Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.02.1960, Blaðsíða 9
TÍMINN, fimmtudagmn 4. febrúar 1960. ð Brezkur verkalýðsforingi og samvinmiþingmaður með við- burðaríka sögu að baki Robert Edwards þingmaður 1 Billston i Staffordshire, er enginn venjulegur stjórnmála- garpur. Segja má með sanni, að hann hafi eytt ævi sinni á „kóngavegum ævintýranna“, sem umbrotasamur verkalýðs- sinni, áður en hann settist á þingbekki fyrir sex árum. Hann lítur þó svo á, að enda þótt hann sé búinn að fá sæti um sinn á bekkjum neðri mál- stofunnar brezku, sé hann ekki setztur í helgan stein og kýs helzt að komast í persónu lega snertmgu við atburðarás- ina, þar sem eitthvað er að gerast. Vísað úr iandi í Kanada — Já, ég er alveg óhræddur við að láta skoðanir mínar í ljós, enda þótt einhverjum kunni að mislíka- Þannig hafði það, þegar á kreppu- árunum, eftir 1930, nærri orðið mér dýrt spaug. Þá var ég í Kan- ada í fyrirlestraferð á vegum al- þýðusamtakanna. Atvinnuleysi og bágindi meðal verkalýðs voru þá mikil og milljónir atvinnulausra í landinu. Ég var ómyrkur í máli í ræðum mínum. Kanadastjórn brá skjótt við. Ég hafði gert það, sem verra var, en að tala af léttúð um samveldið eða kónginn. Ég var talinn hafa með æsingum rask- að ró fólks og var vísað úr landi í brezku samveldislandi, enda þótt brezkur borgari sé, og varð að fara suður yfir landamærin til Banda- ríkjanna. Brezku þingmennlrnlr er hér voru í heimsókn. Frá vlnstrl til hægri: Robert Edwards, þingmaður f Blllston, James Owens, þingmaður í Mortpheth I Norðlmbralandi. Stjórnaði herdeild í borgarastyrjöld á hásléttum Spánar og ætlaði að sjá hér brezka togara í herskipavernd — Þess vegna þáði ég þakksam- lega boð íslenzkra samvinnumanna um að koma til íslands, einmitt nú, þegar brezk herskip ösla um ís- lenzkan sjó til verndar togurum, sem brjóta íslenzk lög, sagði Ed- wards, um daginn, nýkominn úr langflugi með flugvél íslenzku landhelgisgæzlunnar. Ég missti af mikilvægri sönnun, að sjá aðeins einmana herskip í landhelginni, en engan togara. Það hefði sannar- lega átt við mig að standa þá að verki, og geta síðan lagt þá sýn fram sem sönnun fyrir gangi mála. VerkalýSsleiStogi efna- iðnaðarmanna íslenzka landhelgisstríðið er þó engan veginn fyrsta styrjöldin, sem Edwards hefur tekið þátt í. Enda þótt Edwards sé þingmaður fyrir brezka samvinnuflokkinn, en hann hefur nú 16 þingmenn kjörna í samvinnu við verkamanna flobkinn, — þá er hann fyrst og fremst verkalýðsforingi, enda for- maður stéttarfélags þeirra, sem í efnaiðnaðinum vinna. Samvinnu- menn í Bretlandi reka fyrst og fremst smávöruverzlanir, en hafa einnig á sínum vegum margs konar framleiðslu neyzluvara, meðal ann- ar.s í efnaiðnaðinum. Sagði Ed- wards að sér væri ánægja að segja frá því, sem verkalýðsforingi, að samvinnufélögin greiða að jafnaði starfsfólki sínu hærri laun, en ein staklingsreksturinn. — Mér er sagt að þú hafir verið mjög virkur verkalýðssinni á fyrri árum, og ért það kannske enn? Var málkunnugur Trotsky — Fyrr á árum fylgdist Ed- wards vel með því er gerðist í Rússlandi og hefur þrisvar farið þangað. Um það leyti er Trotsky varð að lúta í lægra haldi fyrir Stalin og félögum, var hann ein- mitt staddur þar eystra og þekkti Trotsky þá vel. Hann var góður og duglegur