Tíminn - 09.02.1960, Síða 16

Tíminn - 09.02.1960, Síða 16
 Ársgamall drengur ferst í árekstri MótSir drengsms slasaíist alvarlega er tveir bílar rákust saman á Reykjanesbraut Síðdegis á sunnudaginn varð banaslys á Reykjanes- braut, er Volkswagenbifreið, P-384, á leið suður og leigu- bifreið, R-587, á leið til Reykja víkur, rákust á í brekkunni sunnan við Fossvogslækinn. Firran manns voru í Volkswag- anbifreiðmni og slösuðust allir. Ársgamall drengur, Matthías Stef- án Karlsson, hlaut mikið höfuð- högg og andaðist á leið í sjúkrahús og móðir hans, Líney Guðlaugs- dóttir, slasaðist alvarlega. Hinir þrír mörðust, skrámuðust og togn- uðu. í leigubifreiðinni voru auk stjórnandans tvær konur, en ekk- ert þeirra mun hafa sakað. Leigubifreiðin var réttu megin vegar, en Volkswagenbifreiðinni var ekið skyndilega inn á veginn fyrir leigubifreðna og telur stjórn andi hennar, að Volkswagenbif- reiðin hafi verið sveigð inn á veg- nn svo seint, að árekstur hafi ver- ið óumflýjanlegur. Staða Volks- wagenbifreiðarinnar, samkvæmt uppdrætti, sýnir að hún stefnir skáhallt út af veginum. Stjórnandi hennar gerir sér ekki grein fyrir árekstrinum og telur sig hafa fengið aðsvif, jafnvel fyrr en bíl- arnir skullu saman. Hvorugur bifreiðarstjóranna hafði snert áfengi né heldur far- þegar. Áreksturinn var geysiharður og maskaðist allur framhluti Volks- wagenbifreiðarinnar, framrúðan brotnaði við það að stjórnandinn og farþegi við hlið hans skullu á hana, sætin gengu úr skorðum og stýrishjólið beyglaðist undan þunga stjórnandans. Leigubifreið- in skemmdist einnig verulega, og er óökuhæf sem stendur, en hin er aðeins rúst. Hér er mynd úr þeirri geymslu á landinu, sem um þessar mundir er nafntoguðust: frímerkjageymslu póststjórnarinnar. Úr þessum skápum hurfu frímerkin umtöiuðu. f dyrum er rammefld hurð úr stáll. Ofan á skápnum glyttir í „kilóvöruna". Unnið að talningu á frímerkjabirgðum í geymslunni. ,Heppinn var ég að vera ekki dauður’ Frímerkjaþjófnaðurinn hjá Pósti & síma verður umfangsmeiri með hverjum deginum sem líður Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, var alls ekki líklegt að frímerkjamálinu svokallaða væri lokið, þótt játning á þjófnaði ákveðinna merkja lægi fyrir. Lá þá þeg- ar fyrir rökstuddur grunur um, að stoiið hefði verið miklu meiri verðmætum í frímerkj- um, en hægt væri að ákvarða fyrr en birgðatalning hafði farið fram. Sú birgðatalning stendur enn yfir og er hvergi nærri lokð, en nú þegar hef- ur komið í ljós að til viðbót- ar þeim merkjum. sem máls- rannsókn reis út af, eru horf- in önnur merki að verðmæti rúm ein milljón króna. Vekur það nokkra furðu, að ekki skuii hafa komið í ljós áð- ur, að stórlega vantaði á frí- merkjabirgðirnar, eða hefur eng in birgðatalning farið fram í geymslunni frægu árum saman? Fréttamenn Tímans fóru í gær á fund Benedikts Árnasonar en hann sér um tainingu á frí- merkjabirgðum póststjórnarinm- ar. Eins og kunnugt er hefur komið í ljós að þar vantar frí- merki sem eru að verðmæti á aðra milljón króna. Er þar um að ræða 200 arkir af flugfrí- merkjum frá árinu 1933. einnar, fimm og tiu króna frímerki með mynd Knsljána X en yfirprentað Hópflug ítala 1933, í tiiefni af komu Balbos kapteins það ár. Póst og simamálastjórnin geym- ir ætið 400 arkir af hverju frí- merki, sem kemur úl og finnast nú ekki nema 100 arkir af áður- greindum frímeríkjum. Upplagið ailt af þessum merkjum var ó- venjulega lítið, samtals 14.500 frí- merki og var því um mjög verð- mæt merki að ræða. Samanlagt verðmæti hinna horfnu merkja er hvorki meira né minna en 1.305.000 krónur! Þá er einnig ljóst að horfin eru 40 aura merki frá árinu 1904. Slík merki voru yfirstimpluð með orð- unum f gildi, en nokkur hluti þeirra geymdur óyfirstimplaður í vörzlum poststjórnarinnar. Talið mjög senmiegt að eitthvað af þess um óyfirstimpluðu merk.tum hafi síazt út og gengið kaupum og söl- um. Talningu er ekki lokið í fri- merkjageymslunni, enda er það ærið tafsamt og seinlegt verk. Einar Pálssor,. skrifstofustjóri og Pétur Eggerz sitja enn í varð (KrJimhaJd á 15. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.