Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 14
14
T í M I N N, fimmtudaginn 4. febrúar 1960.
Hann vlssi þegar, hver
myndi hafa skrifað þetta og
hverjum það væri ætlað. Lá
við sjálft, að honum sortnaði
fyrir augum, því að þama
hafði hann sönnun svart á
hvítu fyrir því, að grunur
hans hafði verið á rökum
reistur.
Hann bögglaði miðann sam
an í lófa sínum og tautaði
eitthvað fyrir sér og var hann
eins og utan við si'g, þegar
Charlotta tók í handlegg
hans og ávarpaði hann.
— Hvað er um að vera?
spurði hún. — Er yður illt?
— Nei, svaraði hann og
skildi naumast hvað hún var
að segja. — Nei, ekki held ég
það, sagði' hann svo.
— Það hefur eitthvað kom
ið fyrir yður, sagði hún. —
Stóð það þarna á pappírs-
blaðinu?
Hann leit á samanböggl-
aðan miðann í hendinni á
sér og fletta honum hægt
sundur eins og í einhverri
leiðslu.
— Þér sögðuð, að faðir
hennar væri í kröggum, var
ekki svo? spurði hann allt í
einu og hcrfði alltaf á mið-
ann.
— Eg hefði ekki átt að vera
að minnast á það — það skift
ir mig engu, svaraði hún.
— En það er nú einmitt
svo engu að síður? spurði
hann aftur.
— Já, því er nú verr, svar-
aði hún hikandi og bætti svo
við: — Viljið þér ekki segja
mér hvað gengur að yður?
Kannske ég geti greitt úr því,
ef það er eitthvað Rósa-
mundu viðkomandi, því að ég
er eina vinkonan, sem hún á,
skal ég segja yður.
Tom leit nú beint framan
í hana og rétti henni blaðið.
Charoltat tók við því og las
það með jafnmikilli athygli
og henni hefði verið alókunn
ugt um hvað á því stóð. Því
næst spurði hún stillilega:
— Hvað ætlið þér að gera
við það?
— Eg ætla auðvitað að fá
henni það, sagði hann eftir
nokkra umhugsun. — Eg
ætla að leysa hana af heiti
sínu við mig, en um leið ætla
ég að finna föður hennar og
forða búgarði sínum. Mér
biðja hann að þiggja af mér
peningahjálp til þess að
þykir allt of vænt um Rósa-
mundu til þess að ég geti vit
að hana líða skort að neinu
leyti og ég er einmitt að
hugsa fyrir hamingju henn-
ar, þó að hún hafi breytt
svona gagnvart mér.
— Og haldið þér að Sir
Ralph vilji þiggja hjálp yðar,
þegar ekki verður annað séð
en að þér hafið gabbað dótt-
ur hans? — því að ekki færuð
þér hvort sem er að segja
honum hverngi í öllu liggur,
sagði Charlotta.
— Eg veit ekki, sagði Tom
þreytulega. — Eg get ekki
sagt um það, en hvað mynd-
uð þér gera í mínum sporum?
Eg er eitthvað svo utan við
mig og annarlegur, að mér
finnst allt ....
Hann lauk ekki við það sem
hann ætlaði að segja, en
stundi við og sneri sér undan
til þess að hún skyldi ekki' sjá
að honum vöknaði um augu.
— Ef ég væri í yðar spor-
um, þá skyldi ég ekkert minn
ast á þennan miða við Rósa
mundu, sagði Charlotta, og
gætti vel að svip fylgdar-
manns sins. — Það væri' ekki
til annars en gera hana ang-
urværa, skal ég segja yður.
Eg myndi ekki láta á neinu
bera í dag, en skrifa henni
í kvöld og segja henni, að ég
hefði veitt henn inákvæmar
gætur í dag og korrlst að
þeirri niðurstöðu, að ég nyti
ekki ástar hennar — þér mis
virðið ekki þó að ég segi það
blátt áfram, en ég verð að
segja það eins og það er, bæði
yða rvegna og hennar. Þér
getið leyst hana af heitorði
sínu ef yður svo sýni'st, en
ekki skuluð þér minnast á það
að y3ur sé kunnugt um fjár-
þröng föður hennar. Að því
búnu sé ég ekkert á móti því,
að þér hjálpið Sir Ralph, ef
yður langar til þess, en ekki
í vináttu skyni, því að það
yrði' þ áaldrei annað en
ölmusa, þegar rétt er á litið,
heldur að eins sem lán; það
er eini vegurinn til þess að
bjarga honum og jafiframt
Rósamundu.
Tom fór ekki að grennslast
27
efti'r, hvers vegna hún bar
svona ótt á. Hann gat ekki
um annað hugsað en að
Rósamunda hefði dregið sig
á tálar og undraðist það, að
hann skyldi elska hana þrátt
fyrir það.
— Eg hygg að þér hafið
rétt fyrir yður, ungfrú Sheld
on, sagði hann, — en ég er
eitthvað svo sljór núna, að
ég á bágb með að átta mg.
Eg er yður þakklátur fyrir
hugulsemina og skal ekki
gleyma því fyrst um sinn.
Þau gengu nú þegjandi á-
leiðis til klausturrústanna, en
bros lék um varir Charlottu
og þóttist hún nú hafa komið
ár sinni vel fyrir borð.
Þá um kvöldið seint kom
sendimaður frá höllinni með
bréf til Rósamundu og kvaðst
ekki eiga að bíða eftir svari.
Charlotta hafði nú ekki
augun af Rósamundu, meðan
hún opnaði bréfið og las það,
en ekki brá Rósamundu að
öðru leyti en því, að þetta
virtist koma henni á óvart,
og hafði þó Charlotta búizt
við, að henni yrði meira um
að missa þarna vellauðugan
og ákjósanlegan mann eins
og Tom var.