herforingi og skipuleggj- ari, en stundum latur og værukær. Hann eyddi flestum stundum í ein- rúmi með bókum og uggði ekki að sér fyrir undirróðursstarfsemi hinna. Hann hlaut mikið lófaklapp á stórfundum flokksins, en fór þá ánægður heim til bóka sinna. Nokkrum árum seinna fór Ed- wards suður á Rrímskaga í heim- sókn og flutti þar erindi fyrir einni herdeild rauða hersins. Þarna suð- urfrá eru fjöll og óbyggðir á köfl- um. Þurfti hann að komast nokkuð langan veg tjl þorps eins og kaus að fara fótgangandi þriggja dag- leiða veg yfir fjöllin, einn síns liðs. Á leiðinni fór hann að veita því athygli, að tveir villtir hundar veittu honum eftirför og reyndu að komast í farangur hans og nesti. Tókst honum að halda þeim frá sér með grjótkasti, en sagði byggðamönnum frá eftirför hund- anna, er til þorpsins kom. Brugðu menn þó skjótt við með byssur og önnur vopn, því að þetta voru úlf- ar en. ekki hundar. Brezki verka- lýðsforinginn fór ekki gangandi yfir fjöllin til baka. — En hann hlaut heiðurstitil hjá rauða hern- um. StjórnaSi 700 manna her- deild í Spánarstríðinu Þegar Spánarstyrjöldin brauzt út, gat Robert Edwards ekki setið hjá aðgerðarlaus. Hann hélt til Spánar ásamt verkalýðssinnum frá öðrum löndum og tók sér vopn í hönd til varnar lýðveldisstjórn- inni. Áður en lauk, stjórnaði hann herdeild 700 manna, er háði marga blóðuga og afgerandi orrustu við uppreisnarmenn á sléttum og fjöllum hálendisins sunnan Pyr- enneafjalla. Þar börðust í herdeild hans margir nafnkunnir menn, er síðar urðu. Nokkrir féllu, aðir særðust eða féllu í hendur uppreisnar- manna. Sjálfum tókst Robert að komast undan með það sem eftir var af liðinu yfir Pyrenneafjöll til Frakklands. Hann vissi það ekki fyrr en mörgum árum síðar, eða skömmu fyrir síðustu jól, hvað Francomenn höfðu álitið hann skæðan óvin og skeinuhættan upp- reisnarmönnum. í varðhaldi í Madrid Þá hélt hann enn á ný til Spán- ar og leigði sér stórt herbergi á gistihúsi einu í Madrid. Stóð fyrir dyrum, að dæma í máli manns, sem var pólitískur andstæðingur Francostjórnarinnar. Þarna á hót-| elinu hélt Robert fundi með vinstrisinnuðum mönnum, og varð þessi samkunda og koma Roberts til Spánar þegar illa séð af stjórn- arvöldum. Leynilögreglumenn fylgdust með hverju hans spori, og þegar hann ætlaði að fara til rétt- arhaldsins, tóku lögreglumenn hann höndum og hnepptu í varð- hald. Var hann ákærður fyrir að blanda sér í innanlandsmálefni Spánar. Meginástæðan mun þó hafa verið sú, að yfirvöldin óttuð- ust að réttarhöldin yrðu ekki lengur leynileg, ef hann fengi að vera viðstaddur. En vegna þess að Edwards var brezkur þingmaður, fékk hann nú milda meðferð í höndum lögregl- unnar. Var hann hafður í haldi í ellefu klukkustundir í aðalskrif- stofu rannsóknarlögreglunnar, og notuðu lögregluforingjarnir tím- ann til þess að stæla við hann um stjórnmál. Bentu þeir honum á það, að hann hefði verið þeim óþarfur í Spánarstyrjöldinni og ætti skilið aðra og verri meðferð er hann kæmi nú aftur til Spánar. En allt þetta gamla væri nú gleymt og fyrirgefið, aðeins ef hann væri ekki að rifja sjálfur upp það liðna. Heima í Englandi er Edwards mikilsmetinn stjórnmálamaður, réttsýnn og óragur við að leggja til móts við óréttlæti, hvort heldur það á sér stað í einvaldsríkjum eða