- gatahæð með krossinn. Hún tók höfuðklút sinn og þerraði svita og blóð frelsarans. Kannske á sú helgisögn lítið skylt við atburði þá. sem ger- ast á íslandi í dag, en þó munu landsmenn sjá það á blöðunum í morgun, að til nokkurra stór- tíðinda hefur dregið, þar sem ríkisstjórnin hefur bundið bagga bá, sem hún ætlar þjóð- inni að bera næsta árið, og ýmsum munu sýnast þeir svo þungir. að vel gæti bað orðið þegið. að einhver miskunnsam- ur þerraði svita af enni á þeirri göngu, og sumr munu jafnvel telja gengislækkunina og aðrar ráðstafanir við hlið hennar kross bungan. Er það óneitan- lega kaldhæðni nokkur, að þessi kross ríkisstjórnarinnar skuli lagður á herðar þjóðar- innar á degi hins heilaga dýr- lings líknsemdarinnar. Og raunar er ekki þörf að ræða fleira i þessu morgun- spjalli, bví að annað mun varla komast að í hugum manna i dag. Það er guðs boð, a? jafnan skuli leggja Iíkn með þraut, og þar sem þrautin er fram komin. ættu menn að mega fara að huga að því, hvar líknin sé. GLETTUR /mn. í bjórstofunni. Bréfaskipti Jeg er en norsk (gutt) dreng pá 14 ár som gjerne vil' ha brevbytte med drenger eller piger fra Island. Jeg vil derfor bede dem om a sette mit n. 'n og adresse i dette islandske bladet. Hvis den setter inn navnet og adressen vil den ikke ogsá sette inn at jeg satnler pá frimerker. Hilsen. Hans Ivar Storvik, Box 72, Vágámo, Norge. Heillaósk Skeiðar til eg hefi og hnífs en hvergi má við fórninm. Af öllu hjarta annars lífs óska eg ríkisstjórninni. Piparsveinn nokkur heimsótti gifta systur sína til þess að sjá nýfætt barn hennar. Hann athug- aði barnið gaumgæfilega og lengi! Þegar hann kom heim, var hann spurður, hvernig barnið væri. Piparsveinninn hugsaði ■sig um nokfcra stund, en sagði svo: — Ja. Þetta er ósköp lítið kríli, nauðrakaður, eldrauður í andliti og drekkur eins og svoli. Ungur maður varð harla undr- andi, þegar ókunn en myndarleg kona stöðvaði hann á götu og sagði: — Góðan daginn. Hún sá þó fljótt, að hér var um mistök að ræða og afsakaði sig með þessum orðum: — Ó, afsakið. Þegar ég sá yður, sýndist mér þér vera faðir tveggja barnanna minna. Svo hélt hún áfram göngunni, en ungi maðurinn horfi á eftir henni furðu lostinn. Hann hafði auðvitað ekki hugmynd um, að konan var kennslukona. Húsráð — Af hverju heldur hún á vasan- um? ... nú af því hún heldur að þú brjótir hann annars.......... DENNI DÆMALAUSI Það er eins gott að sjá grand í mat sínum. Úr kvölddagskránni I kvöld kl. 20,30 flytur Lúðvik Kristjánsson, ritetjóri, erindi sem hann nefnir: Missti Jón Sigurðs- son embætti vegna Þjóðfundar- atburðanna? Þetta er annag erindi Lúðvíks í erindaflokki hams um Jón Sigurðsson, for setá, og fjalla þau Ö31 um við skipti forsetans við Dani og ís- lendinga á ár- unum 1851— 1855. Fyrsta er indið í flokkn- um flutti hann s.l. fimmtudag og hét það: Lá tví- vegis við að Jón Sigurðsson yrði gjaldþrota. Lúðvík hefur kynnit sér sögu Jóns Sigurðssonar mjög vel, eink um bi'éf hans og heimOdir þær, sem ekki er að finna í Alþingis- bókum eða hinni sfcráðu íslend- ingasögu. Lúðvík er afburðagóð- ur fyrirlesari, ritar fagurt mál og þróttmikið. Bækur hans hafa sýnt, hve geysifróður hann er um sögu forsetans, og þessi erindi eru mikill fengur sem ásitæða er til að hvetja fólk til ag láta ekki fram hjá sér fara. Kiddi Kaldi Saga og teikningar: Jose Luis Salinas APTER PANCHO HAS SNOOZEP FOZHAl.FAN' UOUP. — Kiddi sagði, að ég ætti að hitta hann hérna á þessum tíma. Nú, ég er víst heldur snemma á ferðinni. — Það er bezt að fá sér blund meðan maður bíður. Það ætti að vera hættu- 'laust að sofna hérna. Pankó sofnaði brátt og hraut hátt. Að hálfri stundu liðinni vaknaði hann. — Nú ætti vinurinn að fara að koma. Dreki Saga: Lee Falk Myndin Wilson Mc Coy Axel laknir segir sögu sína: — Fyrir þrjátíu árum reið ég asna gegnum frumskóginn. Hvert hann bar mig vissi ég ekki. ■ Við komum með Axel lækni, segir blámaðurinn lafmóður. Axel læknir, ég sendi eftir þér, segir Dreki-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.