Rósamunda gekk snemma
til hvílu þetta kvöld og þótt
ist Charlotta vita, að hún
myndi ekki vi'lja láta ónáða
sig. Leizt henni því ráðlegast
að lofa henni að fara sínu
fram, að mihnsta kosti i
þetta sinn, og sætti sig við
það, að henni myndi seinna
gefast færi á að afla sér upp
lýsinga um þetta, því að hún
kvaldist af orvitni um hvaz
staðið heði í bréfinu.
En þegar Rósamunda var
orðin ein, þá tók hún aftur
bréf unnusta síns og las það
hafði i fyrstu ekki getað gert
sér innihald þess vel ljóst,
enda haði Tom átt í miklum
erfiðleikum með að semja
það og hugsað sig vel og vand
lega um. áður en hann gekk
frá því til fulls, en bréfið var
þannig:
„Kæra Rósamunda! Eg
hef komist að raun um það
í seinni tið, að trúlofun okk
ar sé misgrip ein. Ekki þó
hvað sjálfan mig snertir —
það er öðru nær! — en mér
dylst það ekki, að þetta er
ekki hjartans ósk þín. Eg
hef verið að hugsa um hvað
það gæti verið, sem mig
skortir til þess að geta gert
þig hamingjusama og 1 gær
sá ég hvað það var. Eg get
ekki orðið ástar þinnar að-
njótandi vegna þess, að hún
heyrir öðrum manni til og
um þetta sannfærðist ég í
dag. Má vel vera, að þér sé
þetta ekki ljóst sjálfri, en
það lýsir sér í hverju augna
bliki og hverju orði. Og ég
— ég sem elska þig af öllu
mínu hjarta og öllu minu
hugskoti — varð þess vls
undir eins og ég sá ykkur
saman, að hugur þinn hneigð
ist ekki að mér, heíur aldrei
gert það og mun aldrei gera
það.
Eg komst þá að þeirri
þungbæru og beizkjufullu
niðurstöðu í kvöld, að bezt
myndi vera fyrir okkur
bæði að slíta trúlofun okk
ar. Fyrst og fremst einmitt
þin vegna, því að ég má
ekki hugsa#til þess, að þú
verðir ógæfusöm — og líka
vegna mín, þvi mér er sú
hugsun óbærileg, að ég sé
orsök ógæfu þinnar. Þér er
þess vegna, ástkæra Rósa-
munda, heimilt frá þessum
degi að ganga að eiga mann
þann, sem þú elskar, og bið
ég góðan Guð að uppfylla
allar óskir hjarta þíns.
Eg fyrir mitt leyti mun
hverfa héðan um stund, svo
að þú þurfir ekki að horfa
upp á eymd þess vesalings,
sem biður þig nú að eins
um vináttu þína og að þú
hugsír til hans með velvild
stöku sinnum eins og þú
myndir miskunna þig yfir
hungraða skepnu — eða er
það til of mikils mælst?
Eg vildi að ég gæti neitað
mér um að biðja þig nokk-
urs, en hjarta mitt hrópar
í angist sinni og vill ekki
huggast láta“.
Handleggur Rósamundu
hné aflvana að hlið hennar
ofan á gólfið án þess að hún
veitti því eftirtekt.
„Þér er heimilt að ganga
að eiga mann þann, sem þú
elskar“. Þessi orð höfðu læst
sig i huga hennar og ljóm-
uðu fyrir augum henni eins
og hún væri enn þá að lesa
þau. „Eg get ekki orðið ástar
þinnar aðnjótandi vegna þess
að hún heyrir öðrum til“.
Hún gekk út að gluggan-
um í einhverri leiðslu, opn-
aði' hann og starði út í nætur
myrkrið í áttina til herra-
garðsins.
— Manninn, sem ég elska!
sagði hún við sjálfa sig. —
En hvern — hver er hann?
Þá opnuðust augu hennar
skyndilega og henni varð
þetta ljóst — öll þrá hennar
og óróleiki, sem hún vissi
ekki af hverju stafaði og sem
hafði gripið hana þegar hún
hitti Martein eftir heim-
komu hans — allt þetta lá
nú skýrt fyrir augum henn-
ar.
Hún breiddi út faðminn
eins og hún ætlaði að vefja
mann þann örmum, sem
hún vissi nú að var eftir-
löngun hjarta síns.
— Ástin mín, hvlslaði hún.
— Unaður og eftirlæti sálar
minnar.
En þá huldi hún ásjónu
sina í höndum sér af blygð-
un og kinroða. Því að hún
minntist þess nú, að enda
þótt hún elskaðl Martein, þá
hafði hún litla ástæðu tn að
halda að hann væri sama
sinnis.
— Guð minn góður! hvlsl-
F ramhaldssagan
Charles Garvice:
wm
ÖLL ÉL BIRTIR
UPP UM SÍÐIR
EIRIKUR
víðförll
Töfra-
sverðið
52
„Mongólinn má ekki deyja í hönd-
unum á þér“, segir Eiríkur við lœkn-
inn. „Hann er sá eini, sem getur
leitt mig og menn mína til lands
Bor Khan í austri".
Á stríðsfundinum útskýrir hann
fyrirætlanir sinar fyrir höfðingjun-
um, sem hlusta á hann alvarlegir á
svip.
„Þú getur ekki farið til steppu-
landsins í hinum nítsandi vetrar-
kulda".
„Vetrarkuldinn er ekkert á mótl
þeim eyðileggingum, sem Bor Khan
mun valda, ef hann fær sverðið",
segir Eiríkur.
Hann anzar ekki hinni fögni kom:
sinni og hann cr dnpur í bragði ....