nýlendum brezka samveldisins. Enda þótt hann hafi ekki séð með eigin augum brezka togara undir herskipavcrnd í íslenzkri landhelgi, veit hann fullvel að sú staðreynd er deginum ljósari. Þess vegna hafa fslendingar eign azt góðan vin og skilningsríkan, því Robert Edwards berst fyrir réttlætinu hvar sem á þarf að halda og hver sem í hlut á. —gþ. ekki verið endurminninga sýniT. Og sé ennfremur gætt að því, hve mjög það er annað að horfa á hlut og rifja upp endurminn- ingar um hann, þá ber þar einnig að hinu sama. Við allar venjulegar aðstæður mun hverjum manni vera það ókleift að láta sig sjá einar saman endurminn- ingar sínar og hugsanir á sama hátt og þegar horft er á hluti eða staði. Og hvers vegna ætti sofandi manni að vera það kleift fremur? En hvernig eru þá draum sýnirnar til orðnar? Maður nokkur hélt því fram við annan mann, að hann hlyti að hafa lifað áður, því að einhverntíma þegar hann hafði ásamt nokkrum félögum sínum verið á gangi í einhverri borg utanlands, þá hafði honum fundi'st hann kann ast við eða þekkja það, sem fyrir augu hans bar þótt hann aldrei hefði komið þar áður. Spurði þá viðtal andi manns þessa að því, hvort félagar hans hefðu ekki verið kunnugir þarna, og var þá eins og ljós rynni upp fyrir honum: „Heldurðu að þetta hafi verið svona“, sagði maður- inn, og átti hann við, að hann hefði þarna orðið samvista við félaga sína Og vissulega er það einmit' hér, sem leiðin opnast t;i skilnings. Það var að vísu eðlilegt, að mönnum yrði fyrst fyrir að ætla drauma sína vera eftirskynjanir, og verður því þó, eins og ég sagði, ekki haldið fram nema því aðeins að hafa ekki gert sér fulfa grein fyrir veruleikanum. En hér ligg ur það fyrir, sem í raun- inni er miklu eðlilegra að ætla. Eftir að vitað er að heyra má tal og tóna frá fjarlægum löndum og jafn vel sjá það sem þar er að gerast, eftir að vitað er að hugsanaflutningur á sér stað manna á milll, þá blasir það í rauninni alveg við að það, sem einhver sér, getur samtimis verð séð af öðrum og það þó að þessi annar sé staddur ein hvers staðar órafjarri. Og þegar frá þessu sjónarmiði er horft ,þá verður ljóst, ekki einungis það, að draumar skuli vera sýnir og atburðir, heldur verður þá líka auðskilið og eðli- legt að þessar sýnir skuli vera ósamkvæmar þvi sem dreymandinn ætlar þær vera, eða hafa verið. Sé svo, sem mjög er eðlilegt að ætla, að draumur eins sé æfinlega að undirrót vökulíf annars, þá verður þetta um ósamkvæmnina alveg eins og við er að taú- ast. Sé hinn vakandi mað- ur, draumgjafinn, stadd- ur heima hjá sér, þá finnst dreymandanum einnig hið sama. Hann þykist einnig vera staddur heima hjá sér, þó að eðlilega hljóti þar allt að vera að meira og minna leyti frábrugðið hans eigin heimili. Og þeg- ar frá þessu sjónarmiði er horft, sjónarmiði' hugsam- bands og lífsambands, þá verður ljóst, ekki einungis þetta um draumana, held- ur einnig svo ótalmargt annað, og kjmni það að vera vegna hins mikla út- sýnis, að menn þora yfir- leitt ekki að fallast á þenna skilning. Því stór- feldari sem einhver ný sannindi eru, því hræddari eru menn við að veita þeim lið, og getur sumum jafn- vel þótt öruggara að ti'l- kynna beinlínis ómætur sínar á þeim. Þorsteinn Jónsson. á Úlfsstöðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.