Tíminn - 09.02.1960, Side 1
44. árgangur — 19CT.
Fylght me5 breytlng I
unnl á blaðinu, hrlngið
í síma 1 23 23 og geriz'
áskrifendur.
Þriðjudagur 9. febrúar 1960.
VEGIR VlDA ÓFÆRIR OG
VATN FLÆÐIR INN I HUS
Jakaru%ningur í Blöndu braut tíu símastaura
— vegir ófærir í BorgarfirtSi, Húnavatnssýsl-
um, Dölum og Laugardal — Vatn rann í hús
á Selfossi og Dalvík
Nú um helgina gekk á með roki og rigningu víða um
land, nema á Austfjörðum, og fylgdu miklir vatnavextir í
kjölfarið. Hafa orðið mikil spjöll á vegum, einkum í Borgar-
flrðl og í Austur-Húnavatnssýslu. Blaðið átti í erfiðleikum
með að ná sambandi við fréttaritara sína í Skagafirði og
Húnavatnssýslum í gær, þar sem símasamband hafði rofnað
við þá staði í óveðrinu.
Hvitá í Borgarfirði flæddi yfir veginn milli Hvítárbrú-
ar og Hvítárvallaskála, svo og norðan við Ferjukotssíki. í
gærmorgun var þó komizt yfir á þessum stöðum á stórum
bílum, en gekk erfiðlega og var ekki hættulaust, því veg-
inn gat hafa tekið alveg af. Síðast þegar fréttist var ekki
vitað hve skemmdir voru miklar á þessum kafla.
Meira á 3. síðu.
Hús fuku í Hólminum
Stykkishólmi, 8. febr. — Síðast Iið’ð laugardagskvöld gekk
npp með hamfararoki af suðri hér í Stykkishólmi. Jafnframt
rigndi verulega. f þessum ógangi fauk hér hlaða og fjárhús,
eign Þórólfs Ágústssonar, útgerðarmanns. Byggingar þessar
voru úr timbri og járni. Svipti rokið þeim gjörsamlega burtu
svo aðeins stendur ber grunnurinn eftir. Húsin voru auð og
mun Þórólfur hafa ætlað að nota þau sem fiskgeymslu. Er
tjón hans verulegt því ekki þarf að búast við að mikið verði
nýtilegt af efninu þó að eitthvað af því væri hægt að tína
saman. Ekki er kunnugt um aðra skaða hér um slóðir af
völdum þessa veðurs. K.B.G.
----------------------------------—----------------------—, —J
Það er ekki nema von, að kertin vökni í þessum vatnagangi
Vaxtahækkunin kemur mjög bungt
niður á hinum almenna horgara
Vaxlahækkun sú, sem ríkisstjórnin hyggst koma á í sambandi
við efnahagsaðgerðir þær er fyrir dyrum standa, mun koma mjög
þungt og ranglátlega niður. Hún kemur þunglega niður á öllum
þeim, sem staðiÖ hafa í byggingum og hafa veríð að koma sér
upp þaki yfir höfuðiÖ af miklum vanefnum. Hún múlbindur einnig
alla þá, sem enn eiga eftir að byggja yfir sig og mynda sér
heimilL
Vaxtahækkunin mun einnig stórlega draga úr framkvæmdurr
til uppbyggingar og gera mönnum erfiðara að koma upp sjálfstæð-
um atvinnurekstri. Hins vegar mun vaxtahækkunin ekki lenda á
þeim, sem geta velt vöxtunum yfir á aðra, yfir á vöruverðið og
almenning —, vaxtahækkunin mun ekki íþyngja þeim. Það er sama
upp á teningnum þar, eins og í öðru því, er ríkisstjórnin hyggst
gera. Það á að reyra hinn almenna borgara við klafann, en hinir
fáu og stóru þurfa ekkert að bera og völd þeirra og áhrif í efna-
hags- og atvinnnlíf’ bió'ðarinnar á að stórauka. Það ber allt aíf
ama brunni: Það á að skipta þjóðinni i þá sem eiga og þá, sem
ekki eiga!
Byggðarlögum stefnt í voða
mmmmgm
■
bls. 7
ísmBmBmmmmmm